Ný skoðanakönnun

skoðanakönnunEr búin að setja inn nýja skoðanakönnun um hvaða flokki fólki finnist ég ætti að verða virk í eftir að mínu hlutverki sem þverpólitísk talskona lýkur... Tek fram að ég mun að sjálfsögðu "make up my own mind"... og velja eftir pólitískri sannfæringu! Engu að síður væri gaman að sjá hvar í flokki fólk telur að ég eigi heima... 

Set hérna inn niðurstöðurnar úr síðustu könnun - sem var reyndar 2. Annars vegar hvort að karlar megi segja "konur eru konum verstar?" og hins vegar hvort konur megi segja "karlar eru konum verstir?". Þar kemur fram skýr kynjamunur þar sem ca 50% segja að konum sé leyfilegt að viðhafa síðara frasann en aftur á móti eru 80% á því að körlum leyfist að segja það sama um konur. Niðurstaðan í þessari einstaklega marktæku netkönnun er sem sagt sú að körlunum leyfist meira...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

mér finnst að vanti einn möguleika í skoðunarkönnunina- semsé þann að standa utan flokka- eða hvað?

María Kristjánsdóttir, 21.5.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það væri þá frekar að stofna nýjan flokk... Sem ég ætla nú reyndar ekki að gera... Að standa utan flokka er eiginlega heldur ekki í boði... ekki til langframa allavega.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.5.2007 kl. 10:56

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég ætla að gera grein fyrir atkvæði mínu en ég kaus að skrá þig í Sjálfstæðisflokkinn, ég held að þú gætir opnað augu þeirra.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.5.2007 kl. 14:47

4 Smámynd: Sigurður Jökulsson

síðasta könnun var dáldið gölluð.... fyrri spyr hvort körlum megi finnast konum vera sér verstar, meðan síðari spyr hvort konur megi segja karlar eru konum verstar.  seinni fengi allt annað svar ef að spurt væri hvort konur mætti segja að karlar væru körlum verstir... það er í samhengi við fyrri spurningu einnig fengiru aðra svörun ef að spurt væri í hvor karlar mættu segja konur eru körlum verstir. ... þetta var hreinlega ekki sama spurningin færð milli kynja. Bara svo þú takir ekki túlkunina of mikið til heftingar tjáningarfrelsis kvenna eins og þú gafst í skyn... 

Sigurður Jökulsson, 21.5.2007 kl. 18:13

5 identicon

Sammála Sigurði, þú ert ekki að bera fram sömu könnunina. Og svo hefði ég viljað setja þig í Íslandshreifinguna með Margréti, en þú býður ekki upp á það.

SIgfús (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 00:59

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ákvað að hafa bara flokkana sem eru á þingi. Veit heldur ekki hvað verður um Íslandshreyfinguna.

Varðandi fyrri könnun - þá varð hún til í umræðu um þennan klisjulega frasa og út frá því spannst umræðan um hvort þetta væri leyfilegt. Ég veit af muninum sem þú bendir á Sigurður - að þetta er ekki alveg fyllilega sambærilegt, en ég get auðvitað alltaf spurt að því seinna... Í þessu tilfelli er spurningin hins vegar hvort segja má um bæði kyn jafnt að þau séu verst konum... og greinilegt að það má ekki.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.5.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 332509

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband