Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Ófjölskylduvænt

Hvers vegna liggur svona mikið á stjórnarmyndun að ekki sé hægt að semja á almennum skrifstofutíma, þ.e. á milli 9 - 5 á virkum dögum? Við erum alltaf að tala um að gera umhverfið fjölskylduvænna, bæði með því að minnka yfirvinnu og stytta vinnudag. Þingið hefur löngum verið þekkt sem ófjölskylduvænt vinnuumhverfi. Hefðirnar í kringum það sköpuðust þegar karlar sátu einir, eða nánast einir, á þingi og tóku ekki mikinn þátt í umönnun og uppeldi barna heldur var það hlutverk hinnar heimavinnandi húsmóður. Í dag eru aðrir tímar og það væri tilvalið að sýna gott fordæmi fyrir atvinnulífið í heild sinni að reyna að haga vinnustundum á sem fjölskylduvænastan hátt. Eða viljum við hafa það þannig að þingið standi bara opið þeim sem eiga ekki börn, eiga uppkomin börn eða eiga maka eða aðra fjölskyldumeðlimi sem geta axlað heimilisábyrgðina hvenær sem er? Viljum við loka þingið t.d. einstæðum mæðrum sem ekki hafa sterkt fjölskyldunet í kringum sig? Hversu margar konur ætli hafi sleppt því að bjóða sig fram vegna þess að þær hafa vitað að þingstörfin væru illa samræmaleg fjölskyldulífinu? Finnst þetta alveg vera umhugsunarefni... 
mbl.is Fundur stendur enn yfir á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi hverra?

Í baráttunni fyrir klámi eru oft notuð þau rök að fólki eigi að vera frjálst að velja að horfa á klám. Þessir sömu aðilar vilja hinsa vegar hunsa rétt þeirra sem vilja ekki sjá klám... Nú hefur Google bæst í hópinn og é sé ekki betur en að þau sem nota myndaleitina á Google megi eiga von á því að þar muni klámmyndir birtast ásamt öðrum myndum. Augljóslega er ekki hægt að nota rökin um að fólk hafi frelsi til að velja sig frá kláminu í þessu. Ekki frekar heldur en að fólk hafi frelsi til að velja sig frá kláminu í flestum bókabúðum þar sem klámblöðum með hlutgerðum og útglenntum sílikonum er still upp í blaðarekkanum, og stundum hjá kassanum. Fyrir utan frelsi fullorðinna til að velja sig frá þá þarf líka að hugsa um börnin. Börnin eru ekki varin fyrir klámi heldur er því troðið upp á þau víða í opinberu rými. Ekki þarf að líta lengra en til kassa sumra matvöruverslana sem klessa klámblaðinu Bleikt og Blátt á kassann hjá sér. 

Hið sýnilega klám í opinberu rými er yfirleitt af konum. Það er bara staðreynd að konur fara ekki svona illa með karla eins og karlar gera með konur í gegnum klámið. Hommaklámið er síðan vel falið augum hins gagnkynhneigða karlmanns... sem virðist bara vera "frjálslyndur" í hugsun þegar kemur að hlutgerðum og niðurlægðum konum í klámi en ekki körlum. 

Klám hefur slæm áhrif á margar konur og gerir það að verkum að þeim líður illa. Með því að klístra klámi út um allt í opinberu rými er í raun verið að búa til umhverfi sem er fjandsamlegt konum. Það getur haft þau áhrif að konur forðast þessi svæði. Þetta er með öðrum orðum enn ein birtingarmynd á samfélagi sem sniðið er að "þörfum" karla og raunveruleiki og líðan kvenna hunsaðar. Konur skulu aðlaga sig að hinum karllæga veruleika og því sem karlar vilja eða bara halda sig heima...  


mbl.is Google leyfilegt að birta smámyndir klámsíðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að fá stefnu

Vissulega hef ég ekki lært neitt í skipulagsfræði... en ég skil ekki af hverju verið er að reisa öll þessi háhýsi í miðbænum. Skringilegast finnst mér að þau eru niður við sjó og loka á útsýnið fyrir alla þá sem fyrir innan eru. Einhvern veginn finnst mér meira vit í að hafa háhýsin innar þannig að þau loki sem minnst á útsýni annarra... en það er bara ég. Ef einhver getur útskýrt hvaða vit er í þessum háhýsum fyrir aðra en íbúa háhýsanna sem fá þetta dásamlega útsýni yfir sjóinn og Esjuna þá endilega be my guest.

Styð að það verði gerð hérna háhýsastefna! Veitir ekki af.


mbl.is Háhýsastefna í mótun í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki einn algildur sannleikur

Mér finnst ekkert skemmtileg tilhugsun að landið verði í eigu örfárra auðjöfra sem hafa hér öll tögl og haldir. Auðmenn er ekki hægt að kjósa frá völdum á 4 ára fresti og völd í krafti auðs eru hálfgert einræði. Ég er þess vegna ekkert sérstaklega hrifin af auglýsingu Jóhannesar í Bónus varðandi Björn Bjarnason. Viðurkenni samt að ég er soldið abbó.... Spáið í það hvað ég gæti auglýst mikið varðandi jafnréttismál ef ég ætti svona mikinn pening!! Halo Ég er hins vegar líka á því að áhrif auglýsingarinnar eru ofmetin. Björn er á því að 20% þeirra sem kusu Sjálfstæðismenn hafi strikað hann út vegna auglýsingarinnar. Þarna gleymir Björn að taka með í reikninginn allar konurnar sem eru bálreiðar út í hann fyrir að hafa nánast lögleitt vændi korter í kosningar. Ég veit til þess að hann var strokaður út af þeirri ástæðu. 

50/50?

Jæja, við teljum okkur alltaf með þeim fremstu í heimi en hvað varðar aðgang að þrískiptingu valdsins virðumst við bara vera að færast neðar á listann. Nú eru Frakkar komnir með helming ráðherra sem konur. Ætli ný ríkisstjórn hér geti jafnað það? Satt best að segja þá efast ég stórkostlega um það. Sjálfstæðisflokkurinn er núna bara með 1 konu sem ráðherra... En sjáum hvað setur. Mér finnst reyndar ekki ólíklegt að þeir bæti Guðfinnu Bjarnadóttur við ráðherraliðið - en það dugar ekki til að ná helming. Samfylkingin er búin að segjast ætla að hafa jafnt í sínu ráðherraliði. Þá er bara að vona að þau fái slétta tölu svo hægt sé að hafa 50/50 í alvörunni...

Annars skil ég ekki hvað fólk er svekkt opinberlega yfir öllu baktjaldamakkinu. Hélt að þetta væri óhjákvæmilegur fylgifiskur... sem sjálfsagt væri að gera ráð fyrir...


mbl.is Konur sitja í helmingi ráðherrastóla í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttlegasti forsætisráðherrann

Það verður fróðlegt að sjá hvort að Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu tekst að mynda nýja ríkisstjórn - og halda henni út kjörtímabilið! Enn fróðlegra verður að sjá hversu mikil áhersla verður lögð á jafnrétti kynjanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir lélega frammistöðu í þeim málaflokki... og hefur í raun gert eins lítið og hann hefur komist upp með á þessu 16 ára valdatímabili, ef fæðingarorlof feðra er undanskilið. 

Femínistafélagið sendi í dag frá sér eftirfarandi áskorun á formenn stjórnmálaflokkanna og fréttafjölmiðla:

Í tilefni af stjórnarmyndunarviðræðum skorar Femínistafélag Íslands á þá stjórnmálaflokka sem mynda með sér stjórnarsáttmála að leggja áherslu á jafnréttismál.

Grípa þarf til aðgerða og fylgja þeim eftir.  Samþykkja þarf ný lög um jafnan rétt og stöðu karla og kvenna, sporna gegn klámvæðingunni, kynbundnu ofbeldi og vændi, þ.m.t. að samþykkja sænsku leiðina. Það þarf að stórefla Jafnréttisstofu og veita fjármagni í málaflokkinn svo hægt sé að stuðla að framförum. Útrýma þarf kynbundnum launamun með virkum aðgerðum og jafna laun á milli hefðbundinna kvenna- og karlastarfa.

Femínistafélagið bendir á að Ísland er eftirbátur allra Norðurlandaþjóða hvað varðar jöfn kynjahlutföll á þingi. Lýðræði er ekki einkamál karla og nauðsynlegt að bæði kyn komi jafnt að ákvörðunartöku. Við skorum því á nýja ríkisstjórn að sýna jafnrétti í verki með því að hafa jöfn kynjahlutföll í ráðherraliði. Einnig er mikilvægt að viðurkenna og nýta betur þá þekkingu og fræði sem til eru í jafnréttismálum kynjanna.

**

Fyrir nokkrum mánuðum fór ég á fyrirlestur Lisa Johnson, sem sérhæfir sig í markaðssetningu til kvenna. Hún talaði mikið um tæknina og breytingarnar sem eru að verða í markaðssetningu. Sérstaklega sniðugt fannst henni þegar neytendum (væntanlegum) er gert kleift að búa til sitt eigið dót... sem hægt er að senda áfram út um allt. Varla hægt að beita ódýrari og skilvirkari aðferð ef vel tekst til... Hér er eitt dæmi. Fann þetta hjá Salvöru og fannst þetta svo krúttlegt að það verðskuldar dreifingu.  

ps. ekki að mér finnist Ingibjörg vera minna krútt... hún er bara ekki orðin forsætisráðherra... ennþá! 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er framtíðin kvenkyns?

Hvað bíður okkar í framtíðinni? Einhver framtíðarspámaður hjá British Telecom segist hafa nokkuð góða hugmynd um það. Framtíðin er kvenkyns að hans sögn. Samkvæmt honum eru karlmenn í störfum sem hægt er að eftirláta tölvum og tækni... Störfin sem ekki er hægt að láta í hendur tækninnir eru hin hefðbundnu umönnunarstörf sem eru í höndum kvenna. Hann segir líka að konur séu að eðlisfari betri í samskiptum en karlar svo karlar þurfi að breytast til að geta unnið þessi störf. Finna þarf karlmanninn upp upp á nýtt... Jæja, ég get alveg samþykkt að margt í karlmennskuímyndum nútímans þarfnast rækilegrar yfirhalningar, en ég kvitta ekki upp á þessa eðlishyggju um lélega samskiptahæfileika karla... Ekki einu sinni þó að flestir sem ég þarf að eyða kommentum frá séu karlkyns! Tounge

Ef ykkur langar að vita meira getið þið lesið þessa framtíðarspá hér


Nei takk, ég vil ómögulega borða meiri skólit

Var að lesa frétt í Mogganum um alls kyns eiturefni í grænmeti, kryddum og hnetum sem flutt hafa verið hingað til lands. Fagna auknu eftirliti með þessu og vil að við fáum mun betri merkingar á matvælum en við eigum kost á í dag. Mér finnst t.d. skelfilegt að hér er ekki gerð krafa um að neytendur fái að vita hvort maturinn sem við borðum sé erfðabreyttur eða ekki. Nýlega var líka í fréttum að landbúnaðarráðherra ætli ekki að heimila innflutning á nýsjálensku lambakjöti. Ég styð þá ákvörðun heilshugar. Við eigum nóg af lambakjöti hér og ættum að efla og styrkja íslenska bændur. Þeir mættu alveg fá greitt meira fyrir sitt lambakjöt. En það er önnur ástæða fyrir því að ég er sammála landbúnaðarráðherra í þessu máli. Nú er sífellt að aukast umræðan um ethical eating. Í því felst m.a. að það er umhverfisvænna að snæða mat sem er framleiddur í nágrenninu þannig að ekki þurfi mengandi samgöngur í miklum mæli til að koma matnum á diskinn okkar. 

ps. í fréttum er líka talað um að vonir glæðist um að hægt sé að lækna skalla. Síðan hvenær var skalli sjúkdómur? Shocking Þekki fullt af körlum með skalla... og hef aldrei litið á þá sem sjúklinga... 


Ég er á lausu

Til eigenda Skjás 1:

Kæru eigendur Skjás 1. Ég las í fréttum að Magnús er að hætta og að ykkur vanti nýjan framkvæmdastjóra. Ég vil vekja athygli ykkar á því að ég gæti vel hugsað mér að taka að mér starfið og hef ýmsa hæfileika sem myndu nýtast ykkur vel. Ég er með meistarpróf í viðskipta- og markaðsfræðum, er í meistaranámi í kynjafræði og horfi töluvert mikið á Skjá 1 þannig að ég ég þekki dagsrkána vel og hef meira að segja slatta af skoðunum á henni! Ég mun láta af starfi mínu sem talskona Femínistafélagsins bráðlega þannig að tímasetningin gæti ekki verið betri. 

Virðingarfyllst,

Katrín Anna 


mbl.is Magnús Ragnarsson lætur af störfum hjá Skjá einum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtla

vsh0358lEinhvern tímann ætla ég að vera dugleg að búa til skrýtlur... þangað til fæ ég lánað hjá öðrum... 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband