Falleg orð

Mér finnst jafnréttiskafli stjórnarsáttmálans afskaplega falleg orð á pappír. Kannski er ég bara orðin svona skeptísk á stjórnvöld en ég trúi í alvörunni að það sé einstaklingurinn sem skiptir máli í þessu samhengi. Einstaklingur sem er femínisti og hefur einarðan vilja til að gera jafnrétti að veruleika getur gert kraftaverk! Einn einstaklingur má sín hins vegar lítils gegn fjöldanum. Þess vegna verða að vera sem flestir femínistar í ríkisstjórn. Ég hef ágæta trú á að Jóhanna muni vera eins og ferskur stormsveipur í félagsmálaráðuneytinu. Ég á líka von á því að Ingibjörg leggi áherslu á jafnréttisstarf. Þessir einstaklingar skipta meira máli en fallegu, mildu orðin á pappírnum. Stjórnarsáttmálin er of almennt orðaður að mínu mati. Ég heyrði Guðfinnu Bjarnadóttur segja að hún hefði gert þetta nákvæmlega svona ef hún hefði verið í þessum sporum. Jamm, þetta eru svo sem í anda ágætra fræða... en hins vegar allt of mikið af "way out" í þessu. Þ.e. stefnt skal að öllu... stefnt að jöfnum kynjahlutföllum... stefnt að því að minnka launamun. Og hvað ef það tekst ekki? Jú, þetta var bara stefna... Með öðrum orðum það eru innbyggðar afsakanir fyrir að takast ekki ætlunarverkið í stefnunni. Stefnan er ekki afdráttarlaus og hún vekur ekki traust um að þessir hlutir verði framkvæmdir í reynd. Það veltur á einstaklingunum... og samheldni þeirra sem eru með jafnréttinu. 

Ég hafði gaman af að hlusta á Kolbrúnu og Guðfinnu takast á í Kastljósinu. Var glöð að heyra að Guðfinna kom með yfirlýsingu um að hún hefði sótt fast að fá ráðherraembættið. Var ekki eins glöð að heyra að hún talaði um þessa sterku einstaklinga sem hefðu raðast í ríkisstjórnina án þess að lýsa því yfir að konurnar í Sjálfstæðisflokknum væru hundfúlar. Hún kinkaði samt kolli og brosti þegar Kolbrún sagði að þetta væri mismunun á grundvelli kyns. Það er nefnilega það sem þetta er. Kyn réð meiru en hæfni við valið. Ég bíð enn eftir þeim degi þegar konurnar í Sjálfstæðisflokknum ákveða að standa undir nafni sem SJÁLFSTÆÐAR konur og átta sig á að yfir flokknum ríkir Geir formaður en ekki Maó formaður. Það þýðir að þær mega segjast vera hundfúlar. Er það ekki? 

Ingibjörg var líka mjög góð. Fannst Helgi ganga fulllangt varðandi lista hinna staðföstu þjóða. Held það sé tiltölulega einfalt að sjá það út að það sé ekki sjens að fá Sjálfstæðisflokkinn til að kvitta upp á mistök í liðinni tíð. Það er nokkuð gott að fá þá til að samþykkja að harma stríðið... eins og það ætti nú að vera sjálfsagt mál...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Þetta er kallað Stefnuyfirlýsing... Þess vegna er stefnt að hlutunum

Sigurður Jökulsson, 24.5.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband