Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Frelsi hverra?

Nú hefur Dolce and Gabbana ákveðið að hætta að auglýsa á Spáni. Ástæðan? Jú, auglýsing frá þeim var bönnuð á Spáni og til varnar tjáningarfrelsinu ákvað fyrirtækið að hætta alfarið að auglýsa á Spáni. Dolce og Gabbana eru sem sagt móðgaðir af því að þeir máttu ekki auglýsa föt með þeim hætti að sýna konu sem haldið var niðri af karlmanni á meðan aðrir karlmenn stóðu í kring og horfðu á. Á tímum yfirgengilegs kynferðisofbeldis er þessi auglýsing auðvitað út í hróa hött... En ég geri fastlega ráð fyrir því að einhverjum finnist það bara sniðugt hjá Dolce og Gabbana að auglýsa svona... og að þetta sé þeirra réttur. Réttur kvenna til kynfrelsis er hins vegar fótum troðum í okkar samfélagi. Réttur karla að líkömum kvenna er betur varinn en réttur kvenna að eigin líkama. D&G auglýsingin er einmitt þannig - réttur karla að líkömum kvenna. Réttur þeirra til að taka - og réttur til að hvetja til ofbeldis gegn konum. 

Auglýsingar hafa það yfirlýsta markmið að selja eitthvað. Þær eiga að selja okkur vöru eða þjónustu - og til þess er oft gripið til þess ráðs að selja okkur lífsstíl í leiðinni. Lífsstíll sem gengur út á kynferðisofbeldi er bara ekki boðlegur - og skerðir frelsi einstaklinga, í þessu tilfelli kvenna.

Í fréttinni á mbl.is er líka minnst á að umboðsmaður barna á Spáni hafi kvartað yfir auglýsingu frá Armani þar sem hún þykir sína börn á kynferðislegan hátt. Þó Armani sé afskaplega móðgaður yfir slíkri tengingu er ágætt að rifja upp að þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona ásökun er sett fram á hendur fyrirtækinu. Árið 2004 komst breska Advertising Standards Authority að þessari niðurstöðu:

The advert which had appeared in Times Magazine showed a topless child in baggy jeans with long hair and a necklace. The complaint under sections 2.2 (Principles), 5.1 (Decency) and 47.2 (Children) of the ASA code said the advert "was offensive, because it sexualised children and encouraged them to emulate adults, exploited the child in the photo and, especially, because the gender of the child was ambiguous and could encourage paedophiles." 


mbl.is Dolce & Gabbana hættir að auglýsa á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðveldara fyrir femínista!

Fór á fund FKA í morgun. Svafa Grönfeldt var fyrirlesari og hún sló í gegn eins og ævinlega. Það eru komin um 10 ár síðan ég hlustaði fyrst á Svöfu halda fyrirlestur. Þá sá ég um starfsmannadag í fyrirtækinu sem ég var að vinna hjá og hún kom og var með fyrirlestur á deginum. Sló í gegn þar... að sjálfsögðu.

Anyways - Svafa fjallaði um leiðir til árangurs, að þekkja sjálfan sig og umhverfið. Silja Bára orðaði þetta ágætlega þegar hún sagði að málið væri að kyssa froskinn... Með öðrum orðum. Stökkva á tækifærin þegar þau bjóðast. Nú, svo má auðvitað skapa sín tækifæri sjálf :) Og herja á aðra um að bjóða tækifæri jafnt til kvenna og karla. Endalausir möguleikar Smile 

Svafa kom með margt skemmtilegt - í augnablikinu er þetta í uppáhaldi:

Hamingjan felst í því þegar samræmi er í því sem maður (kona) hugsar, segir og gerir.

Man ekki nákvæmt orðalag en innihaldið var nokkurn veginn svona. Get alveg tekið undir þetta - að vera maður sjálf í heimi þar sem er sífelld pressa um að falla inn í einhver þröngt afmörkuð, stöðluð box þar sem allar konur eiga að vera eins og allir karlar eiga að vera eins - það er hægara sagt en gert. Auðveldara ef kona eða maður er femínisti samt - get alveg vitnað um það Wink


Nei, ég er ekki að djóka...

Það getur verið mikil fjölskylduskemmtun að skrifa gott blogg. Þegar færslunni lýkur grípur fögnuður alla fjölskylduna og hún getur hlegið dátt að fyndni föðursins og húsbóndans á heimilinu.

Þetta var myndatexti í bleika blaðinu mínu, Viðskiptablaðinu, síðastliðinn föstudag. Það greip um sig mikill fögnuður hér á þessu heimili þegar við lásum þetta. Þetta var umsvifalaust klippt út og hengt á ísskápinn svo við getum fagnað á hverjum degi - og meira að segja oft á dag. Tounge Erum líka að spá í hvort nýr kvennafræðari sé ekki örugglega á leiðinni...!  Wink

Mæli annars með bókamörkuðum. Skrapp í Perluna í gær og fékk eftirtaldar bækur: Stelpan frá Stokkseyri, Brosað gegnum tárin, Ósýnilega konan, Hratt og bítandi og Krónprinsessan... allt á 5.500! Það er gósentíð framundan hjá mér. Smile

 


Eitt orð getur skipt öllu máli...

Í dag var viðtal við mig í Blaðinu út af Smáralindarbæklingnum. Haft var vitlaust eftir mér á einum stað og vil ég koma leiðréttingu á framfæri. Hann sleppti nefnilega úr orðinu ekki þegar ég sagði að ég væri fullviss um að táknmyndin hefði EKKI verið sett fram af ásettu ráði. 

Annars finnst mér þessi umræða öll gífurlega erfið og viðkvæm. Langar eiginlega ekki til að taka þátt í henni, satt best að segja. Á umræðupóstlista okkar í Femínistafélaginu hefur málið verið rætt - og það er eiginlega lykilatriði - það hefur verið rætt. Skoðanir eru mjög skiptar en fólk er ekki með þetta skítkast og sleggjudóma í umræðunni. Eins og ég sagði í viðtalinu við Blaðið - sumir sjá táknmyndir úr kláminu út úr myndinni á meðan aðrir koma ekki auga á þær. Hvor hópurinn hefur rétt fyrir sér? Er til einn algildur sannleikur? Í markaðsfræðinni er kennt að "perception is everything". Það er ekki endilega raunveruleikinn eða sannleikurinn sem skiptir máli heldur það hvað fólk heldur og hvernig það upplifir hlutina. Þannig er það líka með Smáralindarbæklinginn. Mér finnst nóg að það sé þó nokkur hópur fólks sem sér táknmyndir úr kláminu í myndinni - það ætti að vera næg ástæða fyrir okkur til að setja spurningamerki við svona framsetningu og sleppa því að setja börn í svona aðstæður.

Verst finnst mér umræðan vegna stúlkunnar sem er saklaus þátttakandi í þessu öllu saman. Ég get alveg tekið undir það sjónarmið, og er sammála því, að fyrstu ummæli um myndina voru of harkalega orðuð. Mér finnst skipta máli að við verndum hana (stúlkuna) í umræðunni. Ég get ekki séð að margir af þeim aðilum sem hafa skrifað um þetta mál séu í þeim gír. Fréttablaðið braut allar reglur um vandaða og hlutlausa fréttamennsku með sínum skrifum um málið í gær. Bloggarar hafa farið offari - og á meðan GHK hefur fjarlægt ummælin af sinni bloggsíðu (sem ég geri fastlega ráð fyrir að sé stúlkunnar vegna), þá láta aðrir þau standa og lýsa í heilagri réttlætingu hvað þeim finnst lágkúrulegt að segja svona... Og margir ganga ansi langt í lýsingum og orðfæri - sem er stúlkunni örugglega ekki til góða.

Það sem mér finnst skrýtnast í umræðunni... Vegna þess að ef tillitsemi við stúlkuna er útgangspunkturinn hjá þeim sem eru hvað reiðastir - látið þá það sama yfir ykkur ganga og sýnið henni tillitsemi. Sama á við gagnvart GHK. Fólk hefur vaðið áfram með alls kyns svívirðingar yfir hana. Þær hafa farið út fyrir öll velsæmismörk og eru alls ekki í þeim anda að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.

Annað sem mér finnst einnig skrýtið í umræðunni og það er hvað fólk er ekki tilbúið til að ræða málin. Táknmyndir eru oft á tíðum óljós tákn - og það að tákn úr kláminu birtist í myndum er ekki sama og að myndin sjálf sé eins og úr kláminu eða klámfengin. Myndir sem innihalda þekktar táknmyndir, hvort sem það er úr kláminu eða einhverju öðru, geta virst ósköp saklausar og sætar. Það er enginn sem sest niður og spyr út af hverju sumir sjá táknmyndir úr kláminu í myndinni. Fólk er ekki að reyna að skilja hitt sjónarhornið fyrst og mynda sér síðan skoðun heldur er málið ekkert skoðað.

Núna eru að birtast rannsóknarniðurstöður um áhrif klámvæðingarinnar á ungar stúlkur, drengi og samfélagið í heild. Þær niðurstöður eru sláandi og ættu að veggja óhug hjá okkur öllum. Meðal afleiðinga sem Ameríska sálfræðifélagið telur að muni hellast yfir okkur í framtíðinni er aukið misrétti, auknar kynlífstengingar við börn, aukin eftirspurn eftir barnaklámi og aukið kynferðisofbeldi. Þetta er framtíðin sem við erum að sigla inn í. Það kemur fram í skýrslunni hjá þeim að þau sjái aukningu í kynlífstengingum við börn nú á síðustu árum. Þessar tengingar munu ekki endilega birtast okkur skýrt og skorinort, hafið yfir allan vafa þannig að allir sjái. Nei, mun líklegra er að við munum fyrst og fremst sjá þetta í táknmyndum sem sumir sjá og aðrir ekki... Ef við viljum vernda börnin - þá lærum við á táknmyndirnar og við hlustum þegar fólk talar um að það sjái táknmyndirnar - og við leyfum börnunum alltaf að njóta vafans á þann hátt að setja þau ekki í hlutverk þar sem táknmyndirnar gætu verið til staðar. 


Nýja frumvarpið um breytingar á Jafnréttislögum

Þá er ég búin að renna í gegnum frumvarpið um breytingar á jafnréttislögum. Líst ljómandi vel á og margt gott að finna í breytingunum. Femínistafélagið á til dæmis að fá sæti í Jafnréttisráði Smile Flottasta tillagan held ég að sé að gera jafnréttisumsögn með öllum stjórnarfrumvörpum - allavega ef hún verður gerð. Það að atvinnurekendur geti ekki bannað fólki að segja öðrum launin sín er líka af hinu góða, 2 tilnefningar í ráð og nefndir (1 af hvoru kyni) er góð, auknar heimildir Jafnréttisstofu, Jafnréttisþing... og svo mætti lengi áfram telja. Ég held að það sé ekkert í frumvarpinu sem ég myndi taka út. Ferlið í kringum vinnuna var til fyrirmyndar. Leitað eftir umsögnum um víðan völl og samvinna við marga aðila. 

Ég var samt spæld að sjá Bjarna Ben nota tækifærið og þylja upp allt sem hann vill ekki samþykkja - sem eru flestar aðgerðirnar sem ýta á eftir breytingum. Launaleynd er ekki í anda alvöru frjáls markaðar og því óskiljanlegt að þeir sem eru þannig þenkjandi séu fylgjandi launaleyndinni. Þar finnst mér augljóst að það er ekki jafnréttishugsjónin sem ræður för heldur valdatengslin - að tryggja atvinnurekendum völd umfram launþega. Það er ekki jafnréttisgrundvöllur að atvinnurekandi hafi allar upplýsingar um laun en launþegi eingöngu upplýsingar um sín laun.

En nefndin sem skilaði tillögunum á hamingjuóskir skildar. Við erum búin að prófa allar mildu leiðirnar og þær skila litlum árangri. Það er kominn tími til að stíga næsta skref og sjá hvort það beri meiri árangur. Ef frumvarpið nær í gegn er það bara nokkuð stórt skref í rétta átt Smile 


Til hamingju með daginn

Til hamingju með daginn Smile Það verður rosadagskrá í allan dag og vonandi taka sem flest ykkar þátt í einhverju í tilefni dagsins. Kvennasögusafn er með sögu 8. mars aðgengilega á netinu. Salvör hefur bent á að uppruna dagsins má rekja til Undómshússins sem var rifið í vikunni... Dagskrá dagsins er að finna á viðburðardagatali Jafnréttisstofu og hjá Blómlegu byltingunni! Þar er líka að finna ávarp framkvæmdastjóra SÞ.

Svo stendur til að ég verði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 að fjalla um nýja frumvarpið til jafnréttislaga - sem mér lýst bara ljómandi vel á eftir því sem ég hef heyrt í fréttum. Sjáum til hvort ég verði á sömu skoðun í hádeginu þegar ég verð búin að lesa frumvarpið í gegn í heild sinni! 


Heilinn er bleikur

li_bleikurHeilinn er bleikur - eins og sést í nýjustu auglýsingum Landsbankans. Mér finnst það töff! 

Samfylkingin og Framsókn - en þó aðallega Framsókn

Hmmm. Það skrýtna við þessa frétt er að það er minnst á Framsókn í fyrirsögn en ekki orð um flokkinn í fréttinni. Ég giska samt á út frá fyrirsögninni að konur sem kusu Framsókn síðast séu á vinstri leið... s.s. annaðhvort að kjósa Samfylkinguna eða VG. Ég má til með að bæta því við... eftir skotið á Framsókn hér fyrir neðan að mér finnst konurnar í Framsókn vera frábærar. Jónína Bjartmarz þar efst á blaði fyrir öfluga framgöngu í jafnréttismálum, þá sérstaklega í vændismálinu. Hún hefur líka staðið sig mjög vel sem umhverfisráðherra og í raun alveg furðulegt að hún skuli ekki hafa verið gerð að ráðherra fyrr. Siv hefur líka sýnt jafnréttismálunum mikinn áhuga og það voru margir femínistar svekktir á sínum tíma þegar hún var ekki gerð að félagsmálaráðherra. Hún er hins vegar að standa sig með prýði sem heilbrigðisráðherra þó að hún fái allt of lítinn tíma í því embætti því verkefnin þar eru of stór og flókin til að geta leyst áður en kjörtímabilið er á enda. Valgerði hef ég áður bloggað um... en hún er að slá í gegn sem utanríkisráðherra!
mbl.is Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bingi og nýja lógóið

Einu sinni hélt ég svolítið upp á Björn Inga - það var eftir fund hjá Femínistafélaginu þar sem hann lýsti því yfir að honum finndist klám vera ógeðslegt... Þess vegna er ég ansi hissa á þögn hans í kringum klámstefnuna og allan vibbann sem var að finna á þeim síðum - því það var svo sannarlega ógeðslegt klám. Hann hins vegar kaus fyrst að opna munninn til að úthúða Sóley vinkonu minni og það auðvitað fellur ekki í kramið...  Ég er meira að segja satt best að segja farin að hallast að því að bingi hafi hannað nýja afmælislógó Framsóknar... Wink

framsoknmade

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband