Hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn?

Jæja, stefnir í að Samfylkingin standi við kosningaloforðið um jafna skiptingu kynja í ráðherraembætti. Þá er bara að bíða og sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn gerir. Þeim er varla stætt á öðru en að hafa að hlutfall kvenna í samræmi við hlutfall kvenþingmanna - sem er þriðjungur. En það er aldrei að vita þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut. Hins vegar gæti flokkurinn komið þægilega á óvart og fylgt Samfylkingunni í jafnri skiptingu ráðherra. Það yrði saga til næsta bæjar Smile Ekki að ég reikni með slíkri þriðjudagsgjöf... giska á 2 konur og 4 karla í þeirra ráðherraliði. 

Svo er aldrei að vita nema ráðherrum verði fækkað og báðir flokkar verði með 3 karla og 2 konur... 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski ágætt að þeir fái stundum hrós en ekki bara væl?

Hvernig væri að byrja á því að hrósa þeim fyrir það að þeir eru að koma helmingi fleiri konum á þing en fyrir 4 árum? 

Geiri (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

Það á sem sagt koma fólki til valda á grundvelli kyns en ekki vegna hæfni, (á bæði við um konur og karla)

svo var það ekki Sjálfstæðisfl. sem kom fleiri konum á þing súna heldur en síðast, það voru kjósendur flokksins sem eiga heiðurinn að því koma hæfu fólki á þing, konum og körlum

Finnur Ólafsson Thorlacius, 22.5.2007 kl. 15:33

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það er nú bara þannig Finnur að með því að velja karla í meirihluta alltaf hreint að þá er verið að velja eftir kyni en ekki hæfni... Kynin eru jafnhæf, manstu? Það er í alvöru talað remba að halda að karlar séu í öllum sínum stöðum út á hæfileikana eina saman... og að konur séu svona hæfileikalausar að þær séu fjarverandi af þeim sökum!

Geiri - kynjahlutfall í Sjálfstæðisflokknum beið afhroð í síðustu kosningum og núna er rétt verið að rétta úr kútnum. Samfylkingin klúðraði líka sínum málum - en var síðast með hér um bil jafnt kynjahlutfall en datt núna niður í þriðjungshlutfallið - sama hlutfall og Sjálfstæðisflokkurinn hífði sig upp í. Það er ekki mikið til að hrópa húrra fyrir... Ég vil reyndar meina það þar að auki - að flokkum sem ekki tekst að laða til sín karla og konur í svipuðum/sama mæli eru ekki að standa sig í stykkinu. Þá er eitthvað að. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.5.2007 kl. 17:24

4 identicon

Sjáflstæðisflokkurinn sköllaði að mínu mati. 5-1 er frekar vandræðalegt hlutfall.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 20:53

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Segðu. Ég myndi skammast mín niður í tær ef ég væri þeir...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband