Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Takk fyrir mig

Ein af ástæðunum fyrir því að ég færði mig yfir á moggabloggið á sínum tíma var að hér voru ekki auglýsingar á bloggsíðum. Nú hefur það breyst og þar af leiðandi færi ég mig aftur yfir á blogspot. Ég er hvorki til í að blogga ókeypis til að auglýsa fyrirtæki sem ég hef mismunandi miklar mætur á né vera með auglýsingar sem mér mislíkar inn á blogginu. Ég veit að það kemur að því að einhver setur inn auglýsingu sem ég tel skaðlega fyrir jafnrétti kynjanna. Það er nóg af slíkum auglýsingum í gangi. Ég þakka því fyrir mig hér á þessum stað. Gamla bloggið mitt er hugsadu.blogspot.com og ég mun halda áfram að blogga þar.

Ciao! 


Góð spurning

cartoon

Best að borða fíl í mörgum litlum bitum

Heyrði þessa sögu fyrir nokkru síðan og finnst hún góð. Eftirlæt þó hverjum og einum að sannreyna hana upp á eigin spýtur.

Í Slóveníu er tungumálið kynjað og m.a. er sitthvort orðið yfir kven- og karlkyns bílstjóra. Nú bregður svo við að lögreglan stöðvar konu eina fyrir of hraðan akstur. Sú var ekki sátt og fór í mál á þeirri forsendu að lögin um ökuhraða ættu ekki við hana þar sem karlkynsheitið yfir bílstjóra var bara notað í lögunum en kvenkyns bílstjórar komu þar hvergi við sögu. Styst er frá því að segja að konan vann málið og var ekki sektuð. Í kjölfarið var stjórnarskrá landsins breytt og kveðið á um að framvegis skyldu lög vera skrifuð á máli beggja kynja.

Þessi saga rifjast upp fyrir mér núna þegar Steinunn Valdís hefur lagt fram tillögu um að starfsheitinu ráðherra verði breytt svo það nái yfir bæði kyn. Þetta er löngu tímabær tillaga, enda sjálfsagt að bera jafn mikla virðingu fyrir báðum kynjum - og sýna þá virðingu í verki með því að ætlast ekki til þess að konur breyti sér í herra. Málið vekur að sjálfsögðu upp andstöðu og sumir eru duglegir við að benda á að önnur stærri mál séu í forgang. Málið er nú samt bara þannig að þjóð sem ekki getur leyst úr litlu málunum hratt og örugglega er örugglega ekki heldur fær um að leysa stóru málin. Það er auðveldara að borða fílinn í mörgum litlum bitum heldur en að gleypa hann í heilu lagi. Common sense myndu sumir segja...


Karla- og kynjakvótar

Setti inn nýja spurningakönnun í tilefni af umræðum gærdagsins: Hvort er skárra - samfélagslegir karlakvótar eða lagalegir kynjakvótar?

Finnst áhugavert að fylgjast með hvernig umræðan fer úr böndunum um leið og orðið kynjakvóti ber á góma. Það orð er pottþétt á bannlista yfir það sem má ræða. Sennilega þess vegna sem ég setti skoðanakönnunina inn... bara af því að það er bannað Wink enda held ég að það sé langt þangað til einhver alvöru umræða um kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja eigi sér stað hér á landi og skil því ekki þetta panik.

Veit ekki um neitt afl sem er að berjast fyrir kynjakvótum í stjórnir, eina sem ég veit er að viðskiptaráðherra segist ekki útiloka þá leið sem allra síðustu leið þegar allt annað hefur verið þrautreynt (eða eitthvað í þá áttina). Já, full ástæða til að hræðast slík orð. Tek fram að ég útiloka ekki forsetaframboð eða að ég sækist eftir borgarstjórastólnum í næstu kosningum. Það þýðir ekki að annaðhvort muni gerast. Ég útiloka ekki heldur að hinir samfélagslegu karlakvótar í stjórnir fyrirtækja sem nú eru við líði muni líða undir lok. En mér finnst það afar ólíklegt. 


Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband