Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Falleg orð

Mér finnst jafnréttiskafli stjórnarsáttmálans afskaplega falleg orð á pappír. Kannski er ég bara orðin svona skeptísk á stjórnvöld en ég trúi í alvörunni að það sé einstaklingurinn sem skiptir máli í þessu samhengi. Einstaklingur sem er femínisti og hefur einarðan vilja til að gera jafnrétti að veruleika getur gert kraftaverk! Einn einstaklingur má sín hins vegar lítils gegn fjöldanum. Þess vegna verða að vera sem flestir femínistar í ríkisstjórn. Ég hef ágæta trú á að Jóhanna muni vera eins og ferskur stormsveipur í félagsmálaráðuneytinu. Ég á líka von á því að Ingibjörg leggi áherslu á jafnréttisstarf. Þessir einstaklingar skipta meira máli en fallegu, mildu orðin á pappírnum. Stjórnarsáttmálin er of almennt orðaður að mínu mati. Ég heyrði Guðfinnu Bjarnadóttur segja að hún hefði gert þetta nákvæmlega svona ef hún hefði verið í þessum sporum. Jamm, þetta eru svo sem í anda ágætra fræða... en hins vegar allt of mikið af "way out" í þessu. Þ.e. stefnt skal að öllu... stefnt að jöfnum kynjahlutföllum... stefnt að því að minnka launamun. Og hvað ef það tekst ekki? Jú, þetta var bara stefna... Með öðrum orðum það eru innbyggðar afsakanir fyrir að takast ekki ætlunarverkið í stefnunni. Stefnan er ekki afdráttarlaus og hún vekur ekki traust um að þessir hlutir verði framkvæmdir í reynd. Það veltur á einstaklingunum... og samheldni þeirra sem eru með jafnréttinu. 

Ég hafði gaman af að hlusta á Kolbrúnu og Guðfinnu takast á í Kastljósinu. Var glöð að heyra að Guðfinna kom með yfirlýsingu um að hún hefði sótt fast að fá ráðherraembættið. Var ekki eins glöð að heyra að hún talaði um þessa sterku einstaklinga sem hefðu raðast í ríkisstjórnina án þess að lýsa því yfir að konurnar í Sjálfstæðisflokknum væru hundfúlar. Hún kinkaði samt kolli og brosti þegar Kolbrún sagði að þetta væri mismunun á grundvelli kyns. Það er nefnilega það sem þetta er. Kyn réð meiru en hæfni við valið. Ég bíð enn eftir þeim degi þegar konurnar í Sjálfstæðisflokknum ákveða að standa undir nafni sem SJÁLFSTÆÐAR konur og átta sig á að yfir flokknum ríkir Geir formaður en ekki Maó formaður. Það þýðir að þær mega segjast vera hundfúlar. Er það ekki? 

Ingibjörg var líka mjög góð. Fannst Helgi ganga fulllangt varðandi lista hinna staðföstu þjóða. Held það sé tiltölulega einfalt að sjá það út að það sé ekki sjens að fá Sjálfstæðisflokkinn til að kvitta upp á mistök í liðinni tíð. Það er nokkuð gott að fá þá til að samþykkja að harma stríðið... eins og það ætti nú að vera sjálfsagt mál...


Áhugaverður fyrirlestur

David L. Burton: Klám – ógnun við velferð barna (23.05.2007)

Rannsóknasetur í barna og fjölskylduvernd (RBF) og Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) bjóða til opins fyrirlesturs miðvikudaginn 23. maí kl. 12.00-13.00, í Odda, stofu 101.

Í fyrirlestri sínum mun David L. Burton fjalla um rannsóknir sínar á klámi og gerendum kynferðislegs ofbeldis og tengja það við rannsóknartengdar starfsaðferðir í félagsráðgjöf (research-based practice). David L. Burton hefur mikla reynslu af rannsóknum, kennslu og meðferðarþjálfun í Bandaríkjunum og víðar. Hann kemur hingað til lands í tengslum við ráðstefnuna “Forvarnir eru besta leiðin” í boði Háskólans í Reykavík og Blátt Áfram hópsins.

Milli kl. 11.30 og 12.00, verður léttur málsverður (samlokur o.fl) í boði fyrir gesti. Allir velkomir

Staður: Oddi, stofa 101
Vefslóð: www.rbf.is

Kyn umfram hæfni

Vona að karlkyns ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu sáttir við að hafa fengið ráðherrastól í krafti kyns en ekki hæfni. Geri hins vegar fastlega ráð fyrir að þeir sem vildu komast áfram á eigin verðleikum séu örlítið niðurlútir yfir að vita að þeir voru teknir fram fyrir hæfari konur og að það var kynið sem hafði úrslitaáhrifin. 

Mikið asskoti passar ráðherravalið vel inn í hugtakið hans Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns um andlega samkynhneigð karla.  


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikan eða kontor?

Ég held að það sé of sárt fyrir suma karlmenn að horfast í augu við það að sumar stöður myndu þeir ekki fá ef þeir væru nákvæmlega sama manneskjan en bara af hinu kyninu. Held líka að það sé sumum um megn svo mikið sem íhuga að sá möguleiki sé fyrir hendi.

Svo er talað um að kvótar séu slæmir af því að það væri svo niðurlægjandi fyrir konurnar að vita að þær væru í sínum stöðum af því að þær eru konur... Málið með kvóta er hins vegar að þeir hleypa hæfu konunum að... og koma í veg fyrir að of margir karlar séu ráðnir út af kynferðinu einu saman. Þetta segi ég án þess að vera sérstaklega hlynnt kvóta. Lít á kvóta sem síðasta úrræðið... verst að samfélagið er bara ennþá svo fjári hallt undir misréttið!


mbl.is Jafnrétti kynjanna í 100 stærstu fyrirtækjum landsins ábótavant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn?

Jæja, stefnir í að Samfylkingin standi við kosningaloforðið um jafna skiptingu kynja í ráðherraembætti. Þá er bara að bíða og sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn gerir. Þeim er varla stætt á öðru en að hafa að hlutfall kvenna í samræmi við hlutfall kvenþingmanna - sem er þriðjungur. En það er aldrei að vita þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut. Hins vegar gæti flokkurinn komið þægilega á óvart og fylgt Samfylkingunni í jafnri skiptingu ráðherra. Það yrði saga til næsta bæjar Smile Ekki að ég reikni með slíkri þriðjudagsgjöf... giska á 2 konur og 4 karla í þeirra ráðherraliði. 

Svo er aldrei að vita nema ráðherrum verði fækkað og báðir flokkar verði með 3 karla og 2 konur... 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin árlega konusýning

Hin árlega konusýning þar sem konur á aldrinum 18 - 24 ára trítla um á bikiní og háhæluðum skóm svo hægt sé að vega og meta virði þeirra út frá líkamlegum eiginlegum verður á föstudaginn. Af því tilefni set ég hér inn 2 tengla af bloggsíðum sem staðalímyndahópur Femínistafélagsins var með í tengslum við 2 slíkar sýningar árið 2004:

http://www.missiceland.blogspot.com/ 

http://meyjanam.blogspot.com/ 

Skrifa meira seinna... og svara þá spurningunni um styrktaraðilana og boycottið...


Ég er svört kona frá Afríku

Ég er afskaplega hlynnt því að RUV gegni því hlutverki að vera sú sjónvarpsstöð sem sýnir menningarlegt efni, íslenska framleiðsu og heimildarmyndir. Einkareknar stöðvar geta svo séð um allt braindead efnið sem eftirspurnin er eftir. Hins vegar virðist RUV ekki alltaf vanda valið á hvaða menningaefni er sýnt. Ég hef stundum furðað mig á vali heimildarmyndaþáttum sem er kynnt sem "vandað" efni frá BBC - en svo kemur í ljós að um einhverja eðlishyggjuþætti er að ræða um uppruna mannsins og hvers vegna konur eigi að vera undirgefna kynið. Ég held samt að þátturinn í kvöld hafi slegið öll met. Ég missti af byrjuninni - og ég efast ekki um að þar hafi verið kynntar ástæður þess að konur teljast ekki með - en kannski getur einhver sagt frá því í kommentakerfinu. 

Allavega. Þátturinn fjallar um hinn vísindalega Adam. Manninn sem allir karlmenn jarðarinnar eiga rætur sínar að rekja til. Í raun má segja að þátturinn hafi verið karlafantasía frá upphafi til enda... þar sem einn vísindamaður taldi sig hafa sannað það að allir karlmenn heimsins hafi sama stökkbreytta erfðaefnið í Y litningnum og að það sanni að þeir eigi þennan sameiginlega forföður. Hann átti víst að vera fyrsti maðurinn sem gat hugsað af viti, veitt af viti og talað af viti. Svo sannarlega eini maðurinn með viti á þeim tíma... sem gerði kellurnar alveg óðar í hann og þess vegna átti hann miklu fleiri börn en allir hinir. Þó það hafi verið fleiri menn til á þessum tíma þá voru þeir ekki svona yfirburðamenn eins og Adam - svo þeir dóu bara út - eða eignuðust engin börn - eða bara dætur! Og það telst auðvitað ekki með að eignast bara dætur sem afkomendur... Mannkynið er að sjálfsögðu ekki komið af konum enda vita allir heilvita menn að konur eignast ekki börn! ShockingShockingShocking

Þátturinn var ekki síst skemmtilegur fyrir þá sem hafa gaman af alhæfingum og langsóttum fantasíum um sinn eigin uppruna. Ekki nóg með að hægt sé að rekja alla karla til þessa eina manns sem var uppi fyrir ca 40 þúsund árum eða svo... þá var líka hægt að búa til mynd af því hvernig hann leit út. Það var gert með því að finna hauskúpu frá ca þeim tíma sem hann var uppi og svo hauskúpu af einhverjum karlmanni sem býr á svipuðum slóðum og Adam á að hafa búið á. Niðurstaðan auðvitað raunsönn mynd af hvernig Adam leit út... Og auðvitað afskaplega erfitt að afsanna nema einhver finni mynd af honum. FootinMouth

Eina sem var skemmtilegt í myndinni var að Adam var svartur. Get ekki neitað að mér finnst það gott á alla rasistana Grin

Svo ég komi nú með kynjavinkilinn í lokin, svona fyrir þá sem eru ekki búnir að fatta hann... hvaða konu ætli dytti í hug að tala um uppruna mannkyns og tala bara um konur og láta eins og karlar hefðu ekki verið til í gjörvallri mannkynssögunni? Hverjum dytti í hug að fjármagna svoleiðis þátt? Hvaða ríkissjónvarpi dytti í hug að sýna svoleiðis þátt? Og hver í ósöpunum myndi líta á svoleiðis sem alvöru vísindi??? Shocking 


Baráttan gegn kynferðisofbeldi

Ég er ein af þeim sem er sannfærð um að klámið og klámvæðingin stuðlar að fjölgun kynferðisbrotamanna, enda er klámið yfirgengilega fullt af ofbeldi og niðurlægingu sem á ekkert skylt við kynlíf eða kynfrelsi. Sem betur fer eru til samtök eins og Stígamót og fleiri sem berjast gegn þessu af alefli og sem bjóða þolendum aðstoð við að glíma við eftirköstin.

Það sem hefur breyst frá því að byrjað var opinberlega að tala um kynferðisofbeldi fyrir ca 20 árum er að úrræði fyrir þolendur hafa aukist, umræðan er opnari og vitundin er meiri. Réttarkerfið er hins vegar ennþá í algjörum lamasessi og ekkert hefur gengið í að draga úr brotunum. Ýmislegt virðist benda til þess að ofbeldið sé að aukast, það er að verða ofbeldisfyllra og sumar framtíðarspár segja að þetta eigi bara eftir að halda áfram að aukast enn meira. Það þarf eitthvað stórt að gerast til að hægt sé að minnka ofbeldið. Eitt af því mikilvægasta er að efla og bæta virðingu á milli kynja. Strákar eiga ekki að alast upp við þá kröfu að þeir eigi að vera fremri stelpum heldur að kynin standi jafnfætis og séu jafn merkileg. Á meðan það þykir flott að vera strákastelpa en niðurlægjandi að vera stelpustrákur þá er augljóst hvert viðhorfið er. Þessi krafa um yfirburði er líka fáránleg vegna þess að lang flestir átta sig á að strákar og stelpur eru fyllilega jafn hæf og þá verður ansi erfitt að standa undir þessum kröfum. Sumir eru síðan svo vitlausir að til að standa undir nafni sem valdameiri að þá beita þeir ofbeldi til að ná sínu fram. Því miður beinist áróðurinn og skilaboðin sjaldnast að þessum hópi. Hvernig væri t.d. að setja á laggirnar herferð sem hvetti nauðgara og kynferðisofbeldismenn til að viðurkenna brot sín fyrir rétti og taka út sína refsingu eins og réttarkerfið kveður á um? Yfirgnæfandi meirihluti kynferðisbrotamanna neitar nefnilega að viðurkenna brot sín og gera þar með þolandum enn erfiðara um vik að vinna úr sínum málum. 

En... ofangreint dílar við það sem gerist eftir að búið er að fremja brotið. Forvarnir geta m.a. falist í því að berjast gegn þeim skilaboðum sem klámið selur.  


mbl.is Stöðugt fleiri leita aðstoðar Stígamóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný skoðanakönnun

skoðanakönnunEr búin að setja inn nýja skoðanakönnun um hvaða flokki fólki finnist ég ætti að verða virk í eftir að mínu hlutverki sem þverpólitísk talskona lýkur... Tek fram að ég mun að sjálfsögðu "make up my own mind"... og velja eftir pólitískri sannfæringu! Engu að síður væri gaman að sjá hvar í flokki fólk telur að ég eigi heima... 

Set hérna inn niðurstöðurnar úr síðustu könnun - sem var reyndar 2. Annars vegar hvort að karlar megi segja "konur eru konum verstar?" og hins vegar hvort konur megi segja "karlar eru konum verstir?". Þar kemur fram skýr kynjamunur þar sem ca 50% segja að konum sé leyfilegt að viðhafa síðara frasann en aftur á móti eru 80% á því að körlum leyfist að segja það sama um konur. Niðurstaðan í þessari einstaklega marktæku netkönnun er sem sagt sú að körlunum leyfist meira...


Snjókoma

Seinni partinn í gær fengum við þá snilldarhugmynd að í dag væri skynsamlegt fyrir okkur að hjóla saman í vinnuna. Höfum aldrei áður hjólað í vinnuna svo þetta hefði verið nokkurs konar könnunarleiðangur líka til að athuga hversu greið leiðin er... og hvort við myndum villast! Whistling Svo komumst við að því að veðurspáin fyrir daginn í dag væri rigning og smá vindur. Ætluðum því að sjá til hvernig útlitið væri þegar við færum á fætur. Tveim klukkustundum síðar kom haglél og snjókoma. Núna snjóar fyrir utan gluggan hjá mér. Þarf að taka það fram að við fórum ekkert hjólandi? Ég neita hins vegar alfarið að taka ábyrgð á snjókomunni... þó ég hafi ætlað að hjóla! Tounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband