Snjókoma

Seinni partinn í gær fengum við þá snilldarhugmynd að í dag væri skynsamlegt fyrir okkur að hjóla saman í vinnuna. Höfum aldrei áður hjólað í vinnuna svo þetta hefði verið nokkurs konar könnunarleiðangur líka til að athuga hversu greið leiðin er... og hvort við myndum villast! Whistling Svo komumst við að því að veðurspáin fyrir daginn í dag væri rigning og smá vindur. Ætluðum því að sjá til hvernig útlitið væri þegar við færum á fætur. Tveim klukkustundum síðar kom haglél og snjókoma. Núna snjóar fyrir utan gluggan hjá mér. Þarf að taka það fram að við fórum ekkert hjólandi? Ég neita hins vegar alfarið að taka ábyrgð á snjókomunni... þó ég hafi ætlað að hjóla! Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég vaknaði í morgun var sól úti og blíðviðri. Ég klæddi mig í fötin og síðan tannbustaði ég mig. Þegar ég var búinn af þessu var komin snjókoma og hálfgert myrkur úti. Ég skil ekki svona óákveðið fólk...

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

hehe... það geta ekki allir verið íþróttaálfar!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.5.2007 kl. 10:11

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.5.2007 kl. 10:12

4 Smámynd: Kári Harðarson

Upphafið er alltaf viðkvæmur tími

Ég fór á hjólinu í morgun þrátt fyrir morgunslydduna, af því ég hjóla alltaf og þetta jafnast út. Ég fór í pollabuxur utanyfir svo mér var ekkert kalt.  Nú skín sólin aftur og ég hlakka til að hjóla heim.

Trikkið er að hjóla af stað án þess að hugsa of mikið.  Maður sér næstum aldrei eftir því (og er klæddur eftir veðri).

Kári Harðarson, 21.5.2007 kl. 10:35

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já hefði nú kannski látið mig hafa það ef þetta hefði verið 10. skiptið - og ætti pollabuxur! En ekki fyrsta skiptið ofan úr Grafarholtinu og niður í Háskóla... aðeins of langt, sérstaklega miðað við að ég er nýbyrjuð að hjóla... Vil nú helst hafa þetta þannig að mig langi aftur

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.5.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 332508

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband