Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Handónýtt réttarkerfi

Enn eina ferðina bregst réttarkerfið varðandi kynferðisbrotamál. Það er eins og meðvirknin með kynferðisbrotamönnun sé óendanleg. Óþolandi er líka orðræðan í kringum svona brot. Hvað þýðir þessi setning: 

Fram kemur í dómi héraðsdóms að óumdeilt sé að stúlkan fór í heimsókn til eins piltanna í febrúar árið 2006 og að piltarnir höfðu allir samræði við stúlkuna þar.

Af hverju ætti þetta að vera eitthvað óumdeilt? Kemur það ofbeldinu eitthvað við að hún fór í heimsókn? Hvað ætli margir karlmenn hafi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar verið í hóp þar sem þeir eru nokkrir en bara ein kona? Hjá flestum gerist þetta mörgum sinnum á ári - jafnvel oft á dag. Það er nefnilega alveg gjörsamlega eðlilegt og heilbrigt að kynin umgangist hvort annað. Með þessu er í raun verið að segja að konur eigi ekki að treysta karlmönnum - líta á þá alla sem óargardýr sem ekki sé öruggt að vera nálægt. Með þessu er ábyrgðin líka sett yfir á konuna - eða barnið í þessu tilviki. Mér finnst í alvörunni að karlmenn ættu að láta til sín taka í þessu máli og mótmæla dómnum og svona fjölmiðlaumfjöllun þar sem ekki er sett neitt spurningamerki við svona setningar. Það er nú einu sinni þannig að það verður ekki bæði haldið og sleppt... Karlmenn geta ekki bæði sagt við konur að við eigum að treysta þeim því þeir séu traustsins verðir - en á sama tíma gefið í skyn að það sé eitthvað athyglisvert við það að unglingsstúlka heimsæki 3 unglingspilta. Ég meina - er karlmönnum treystandi eða ekki? Svarið hlýtur að vera að meirihlutanum sé  treystandi... og þá er spurningin - hvernig höndlum við þær aðstæður þar sem meirihlutanum er treystandi en ekki öllum? Er lausnin sú að konur vantreysti öllum körlum og hætti að umgangast þá nema þær séu saman í hóp eins og gefið er í skyn í fréttinni? Fyrir mína parta segi ég nei. Kemur ekki til greina. Þetta er ekki sú veröld sem ég vil. Spurning hvort að fleiri séu sammála - eða hvort fólk haldi að það geti bæði haldið og sleppt og sagt konum að treysta öllum karlmönnum - en síðan ef eitthvað kemur upp á þá fært ábyrgðina einhvern veginn yfir á þolandann - eins og með því að segja "það er óumdeilt að hún fór til þeirra í heimsókn"? Eða er fólk orðið svona firrt að það heldur að það að þiggja heimboð sé það sama og að samþykkja kynmök? Eiga konur alltaf að segja við karla sem bjóða þeim í heimsókn: "Nei takk. Ég hef engan áhuga á að sofa hjá þér"!!! Shocking

Og að næsta punkti - af hverju er sagt að það sé óumdeilt að þeir hafi allir haft við hana samræði? Hún fór beint upp á Neyðarmóttöku á eftir og svo kærði hún þá. Það er því út í hött að segja að það sé óumdeilt að þeir hafi haft við hana samræði. Hið rétta er að það er  umdeilt - og nákvæmlega tilefni kærunnar.  

Sendi mínar hlýjustu og bestu kveðjur til stúlkunnar. Það þarf kjark til að kæra svo þú mátt vera stolt. Það er þetta fjárans "réttarkerfi" sem er meingallað og brotið.  


mbl.is Þrír unglingspiltar sýknaðir af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúbb dagsins

Jæja, þá er það orðið opinbert... og ef þú ert ekki á fréttabréfslista eða umræðulista Femínistafélagsins - þá sérðu fréttirnar fyrst hér Smile Yes - bloggið er að verða hinn fínasti fréttamiðill... fyrir persónulegar fréttir. Ég mun sem sagt ekki halda áfram sem talskona Femínistafélagsins eftir næsta aðalfund, sem er að bresta á. Hlakka mikið til að sjá hver tekur við af mér - og býst fastlega við að vera með fráhvarfseinkenni og sorg í nokkrar vikur, jafnvel mánuði eða ár! Crying Anyways, þetta eru búin að vera frábær 4 ár. Ætla samt ekki að þakka fyrir mig strax því ég á enn nokkra daga eftir Wizard

Örlögin

systkininÉg hallast alltaf meira og meira að því að ég eigi að gerast örlagatrúar. Whistling Ekki nóg með að ég hafi verið á forsíðu 19. júní níu ára gömul - í mussu, heldur var ég í bleikum samfesting í eina skiptið sem við systkinin fórum saman til ljósmyndara. Tilviljun eða örlögin? Ja... afurðin er allavega róttækur femínisti! Cool

Kosningar og Evróvisjón

Rosalega finndist mér töff að gera samanburðarrannsókn á orðræðunni í kringum ójöfn kynjahlutföll á þingi og gengi austur evrópskra vs vestur evrópskra laga í Evróvisjón. Hvað eru margir sem trúa á austur evrópsku mafíuna í þessum efnum? Hvað eru margir sem halda að þetta séu samantekin ráð - ákveðin í reykfylltum bakherbergjum og laxveiðitúrum? 

Í báðum tilfellum er "lýðræðislegt" kerfi við lýði. Í báðum tilfellum eru úrslitin óhagstæð fyrir aðra fylkinguna... veit þó ekki hvort að það sé regla með austur evrópsku lögin eins og kynið - allt of stutt síðan þó fóru að taka þátt og Finnar unnu í fyrra! 

Anyways - hvað eru margir sem finnst að breyta eigi fyrirkomulaginu í kringum Evróvisjón? En varðandi þingkosningar? Wink


mbl.is Verið að skoða ýmis mál varðandi hugsanlegt samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert spæld...

Mér finnst það dugnaður að hafa hjólað Mósó - Grafarvogur - Grafarholt í gær og Grafarholt - Grafarvogur - Mosó í dag! Bætir samt ekki kynjahlutfallið á þingi. Crying Stundum vildi ég að það væru kosningar einu sinni á ári. Afleitt að þurfa að bíða í 4 ár eftir að hægt sé að bæta úr málum. Annars er líka hægt að krossa fingur og vona að sem flestir karlkyns þingmenn með konu sem varaþingmann hætti á kjörtímabilinu... Stemninginn er svolítið eins og í gamla daga þegar karlarnir borðuðu fyrst og konurnar fengu svo það sem var eftir. Þær fengu samt líka að borða. Bara minna og seinna. Og karlarnir gátu valið sér bestu bitana. Svona svipað og núna... 

Nei, nei.... ég er ekkert spæld... Whistling


Úrslit

Þá liggja úrslit ljós fyrir. Karlaveldið heldur velli, eins og fyrirséð var. Núna verða 43 þingmenn karlar og 20 konur. Enginn flokkur er með jafnt hlutfall kynjanna inn á þingi, hvað þá að konur séu í meirihluta. Samkvæmt frétt á visir.is eru kynjahlutföllin svona:

VG: 44,4%

Samfylking: 33%

Sjálfstæðisflokkur: 32% 

Framsókn: 28,5%

Frjálslyndir: 0%

**

Konum fækkar á þingi úr 23 í 20 en fjölgar um eina frá síðustu kosningum þegar 19 konur náðu kjöri og 44 karlar.

**

Mér fannst mjög leiðinlegt að Guðfríður Lilja komst ekki inn Crying Hún hefði orðið frábær þingkona... geysilega öflug. Að sama skapi hefði ég viljað sjá Jónínu Bjartmarz inni líka. Hún hefur gert góða hluti í jafnréttismálum. 

Frábært að sjá að Steinunn Valdís og Þórunn Sveinbjarnar náðu inn hjá Samfylkingunni. Að sama skapi verð ég örlítið sár þegar ég sé Ellert B. Schram, þó hann sé eflaust fínn... þegar hann var formaður ÍSÍ sendu þau frá sér yfirlýsingu um að vændi og Ólympíuleikar fara ekki saman eftir áskorun frá kvennahreyfingunni. Leiddi til þess að jafnréttisráðherrar allra norðurlandana nema Danmerkur sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Hins vegar var Ellert ekki í því sæti sem hann náði í prófkjöri. Hann var settur inn á listann fyrir ofan Valgerði Bjarnadóttur, en lenti fyrir neðan hana í kosningu. Ef það hefði ekki verið gert hefðu þingkonur hugsanlega orðið 21. Ágætt að hafa þetta í huga fyrir þá sem segja að tækifærin séu jöfn og að konur hreinlega sæki ekki... Valgerður sótti... fór í prófkjör... en var færð neðar í sæti. Óþolandi þegar sú staða kemur upp hjá flokki sem er ekki með betra kynjahlutfall í sætunum fyrir ofan, þ.e. þingsætunum.

Við erum ekki með lýðræði í raun þegar annað kynið er með yfirgnæfandi meirihluta valdsins. 

ps. búin að leiðrétta þessa færslu - var búin að gleyma að Ellert var víst í prófkjöri...  


Aha

Fattaði allt í einu af hverju þýskarar telja að konur stjórni heiminum. Hlýtur að vera út af Angelu Merkel og að þeir telji að Þýskaland sé nafli alheimsins! Woundering

Spái því annars að næsta ríkisstjórn verði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur...! 


Rétt missti af...

world_leaders_laJæja. Búin að kjósa - rétt. Svo skilst mér að ég hafi misst af einu fyndnasta Júróvisjon atriði síðustu ára þegar Sigmar lýsti því yfir að ég myndi án efa senda þýsku þátttakendunum bréf til að leiðrétta þann ranga misskilning að konur stjórni heiminum! Shocking Spurning hvort ég neyðist ekki til að horfa á endursýninguna... Undecided

400px-G8_2006_leaders_2En jæja - nú hefst spennan um hver mun stjórna Íslandi næstu fjögur ár! Sideways Verður því miður ekki ég... Woundering


Fólk vs flokkar

Ekki að ég vilji endilega kollvarpa okkar lýðræðislega kerfi sem tryggir ekki alltaf bestu eða réttlátustu niðurstöðuna... en stundum óska ég þess að ég gæti kosið fólk en ekki flokka á þing. Ég hugsa að það sé fólk í öllum flokkum, eða allavega flestum, sem ég gæti vel hugsað mér að kjósa og myndi gjarnan vilja fá á þing. Annars ég held að ég sé loksins búin að komast að niðurstöðu um hvað ég ætla að kjósa... þó svo það geti vel verið að ég skipti um skoðun á morgun. Svo verður spennandi að bíða eftir úrslitunum. Vonandi verða róttækar breytingar í aðgerðum í jafnréttismálum eftir kosningar með nýrri ríkisstjórn!

Mæli annars með stórgóðum pistli Þorgerðar Einarsdóttur um höfðatölujafnrétti. Frábær og fróðleg lesning.  

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband