Kosningar og Evróvisjón

Rosalega finndist mér töff að gera samanburðarrannsókn á orðræðunni í kringum ójöfn kynjahlutföll á þingi og gengi austur evrópskra vs vestur evrópskra laga í Evróvisjón. Hvað eru margir sem trúa á austur evrópsku mafíuna í þessum efnum? Hvað eru margir sem halda að þetta séu samantekin ráð - ákveðin í reykfylltum bakherbergjum og laxveiðitúrum? 

Í báðum tilfellum er "lýðræðislegt" kerfi við lýði. Í báðum tilfellum eru úrslitin óhagstæð fyrir aðra fylkinguna... veit þó ekki hvort að það sé regla með austur evrópsku lögin eins og kynið - allt of stutt síðan þó fóru að taka þátt og Finnar unnu í fyrra! 

Anyways - hvað eru margir sem finnst að breyta eigi fyrirkomulaginu í kringum Evróvisjón? En varðandi þingkosningar? Wink


mbl.is Verið að skoða ýmis mál varðandi hugsanlegt samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Góður punktur hjá þér.

Guðmundur Örn Jónsson, 13.5.2007 kl. 23:47

2 identicon

Það er ekki austur Evrópu að kenna að við sendum svona vont lag í þessa keppni.

Mundu bara fyrir næstu kosningar að hvetja allar konur að strika út alla karlmenn sem eru fyrir ofan þær konur sem þær vilja fá á þing.  

Jón (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:04

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

En Jón er það ekki karllæg aðferð, a la Jóhannes?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 00:13

4 identicon

ég hugsaði þetta sama þegar menn fóru að tala um að það þyrfti að breyta kerfinu út af austurevrópuþjóðunum. Vissulega er eurovision kerfið "lýðræðislegt", en ég býst við að þú sért að vísa til þess að sumir femínistar vilja láta setja kynjakvóta á Alþingi. Það sem menn gleyma er að vandamálið er aðallega að það eru svo margar þjóðir frá austurevrópu sem taka þátt og þar sem allir (m.a.s. íslendingar) kjósa fyrst og fremst nágranna sína þá hallar verulega á okkur eingöngu vegna stærðar þeirra. Svona er þetta ekki í alþingiskosningum, hlutfall karla og kvenna sem kjósa er jafnt, því eiga konur jafn mikinn möguleika og aðrir til að koma sér áfram í stjórnmálum. En hins vegar væri betri samanburður að ef landið væri eitt kjördæmi, þá væri Höfuðborgarsvæðið allsráðandi í kosningum og það væri ósanngjarnt fyrir landsbyggðina, því höfum við kjördæmi, og það er það sem er verið að tala um að breyta í eurovision. 

Konur eru 50% þjóðarinnar og geta þar með kosið eins og þeim sýnist - algjör jafnrétti ríkir þar og því er móðgun við kjósendur að tala um kynjahlutföll á alþingi - þetta er lýðræði, við kjósum þá sem við treystum, 30% þingmanna eru konur, hlutföllin gætu vel snúist við hvenær sem er.

Pössum okkur á að blanda ekki saman ólík hugtök. 

Plato (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:28

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jamm en sjáðu til Plato. Öllum löndum í Evróvisjon er frjálst að kjósa þau lönd sem þau vilja... rétt eins og körlum og konum er frjálst að kjósa eins og þau vilja. Það sem gerist í kosningum/prófkjörum er að karlar eru líklegri til að kjósa aðra karla á meðan konur kjósa bæði kyn. Í þessu dæmi eru karlar kannski svolítið eins og austur Evrópuþjóðirnar... sem kjósa sín á milli, að sögn sumra. 

Ef Evróvisjón kjósendur myndu taka þig á orðinu - nema með ráðleggingar varðandi kosningar - þá væri það að hinar og þessar þjóðir myndu kjósa sín eigin bandalög, þ.a. ráðleggingin til v.Evrópuþjóða væri að kjósa bara aðrar v.Evrópuþjóðir.  Fyrirkomulagið sem þú ert að tala um að sé verið að mæla fyrir í Evróvision, þ.e. að hafa 2 undankeppnir... er nákvæmlega eins og að taka upp kynjakvóta. Þ.e. þeir sem eru hlynntir því fyrirkomulagi eru í raun að tala um kvótakerfi... hvort sem því er líkt við kjördæmi, kyn, lönd o.s.frv.... Ef öll kvótakerfin væru afnumin væri fólki eftir sem áður frjálst að kjósa eins og það vildi... en niðurstaðan ekkert endilega lýðræðisleg ef sumir kjósa miðað við heild en aðrir miðað við afmarkaðan hóp. 

Vona að þetta skiljist... er að skutla þessu hér inn í flýti svo ég biðst afsökunar á öllum stafsetningar- og innsláttarvillum fyrirfram! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 00:49

6 identicon

Jóhannes benti bara á hvað þú getur gert ef þú ert ekki ánægð/ur með uppröðuninna hjá þeim flokki sem þú kýst. Ef þú ert óánægð með stöðu kvenna á þingi þá finnst mér eðlilegt að þú strikar yfir nokkur karlmannsnöfn á listanum.

Ekki á hverjum degi sem maður er blikkaður af róttækum feminista. ;) 

Jón (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 01:37

7 identicon

Vandamálið með Eurovision er einnig það að brottfluttir einstaklingar flestra landa kjósa svo sitt upphaflega heimaland þegar kemur að kosningum.

Við sjáum það í Austur-Evrópu og einnig hjá Norðurlöndunum. "Vandamálið" við þessar klíkur fyrir okkur er það að Austur-Evrópa er miklu stærri og fjölmennari en Norðurlöndin þannig að okkar klíka er ekki nógu stór m.v. hina klíkuna.

 Annars með Alþingiskosningarnar Þá er okkar kerfi mun lýðræðislegra en Eutovision upp á kynjahlutföll. Eins og Plato bendir réttlega á þá eru konur 50% þjóðarinnar og gætu þá kosið konur. Ég hinsvegar held að flest fólk kjósi eftir málefnum en ekki kynferði og er það gott að mínu mati þó svo að konur mættu vissulega vera fleiri á þingi en svona er lýðræðið.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 09:14

8 identicon

Katrín reit: "Það sem gerist í kosningum/prófkjörum er að karlar eru líklegri til að kjósa aðra karla á meðan konur kjósa bæði kyn."

Þetta er merkileg fullyrðing og enn merkilegra að setja hana í samhengi við skort á lýðræði.  Ég veit ekki hvort fullyrðing Katrínar á við rök að styðjast, en þykir þó hæpið að annað kynið velji sér fulltrúa eingöngu út frá kynferði meðan hitt kynið gerir það ekki.

En jafnvel þó Katrín hefði rétt fyrir sér og þetta væri svona, þá væri það samt lýðræði.  Það hafa allir jafnan kosningarétt og lýðræðið felst í að nýta þann rétt samkvæmt eigin samvisku.  Hugmynd um kynjakvóta er ólýðræðisleg.  Þar er lagt til að eitt atriði, kynferði, verði tekið fram yfir skoðanir þeirra sem atkvæðisréttar njóta og niðurstaðan sveigð til að mæta kröfum háværs minnihluta, femínista.

Þó skoðanir flestra samræmist ekki skoðunum Katrínar, er það engin ástæða til að kalla það skort á lýðræði.  Réttara hugtak er skoðanafrelsi og það er undirstaða lýðræðisins.

Stebbi (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 11:23

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jamm en strákar í karlveldisþjóðfélagi (þori ekki fyrir mitt litla líf að kalla þetta karlrembuþjóðfélag) þýðir þetta að karlar halda alltaf meirihluta völdum, í rasistaþjóðfélagi myndi þetta þýða að hægt væri að innleiða rasisma undir formerkjum lýðræðis, hómófóbíu... o.s.frv. Allt í nafni lýðræðis. Samfélög sem vilja að mannréttindi séu í hávegum höfð verða að búa til kerfi sem kemur í veg fyrir slíka mismunun. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 12:04

10 identicon

Nei, það ætti bara við ef þú hefðir rétt fyrir þér með að karlar kjósi bara karla, en konur kjósi bæði karla og konur.  Þó ég sé á móti alhæfingum er ég þó tilbúinn að fullyrða að karlar séu ekki jafn grunnhyggnir og þú lætur í veðri vaka.

 Stebbi

Stebbi (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 12:38

11 identicon

Varðandi Eurovision, þá vil ég ekki endilega sjá breytingar á fyrirkomulaginu. Að vísu er undankeppnin orðin svolítið löng með 28 lögum, þannig að skipting í tvær undankeppnir gæti vel komið til greina og mér skilst að svo verði en ég vil alls ekki skipta í austur- og vestur-Evrópu .... það bara virkar alltof berlínarmúrslegt á mig og minnir á gamla tíma. Í ár fannst mér áberandi hversu Austur-Evrópubúar sendu flottari og betri lög yfir heildina ... og því fór sem fór.

Varðandi kosningarnar, þá er ég enn í sjokki yfir þeim möguleika að ríkisstjórnin haldi áfram samstarfi, þar sem mér fannst skilaboðin skýr: Jón formaður Framsóknar nær ekki kjöri, flokkurinn missir fimm þingmenn - stjórnarflokkarnir eru með minnihluta atkvæða kjósenda en samt fleiri þingmenn. Ég veit ekki hvað er hægt að gera til að breyta kerfinu, en mér finnst sorgleg staðan eins og hún er nú.

Ég er kannski ekki sammála þér í öllu, enda er það bara allt í lagi, en þér að segja þá kaus ég flokk hvers formaður líkist mér einna mest í útliti og þrátt fyrir að ég sé ekki sammála öllu því sem sá flokkur stendur fyrir ... þá stendur hann mér næst í skoðunum.

tek líka undir með þér sem þú sagðir í nýlegri færslu ... að stundum vildi ég að maður gæti kosið fólk og ekki flokka... 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 13:08

12 identicon

Algjörlega sammála Stebba, kynjakvóti er án efa mesta vitleysa sem ég hef heyrt um og hvað þá sú fullyrðing að segja að karlar kjósi bara karla, varst þú inni í kjörklefunum?
Þú talar mikið um misrétti gagnvart konum, hvers konar sanngirni (og lýðræði) væri það að kona yrði tekin fram yfir karl sem væri með fleiri atkvæði á bak við sig... bara af því að hún er kona? Er það ekki misrétti gagnvart karlinum?
Og er það ekki móðgun við hana, ég myndi t.d. ekki vilja taka við stöðu ef mér yrði sagt að það væri bara verið að jafna einhvern kvóta, ég hafi ekkert verið ,,the best one for the job"..
Það er ekki allt annaðhvort svart eða hvítt, það þarf ekki að stilla konum og körlum upp eins og stríðandi fylkingum (sem ég verð að segja að þú gerir frekar oft)

takk, Páll

Páll (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 19:22

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Páll... hljómar eins og þú sért í stríði Þar sem þú ert nú karl getur alveg verið að þú "lendir" óvart í þeirri stöðu að njóta forréttinda út á kyn. Kannski ertu með hærri laun en konan sem er að vinna nákvæmlega sama starf við hliðina á þér. Kannski færðu stöðuhækkun vegna þess að stjórnendur sjá leiðtogann einfaldlega fyrir sér í jakkafötum en ekki dragt... Kannski ertu í hátt launaðri hefðbundinni karlastétt - sem er betur metin til launa en hefðbundin kvennastétt þar sem krafist er sambærilegrar/jafn langrar menntunar. Kannski, kannski, kannski. Ég á allavega erfitt að sjá hvers vegna konum ætti að líða eitthvað illa í kvótakerfi á meðan körlum líður ekkert illa með það forskot og þau forréttindi sem þeir fá út á kyn... því sjáðu nú til - hér er ekki enn komið jafnrétti kynjanna... jafnstaða... kynjaréttlæti... eða hvað orð við teljum nú best yfir það.

Doddi - mátt alveg vera sammála mér oftar!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 332460

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband