Karla- og kynjakvótar

Setti inn nýja spurningakönnun í tilefni af umræðum gærdagsins: Hvort er skárra - samfélagslegir karlakvótar eða lagalegir kynjakvótar?

Finnst áhugavert að fylgjast með hvernig umræðan fer úr böndunum um leið og orðið kynjakvóti ber á góma. Það orð er pottþétt á bannlista yfir það sem má ræða. Sennilega þess vegna sem ég setti skoðanakönnunina inn... bara af því að það er bannað Wink enda held ég að það sé langt þangað til einhver alvöru umræða um kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja eigi sér stað hér á landi og skil því ekki þetta panik.

Veit ekki um neitt afl sem er að berjast fyrir kynjakvótum í stjórnir, eina sem ég veit er að viðskiptaráðherra segist ekki útiloka þá leið sem allra síðustu leið þegar allt annað hefur verið þrautreynt (eða eitthvað í þá áttina). Já, full ástæða til að hræðast slík orð. Tek fram að ég útiloka ekki forsetaframboð eða að ég sækist eftir borgarstjórastólnum í næstu kosningum. Það þýðir ekki að annaðhvort muni gerast. Ég útiloka ekki heldur að hinir samfélagslegu karlakvótar í stjórnir fyrirtækja sem nú eru við líði muni líða undir lok. En mér finnst það afar ólíklegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 332459

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband