Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
19.3.2007 | 17:03
Margbreytileikalýðræði...
Fyrirlesturinn hennar Öddu í hádeginu var frábær - enda er Adda snillingur svo það var ekki við öðru að búast Lýðræði er flókið fyrirbæri, svo mikið er víst, og í fyrirlestrinum fór Adda yfir ýmsar lýðræðispælingar frá sjónarhóli margbreytilegs samfélags. Hvernig getum við komið að þeim hugsunarhætti að í margbreytileikanum sé auðlind? Hér eru nokkrir hraðsoðnir punktar:
Forréttindahópur - getur látið sín sjónarmið hljóma eins og almannahagsmunir.
Barátta fyrir réttlæti - ætti að vera út frá félagslegri stöðu... það væri betra en út frá ákveðinni sjálfsmynd.
Mismunur = breytingarafl en ekki hindrun.
Hraðsoðnir punktar segja auðvitað ekki alla söguna - og ekki einu sinni hálfa söguna. Gætu meira að segja misskilist herfilega og sagt einhverja allt aðra sögu... Vonum þó að svo verði ekki en mikið afskaplega væri gaman ef við gætum aukið lýðræði í okkar lýðræðisþjóðfélagi!
***
Bendi svo á hið frábæra framtak Framtíðarlandsins: Grátt eða grænt - sáttmáli um framtíð Íslands. Hægt að skrifa undir á heimasíðu Framtíðarlandsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 09:45
Húsgögn og lýðræði
Ég mæli ekki með ferð í Ikea beint á eftir ferð í Saltfélagið! Jafnvel þó hið fyrrnefnda henti buddunni betur...! Við afrekuðum sem sagt ferð á báða staði á laugardaginn - og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri fínt að geta keypt húsgögn í Saltfélaginu á Ikea verði. En það er víst ekki í boði. Annars fannst mér gamla Ikea búðin betri... of mikill kliður og læti í þessari búð. Sama stemning og í Kringlunni fyrir mig - hugsa mest um að komast út sem fyrst. Okkur tókst samt að kaupa nýjar sængur og kodda!
Svo er þetta í gangi í hádeginu:
Lýðræði hvað?
Í erindi sínu leggur Arnþrúður út frá kenningum Iris Marion Young um lýðræði sem snýst um að nýta félagslegan margbreytileika samfélagsins til að auðga og styrkja lýðræðislega samræðu og ákvarðanatöku, svo lýðræði geti náð til allra. En hluti af því er að gera fulltrúum minnihlutahópa kleift að hafa meiri áhrif á lýðræðislegar ákvarðanatökur.
Að erindi hennar loknu munu Anh-Dao Tran verkefnastjóri Framtíðar í nýju landi, Sigursteinn R. Másson formaður Öryrkjabandalags Íslands, Katrín Anna Guðmundsdóttir talskona Feministafélagsins og Margrét Margeirsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík taka þátt í umræðu og svara spurningum úr sal.
Fundirnir hefjast stundvíslega kl: 12.15 og eru þeir haldnir í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar Hringbraut 121 (JL-húsið), 4. hæð.
Að sjálfsögðu er öllum velkomið að mæta með hádegisbitann sinn, taka þátt í hressandi umræðu og hita sig upp fyrir kosningar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.3.2007 | 20:55
Fyrir konur sem hafa týnt kvenleikanum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.3.2007 | 11:04
Jákvæða fréttin
Í Viðskiptablaðinu á miðvikudaginn var frétt um að fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn sem kom út úr skápnum í NBA deildinni hefði fengið auglýsingasamning. Fyrrum leikmaðurinn, Jonh Amaechi, (hann lagði skóna á hilluna 2004) verður andlit HeadBlader rakvéla - sem eru vinsælar til höfuðraksturs.
Það verður að teljast nokkuð stórt framfaraskref að hommi fái auglýsingasamning (en sorglegt á sama tíma að spá í hvað við erum komin skammt á veg..). Athyglisvert einnig að í fréttinni er sagt að eitt af því sem fæli íþróttamenn frá því að koma út úr skápnum sé hræðslan við að fá enga auglýsingasamninga - að þeir séu fráteknir fyrir hina gagnkynhneigðu íþróttamenn. Þetta er nú vonandi allt að breytast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2007 | 14:10
Hvernig karlmaður ert þú?
Venjulega tek ég ekki að mér að hjálpa til við markaðssetningu... en stundum stenst ég ekki mátið!
Ert þú svona karlmaður sem vilt kynlíf án nándar? Svona RBB gaur sem þolir ekki kossa og knús?
Ert þú svona karlmaður sem þolir ekki konur með skoðanir? Þessar sem halda kj eru miklu betri?
Ert þú svona karlmaður sem finnst að konur eigi ekki að hafa bílpróf? Það er svo miklu betra ef þú þarft að keyra konum út um allt?
Ert þú svona karlmaður sem ætlar að ala þínar dætur upp til að verða kynlífshjálpartæki fyrir karla - fáklæddar í kynferðislegum stellingum með zero skoðanir?
Ef þetta ert þú... þá er Coka Cola Zero rétti drykkurinn fyrir þig!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
15.3.2007 | 12:46
Stefnubreyting
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 11:45
Ef ég mætti ráða...
Ef ég mætti ráða yrði stjórnarskráin tekin og skrifuð upp á nýtt frá grunni. Þau lönd sem hafa flottustu og framsæknustu stjórnarskrárnar eru þau lönd þar sem byrjað var með tómt blað og stjórnarskrá sem passar inn í nútímann skrifuð á það. Okkar vandamál er að byrja með grunn sem var skrifaður fyrir nokkrum áratugum þegar landslagið var allt annað. Í upphafi var stjórnarskráin alfarið skrifuð af körlum. Konur komu fyrst að stjórnarskrárgerð í gegnum Kvennalistann og í annað skipti í sögunni núna í gegnum stjórnarskrárnefnd. En breytingar á stjórnarskránni eru bara viðbætur og allt í tengslum við það sem fyrir er. Afturhald er sem sagt innbyggt í kerfið.
Væri ekki flott ef ný stjórnarskrá yrði skrifuð, sameiginlega af báðum kynjum - og sem tæki mið af allri mannréttindabaráttu undanfarinna áratuga?
Óvissa um þinglok á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2007 | 18:23
Meira um orð
Herferð gegn kynlífsferðum barnaníðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.3.2007 | 12:07
Greinilega stór dagur á morgun!
Á morgun verða 2 mjög áhugaverðir fyrirlestrar upp í Háskóla. Sá fyrri er um hjónabandið á árunum 1560 - 1720 og sá seinni er um fjöldamorðin á konum í Mexíkó.
***
Már Jónsson sagnfræðingur heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í
kvenna- og kynjafræðum, fimmtudaginn 15. mars kl. 12.15 í stofu 132 í Öskju.
Eigi er það gott að maðurinn sé einsamall. Konur í hjónabandi 1560-1720
Giftum konum voru þröngar skorður setta á fyrri öldum. Ekki var skýrt kveðið á um það í lögum að samþykki þeirra þyrfti fyrir ráðahag og eiginmenn réðu að mestu yfir eignum þeirra. Allt að því óhugsandi var að konur gætu fengið skilnað, nema karlinn reyndist getulaus eða héldi framhjá. Í erindinu verða lögformlegar forsendur hjónabands skilgreindar með tilliti til kvenna og tekin dæmi sem sýna hvernig þær tókust á við yfirvöld og eiginmenn í því skyni að ráða nokkru um eigin örlög og liðan.
Már Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
*****
Marisela Ortiz Rivera heldur erindi um kvennamorðin í Ciudad Juárez fimmtudaginn 15. mars kl. 16.00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands í boði Amnesty International og Cervantes-seturs
Marisela Ortiz Rivera mannréttindafrömuður frá Mexíkó flytur erindi 15.
mars kl. 16:00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Hún hefur á síðustu sex árum barist ötullega gegn refsileysi vegna kvennamorða í borginni Ciudad Juárez í Norður-Mexíkó, þar sem um 400 konur hafa verið myrtar á hrottalegan hátt á síðustu árum. Fyrirlesturinn er í boði Íslandsdeildar Amnesty International og Cervantes-seturs.
Auk Mariselu Ortiz Rivera mun Jón Múli Árnason, formaður Amnesty International fjalla stuttlega um herferð Amnesty International gegn ofbeldi gegn konum og hleypa næsta hluta herferðarinnar af stokkunum. Loks verður sýnt stutt brot úr heimildarmynd um kvennamorðin í Ciudad Juárez.
Fundarstjóri verður Hólmfríður Garðarsdóttir og túlkun er í höndum Angelicu Cantú.
Marisela Ortiz Rivera hefur barist hetjulega fyrir réttlæti í málum myrtu kvennanna í Ciudad Juárez þrátt fyrir mikið mótlæti. Hún hefur sætt ofsóknum og hótunum vegna baráttu sinnar. Árið 2003 gaf Amnesty International út skyndiaðgerðabeiðni þar sem félagar voru hvattir til að skrifa til stjórnvalda fyrir hennar hönd. Þá höfðu menn elt hana í tveimur bílum og hótað að myrða hana og fjölskyldu hennar ef hún héldi áfram að tala opinskátt um morðin.
Árið 2001 fannst limlest lík hinnar 17 ára Lilia Alejandra García Andrade á yfirgefnu svæði í borginni Ciudad Juárez í Norður-Mexíkó. Marisela Ortiz Rivera var kennari Liliu og hún og móðir stúlkunnar, Norma Andrade, stofnuðu í kjölfarið samtökin Nuestras Hijas de Regreso a Casa til að berjast gegn refsileysi í málum rúmlega 400 kvenna sem hlotið hafa sömu örlög og Lilia Alejandra García Andrade.
Bakgrunnur
Árið 1993 hófst alda morða í borginni Ciudad Juárez, sem ekki sér enn fyrir endann á. 400 konur hafa horfið og fundist síðar myrtar. Óþekktur fjöldi kvenna hefur horfið sporlaust. Flest fórnarlambanna eru stúlkur og konur á aldrinum 13-22 ára og meirihluti þeirra stundar nám eða starfar í verksmiðjum fjölþjóðlegra fyrirtækja í borginni. Fimmtungur kvennanna þurfti að sæta kynferðisofbeldi og/eða limlestingum áður en þær voru myrtar. Morðin á konunum í Ciudad Juárez er því ein hræðilegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis í heiminum. Nær algert refsileysi ríkir í málum kvennanna 400.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 11:42
V-dagurinn á morgun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg