Sannleikan eða kontor?

Ég held að það sé of sárt fyrir suma karlmenn að horfast í augu við það að sumar stöður myndu þeir ekki fá ef þeir væru nákvæmlega sama manneskjan en bara af hinu kyninu. Held líka að það sé sumum um megn svo mikið sem íhuga að sá möguleiki sé fyrir hendi.

Svo er talað um að kvótar séu slæmir af því að það væri svo niðurlægjandi fyrir konurnar að vita að þær væru í sínum stöðum af því að þær eru konur... Málið með kvóta er hins vegar að þeir hleypa hæfu konunum að... og koma í veg fyrir að of margir karlar séu ráðnir út af kynferðinu einu saman. Þetta segi ég án þess að vera sérstaklega hlynnt kvóta. Lít á kvóta sem síðasta úrræðið... verst að samfélagið er bara ennþá svo fjári hallt undir misréttið!


mbl.is Jafnrétti kynjanna í 100 stærstu fyrirtækjum landsins ábótavant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki lengra síðan en svona hálft ár síðan ég mótmælti kynjakvótanum harðlega í einhverjum póstinum hjá þér. Nú er ég hinsvegar orðinn hlynntur kynjakvóta . Ég myndi ekki vilja að kynjakvóti yrði við hafður mjög lengi en ég sæji hann sem ákveðna byltingu. Byltingu sem myndi vara í nokkur ár. Vissulega fengjum við ekki alltaf hæfasta fólkið í stöðuna, en hver yrði breytingin? Við fáum ekki alltaf hæfasta fólkið í stöðurnar sökum kynjaójafnréttis í dag. Þessi tímabundna bylting myndi vonandi leiða það af sér að það yrði hætt að ráða karla í starfið af því að það hefur verið hefðin. Það yrði þá vonandi farið að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið óháð kyni.

En konur kunna þó ekki að keyra.  Þurfti bara að jafna út þessar feminísku skoðanir með smá andfeminísku statementi

manuel (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 18:37

2 identicon

Sem ungur karlmaður verð ég bara að segja að þetta er úreltur hugsunarháttur. Strákar í dag pæla ekkert í því hvort t.d yfirmaður þeirra sé kk eða kvk. Það bara skiptir ekki máli, þá hljóta þessir sömu strákar að hugsa eins ef þeir þurfa einhverntíma að ráða í stöður sjálfir. Þannig að gefum þessum kvóta smá stund í viðbót og svo verður hann bara óþarfur því konurnar verða komnar í sömu stöður og karlar. Bara elsku konur, verið meiri "menn" en við karlmenn og ekki beita okkur órétti þegar fram líða stundir.

Kv.

Strákur 25.

Strákur (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 18:41

3 identicon

Kata - þú ert frábær!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 19:30

4 identicon

Alveg örugglega líka færri konur sem STOFNA fyrirtæki... hverjum er það að kenna? Kannski það sé lausnin (eða allavega hluti af henni) í stað þess að heimta stöður í fyrirtækjum sem karlmenn stofnuðu? 

Geiri (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 19:35

5 Smámynd: halkatla

konur máttu nú varla vera í háskóla á þeim dögum þegar elstu fyrirtækin voru stofnuð.... það þarf að kenna ungu fólki miklu meira um raunverulega kynjafræði og fortíðina, hvernig lífið var um aldir fyrir konur. Lífi þeirra var stjórnað frá a-ö og þær höfðu ekki réttindi. Það vantar skilning á þessum staðreyndum einsog sést á kommentum sem berast við svona greinar.

halkatla, 22.5.2007 kl. 20:36

6 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Jæja hvernig líst ykkur á ráðherraskipun sjálfstæðisflokksins...5 karlar 1 kona...veit svo sem alveg hvað þið segið, en væri gaman að fá þau viðbrögð í orð ;o)

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 22.5.2007 kl. 20:53

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Strákur 25. Veistu hvað margar kynslóðir karlmanna hafa sagt nákvæmlega þetta sama á undan þér? Það að jafnrétti komi með næstu kynslóð er blekking sem hefur lifað kynslóð eftir kynslóð. Það er engin stökkbreyting að eiga sér stað. Rannsókn frá 2003 sýnir að unga kynslóðin í dag er íhaldssamari í viðhorfum til jafnréttis en kynslóðin á undan.... Enda ekki furða - hver kynslóðin á fætur annarri er alin upp í þessari sömu blekkingu að þetta komi allt af sjálfu sér. Sama kynslóðin fær enga kennslu í kynjafræðum en fær hins vegar sitthvort dótið að leika sér með, sitthvort uppeldið, sitthvorar væntingar, sitthvort viðmótið... 

Tómas... þú verður bara að kíkja á næstu færslu!

manuel - konur kunna víst að keyra. aragrúi af konum með bílpróf!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 00:16

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sóley - þú ert algjört mega æði!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 00:17

9 identicon

"konur máttu nú varla vera í háskóla á þeim dögum þegar elstu fyrirtækin voru stofnuð."

Já en eru konur að gera eitthvað í þessu fyrir næstu kynslóðir? Í DAG eru konur einnig í minnihlutahóp þegar kemur að því að stofna fyrirtæki. Hverjum er það að kenna? Og ekki koma með samsæriskenningu um fjármálaheim karla því maður þarf ekki endilega að vera ríkur til þess að stofna fyrirtæki á Íslandi. 

Geiri (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 332476

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband