Hin árlega konusýning

Hin árlega konusýning þar sem konur á aldrinum 18 - 24 ára trítla um á bikiní og háhæluðum skóm svo hægt sé að vega og meta virði þeirra út frá líkamlegum eiginlegum verður á föstudaginn. Af því tilefni set ég hér inn 2 tengla af bloggsíðum sem staðalímyndahópur Femínistafélagsins var með í tengslum við 2 slíkar sýningar árið 2004:

http://www.missiceland.blogspot.com/ 

http://meyjanam.blogspot.com/ 

Skrifa meira seinna... og svara þá spurningunni um styrktaraðilana og boycottið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auh! Takk fyrir þetta, ég mæti bókað.

Pétur (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 12:01

2 identicon

Ef fegurðarsamkeppnir snerust í raun og veru um persónuleika þáttakenda, þá væru þær útvarpsefni.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 12:02

3 identicon

Ég var 5 ára þegar Hófí varð ungfrú Heimur og leit alveg rosalega upp til hennar. Ég var alltaf algerlega gagnrýnislaus í garð fegurðarsamkeppna þar til einhvern tíman þegar ég var unglingur og sá útsendingu frá fegurðarsamkeppni karla í fyrsta skipti. Ég var reyndar langt frá því að vera femínisti þá, mér fannst femínistar öfgafullir og var ekki í nokkrum vafa um að  þeir væru allir bitrar og ljótar kerlingar sem hefðu orðið undir í lífinu -ætli sá alsannleikur hafi ekki verið frá Rósu Ingólfs og fleiri spámönnum kominn.

En hvað um það, þegar ég sá  karla spranga um á sviði og pósa í því skyni að láta dæma líkamsfegurð sína fékk ég hrikalegan kjánahroll og svo næst þegar ég sá fegurðarsamkeppni kvenna gerði ég mér endanlega grein fyrir hversu kjánalegt menningarfyrirbæri þetta væri. Það er svo skrítið að stundum er eins og maður þurfi að átta sig á því hvað sumir hlutir eru kjánalegir með því að skipta konum út fyrir karla og þannig taka það út úr "norminu". Og það er svo skrítið að það er eins og það sé alltaf í himnalagi að tala um hvað fegurðarsamkeppnir karla eru kjánalegar og lítilsvirðandi á meðan enn bregðast margir ókvæða við þegar fegurðarsamkeppnir kvenna eru gagnrýndar. Þar leyfist að mati sumra bara að tala vel um þær, þeir sem eru skeptískari eiga þá bara að gjöra svo vel að þegja. En það sem mér finnst gagnrýniverðast við fegurðarsamkeppnir er að þar er mjög stíft skilgreindrar og afmarkaðrar hegðunar krafist af þátttakendum -hegðunar hinnar fullkomlega undirgefnu og þjónandi konu.

Verð annars líka að skjóta því inn að ég er sammála því sem þú sagðir með klámvæðinguna. Myndir af berum körlum í klámfengnum stellingum eru jafnan vel faldar í almannarými, enda virðist það vera virt að gagnkynhneigðir karlmenn vilja sjaldnast hafa slíkar myndir fyrir augunum á sér. Nú er ekki svo að skilja að ég vilji ná fram hefndum en ég vildi óska þess að fólk gerði sér grein fyrir því að gagnkynhneigðar konur eru jafnan alveg jafn lítið spenntar fyrir því að sjá berar kerlingar úti um allt.

hee (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 12:59

4 identicon

Ég skil ekki hvernig fegurðarsamkeppnir eru á kostnað kyn þeirra. Enginn feministi hefur náð að útskýra það fyrir mér.

Þetta er hluti af auknu frelsi í samfélaginu, meðal annars í auknu kvenfrelsi. Þegar konur voru kúgaðar þá var það þannig að það mátti ekki sjást í bera handleggi á þeim án þess að einhver hrópaði klám! Madonna hefur náð miklu meiri árangri í kvenfrelsi heldur en siðferðis-snobbið sem er ríkjandi í feminískum hreyfingum í dag! 

Geiri (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 19:47

5 identicon

Geiri, ertu að segja að fegurðarsamkeppnir séu hluti af auknu kvrnfrelsi? Ég hélt reyndar að þær væru deyjandi leifar karlaveldis, kannski bara misskilningur hjá mér..... 

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 20:45

6 identicon

Ég skil ekki þetta attitude ykkar út í fegurðarsamkeppnir alltaf. Þessar stelpur sem keppa í þeim eru stoltar af líkama sínum, alveg eins og aðrar konur og karlar eru stolt af sínum kostum. Þú ert stolt af því að berjast fyrir meiri réttindum kvenna og ert ekkert að fela það. Þær sem keppa í þessu eru stoltar af því að vera í fallegu formi og hafa þann líkama sem þær hafa, og auðvitað vilja margar þeirra sýna það. Ég sjálfur horfi ekki á fegurðarsamkeppnir, hef ekki minnsta áhuga, en ber virðingu fyrir þeim sem eru svo ánægðar með líkama sinn að þær geta staðið á sviði og sýnt hann í sundbol fullum sal af fólki og í beinni útsendingu um land allt. Það kalla ég sjálfstraust.

Mér fannst mjög óviðeigandi þegar Unnur Birna var kosin Ungrú Heimur hvað þið feministarnir fóruð í fýlu út í hana. Þegar forsætisráðherrann sem henni hamingjuóskir í nafni þjóðarinnar komuð þið með fréttatilkynningu um að þið óskuðuð henni alls ekki til hamingju, að með sigrinum væri hún að lítillækka íslenskar konur og jafnrétti. Hvaða tilgangi átti það að þjóna? Getið þið ekki samglaðst fólki sem nær árangri í því sem það tekur sér fyrir hendur, sérstaklega þegar það eru Íslendingar á alþjóðavettvangi? Engin furða að flestir líti á ykkur sem öfundsjúkar bitrar kellingar, þið lítið þannig út og það speglast í viðhorfum ykkar.

Ekki vera svona bitrar, leyfið öðru fólki sem er framúrskarandi á öðrum sviðum en þið (ekki móðgast) að keppa á sínu sviði.

Atli (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 22:28

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Atli - ekki móðgast - en þú hittir alveg naglann á höfuðið með að þegar kemur að kynjajafnrétti þá erum við öfundsjúku og bitru kellingarnar framúrskarandi á því sviði. Þú ættir því að hlusta á okkur frekar en að tjá þig eins og argasta karlremba. Getur vel verið að þú yrðir stoltur af því að dóttir þín myndi hafa nóg "sjálfstraust" til að vera vegin og metin eins og kjötskrokkur á sviði. Spurning hins vegar hvort hún hefði nóg sjálfstraust til að gera það ekki og vera metin að verðleikum sem manneskja en ekki skrautmunur og hlutur? Og hvað ætlar þú að gera ef hún verður á móti fegurðarsamkeppnum og vill vera metin fyrir hvað hún er skemmtileg og hvað hún hefur gert margt sniðugt í lífinu? Ætlarðu að kalla hana öfundsjúka og bitra kellingu af því að hún hefur aðra skoðun en þú? Hvað ætlarðu að segja við hana ef hún fellur ekki inn í staðalmyndina og þér finnst hún ljót? Hvað ætlarðu að segja við hana ef hún fellur inn í staðalmyndina og þér finnst hún sæt? Ætlarðu að ala dóttir þína upp í því að hennar virði felist í því hvernig hún lítur út? Hvaða konum ætlar þú halda að henni sem fyrirmyndum? Ungfrú heim eða konunni sem verður forsætisráðherra þegar hún verður stór?

Sennilega ertu nú of ungur fyrir allar þessar spurningar... en eins og þú sagðir sjálfur... á fólk ekki að halda sig við sín sérsvið og vera ekki að agnúast út í þá sem eru sérfræðingar á þeim sviðum sem maður hefur sjálfur ekki vit á? Eða gildir það bara um suma en ekki þig? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 00:08

8 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Ég tek undir með Atla upp að vissu marki. Hann er óþarflega harðorður í yfirlýsingum sínum og uppnefningum, en þessar stelpur eru að taka þátt í þessu af fúsum og frjálsum vilja af því þær eru stoltar af líkama sínum og hafa vel efni á því.

Ef fólk kærir sig svona fegurðarsamkeppnir (ég veit ég heyri undir þann hóp), þá er réttast að sleppa því að horfa á þær, en það ætti að vera nóg, mér þykir ekki nógu mikið „rangt“ við þær til að fara að berjast gegn þeim af einhverjum krafti, því eins og ég sagði, þær gera þetta af fúsum og frjálsum vilja, og margar af þessum stelpum hafa talsvert meira til brunns að bera en bara laglegt útlit, eins og sést best á Unni Birnu.

Björn Kr. Bragason, 23.5.2007 kl. 00:27

9 Smámynd: Björn Kr. Bragason

klaufi get ég verið.. ætlaði þarna að umorða fyrstu setninguna í annari málsgrein en gleymdi einhverjum orðum.. hún átti að sjálfsögðu að vera „Ef fólk kærir sig ekki um svona fegurðarsamkeppnir...“

Björn Kr. Bragason, 23.5.2007 kl. 00:28

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ef að málið væri að nokkrar stelpur væri að keppa í því hver þeirra sé sætust og nokkrar hræður að horfa myndi ég ekki skipta mér af því. Hins vegar finnst mér mjög gagnrýnivert hvernig því er haldið að ungum stúlkum að það sé til fyrirmyndar að vera tilbúin til að koma fram nánast í engu, tiplandi á tánnum eða hælaháum skóm í þeim tilgangi að vera vegin eins og kjötskrokkur... og í þeirri von að fá glæst atvinnutækifæri í staðinn. Þið hafið nú sjálfir talað um að komast áfram á eigin verðleikum - væri ekki ráð að stelpum væri frekar sagt að ljúka námi og fá tækifæri í samræmi við getu en ekki eftir því hvort þær eru tilbúnar til að komast nánast naktar fram?

Sú hlutgerving og skolaboð um að troða öllum í sama mót og hampa því sem "til fyrirmyndar" er skaðleg fyrir samfélagið - og snýst um miklu fleiri en bara þær stelpur sem taka þátt.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 00:38

11 identicon

"Ég hélt reyndar að þær væru deyjandi leifar karlaveldis, kannski bara misskilningur hjá mér....."


Karlmenn eru í auknu mæli að selja kynþokka. Herravörur auglýsa með myndarlegum, sólbrúnum og vöðvastæltum karlmönnum. Hvernig er það hluti af karlaveldinu? Hvernig eru fegurðasamkeppnir karla hluti af karlaveldinu? Er ekki alveg eins hægt að segja að jafnrétti sé náð með því að fjölga karlmönnum í þessari stöðu frekar en að fækka konum? 

En já ég er ennþá sannfærður að konur hafi ekkert minna jafnrétti þó þær taki þátt í þessu. Sama má segja um karla. 

Geiri (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 332485

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband