Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Hæfasti einstaklingurinn

Fyrir tæplega 100 árum sagði Henry Ford:

Any customer can have a car painted any colour that he wants so long as it is black

Í dag virðist mottóið vera að ráða hæfasta einstaklinginn svo framarlega sem hann er karlkyns...!

Bönkunum virðist allavega ekki enn hafa tekist að hafa upp á svo mikið sem einni hæfri konu til að gegna starfi bankastjóra.


mbl.is Lárus tekur við af Bjarna sem forstjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingar og markaðssetning

Steinunn Stefánsdóttir skrifar stórfínan leiðara í Fréttablaðið í dag um kynhlutverk í auglýsingum. Þar kemur hún meðal annars inn á zero auglýsingarnar og fermingarauglýsingarnar þar sem strákurinn er með skoðanir og stelpan er ritarinn! Ungur nemur, gamall temur er í fullu gildi... 

Í kjölfar þess að lesa leiðarann var ekki annað hægt en að staldra aðeins við á bls. 28 og hugsa um tvær greinar þar. Annars vegar er Hafdís Huld að leika í auglýsingu fyrir Reyka Vodka. Auglýsingin er hálfgerð teiknimynd... Hafdís Huld leikur á móti teiknuðum hundi í auglýsingunni. Í greininni stendur: "Karakterinn sem hún leikur hlýtur að teljast nokkuð barnslegur í framkomu." Hver ætli markhópurinn fyrir Reyka Vodka sé? Að mér læðist sá grunur að verið sé að herja inn á unga markhópinn, en fyrir það hafa áfengisframleiðendur einmitt verið þekktir... beina markaðssetningu sinni að börnum og unglinum! 

Fyrir neðan greinina um Hafdísi Huld og áfengisauglýsinguna er umfjöllun um væntanlegan disk frá strákunum í mínus. Forsíðuna prýðir nakin kona... frumlegt... nema nú er hún ekki í hlutverki kynlífshjálpartækisins heldur er vísað í hana sem hval en á plötuumslaginu stendur  "The great northern whalekill". Ljósmyndarinn er karlkyns, hönnuðurinn er karlkyns, hljómsveitin er karlkyns... en sú sem er drepin er kvenkyns... frumlegt eða bara sama gamla sagan??? 


Bömmer

Áttu bara einn maka? Hefurðu aldrei stundað hópkynlíf? Áttu ekki kynlífsþræl? Ertu bara stökk með einn maka for life? Crying Döhhhh bömmer!

Furða mig stundum á orðræðunni í kringum kynlíf... sérstaklega þegar fjörugt kynlíf er tengt við kynlífsþræla. Í mínum kokkabókum er það nefnilega bara alls ekkert fjör. Læt önnur atriði í greininni liggja á milli hluta og frjáls vals einstaklingins.... en því til viðbótar finnst mér samt afskaplega skrýtið að líta þannig á að 2 einstaklingar í einkvænissambandi geti alls ekki lifað fjörugu kynlífi! Sideways


mbl.is Steinaldarmenn lifðu fjörugu kynlífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örlagabjartsýni

Ég vona að ég verði bráðum svo framtakssöm að segja mig úr Þjóðkirkjunni. Þetta gengur ekki lengur. Kirkjan sem á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum er hið versta afturhald. Getur Guð ekki farið að senda kirkjunni næsta frelsara - einhvern annan en Tom Cruise samt?

Legg svo til að lögunum verði breytt svo ég minn heittelskaði getum gengið í staðfesta samvist!

**

Mæli með pistlinum hennar Þorgerðar Einars í Fréttablaðinu í dag. Tær snilld, eins og hennar er von og vísa. Þar kynnti hún til sögunnar nýyrðið örlagabjartsýni.


Bannað

Hlustaði á Þorlák Karlsson úthúða afnámi launaleyndar á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Sumar upphrópanirnar hans voru sérlega skemmtilegar.... "sko ef við afnemum launaleynd þá kannski lækka hátt launaðar konur í launum. Já. Afnám launaleyndar getur hreinlega lækkað laun kvenna". Shocking (ekki orðrétt... en ca). Svo er stærsta syndin af öllu auðvitað að með afnámi launaleyndar að þá er ekki hægt að borga afkastamiklu og hæfu starfsmönnunum miklu, miklu meira en hinum.... Eitthvað svo skrýtið bara að þessir hæfu starfsmenn virðast vera karlmenn í yfirgnæfandi meirihluta! 

Annars væri áhugavert að skoða launamun á milli karla í sama starfi innan sama fyrirtækis. Kannski það myndi virkja karla í baráttunni fyrir afnámi launaleyndar... þegar þeir komast að því að hann Siggi er með miklu hærri laun en þeir... og samt er Siggi ekkert klárari en þeir, ekki hæfari og ekki duglegri... en kannski frekari eða betri vinur stjórans kannski??? Gasp Jú, jú, stundum er Siggi eflaust klárari, duglegri, hæfari og afkastar meiru... en það sem sagt mun stuðla að verri hópanda og allt fer pottþétt til fjandans ef starfsfólki er ekki bannað að tala sín á milli um hvað það er með í laun! 

Alveg afskaplega langar púkanum í mér að segja núna við atvinnurekendur "ykkur var nær!" ... en það er örugglega bannað að segja svoleiðis, eða ætti að vera bannað, rétt eins og það er bannað að banna atvinnurekendum að banna starfsmönnum að segja frá laununum sínum. 

Það eru komin 46 ár síðan lög um jöfn laun fyrir sömu störf voru sett.


Hvernig ætli staðan sé hér?

Væri fróðlegt að sjá niðurstöður úr sams konar könnun hér. Man þegar ég var í BNA þá var talað um rannsóknir á því hversu margir karlmenn töldu ok að beita valdi ef þeir hefðu borgað fyrir matinn... það var ansi hátt hlutfall. Allt of hátt. Hér eymir líka eftir af öllum nauðgunarmýtunum. Get nefnt sem dæmi að á síðasta ári þegar nokkur nauðgunarmál urðu fjölmiðlamál þá þótti t.d. Morgunblaðinu ástæða til að skella því upp í fyrirsögn að í öllum tilvikum hafi konurnar verið einar á ferð. Samt á það sem er frávikið að vera frétt en ekki það sem er normið. Það hefði því mun frekar verið frétt ef konurnar hefðu ekki verið einar á ferð... því hitt er reglan. Konum er nauðgað þegar þær eru einar. Fyrirsögnin var eins og að segja að flugvélin hafi verið á lofti þegar hún hrapaði... Nú veit ég samt alveg að Mogginn meinti vel... og mörgum öðrum fjölmiðlum þótti líka ástæða til að gera mikið mál úr því að konurnar hefðu verið einar. En skilaboðin sem felast í svona eru skýr - "hvað í andskotanum eru konur að þvælast einar á ferð því þá getur þeim verið nauðgað!!!" Þarna er ábyrgðinni nefnilega að hluta til varpað yfir á konurnar, alveg burtséð frá því að á hverjum degi eru tugþúsindir kvenna einar á ferð án þess að vera nauðgað; einar með vinum sínum; einar með mökum sínum; einar með vinnufélögum sínum. 

Hér er líka talað um konur sem þiggja far með ókunnugum, konur sem drekka áfengi, konur sem klæða sig á vissan hátt, tala á vissan hátt eða sofa hjá. Á Hitti sem Femínistafélagið hélt fyrir nokkrum árum lét einn fyrirlesarinn út úr sér að það skipti máli að vita hvort konu sem hefði verið nauðgað hefði sofið hjá öðrum karlmanni fyrr um kvöldið - því það sýndi að hún vílaði ekki fyrir sér að sofa hjá ókunnugum og það drægi úr trúverðugleika hennar! 

Já, það er nefnilega margt óunnið hér á landi líka, sem sést líka á hinum mikla fjölda kynferðisglæpa og hversu vanbúið réttarkerfið er til að höndla þau mál... En vonandi erum við nú samt betri en Norsararnir! 


mbl.is Konunum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð þróun?

Get ekki að því gert en mér finnst þetta soldið scarý.... Ekki mörg heimili sem eru það vel sett að geta tekið á sig stórar sveiflur í mánaðarlegum útgjöldum. Auðvitað fer þetta eftir hversu há lánin eru... ég myndi hugsanlega íhuga svona lán fyrir skammtímalán, s.s. bílalán... en ekki myndi ég þora að taka 40 ára húsnæðislán í erlendri mynt. Finnst gott ráðið sem ég heyrði um daginn - að taka lán í sömu mynt og launin eru, þ.e. tekjurnar!

Ef ég væri moldrík myndi ég sennilega samt ekkert hafa áhyggjur af þessu! Tounge


mbl.is Heimilin í landinu taka gengistryggð lán í auknum mæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átt þú ómögulegt barn?

Ég vona að fá börn lesi blöð þessa dagana... en held því miður að sú sé ekki raunin. Ég allavega las blöðin þegar ég var lítil og er alveg viss um að börn í dag glugga í Moggann, Fréttablaðið og Blaðið. Og hvernig skilaboð ætli börnin séu að fá af lestri blaðanna? Að þau séu yndisleg, krúttleg og bjartasta vonin? Neibb. Allavega ekki ef þau eru yfir vissri þyngd. Þá eru þau gjörsamlega ómöguleg. Hreinlega bara gölluð. Markmiðið í dag er nefnilega ekki að börn séu heilsuhraust. Markmiðið er að þau séu mjó... og ef þau eru ekki mjó þá eru þau stórkostlegt vandamál og svartur blettur á samfélaginu. Svei þeim.... fullorðna fólkið  hefur hins vegar alltaf rétt fyrir sér Shocking - sérstaklega þegar þau segja að:

feitt barn = heilsulaust og ómögulegt barn sem enginn vill elska...

mjótt barn = heilsuhraust og yndislegt fyrirmyndarbarn sem allir elska...

Já, fullorðna fólkið er svo skrýtið... hreinilega eins og það hugsi ekki alltaf straight! Whistling


mbl.is Feitum börnum fækkar með sætindabanni í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef allir væru eins óhræddir við jafnrétti...

Íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915. Reyndar bara konur yfir fertugt, svo lækkaði aldurinn um eitt ár á ári til 1920 þegar konur fengu kosningarétt til jafns á við karla. Baráttan fyrir kosningarétti tók áratugi og andstæðingarnir voruMommySuffragetteWeb margir. Jafnréttisbaráttunni er þó langt í frá að vera lokið og enn er mörgu ólokið. Hins vegar er athyglisvert að fylgjast með hversu hatrammir sumir eru út í femínista og vilja allt gera til að þagga niður í þeim! Sú sem þessir vitleysingar virðast hræddastir við þessa dagana er Sóley Tómasdóttir... fyrirmyndarfemínisti og stórmerkileg baráttukona. Ef allir væru eins óhræddir við jafnrétti og Sóley værum við komin mun lengra í jafnréttisbaráttunni en raun ber vitni!

Set hér með að gamni mynd sem andstæðingar kosningaréttar kvenna notuðu í sinni baráttu fyrir ca 100 árum síðan.


Mannréttindamál

Skrýtið hvað Íslendingar almennt halda alltaf að við búum á lítilli fallegri eyju á toppi alheimsins, einangruð og gjörsamlega laus við allt hið illa sem þrífst á "meginlandinu". Alþjóðavæðingin hefur leitt ýmislegt miður gott af sér, og eitt dæmi er einmitt aðför að þeim árangri sem verkalýðsbarátta hefur náð í hinum "velmegandi" löndum. Í þessu tilfelli er um að ræða afsprengi stóriðjustefnunnar. Það eru "svona störf" sem eru sköpuð fyrir "þetta fólk". (finnst alveg brilliant hjá WOMEN að búa til stuttermaboli með áletruninni Ég er "þetta fólk" )

Hér finnst mér afskaplega freistandi að tala á móti stóriðjunni og spyrja hvort okkur væri ekki nær að byggja landið á öðrum atvinnugreinum og halda fast í okkar stefnu að hér sé hreint og fallegt land? 

En ég ætla að sitja á mér vegna þess að ekki verður litið fram hjá þeirri staðreynd að við erum að flytja hingað inn verkafólk til að vinna í störfum sem Íslendingar annaðhvort vilja ekki eða við erum einfaldlega ekki nógu mörg til að sinna. Og það er máefnið sem við þurfum að kljást við. Hvernig getum við tekið á móti þeim sem hingað koma til að hjálpa okkur við okkar "misgáfulegu" verkefni á mannsæmandi hátt? Tja... er ekki grundvallaratriði að tryggja mannsæmandi húsnæði og mat? Tryggja aðgang að hreinlætisaðstöðu og reyna að skapa eins góð vinnuskilyrði og hægt er? Í okkar svokallaða "stéttlausa" samfélagi virðumst við vera að falla í þá gryfju að búa til lágstétt verkamanna þar sem grundvallarmannréttindi eru þverbrotin.  


mbl.is „Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 332474

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband