Er framtíðin kvenkyns?

Hvað bíður okkar í framtíðinni? Einhver framtíðarspámaður hjá British Telecom segist hafa nokkuð góða hugmynd um það. Framtíðin er kvenkyns að hans sögn. Samkvæmt honum eru karlmenn í störfum sem hægt er að eftirláta tölvum og tækni... Störfin sem ekki er hægt að láta í hendur tækninnir eru hin hefðbundnu umönnunarstörf sem eru í höndum kvenna. Hann segir líka að konur séu að eðlisfari betri í samskiptum en karlar svo karlar þurfi að breytast til að geta unnið þessi störf. Finna þarf karlmanninn upp upp á nýtt... Jæja, ég get alveg samþykkt að margt í karlmennskuímyndum nútímans þarfnast rækilegrar yfirhalningar, en ég kvitta ekki upp á þessa eðlishyggju um lélega samskiptahæfileika karla... Ekki einu sinni þó að flestir sem ég þarf að eyða kommentum frá séu karlkyns! Tounge

Ef ykkur langar að vita meira getið þið lesið þessa framtíðarspá hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband