Ofbeldi karla gegn konum

Svona í sannleika sagt þá finnst mér að karlmenn eigi að gera þetta mál að sínu og útrýma svona tölvuleikjum. Hér koma stundum karlmenn og kvarta yfir því að þeirra kyn sé gagnrýnt. Okkur konunum er sagt að við eigum að treysta karlmönnum. Ekki virðist samt vera gerð krafa um að traustið sé byggt á einhverju áþreifanlegu - eins og að geta stólað á að karlmenn fordæmi svona tölvuleiki og hatur gegn konum. Karlar hljóta að átta sig á því að ef þeir "skemmta" sér við tölvuleiki sem þessa þá geta þeir ekki litið framan í okkur konurnar kinnroðalaust og sagt að þeim þyki vænt um konur og séu á móti öllu ofbeldi gegn konum. Ef að karlkynið ætlar að skemmta sér við að beita hitt því versta ofbeldi sem hægt er þá hefur það auðvitað áhrif á samskipti kynjanna - segir sig sjálft.

Fyrir þá sem ekki skilja af hverju mætti prófa að setja þetta upp fyrir aðra hópa. Hvað ef til væru tölvuleikir þar sem hvítir menn skemmta sér við að elta uppi svertingja og hengja þá? Hvað ef vinsælir tölvuleikir fælust í því að gagnkynhneigðir karlmenn eltu uppi samkynhneigða karlmenn og lemdu þá? Hvað ef kristnir menn eltu uppi múslima og sprengdu þá? Flestir átta sig á að þegar einn hópur gerir svona gagnvart öðrum hóp þá er um hate-speach að ræða. Karlmenn, hvort sem þeir eru hlynntir nauðgunartölvuleikjum eða ekki, eiga hagsmuna að gæta því útbreiðsla og vinsældir svona leiks hefur áhrif á viðhorf til karlkynsins sem hóps.

Ég hef spurt áður hvort að það sé kvenmannsverk að verja heiður karlmanna. Ég segi nei... að karlmenn verða að taka þátt í umræðunni í meira mæli til að segja til um hvernig viðhorf þeir hafa til kvenna. Í því felst líka að gagnrýna og stöðva þá karlmenn sem vilja skemmta sér við að beita konur kynferðislegu ofbeldi.


mbl.is Nauðgunarþjálfun á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem fara í Inngang að kynjafræðum hjá þér á næstu önn. Byrja þeir að læra bara um sögu kvennréttinda og þá þróun. Eða er sjónum beint að báðum kynjunum og fjallað um nútímann í þeim kúrs. Mæliru með honum sem valkúrs?

Garðar Már (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:00

2 identicon

Það sem gerist nánast alltaf í lýðræðisríki þegar stór hluti af þjóðfélaginu er búinn að fá nóg af annaðhvort áróðri eða einhverri tískusveiflu, er að það kemur upp mótsvar þeirra sem eru búnir að fá nóg.

 Það væri hægt að nefna 'Weird Al' með "Just eat it" sem svar við "Just Beat it" frá MIkka Jackson, og síðan hafa komið tölvuleikir bæði um Virgina Tech og Columbine morðin þar sem spilarinn var í hlutverki skotmanns og tilgangurinn var að drepa sem flesta nemendur áður en löggan næði til hans.

 Það er ekkert sem bendir til að þessi leikur snúist um einhverja nauðgunar fantasíu þeirra sem spila hann og einhver hluti þeirra fari síðan út til að leita sér að fórnarlambi til að nauðga.

 Það er búið að koma fram áður að fólk er búið að fá nóg af "karlmenn nauðga" áróðrinum, í því að unglingar eru farnir að tala um að "fara að nauðga um helgina" þegar átt er við venjulegt kynlíf.

Einnig hnaut ég um þetta:

  .. stöðva þá karlmenn sem vilja skemmta sér við að beita konur kynferðislegu ofbeldi ?

 Hvaða konur eru það Katrín ?   Við erum að tala um hugverk, þ.e. myndir sem eru teiknaðar og það er ekki verið að nauðgan neinum í alvöruni.

Er þetta ekki bara enn ein "bókabrenna bókstafstrúarkvenna" ? 

Páll Gestur (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:13

3 Smámynd: Þóra Kristín Þórsdóttir

Páll Gestur: þér finnast s.s. ímyndunarleikir alveg saklausir? Finnst þér það alveg merkingarlaust að leikurinn snýst um að nauðga konum en ekki t.d. að skjóta dreka?

Ef þetta er svona merkingarlaust, af hverju í fjandanum var þá ekki hægt að láta leikinn snúast um eitthvað annað?

Mér er sérstaklega hugsað til þeirra unglingsstráka sem horfa á klám og spila svo þennan tölvuleik... hversu heilbrigða sýn hafa þeir á kynlíf þegar þeir svo fara að stunda það? 

Það má vel vera að vitundarvakningin um nauðganir hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum, það gerir hins vegar ekki skilaboðin ómarktæk. 

Þóra Kristín Þórsdóttir, 24.5.2007 kl. 11:26

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Garðar Már. Já ég mæli hiklaust með námskeiðinu sem valkúrs. Það er farið vítt og breitt yfir sviðið. Það er farið yfir sögu kvennabaráttunnar, það er farið yfir stefnur og strauma... og svo er farið í það sem er að gerast í dag - bæði kven- og karlímyndir, fjölskylduna og margt fleira.

Páll Gestur... eins og ég sagði - mér finnst að karlmenn eigi að ræða þetta sín á milli og koma sér saman um hvaða skilaboð þeir vilja gefa konum.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.5.2007 kl. 11:28

5 Smámynd: Freyr Guðjónsson

Held að þú ættir nú aðeins að skoða þína sokka kona. Ekki eru það karlmenn sem tala fyrir konurnar í þessum leik. Koma þar af leiðandi konur. Sjálfviljugar. Að gerð þessa tölvuleiks. Þú ættir kannski að snúa þér frá þínum þrönga lífsstíg sem liggur bara að því að hata karlmenn og að því að opna hugað aðeins. Þið egið alveg jafn mikið fault í þessu og við. Hættu að reyna að telja þér trú um annað.

ps.  Hvað ef til væru tölvuleikir þar sem hvítir menn skemmta sér við að elta uppi svertingja og hengja þá? Hvað ef vinsælir tölvuleikir fælust í því að gagnkynhneigðir karlmenn eltu uppi samkynhneigða karlmenn og lemdu þá? Hvað ef kristnir menn eltu uppi múslima og sprengdu þá? Þetta er allt til.

Freyr Guðjónsson, 24.5.2007 kl. 11:29

6 Smámynd: Freyr Guðjónsson

"Páll Gestur: þér finnast s.s. ímyndunarleikir alveg saklausir? Finnst þér það alveg merkingarlaust að leikurinn snýst um að nauðga konum en ekki t.d. að skjóta dreka?

Ef þetta er svona merkingarlaust, af hverju í fjandanum var þá ekki hægt að láta leikinn snúast um eitthvað annað?"

Þetta eru heimskulegustu innantómustu spurningar sem ég hef heyrt. Ef leikurinn snérist um eitthvað annað, væri það bara annar leikur... oooog bíddu, HANN ER TIL. "þessi leikur" getur ekki snúist um eitthvað annað, þá væri hann annar leikur. Hugsa aðeins. Skrifa svo. 

Freyr Guðjónsson, 24.5.2007 kl. 11:31

7 identicon

Þóra Kristín: Ég skil ekki alveg hvernig þér tókst að skilja það út úr skrifum mínum að ég teldi þema leiksins merkingalaust. 

Þvert á móti, ef ástæða þess að einhver ákvað að þýða erlenda lýsingu á því um hvað leikurinn fjallar og setja tilvísun á hann á Íslenska vefsíðu, er sú að hann hafi upplifað það sem sitt mótsvar við "nauðgunaráróðrinum" þá er öll merkingin í þema leiksins.

Ég er alveg sammála um að það er óæskilegt að unglingar spili svona leiki, og ef marka má eina þeirra vefsíðna þar sem hægt er að kaupa leikinn þá er hann ekki seldur fólki undir 18 ára aldri. Sjá mérna: http://www.jlist.com/HENTAI/ 

En er einhver ástæða til að banna fullorðnum að spila hann þegar hver þeirra sem er getur gengið inn í næstu tölvuverslun og keypt leiki þar sem spilarinn brytjar niður fólk á báða bóga ?

Er það minni glæpur að drepa 300 ímyndaða óbreytta borgara í leikjum eins og "Syndicate" eða "GTA" heldur en að 3 teiknimyndum sé nauðgað, því grafíkin í þessum leik reynir ekki að líkjast raunverulegum konum, heldur bara teiknimyndum.

Páll Gestur (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:54

8 identicon

Ég er sammála því að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það er ástæðulaust að ýta undir fordóma með því að framleiða tölvuleiki þar sem að aðrir þjóðfélagshópar eru niðurlægðir eða misþyrmt.

Sem dæmi má nefna umræður um svokallaða KZ manager leiki fyrir 10 - 20 árum. En þeir voru úthrópaðir og það sama á að eiga við um leiki sem þennan.

Á sama tíma og ég segi þetta þá tel ég óvíst að þeir sem spili slíka leiki muni fara út og framkvæma það sem þeir léku sér að.

Bjarni Kristófer (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:59

9 Smámynd: Þóra Kristín Þórsdóttir

Páll Gestur: má vera að ég hafi misskilið þig, en kommentið með bókabrennuna fannst mér segja að þér þætti þetta merkingarlaust.  Nú sé ég að þú sérð mótmæli í leiknum, sem mér finnst mjög áhugavert.

Ef ég skil þig rétt, þá snúast mótmælin um það að (einhverjir) menn séu orðnir þreyttir á umræðunni um nauðganir og bregðast við með því að vísa á þennan leik. Sem sagt, hópur A er sakaður um B og bregst við með því að vísa á leik sem gerir honum kleift að gera B þó í sýndaveruleika sé. Hvernig nákvæmlega eru þetta mótmæli?

Ef ég væri ásökuð um að vera rasisti og myndi síðan linka á leik á síðunni minni þar sem múslimar væru barðir og síðan fælist sigurinn í því að berja þessa múslima þegar spilaranum sýndist, væri ég þá ekki frekar að staðfesta ásökunina?

Auðvitað er munurinn á sýndarveruleika og aðgerðum í raunveruleika mikilvægur. Málið snýst ekki um að menn séu að rugla um þennan mun, heldur sjá táknfræðina sem mikilvæga. Efni leiksins er þess vegna mjög merkingarríkt, þ.e. að leikurinn fjallar um að nauðga konum en ekki t.d. um að skjóta flugvélar. 

Varðandi samanburð við aðra leiki þá er það ekki issjúið hérna. Það að þetta sé slæmt í sjálfu sér breytist ekkert við það þó að aðrir ofbeldisfullir leikir séu til. 

Þóra Kristín Þórsdóttir, 24.5.2007 kl. 12:23

10 Smámynd: Vilhelm Smári Ísleifsson

Fyrst var það rokkið, svo kvikmyndir, svo þungarokkið, og núna tölvuleikir. Við erum að sjá sömu þróun í baráttunni gegn afþreyingunni og fyrir 50 árum. Allt er þetta svo "nákvæmlega rannsakað" og komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé skaðlegt... alveg þangað til fólk finnur eitthvað nýtt afþreyingarefni til þess að níðast á.

Þessi tölvuleikur er engu skaðlegri en klámmyndir þar sem sviðsettar eru nauðganir og 18 ára stúlkur eru látnar leika og hegða sér eins og yngri stelpur, og þessar myndir eru nú ekkert alltof óalgengar. Ég er viss um að þið getið fundið nokkur dæmi um þetta í næstu erótísku verslun.

Ég er ekkert svo viss um að þessi leikur í sjálfu sér sé eitthvað ólöglegur - ég held að eina lögbrotið sem hafi verið framið hér sé höfundarréttarbrot að hálfu þeirra sem eru að deila þessu.

En til hamingju, núna hefur Morgunblaðið bent fólki á hvar þennan leik má finna og hvað hann heitir, og ég efast ekki um að vinsældir hans munu aukast í kjölfar þessarar umfjöllunar, og að lögreglan geti gert lítið annað en "skoða þetta mál."

Vilhelm Smári Ísleifsson, 24.5.2007 kl. 12:28

11 Smámynd: Vilhelm Smári Ísleifsson

Til þess að taka af allan vafa, ég tel klám vissulega vera skaðlegt í höndum barna, og að það eigi einnig við um leikinn... á torrent.is er hann merktur 18+ og ég veit ekki betur en að notendur þurfi að skrá inn aldursupplýsingar til þess að sækja hann.

Vilhelm Smári Ísleifsson, 24.5.2007 kl. 12:45

12 identicon

Það er hryllilegt að sjá fólk verja þennan leik.

Það er jafnvel jafnslæmt af þér að beina þessu til karla, Katrín, og segja að það séum við sem ættum að fordæma leikinn. Eins og viðbjóður heimsins sé okkur að kenna?

Að sjálfsögðu býður okkur flestum, eins og ykkur kvennunum flestum, við leiknum. Alveg eins og stríðum, morðum og hungursneyðum.

Það er ekki okkar sem kynbræðra að stoppa þetta og þú ættir að skammast þín fyrir að segja það. Það er okkar sem þjóðfélags og hugsandi manneskja að gera eitthvað í þessu. Lýsa yfir viðbjóði okkar, krefjast þess að svona sé gert ill-aðgengilegt hér á Íslandi. 

Þín ábyrgð ekki síður en mín og skammastu þín fyrir að setja mig í hóp með þeim sem hafa gaman af svona leikjum. Ég veit betur en að fordæma femínsma sem slíkan vegna þess sem þú lætur stundum út úr þér, eins og þetta kvenrembulega fordómabull. Þú munt væntanlega ekki breytast í bráð en ég fordæmi þessi skrif og það hvernig þau skaða málstað allra femínista. Oj barasta. 

Halli (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 12:49

13 identicon

 Þóra Kristín:  Öll "andsvör" við tískubylgjum eða áróðri, fela í sér andstæðu þess sem er verið að reka áróður fyrir.   Þegar boðskapur dagsins, dag eftir dag, ár eftir ár,  er "Karlmenn X" þá þykir mér það vel skiljanlegt að einhverjir fari að halda á lofti tákni þess sem í hugum flestra stendur fyrir "Karlmenn X", sem mótmælum.

 Þú manst etv eftir Simpson þættinum þar sem kom í ljós að skólinn hjá  Bart og Lísu far fullur af hættulegu Asbestos.  Krakkarnir fengu svo upp í háls nóg af fræðslu um hvað það væri hættulegt að þegar kom að kosningu bekkjarforseta þá vann Bart kosninguna með því að setja efst á stefnuskránna að það yrði sett meira Asbestos í skólann.

Líklega eru svipaðar ástæður fyrir því að Íslenskir unglingar eru farnir að tala um kynlíf sem "nauðgun".

Þetta er ekki auðvellt að skilja án þess að vita margt annað um hegðun fólks, en svona virka hlutirnir í raunveruleikanum.



Það er líka rétt að samanburður við aðra leiki er ekki "issjúið" eins og þú segir.  "Issjúið" er að við búum í lýðræðisríki, og í lýðræðisríki verðum við stundum að sætta okkur við að annað fólk geti gert hluti innan veggja eigin heimilis sem falla ekki að okkar persónulegu siðferðiskennd.

Og því vilt þú ekki breyta, eða hvað ? 

Páll Gestur (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 13:05

14 identicon

af hverju er fólk að kvarta yfir þessu en ekki morðleikjunum sem eru út um allt. Er nauðgun verra en morð? Nei líkamsárás er aldrei verra en morð. Tölvuleikir með siðleysi eru út um allt og sýnir ákv. veruleikafirringu þeirra sem vilja stunda þessar athafnir í þessum leikjum. Af hverju í fjáranum er ekki hægt að finna e-ð "eðlilegra" að leika sér með í tölvuleikjum? Af hverju eru ofbeldi svona gaman í tölvuleikjum? Kannski af því viðkomandi hefur ekki stjórn á sér í eigin lífi og finnur "huggun" í því að ná stjórn á hinu og þessu í tilbúinni veröld? 

  Svona efni, þó ógeðfellt sé, býr ekki til neinar hvatir hjá neinum sem ekki voru til staðar fyrir. Fólk sækir þetta af því það langar til þess að sjá þetta.

Annars sé ég þannig séð ekki hvað er ólöglegt við þetta, þetta er tölvuheimur með tölvufígúrum, það er ekki verið að brjóta á neinum. Þó vissulega sé þetta siðlaust.  Þetta hefur því engin áhrif. Hugsunuin var til staðar áður en menn leituðu uppi leikinn. Þegar menn sjá téðan leik þá ákveða þeir að spila hann og gera það sem í honum er gert. Ákvörðunin og hugsunin er til staðar fyrst. Þessi leikur á því ekki eftir að breyta neinum.   

Ef væri hægt að komast inn í hugsanir manna og þeir væru að hugsa um nauðganir á svipaðan hátt og þessi tölvuleikur, myndi Katrín anna vilja láta hugsanalögregluna handtaka þá, rétt eins og netlögreglan myndi handtaka þá sem myndu stunda þennan leik?

 Við skulum þrátt f. allt róa okkur niður og átta okkur á því að þetta er aðeins tölvuleikur, ekki raunheimar.

kalli (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 13:09

15 identicon

Langar að bæta því við að mér þykja þessar setningar þínar um "karlkynið" "karla" og "karlmenn" hundleiðinlegar.

Það er greinilegt að það þarf ekki nema frásagnir um nokkra perra og menn sem beita konur ofbeldi til að þú talir um "karlkyn" og "karla". Mér sýnist þetta vera gegnumgangandi í þessu bloggi. Nemi í kynjafræði er ekki komin lengra en þetta. Alhæfingar, alhæfingar alhæfingar. Er ekki bara einfaldast að koma fram með alhæfingar, þær vekja meiri athygli og svona. Frekar en að átta sig á að heimurinn er gífurlega flókin og með mikinn margbreytileika.

Ég hitti konu um árið sem var algjör tík. Hata ég þá ekki bara ALLAR konur og eru allar konur ekki þ.a.l. tíkur.  *hristirhausinn*

kalli (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 13:19

16 identicon

Páll Gestur. Hluti af því að búa í lýðræðisríki er líka það að hafa réttinn til að mótmæla. Það er eins og menn gleymi því svolítið. Tala bara um réttinn til að gera eitthvað, t.d búa til eða spila leik sem fjallar um að nauðganir, en gleyma því að fólkið sem ofbýður það hefur fullan rétt á því að láta í sér heyra.

Hluti af því er t.d að reyna ekki að þagga niður í fólki sem mótmælir með setningum eins og : ""Issjúið" er að við búum í lýðræðisríki, og í lýðræðisríki verðum við stundum að sætta okkur við að annað fólk geti gert hluti innan veggja eigin heimilis sem falla ekki að okkar persónulegu siðferðiskennd.

Og því vilt þú ekki breyta, eða hvað ? "

Þarna er verið að gefa í skyn að manneskja sem mótmælir þessu leik vilji á einhvern hátt taka lýðræðislegan rétt af fólki. Að manneskjan sé á móti lýðræðinu. Það er auðvitað fjarstæða. Hún er bara að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla, varla vilt þú taka hann af henni eða hvað?

Guðrún (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 13:25

17 identicon

Ég get ekki skilið þá sem koma hér til að verja svona leik.

Mér finnst þetta ekki lýsa viðhorfum sem eiga samleið með réttlátu samfélagi (ef það er það sem fólk vill búa til).

Kalli getur þú til dæmis sannað:Svona efni, þó ógeðfellt sé, býr ekki til neinar hvatir hjá neinum sem ekki voru til staðar fyrir.
Ég heyrði einu sinni um herforingja sem notaði tölvuleiki til að þjálfa sína menn upp í að drepa (vegna þess að þeir voru ekki með þessar 'hvatir' fyrir fram)
Þannig að ég dreg mjög í efa að þú getir fullyrt þetta.

Annars hefur það takmörkuð áhrif að fáir karlmenn komi fram og segist vera á móti þessu þegar það er markaður fyrir svona leik meðal karlmanna. Þá eru skilaboðin frá karlmönnum sem samfélagshópi á allt aðra leið. Og karlmenn verða að hugsa um hvaða skilaboð þeir senda frá sér sem hópur líka.

Karlmenn sem ekki nauðga þurfa að fara hætta að sýna svona ofurviðkvæmni þegar orðunum er beint til karlmanna, sérstaklega þegar verið að hvetja karlmenn til baráttu gegn viðhorfum sem ala á kvenhatri. Það vita allir að það eru ekki allir karlmenn sem nauðga, en karlmenn eru bara ekkert voða duglegir að senda þau skilaboð að þeir vilji gera 'eitthvað' til að koma í veg fyrir að glæpurinn gerist.

gretar (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 13:27

18 identicon

Guðrún: þegar þú ferð í göngu til að lýsa yfir andstöðu þinni við lög, aðstæður, gerðir eða gerðaleysi einhverra þá ertu að mótmæla.

Það er að bíta höfuðið af skömmini að kalla það "mótmæli" þegar þú villt fara með puttana í það hvað fólk gerir innan veggja eigin heimilis sér til dægrastyttingar og öðrum að meinlausu.

Páll Gestur (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 13:56

19 identicon

Páll Gestur, það er verið að segja að þetta sé ekki meinlaus dægrastytting. 

Svona lagað elur á kvenhatri og er þar með ekki meinlaust. Heldur þarf að vinna á þessu meini sem svona viðhorf eru og koma þeim skilaboðum til fólks að í réttlátu samfélagi hugsum við ekki svona um náungann. Þ.e. við þjálfum okkur ekki upp í nauðgunum. Eru það skilaboðin sem þú vilt senda því ég á í verulegum vandræðum með að sjá það út úr þínum skrifum að þér finnist ekki í lagi að þjálfa sig í nauðgunum.

gretar (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 14:09

20 identicon

gretar: Þetta eru stórar fullyrðingar hjá þér sem passa ekki alveg við raunveruleikann.

1) Hvernig "elur þessi leikur á kvenhatri" (hvað sem það nú er) eitthvað frekar en leikir eins og "Call of duty" og aðrir stríðsleikir ala á hatri gagnvart þeim þjóðum sem tóku þátt í WW II?

2) Hvernig er þessi leikur eitthvað frekar "æfing í nauðgunum" frekar en að GTA er "Æfing í bílaþjófnuðum og löggumorðum" ?

3) Heldurðu í alvöru að þú yrðir eitthvað "Betra æfður nauðgari" við að spila þennan leik ?

Ég hef hvorki séð né spilað þennan leik, en miðað við skjámyndirnar þá líkist hann frekar smekklausum "Leisure suit Larry" heldur en einhverjum æfingaleik í nauðgunum.

Páll Gestur (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 14:58

21 Smámynd: Lafði Lokkaprúð

Alveg sammála þér Katrín - þetta er viðbjóður! 

Mig langar ennþá að vita hver kynjahlutföllin eru í stjórn Femínistafélagsins, ertu til í að svara því?

Ef þar eru jöfn hlutföll karla og kvenna þá tek ég ofan fyrir ykkur. 

Lafði Lokkaprúð, 24.5.2007 kl. 15:08

22 identicon

Mér finnst frekar sorglegt að þurfa að útskýra fyrir þér Páll Gestur hvers konar kvenhatur felst í atferlinu nauðgun og ætla ekki að gera það í gegnum vefmiðil sem þennan. Vona að þú finnir það hjá sjálfum þér að leita upplýsinga og fræðslu um nauðganir og hvers kyns atferli það er.

Mjög stór hluti af því að nauðganir gerast felast í viðhorfum þeirra sem það framkvæma. Hvaða viðhorf heldurðu að leikurinn haldi á lofti? Virðingu fyrir konum? Miðað við lýsinguna í fréttinni er augljóst að verið er að gera nauðgun hátt undir höfði (notandinn er 'verðlaunaður' fyrir atferlið).

Þú verður líka að skoða hvaða hlutverki leikir gegna í samfélögum. Leikir eru þjálfunartæki sem við beitum töluvert mikið. Líka hjá fullorðnu fólki.

Og já ég tel að ef þú spilar þennan leik með 'opnum' huga (tala nú ekki um að sjá ekkert athugunarvert við þau viðhorf sem ríkja í leiknum) þá verði meiri líkur á því að þú nauðgir einhverntíma (jafnvel án þess að gera þér fyllilega grein fyrir því að þú sért að brjóta á annarri manneskju). Það er auðveldara að innræta ákveðnum gildum í fólk ef það lítur ekki á hlutinn með gagnrýnu hugarfari. Að ég tali nú ekki um að hafa gaman af leiknum sem um ræðir.

Reyndar áhugavert að þú berð þetta saman við "Leisure suit Larry" því af því sem ég þekki af honum þá eru gildin í þeim leik ekki byggð á virðingu fyrir hinu kyninu.

gretar (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 15:59

23 identicon



 Ef klám veldur auknum nauðgunum af hverju er nauðgana tíðni Japan 13 sinnum lægri en okkar

 

Ísland :0.246009 per 1,000 people

Japan  :0.017737 per 1,000 people

 Af hverju er nauðganatíðni  í hollandi meira en tvöfallt minni en á íslandi?

Holland : 0.100445 per 1,000 people

 

Þar að auki hafa rannsóknir að aukið aðgengi að klámi minnki nauðgarnir

Sjá : http://www.law.stanford.edu/display/images/dynamic/events_media/Kendall%20cover%20+%20paper.pdf

       http://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=913013

Heimildir fyrir tölum með naugðunum: http://www.nationmaster.com/graph/cri_rap_percap-crime-rapes-per-capita

Butcer (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 16:15

24 Smámynd: halkatla

þetta eru ótrúleg komment. Ég held að þetta sé bara komið á þann punkt að það sé orðið tilgangslaust að berjast gegn nauðgunum. Það er stór hópur íslenskra karlmanna sem er bara svo sáttur við að þær séu auglýstar og hafðar til skemmtunar. Jámm, unglingarnir segjast vera að fara út að nauðga um helgina og fullorðna fólkið flissar. Yndislegur heimur

Halli sagði ýmislegt gott, en hann og aðrir verða samt að sætta sig við að það eru karlmenn sem nauðga, þó að karlmönnum sé líka nauðgað. Ef við lítum á Afríku þá er í flestum löndum þeirrar álfu stórir hópar vígamanna, misstórir eftir löndum, sem fara um og hakka fólk í spað og nauðga konum. Lönd Afríku eru heldur ekkert einsdæmi. Það eru mörg hundruð þúsund vígamanna nauðgara í heiminum, allir af karlkyni, og ég held að það skaði ykkur mjög mikið að kjósa að vera í afneitun. Taki þeir til sín sem eiga. Konur eru engir englar og bera líka ábyrgð á hryllingi heimsins en ekki reyna að láta einsog þær beri jafn mikla ábyrgð á honum og karlmenn. Bara ekki segja það

halkatla, 24.5.2007 kl. 16:22

25 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Katrín, þú segir:

"Svona í sannleika sagt þá finnst mér að karlmenn eigi að gera þetta mál að sínu og útrýma svona tölvuleikjum."

Það sem ég skil ekki er hvernig ég eða aðrir karlmenn eru eitthvað nær ofbeldismönnum en þú eða þínar kynsystur eða bara hver sem er, ekki vel ég mitt kyn, hins vegar get ég valið trúfélag, stjórnmálaflokk.

Það er  ósanngjarnt að bendla okkur (karla) við nauðganir eða önnur ofbeldisverk sem getur aðeins ýtt undir staðalímyndir og skipar fólki í tvö lið, karla og konur.

Öllum bönnum þarf að fylgja refsingar og nú þegar eru um 2 milljónir bandaríkjamanna (aðalaga karlar) í fangelsum.

Það er staðreynd að karlmenn eru líklegri til ofbeldis og afbrota en konur.

Nálægt helmingur allra fanga er af afrísku berki brotnir. Það virðist sem svartir menn séu líklegr til afbrota en hvitir.

Er svartur maður sem aldrei hefur gert flugu mein, eitthvað nær ofbeldinu sem aðrir svartir menn beita en hver annar, kona eða hvítur maður?

Hann gekk ekki í samfélag svartra, hann er fæddur með dökkann hörundslit, það er allt og sumt, á sama hátt og ég er fæddur sem karlmaður.

Að sjálfsögu er ég á móti ofbeldi af hvaða toga sem en lausnin felst ekki í hertum viðurlögum eða refsigleði....

Benedikt Halldórsson, 24.5.2007 kl. 18:43

26 identicon

Af hverju er verra að nauðga í tölvuleikjum heldur en að lemja eða drepa? Ég skil þetta ekki. Ekki reyna að segja mér að einhverjir fari út og nauðga bara vegna þess að þeir spiluðu leikinn.

Geiri (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 19:15

27 identicon

Mig langar bara að benda á þá staðreynd að karl-Pixlar eru fórnarlömb í lang flestum tölvuleikjum, þeir eru skotnir í tætlur, saxaðir í spað, sprengdir í tætlur, pyntaðir til dauða og nauðgað líka.

Ég er ekki að mæla bót fyrir þennan nauðgunarleik, hef ekki prófað hann og langar ekki til þess EN ég er nokkuð viss um að þessi hysteríska umræða sem er nú í gangi verður til þess eins að krakkar fá veður af þessu og gera hvað sem er til þess að sjá hverju mamma og pabbi voru að hneykslast svo mikið yfir.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 20:49

28 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Munurinn á þessu og öðrum ofbeldisfullum tölvuleikjum (tek samt skýrt fram að ég er ekki hrifin af ofbeldisfullum tölvuleikjum) að hér er um að ræða eitthvað sem einn hópur gerir öðrum hóp - þ.e. þarna eru karlar að nauðga konum. Þess vegna skiptir það alla karla máli... Þrælahald var ekki afnumið bara vegna þess að svartir börðust gegn því heldur vegna þess að hvítir mótmæltu og fóru í stríð til að láta afnema þrælahald. Að sama skapi skiptir það alla karlmenn máli þegar sumir karlar hefja svona herferð um nauðganir á konum. Konur eru að gera heilan helling til að berjast á móti kynferðisofbeldi - og eru mun sýnilegri en karlar í þeirri baráttu þó þeir séu nú samt nokkrir. Ef að karlar ákveða að þetta skiptir þá ekki máli þá eftirláta þeir málaflokkinn þeim karlmönnum sem eru að agitera fyrir ofbeldi gegn konum. Þögn er líka afstaða og satt best að segja finnst mér það ekki mikil kröfuharka að fara fram á að karlar lýsi yfir óbeit á svona "leik". 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.5.2007 kl. 21:04

29 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég held að allir séu sammála um að hverskonar ofbeldisfullir tölvuleikir, kynferðislegt ofbeldi beri að fordæma ...ég held að hugsandi fólk berjist gegn öllu ofbeldi en fólk er bara ekki sammála um leiðirnar.

Gott dæmi hjá þér með þrælahaldið, pæli í því, skrifa kannski meira seinna....

Benedikt Halldórsson, 24.5.2007 kl. 21:31

30 Smámynd: Svartinaggur

Karlmenn eru svín. Sjálfur reynir maður að vera minna svín heldur en hinir karlmennirnir
HVERS KYNS ofbeldi er andstyggð. Berjast þarf gegn því með öllum tiltækum ráðum.
Sammála er ég því að hvers kyns ofbeldisefni (tölvuleikir, bíómyndir) eru óæskileg. Hins vegar verður að fara rétt að í baráttunni þar sem öll bönn og tabú virka oft öfugt á ungdóminn.

Svartinaggur, 24.5.2007 kl. 21:34

31 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Benedikt ef þú lest kommentin hér þá sérðu að það eru bara alls ekki allir sammála um að þetta beri að fordæma en það er samt það eina sem ég er að fara fram á með þessari færslu. Að karlmenn láti rödd sína heyrast og fordæmi þetta. Ekkert stærra eða meira en það. En það er mjög viðkvæmt... eins og krafan er hógvær... ekki einu sinni róttæk. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.5.2007 kl. 21:38

32 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Maður treystir fólki eða ei............ekki af því að það eru karlmenn eða kvenmenn! Ertu ekki bara rasisti.....eða nasisti????

Eva Þorsteinsdóttir, 24.5.2007 kl. 21:55

33 identicon

Sorglegt þegar umræðan verður svona. Maður velltir því óneitanlega fyrir sér af hverju svona margir strákar bregðast ókvæða við þegar feministar segja sína skoðun. Sama geriðst með smáralindarbæklinginn. Kemur það strákum virkilega á óvart að konur séu á móti því að nauðgun á konum sé gerð að leik.

 Burt séð frá því að þetta séu konur og allt það finnst mér fáránlegt að einhver sjá sig knúinn til að réttlæta svona leik. Mæli með CM fyrir leikjaóða. Það er alvöru leikur og eini leikurinn sem menn eiga að spila.

manuel (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 22:39

34 Smámynd: Jens Guð

  Ég átta mig ekki því hvers vegna lögreglan hefur ekki brugðist við og tekið þennan leik úr umferð.  Hann hlýtur að vera kolólöglegur.

  Ég dreg í efa að fullorðnir karlmenn hafi áhuga á svona tölvuleik eða tölvuleikjum yfir höfuð.  Það sem er verra er að líklegast eru það strákar að komast á kynþroskaaldur sem sækja í þennan tölvuleik fyrir forvitnissakir. 

Jens Guð, 25.5.2007 kl. 00:00

35 identicon

Ótrúleg framsetning á frétt og enn ótrúlegri viðbrögð við fáránlegri frétt.  Fyrir það fyrsta er fáránlegt að láta sér detta í hug að ógeðfelldur ofbeldisleikur sé "nauðgunarþjálfun".  Hverslags afglapa dettur svona þrugl í hug.  Og hverslags afglapi gleypir við svona þvælu? Viðkomandi gæti kannski bent á tölvuleik sem getur útvegað manni svarta beltið í karate, eða gefið manni sixpack sitjandi fyrir framan tölvuskjá?

Viðbrögð feminista er samt enn fáránlegri, en fyrirsjáanleg. Nú eru þær sannfærðar um að karlar séu umvörpum að hlaða niður þessari "nauðgunarþjálfun" til að geta  orðið betri í uppáhalds sportinu sínu.  Já, ekki er af þeim skafið, ef þær sjá einhvern möguleika, sama hversu lítill hann er, þá er hann gripinn til þess að hamra enn og aftur á því að karlar eru skepnur.  Sé lýgin og óhróðurinn endurtekinn nógu oft, þá fer grunnhyggin almúginn að trúa, og þá er tilganginum náð.

Skora á Katrínu, og líka Önnu Karen að skrifa svona eins og eitt blogg um þá staðreynd að í u.þ.b. 65% tilvika ofbeldis gegn börnum, eru konur gerendur.  Er það óþægileg staðreynd sem þær vilja ekki horfast í augu við?  Gengur það gegn meintum tilgangi baráttu þeirra fyrir betri þjóðfélagi.  Þær vita væntanlega að börn sem verða fyrir ofbeldi heima hjá sér, verða oft skemmdir einstaklingar sem sjálf leiðast út í ofbeldi, einnig ofneyslu og vændi.  Er þetta ekki einmitt það sem þær þykjast berjast gegn, en forðast samt eins og heitan eldin að fjalla um frumorsökina.  Væri það ekki eins og eins bloggs virði að fjalla um þær 5.000 tilkynningar sem berast  til barnaverndaryfirvalda á hverju ári?  En nei, það þjónar ekki markmiði þessara kvenna að fjalla um ofbeldi kvenna og afleiðingar þess, þeim þykir miklu betra að sitja í sínum fílabeinsturni og útdeila hatri og fordómum og vefja sig og sitt kyn hjúpi guðdómslegs ósnertanleika.

Svo mættu þessar kvinnur einnig skrifa eins og eitt blogg um þá staðreynd að allar framfarir í sögu mannkyns eru körlum að þakka þar sem konur hafa verið gagnslausir njótendur.  En þá fyrst frýs í helvíti. 

Þrándur (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 00:09

36 Smámynd: Jens Guð

  Bíddu við,  Þrándur.  Hvar færðu þær upplýsingar að 65% kvenna séu gerendur í ofbeldi gegn börnum?  Ég er ekki að þræta fyrir það.  Þessi tala kemur mér samt í opna skjöldu. 

Jens Guð, 25.5.2007 kl. 01:12

37 identicon

Sæll Jens,

Þetta eru tölur komnar frá yfirvöldum í USA og byrtar á opinberum vef þar í landi.  Þetta eru opinberar tölur og byggjast á mun vísindalegri athugun en þær tölur sem feministar hafa verið að hampa.  Þetta er þeirra "dirty little secret" sem þær hafa verið að keppast við að þegja í hel í áratugi. Er á leið í bólið en skal grafa upp linkin á þetta á morgun. 

En ég er ekki hissa á því að þú hafir ekki heyrt þetta áður, og að þetta komi þér í opna skjöldu.  Það hefur verið linnulaus áróður í öllum fjölmiðlum til að fela þessa staðreynd, og á sama tíma og feministar hafa verið að krefjast þess að karlar taki afgerandi afstöðu gegn ofbeldi gegn konum, hafa þær neytt allra bragða til að fela yfirgengilegt ofbeldi kvenna gegn börnum.

Þrándur (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 01:29

38 Smámynd: Jens Guð

   Ég er harðlínu feminsiti og lesbía.  Feministar eru ekki bara þær.  Það hlýtur að vera sameiginlegt verkefni okkar allra að berjast gegn ofbeldi á börnum.  Allar tölur og allar upplýsingar um ofbeldi gegn börnum er eitthvað sem við þurfum öll að berjast gegn.  Burtséð frá kynferði. 

Jens Guð, 25.5.2007 kl. 02:25

39 Smámynd: Haukur Viðar

"Eins og forsvarsmaður Torrent.is sagði! " Svona er heimurinn í dag" Ég er nokkuð sammála honum og að hann mun fara versnandi."

-Komment eins og þetta eru einmitt ástæðan fyrir því að hann mun fara versnandi. Það er ekki til almennilegt íslenskt orð yfir "apathy" en það er einmitt ástæða þess að fólki finnst svona ekki orðið neitt tiltökumál. Fólk upp til hópa er farið að trúa því virkilega að það geti ekki breytt heiminum, að það sé of smátt og ómerkilegt til þess að það taki því að berja í borðið.

Ég er ekki að segja að ábyrgðin liggi hjá einhverri torrentsíðu, heldur einmitt fólki sem segir "svona er heimurinn í dag"... 

Haukur Viðar, 25.5.2007 kl. 05:46

40 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Smá nettur munur á að bera nauðgun saman við þrælahald... nauðgun er ólögleg og refsiverð. Þrælahald var löglegt, þangað til það var barist fyrir því að gera það ólöglegt. Nauðgun er eitthvað sem enginn vill að komi fyrir nokkurn mann og ég er viss um að allir í þessum spjallþræði eru einróma um það. 

En það eru margir skrítnir leikir í gangi... ég veit reyndar ekki hvaða leikur þetta er sem er verið að tala um, enda rekst ekki á hverja fréttina um þessi mál. En aðal atriðið er að fólk sé nógu þroskað að geta skilið milli raunveruleika og ímyndunar. Tölvuleikir eru hrein ímyndun. Sumir halda því jafnvel fram að þeir fái sín "kikk" úr þeim í stað lögbrota, án þess að ég geti bakkað það upp. En mikilvægast er að halda krökkum frá þessum leikjum. Eflaust er til leikur þar sem að konan hleypur upp kallinn með kökukefli vegna þess að hann kemur seint heim af barnum. Er það í lagi? Aðalatriðið er að krakkar komist ekki í þessa leiki og að fólk skilji að þetta eru leikir sem að eiga enga tengingu við raunveruleikann. Ekkert frekar en eiturlyfjaleikir, mafíósaleikir, stríðsleikir, kynlífsleikir, bílaleikir...osfrv.

Sigurður Jökulsson, 25.5.2007 kl. 09:03

41 identicon

Jæja, þá er ég búinn að prófa leikinn.

Ég stóðst ekki mátið eftir alla auglýsinguna frá Katrínu og Sóley

Leikurinn er 1 Gigabæti og installið er á Japönsku.  (Mér tókst nú samt að giska nokkuð vel á hvaða takka ætti að ýta til að komast áfram)

Ég ætla ekki að þylja upp alla romsuna um hvernig leikurinn byrjar en hann er mikið til bara ein mynd á skjánum og síðan heyrir maður samtöl þeirra sem eru á myndini, ásamt því að sjá það sem sagt er á textaformi í svörtum glugga fyrir neðan myndina. 

Hvað varðar sjálfa nauðgunina þá komst ég ekki svo langt í leiknum.  "Fyrsta borðið" ef hægt er að orða það svo gengur út á að færa músabendilinn, sem er þá táknaður með hendi, yfir líkamann á fórnarlambinu þar sem hún stendur meðal annara farþega í lest.

Það er greinilegt af hljóðunum sem hún gefur frá sér að henni þykir þetta ekkert gott og mér var eiginlega bara farið að líða illa, fyrir utan það að vera alveg eins og kjáni að færa músina yfir einhverja teiknimynd á skjánum til að "káfa á henni"..

Semsagt mín nauðgunarþjálfun náði ekki lengra en þetta og ég hef frekar litla trú á þessum leik sem kennslutæki í einu eða neinu ..



Páll Gestur (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 09:04

42 identicon

Páll Gestur. Mér finnst ekkert aðalatriði hvort leikurinn hefur kennslugildi eða ekki. Bara það að hann sé til og að einhverjir sjái ekkert að því að hann sé til, með því t.d að verja hann á bloggum eða í kommentum á bloggum finnst mér vera stóra málið. Hvernig getur fólk eiginlega fengið það af sér að verja þennan leik?

Ég hef verið að skoða Moggabloggin út af þessum leik og það sem mér finnst sláandi eru þessir ungu strákar sem eru í því að verja hann. Sumir hafa meira að segja skrifað komment á mörg blogg þar sem þeim finnst það hin mesta forpokun að vera á móti þessum leik. Aðalrökin finnst mér vera sú að ofbeldi hafi alltaf verið til, eða að fólk sé að spila ofbeldisleiki og hvernig sé þessi leikur þá eitthvað verri. Sumir nefna einhverjar tölur um tilkynntar nauðganir í Japan eins og það sanni eitthvað.

Finnst þetta mjög skrítið og frekar scary. Hvernig getur svona mörgum karlmönnum, og þá aðallega ungum mönnum ,fundist þetta í lagi? Hvar eru karlmennirnir sem blöskrar þetta? Af hverju heyrist svona miklu minna í þeim?

Guðrún (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 12:19

43 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Bíddu eru eitthvað "margar" konur að hneykslast á þessu?? bara spyr.  Annars hef ég séð þó nokkur komment og blogg frá karlmönnum sem gagnrýna þennan leik og finnst hann alls ekki í lagi, hvernig væri að tala aðeins um þá í stað þess að vera alltaf með svona neikvæðni gagnvart körlum...fór inn á mbl.is áðan og skoðaði fréttina "afar ósmekklegur leikur" þar var t.d. linkur inn á tvær bloggsíður karlmanna sem einmitt fannst þetta vera hinn mesti viðbjóður.  EN af hverju þurfum við karlmenn eitthvað að svara fyrir þetta??

Svo eru margir karlmenn að benda á annars konar ofbeldi í tölvuleikjum og af hverju það sé ekki jafn mikið mál gert úr t.d. drápsleikjum osfrv þá eru þeir karlmenn skotnir niður og sagðir vera að verja þennan nauðgunarleik sem er bara ekki rétt...

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 25.5.2007 kl. 12:51

44 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Manni böskrar ekkert frekar við ómerkilegum anime leik eins og honum er lýst, frá skrítum japönum þar sem að skrítnar kynlífsaðgerðir eru gerðar með sveiflum með músinni, heldur en stríðsleik þar sem að maður fær aukastig fyrir að skjóta af fólki hausinn. Að þessi leikur sé kynbundinn þýðir hreinlega þrengri markhópur og ekki sniðug hönnun þannig. En tölvuleikir hafa lengi verið hannaðir til að hneyksla og sjokkera, og þegar raunveruleikurinn var ekki nóg, kom quake með sín skrímsli. En án þess að hafa spila þenna leik, (ég hef bara séð þessar svipmyndir úr leiknum) þá svalar þessi leikur engri þörf hjá neinum einstakling, nema kannski nógu afbrigðilega hugsandi japönum. En þessi leikur hljómar ekki einu sinni áhugaverður, og eftir því sem fólk lýsir hér, notendavænn. Algjölega misheppnaður leikur sem að á sér lítinn sem engan markhóp, kannski hann hafi aðeins stækkað eftir alla þessa umfjöllun, ég skal ekki segja... hann minnkar ekki við svona umtal.

Sigurður Jökulsson, 25.5.2007 kl. 12:59

45 identicon

Tómas. Prófaðu að skoða bloggin út frá kynjunum og þá sérðu að það er mikil kynjaskipting í þessu máli. Konurnar eru flestar á móti þessu á meðan karlarnir, þótt undantekningar séu auðvitað, verja hann. Forsendurnar sem þeir gefa sér skrifaði ég í mínum fyrra pósti.

Þið karlmenn þurfið ekkert sérstaklega að svara fyrir þetta en það er nú samt þannig að það er greinileg kynjaskipting út af þessu máli, og ekki eruð þið karlmennirnir að sýna ykkar bestu hliðar þar.

Er fólk í alvörunni orðið það deyft af öllum þessum leikjum sem það er að spila að það sér ekki hvað er að þessu leik? Að fyrir þessu fólki er þetta bara eins og hver annar leikur? Fer að halda það. Og þá spyr maður sig líka, hvort áhrifin af þessu leikjum öllum séu ekki að koma fram þar. Að fólk bara dofnar og fer að finnast hryllilegt ofbeldi bara í lagi. Þetta sé nú ekkert verra en eitthvað sem menn hafa verið að spila áður.

Guðrún (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 13:12

46 Smámynd: Haukur Viðar

Hvað er málið Guðrún?

Það er fullt af karlmönnum bara í þessum þræði að setja út á þennan leik. Farðu nú ekki að stilla þessu upp sem einhverju kynjastríði. 

Haukur Viðar, 25.5.2007 kl. 13:29

47 identicon

Ég er ekkert að stilla þessu upp sem kynjastríði. Enda tók ég það fram að það væru undantekningar. Það er bara greinilegur kynjamismunur í þessu máli, á kommentunum hér og á Moggablogginu. Og þessi kynjamismunur er sláandi hvort sem þú vilt sjá hann eða ekki.

Guðrún (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 13:40

48 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég myndi nú flokka það undir kynjastríð þegar hluti karlkynsins gerir og ver tölvuleik þar sem konum er nauðgað. Kynferðisofbeldi snýst um valdbeitingu og þetta er ein leið fyrir karlmenn að beygja konur undir sitt vald - í staðinn fyrir að virða konur sem jafningja og manneskjur. Þetta er alveg eins og ef hvítir myndu búa til leik sem gengi út á að myrða svarta... það er hálfgerð stríðsyfirlýsing - rétt eins og þetta.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.5.2007 kl. 14:09

49 Smámynd: Haukur Viðar

Ég ætla að giska á að þetta hafi meira með aldur og þroska viðkomandi að gera. Vilt þú semsagt bera hluta af ábyrgðinni þegar einhverjir white-pride aðilar búa til þannig leik? (þannig leikir eru til)

Mér finnst það ekki hafa neitt með það að gera að ég sé hvítur eins og þeir, heldur það að þeir séu kjánar. 

Haukur Viðar, 25.5.2007 kl. 15:35

50 Smámynd: Haukur Viðar

Og svo að það fari ekki milli mála þá finnst mér þessi leikur hljóma einkar viðurstyggilegur og ósmekklegur. Vona ég að sem fæstir kynbræður mínir detti í þá gryfju að finnast þetta kúl eða fyndið.

Haukur Viðar, 25.5.2007 kl. 15:38

51 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Hvað þurfa eiginlega margir karlmenn að kvitta fyrir það að þetta sé ósmekklegt til að róa þig Guðrún...Þeir sem eru að réttlæta þennan leik eru líklega mjög vanþroska og það sjá allir.

Eins og ég sagði svo áðan þá eru líklega margir sem þú ert að dæma svona hart ekki að réttlæta eða verja þennan leik heldur bara að benda á þá einföldu staðreynd að svona leikir hafa verið til, eru til og munu vera til...hvort sem það eru drápsleikir, slagsmálaleikir eða whatever, af hverju þið rísið upp á afturfótunum núna eins og þetta sé eitthvað nýtt.  svo á meðan ég man...þá eru örugglega mun fleiri búnir að sjá og prófa þennan leik núna en ef þið hefðuð sleppt því að auglýsa hann svona.

Af hverju heyrðist ekki í ykkur þegar það var í fréttum um daginn að það hafi verið búinn til tölvuleikur um fjöldamorðin í Virginia tech sem áttu sér stað fyrir stuttu síðan, af hverju tjáðuð þið ykkur ekki um það, er ykkur alvega sama um aðstandendur þeirra sem voru myrtir (heimskulega spurt ekki satt?)...þið veljið alltaf eitthvað eitt sem hentar ykkar málstað og hamrið á því eins og annað komi ykkur ekki við og gagnrýnið svo karlmenn fyrir að láta ekki í sér heyra um eitthvað eins ómerkilegt og þennan leik...er þetta ekki hræsni af ykkar hálfu?.  Ekki spurðust þið fyrir um hverjar skoðanir karlmanna væru á Virginia Tech leiknum...hmm?

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 25.5.2007 kl. 16:57

52 identicon

Mér þykir þetta kjánalegt. 

Ekki umræðan sem slík heldur hvernig hún byrjar og hvaða leið hún er að taka. Byrjar sem frétt á mbl.is þar sem sagt er frá nauðgunarþjálfun á netinu.  Þetta er bara kjánaleg fyrirsögn og í raun hræðilega "góð" auglýsing fyrir þennan leik.  Nú eru allir að tala um þennan leik og gerir fólk forvitið.  Er ekki að segja að fólk muni fara þarna í straumum að prófa leikinn, en fólk á eftir að skoða síðuna eflaust til að sjá hvað er í gangi.  Eflaust á eitthvað af þessu unga fólki eftir að prófa leikinn líka, því það sem er "bannað" af fullorðnu fólki er spennandi/áhugavert fyrir unga fólkið.  Þetta er jú bara "leikur" í þeirra augum.

Svo er þetta farið að breytast í eitthvað kynjastríð.  Ekki allir karlmenn á móti þessu, hann segir þetta, hún segir hitt, hún er feministi og hatar karlmenn.  Ég meina kommon.  Can't we all just get along? 

Persónulega finnst mér hugmyndin að baki leiksins vera slæm.  Út í hött.  Mjög svo asnaleg.  En ég skal viðurkenna það að ég hef séð margt verra á þessu interneti en þennan leik.  Hvort þessi leikur verður einhver prófsteinn á hvað má eða hvað má ekki, who knows.  Efast um það.  Held þetta sé bara bóla sem mun springa þangað til einhver annar jólasveinn gefur út leik sem er þeim mun verri.  Mér fannst einmitt leikurinn sem Tómas nefnir, um fjöldamorðin í Virginia Tech, líka asnalegur.  Fékk að vísu ekki góða auglýsingu í mbl.  Mætti ekki koma umræða um hann líka?

Svona "auglýsingar" hjá mbl.is eru bara af hinu verra finnst mér.  Mbl.is kom með frétt að það væri veggjakrotsbylgja á höfuðborgarsvæðinu.  Þetta á bara eftir að verða til þess að fleira ungt fólk fer að "graffa" því þetta er "bannað" sem um leið verður spennandi og hvur veit, kannski kemst "graffið" þeirra í fréttirnar.  Er ég kannski að fara út fyrir efnið?

Jæja, segi þetta ágætt í bili.  Ég sem ætlaði aldrei að kommenta á þessu moggabloggi.  Stundum fær maður bara nóg.

Bestu kveðjur. 

Ólafur (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 17:49

53 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

hehehe já Ólafur þetta er stundum hálfgerður hanaslagur (fyrirgefið hænurnar mínar ) hérna á þessu bloggi - en eins og þú segir þá fær maður stundum nóg og stenst ekki mátið að svara...

Það sem þú verður að hafa í huga, ef þú ætlar að kommenta á þetta blogg, er að vera aldrei undir nokkrum kringumstæður málefnalegur, passa þig að vitna í fræðirit eins og bleikt og blátt, kalla femínista KELLINGAR, pirrandi mý osfrv, aldrei að biðja um rökstuðning á neinu sem varpað er fram, EKKI gagnrýna vinkonu Katrínar hana Sóley þá færðu að kenna á því, EKKI halda að þú sért klárari en stelpurnar það snýst alltaf við í höndunum á manni og ekki og þá meina ég EKKI andmæla Katrínu/Elísabetu/Sóley þó svo þú hafir rannsóknir/sannanir eða hvaðeina..skiptir engu þær hafa rétt fyrir sér   Ef þú ferð eftir þessu þá muntu spjara þig mjög vel.  Have fun, I know I do!!

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 25.5.2007 kl. 20:30

54 identicon

Tómas. Þú segir: "...og gagnrýnið svo karlmenn fyrir að láta ekki í sér heyra um eitthvað eins ómerkilegt og þennan leik..." Hvernig er það ómerkilegt að láta í sér heyra varðandi þennan leik?

Og eiga femínistar sem sagt að þurfa að mótmæla öllu til þess að meiga gagnrýna eitthvað? Eiga femínistar sem sagt að þurfa að gagnrýna alla tölvuleiki til þess að meiga gagnrýna einn þeirra? Hvers konar rök eru það eiginlega!

Það getur vel verið að til séu einhverjir verri tölvuleikir en það bara breytir ekki þessum einstaka tölvuleik. Það þýðir ekkert að týna til einhverja aðra tölvuleiki og benda á þá. Það er bara eins og börnin gera þegar þau segja, já en allir aðrir meiga vera úti til 12!

Og ef taka á tölvuleiki fyrir, þá vil ég bara benda á fyrra innlegg mitt þar sem ég fjalla um það hvernig fólk virðist hafa deyfst af þessum leikjum. Þegar hver karlmaðurinn, ekki allir auðvitað, kemur hér á fætur öðrum, nefnir einhverja tölvuleiki og segir að það séu nú til miklu verri leikir þá fer maður að velta fyrir sér áhrifunum af þessum leikjum. Fólk virðist dofna og hætta að upplifa hryllilegt ofbeldi sem það sem það er og fer að finnast það bara ok. Og svo segið þið að tölvuleikir hafi ekki áhrif?

Guðrún (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 20:31

55 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Hanaslagurinn heldur áfram...

Guðrún.....ég sagði aldrei að það væri ómerkilegt að gagnrýna þennan leik, hvernig lestu það út úr þessu kommenti mínu? Var að reyna að segja að þessi leikur væri ómerkilegur, ekki gagnrýnin, kannski finnst sumu fólki hann bara ekki þess virði að eyða púðri í ...svipað og sumt fólk nennti ekki að spá í Virginia tech leiknum.  Einmitt fínt að gagnrýna en af hverju ertu að sækjast eftir viðbrögðum karlmanna í þessu máli frekar en einhverjum öðrum, heldurðu að útaf því að menn tjá sig ekki um þetta þá séu þeir automatískt hlynntir þessum leik eða?? veit ekki...

Held að flestir þroskaðir einstaklingar sjái hversu ömurlegur þessi leikur er og sýni merki um mikla brenglun...þó svo menn hafi ekki tjáð það í orðum...þeir sem réttlæta þennan leik hljóta að vera á sama leveli og höfundar leiksins...

Áhrif leiksins eru mjög dræm held ég, nú hefur ofbeldi verið í öllum fjölmiðlum og leikjum osfrv síðan ég veit ekki hvenær...miðað við hversu mikil áhrif þú telur þetta hafa þá ættu flestir, bæði konur og karlar, að vera mun brenglaðri en raun ber vitni...

Þú segir að fólk sé að dofna og held ég að það sé nokkuð rétt hjá þér...T.d. mátti ekki sjást í fæturnar á Elvis í sjónvarpi, þótti of gróft...ólöglegt að blóta í útvarpi og sjónvarpi nú þykir það ekkert tiltöku mál, sundfötin hafa minnkað ár frá ári osfrv osfrv osfrv...standardinn breytist (kannski til hins verra??) og fólk dofnar já með tímanum...spurning hvað hægt er að gera við því?  Varla að banna svona leiki, veit ekki??  æji annars finnst mér voðalega erfitt að koma orðum að þessu í svona blogg formi...en þú hlýtur að sjá að ég er ekki að afsaka þennan leik, ekki á nokkurn hátt!!! peace out

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 25.5.2007 kl. 21:09

56 identicon

Mér finnst einmitt að karlmenn eigi að láta í sér heyra í staðinn fyrir að raddir þeirra drukkni í röddum þeirra sem verja þennan leik. Hvað er að því að láta vita að sér sé misboðið með þessum leik? Að svona sé algjörlega sjúkt? Málið er nefnilega að þeir sem verja leikinn hafa yfirgnæft þá sem eru á móti honum og mér finnst að karlmenn eigi að standa upp og láta í sér heyra.

Guðrún (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 21:41

57 identicon

Þú veldur mér vonbrigðum Katrín, en stendur þó alveg undir væntingum.  Þú ert gjammandi öllum stundum um ofbeldi og sinnuleysi fólks varðandi ofbeldi.  Þú fettir þig og brettir, gargandi og gólandi yfir því hversu óréttlátu heimurinn sé, hvernig ofbeldi sé látið óáreytt af almenningi.  Þú krefst þess að almenningur láti sig varða ofbeldi gegn minni máttar.  En svo þegar á þig er skorað að taka til máls til varnar börnum sem sæta ofbeldi á heimili sínu af hendi kvenna, þá heldur þú kjafti og þykist ekkert heyra eða sjá.  Þín er skömmin, þinn er glæpurinn.  Þú færð þó eitt tækifæri enn til að sanna að þú sért ekki siðlaus hræsnari, eyddu svo sem 20 mínútum í að blogga um þær 5.000 tilkynningar sem berast barnaverndaryfirvöldum á hverju ári, að mestu vegna ofbeldis kvenna innan veggja heimilisins.  Þú gætir kallað pistilinn "ofbeldi kvenna á börnum", og þú gætir fjargviðast yfir því að konur skuli ekki axla ábyrgð á eigin gerðum.  Þú gætir líka gert dómsvaldið að blóraböggli yfir því að þessar ofbeldiskonur skuli ekki fá refsingu við hæfi.  Þú gætir líka í löngu máli fjallað um það hvernig kvennahreyfingar landsins hafa reynt að þaga þetta í hel, hneykslast á því að konur skuli ekki fordæma kynsystur sínar fyrir þetta svívirilega ofbeldi, heldur verja það með kjafti og klóm.  En svo gætir þú haldið áfram að vera siðlaus hræsnari að hætti feminista og látið sem vandamálið sé ekki til staðar.

Hvort er það Katrín, ertu heil og sönn málstaðnum, eða bara enn einn siðlaus feministinn í áróðursstríði? 

Þrándur (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 02:12

58 Smámynd: Baldvin Z

Þrándur: eru það s.s. konur í meirihluta sem ganga í skrokk á börnum? Gærirðu sýnt okkur tengil á upplýsingar um þetta?

 Annars vildi ég bara, sem karlmaður, lýsa vanþóknun minni á "leik"  þeim sem bloggið fjallar um, og leggja þannig mitt lóð á vogarskálirnar...

Baldvin Z, 26.5.2007 kl. 22:44

59 identicon

Kíktu á þennan link Baldvin:

"http://www.acf.hhs.gov/programs/cb/pubs/cm05/figure3_5.htm"

Enn og aftur skora ég á Katrínu að eyða einni bloggfærslu á ofbeldi kvenna gegn börnum.

Hvað er með þig Katrín, hefur þú einhverja samúð með fórnarlömbum ofbeldis, eða ertu með þetta gjamm eingöngu til að fullnægja einhverjum annarlegum hvötum?  Eru fórnarlömb ofbeldis bara fallbyssufóður í þínum huga, eitthvað sem vert er að fjalla um þegar það hentar, og þegja um þegar það hentar?

Enn færðu tíma til að blogga um ofbeldi kvenna.  Sýna að þú sért annað og meira en siðlaus feministi sem notfærir þér hörmungar annara í áróðursstríði.  Sýna að þér sé raunverulega annt um fórnarlömb ofbeldis og sért ekki sá níðingur að misnota þau til þess að  fullnægja einhverjum annarlegum og siðlausum hvötum.  Hefur þú þann snefill af siðferðiskennd?

Ég veit svarið, en ætla að láti þig njóta vafans örlítið lengur. 

Þrándur (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 17:23

60 identicon

Þrándur, hver heldurðu eiginlega að þú sért? Ég held bloggarar þurfi ekkert að gera þér til geðs sérstaklega.

hee (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 19:07

61 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þrándur. Held það væri ráð að þú læsir yfir kommentin hjá þér og athugaðir hvernig þú setur mál þitt fram. Þú ert dónalegur, ómálefnalegur og skipandi. Ef þú þekkir marga femínista ættirðu að vita að slíkar aðferðir virka vel á fæst okkar, ef nokkrar. Ef þú vilt fá svör við þessum spurningum þá skaltu bara gjöra svo vel að vera kurteis. Ég blogga ekki eftir pöntun frá nafnalausum dónum út í bæ... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.5.2007 kl. 19:17

62 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Ja margar af ykkur femínistum hafa verið að krefjast þess af karlmönnum að tjá sig um eins ómerkilega hluti og þennan tölvuleik sem fjallað hefur verið um á þessu bloggi...hreinlega krefjist þess að karlmenn láti í sér heyra um þetta óréttlæti gegn konum...Af hverju má þá Þrándur ekki krefja ykkur um svar varðandi ofbeldi kvenna gegn börnum, hvað er öðruvísi við það??  Persónulega myndi ég vilja fá að sjá ykkar perspective, einkar forvitnilegt.

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 27.5.2007 kl. 20:38

63 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Og svona bæðavei þá eruð þið femínistar ekkert alltof kurteisar eða málefnalegar í ykkar málflutningi, oft á tíðum.  Þess vegna fáið þið margoft þessi hörðu og hvössu tilsvör frá mönnum...

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 27.5.2007 kl. 20:42

64 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Tómas. Þori að fullyrða að allir femínstar fordæmi ofbeldi gegn börnum... hefði haldið að það væri augljóst. Get líka lofað þér því að ef að einhver myndi búa til tölvuleik þar sem foreldrar (mömmur/pabbar/bæði) gætu æft sig í að lemja börn þá myndu femínistar vera með þeim fyrstu og þeim háværustu til að mótmæla.... Allavega dytti mér ekki í hug að segja "já en það eru til miklu verri hlutir og það eru nú líka til nauðgunarleikir og líka til white supremasist leikir og líka.... og þess vegna er þetta bara eitt af því sem má gera í nafni frelsis og þetta er alveg skaðlaust og þetta má alveg og börn fá auðvitað ekki þá hugmynd að foreldrar fantaseri um að lemja þau.... Þetta er alveg skaðlaust, skaðlaust, skaðlaust..." Mér finndist svona leikur vera viðbjóður og ég myndi ekki eyða einni einustu sekúndu í að verja eða afsaka svona grimmd. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.5.2007 kl. 20:45

65 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Ég taldi mig nú vita hvað þér fyndist um þetta en hins vegar fjallið þið mjög sjaldan eða aldrei um ofbeldi kvenna...einblínið eingöngu á það ofbeldi sem karlmenn stunda og lítið framhjá hinu...tel að Þrándur sé að reyna að benda á þá hræsni....(hann leiðréttir mig ef ég er að misskilja)

Svo voru nú flestir ef ekki allir karlmennirnir hérna inni ekki að afsaka þennan leik eða verja hann á nokkurn hátt, þið hafið bara ákveðið það sjálfar að túlka þessi tilsvör á þann hátt...flestir einmitt fordæmdu þennan leik.  Hins vegar bentu þeir á að það er fullt af allskonar afþreyingu sem er ofbeldisfull sem þið hafið engan áhuga á að tjá ykkur um en sprettið svo allt í einu upp út af þessum eina leik.  Gott að gagnrýna, eins og ég hef sagt áður, en væri ekki betra að taka þá allt ofbeldi fyrir en ekki eingöngu þetta tiltekna form.  Að við karlmenn og konur tækjum höndum saman gegn ofbeldi...

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 27.5.2007 kl. 21:10

66 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Tómas... kannski það sé the other way around... Alltaf spurning um hvort kemur fyrst - hænan eða eggið. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.5.2007 kl. 21:13

67 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. átti við um 4. kommentið hér fyrir ofan...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.5.2007 kl. 21:14

68 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Tómas - sumir karlar hér inni hafa fordæmt leikinn. Aðrir hafa réttlætt hann og sagt hann skaðlausan. 

Ein spurning - svo við notum nú rökræðureglurnar sem sumir eru duglegir að pósta reglulega hingað inn... Hvað hefurðu fyrir þér í því að ég skrifi eða tali aldrei neitt um ofbeldi kvenna eða ofbeldi í tölvuleikjum?

Ég hef t.d. aldrei sagt að konur beiti ekki ofbeldi en hef margoft tekið fram að slíkt þekkist líka. Ég skrifa líka nokkuð reglulega um ofbeldi í tölvuleikjum. Hér er dæmi af gamla blogginu mínu, pistill sem birtist í Viðskiptablaðinu. 

Markmiðið er eins og þú segir - að taka höndum saman gegn ofbeldi. Skil þess vegna ekki hvers vegna þú ert að rífast í mér í staðinn fyrir að berjast gegn ofbeldinu...  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.5.2007 kl. 21:33

69 identicon

Þú ert léleg í sókn, en þó miklu verr í vörn Katrín.  Þú ert ekki að gera mér til geðs með því að svara mér, heldur að afhjúpa eigin hræsni.  Þú mátt kalla það ókurteisi að þér sé bent á þá augljósu staðreynd að þú ert að misnota þjáningar annarra í annarlegum tilgangi.  Þú getur talið það ókurteisi að benda á þá augljósu staðreynd að konur beita miklu oftar ofbeldi á heimilum en karlar.  Þegar upp er staðið ertu ekkert annað en hræsnari, hræsnari sem nýtir sér hörmungar annara í áróðursskyni.  Hefur þú ekki snefil af samvisku kona? 

Þú ert gasprandi um öllum stundum um ofbeldi en þegar á reynir ertu fremst í flokki að verja ofbeldi, hvað stjórnar þínum hvötum?  Ertu ein af þeim konum sem heldur að þú getir falið eigið ofbeldi með því að benda á að aðrir séu verri?

Þrándur (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 00:25

70 identicon

Eftir stutta umhugsun þá verður ekki hjá því komist að játa það að ég fór verulega yfir strikið í síðasta kommenti. Byð Katrínu afsökunar á síðustu málsgrein, hún á ekki svona ósóma skilið.  Allt annað stendur.

Þrándur (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 00:36

71 identicon

Það er greinilega ekki allt í lagi heima hjá herra Þrándi

hee (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 15:18

72 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Sko Þrándur baðst afsökunar Hildur, spurning af hverju þú sýnir ekki meiri þroska og sleppir því að falla niður á þetta level sjálf...

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 28.5.2007 kl. 17:39

73 identicon

Tómas. Kannski ættir þú að lesa innlegg Þráins aðeins betur í staðinn fyrir að skammast í Hildi. Þráinn segist nefnilega bara biðjast afsökunar á síðustu málsgreininni ekki öllu kommentinu. Hildur var því í fullum rétti með sitt innlegg.

Guðrún (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 09:08

74 identicon

Hann baðst afsökunar á síðustu setningunni, sem vissulega var verst, en lætur allt annað standa. Sorrý, hann á ekki beint virðingu skilið í mínum huga.

hee (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 09:43

75 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Kemur mér ekkert við hvort þú berir virðingu fyrir honum Þrándi eður ei...skil bara ekki hvernig það eykur virðingu ÞÍNA að leggjast niður á svona lágt plan sjálf...

Svo með þessi "réttindi" að tjá sig......Amma sagði alltaf við mig þegar ég var táningur að byrja að keyra "mundu svo Tommi minn að það er ekkert betra að drepast í rétti frekar en órétti, þú verður alveg jafn dauður"   Þið bara skiljið þetta eins og þið viljið...

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 29.5.2007 kl. 10:53

76 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Tómas - en þú ert kannski farinn að skilja hvers vegna ég nenni ekki að svara Þrándi eða standa í viðræðum við hann? Eða kannski ekki...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.5.2007 kl. 10:55

77 identicon

Tómas. Var Hildur eitthvað að reyna að öðlast virðingu þína? Efast einhvern veginn um það. Held henni sé alveg nákvæmlega sama hvað þér finnst um hana.

Svo styð ég Hildi alveg fullkomlega í hennar innleggi. Hún lætur heyra í sér þegar henni finnst einhver ganga of langt gagnvart Kötu. Mér finnst það virðingarvert.

Guðrún (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 11:44

78 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Bendi á það að orðið "apathy" þýðir sinnuleysi á íslensku og verð að viðurkenna að mér finnst almennt sinnuleysi einkenna þennan heim sem ég bý í í alltof miklum mæli.

Vil þó fagna því að til eru konur eins og Kata og fleiri og vil líka fagna því að til eru karlar sem ekki eru sinnulausir og sjá hið ranga við þennan leik sem aðra sem ala á ofbeldi. Sinnuleysi foreldra gagnvart svona leikjum og gagnvart notkun kláms hjá börnum (kannski aðallega drengjum undir 18 ára aldri) tel ég vera alltof algengt og kannski eitt af því sem hefur hvað mest áhrif á mótun þessara barna. Sinnuleysi foreldra... hvaðan kemur það þá? Ég hef oft velt því fyrir mér hvort það stafi í raun af hinum alltumlykjandi kapítalisma (sumum finnst það eflaust harkalegt af mér) og framapoti sem gerir það að verkum að foreldrar sinna ekki börnunum sínum neitt að ráði (margir) heldur eru vinnandi meiri hluta dags? Veit það ekki fyrir víst, en ég tel að það sé nú ein af ástæðunum. Ég skil líka ekki sinnuleysi foreldra gagnvart hópþrýstingi og ég skil ekki hvers vegna er ekki meiri samstaða og samtal meðal foreldra að stoppa af þessa þróun og neita því að kaupa og leyfa svona leiki inn á heimilum sínum? Það er eitthvað mikið að okkar samfélagi í dag og vafalaust eru margar ástæður fyrir því. En sinnuleysi er ekki eitthvað sem ég get samþykkt að sé í lagi og ég tel að allar hugsandi mannverur beri ábyrgð á því að vinna gegn.

Andrea J. Ólafsdóttir, 29.5.2007 kl. 13:33

79 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Það er nú ekki allt í lagi heima hjá þér fröken Guðrún...

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 29.5.2007 kl. 14:24

80 identicon

Tómas, þú mátt annars vita að ég hef séð athugasemdir frá Þrándi á fleiri bloggsíðum, til dæmis á truno.blog.is. Og allar eru þær í þessum anda. Þannig að ég tek orð mín ekki til baka og á sama hátt og þér er sama hvort ég beri virðingu fyrir Þrándi eða ekki (hmmm..) þá er mér sama hvað þér finnst um mitt skot á hann.

hee (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 14:27

81 identicon

Tómas. Right back at you.

Guðrún (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 14:48

82 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Guðrún, please kallaðu mig bara Tomma, þar sem við erum orðin svo góðir vinir   nei ég sendi þetta svona að gamni bara til að sýna fram á hversu heimskulegt komment þetta er og hvað það þjónar eiginlega engum tilgangi nema bara til að gera lítið úr þeim aðila sjálfum sem sendi það...

Hildur, ég nenni ekki að fara að þræta við þig um hvort mér sé sama eða ekki sama að þér sé sama um að mér sé sama blablabla  osfrv bara heimskulegt og þreytandi...lets move on.

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 29.5.2007 kl. 15:16

83 identicon

Já ég hefði getað sagt þér það strax í upphafi

hee (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 332481

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband