Meira um orð

Orð geta skipt gífurlega miklu máli. Eitt af því sem er gott að vera á vaktinni með þegar kemur að kynferðisofbeldi er einmitt orðalag. Til dæmis hefur verið gagnrýnt að vísað sé til fórnarlamba mansals sem vændiskvenna og gagnrýnt var á sínum tíma þegar norskur þingmaður (eða var það ráðherra?) var sagður flæktur í kynlífshneyksli þegar málið var að hann var sakaður um nauðgun. Steingrímur Sævarr Ólafsson benti á það á sínu bloggi um daginn að sagt var í frétt um nauðgun að hún væri tilefnislaus - og spurningunni sem var velt upp í framhaldinu var hvort einhvern tímann væri tilefni til naugðunar. Ég rifja þetta upp hér vegna þess að í þessari frétt er talað er um kynlífsferðir barnaníðinga og talað um ferðamenn sem leita eftir kynlífi við börn. Væri ekki réttara að tala um kynferðisofbeldisferðir (eða barnaníðingsferðir) og ferðamenn sem ferðast gagngert í þeim tilgangi að finna fórnarlömb til að misnota? Ég er allavega hörð á því að það er ekki hægt að stunda kynlíf með börnum - í öllum tilfellum er um kynferðisofbeldi að ræða. Bottom line... Kynlíf er ekki kynferðisofbeldi og kynferðisofbeldi er ekki kynlíf.
mbl.is Herferð gegn kynlífsferðum barnaníðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er inni hjá KA eins og grár köttur enda hefur þú alltaf eitthvað fræðandi og bitastætt fyrir mig að lesa.  Orð skipta svo sannarlega máli.  Minni á að oft er talað um tilefnislaust ofbeldi (bæði fyrir dómstólum og í fjölmiðlum).  Hvenær getur ofbeldi verið að gefnu tilefni?  Fyrir mér er ofbeldi ALDREI réttlætanlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Kæra Bloggvinkona,

mér finnst leiðinlegt hvað þú ert alltaf reið þó svo að ég skilji afstöðu þína, mikið væri gaman að heyra eitthvað frá þér um hluti sem þér finnast skemmtilegir í þínu daglega lífi, skrifaðu okkur um litlu hlutina í lífinu sem gleðja þig bara svo fólk sjái að þarna er á ferðinni prýðiskona sem er ekki alveg föst í einu máli, það sennilega minnkar líka þessi leiðinda svör sem eru stundum að detta inn hjá þér frá fólki sem var ekki heima þegar heilbrigðri hugsun var úthlutað.

Pétur Þór Jónsson, 14.3.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sæll Pétur - bara af því að ég gagnrýni eitthvað þýðir það ekki að ég sé reið. Ég get verið mjög róleg, yfirveguð og jafnvel kát - en gagnrýnin - á sama tíma

En skal engu að síður hafa í huga að setja inn eitthvað jákvætt og skemmtilegt...  allavega af og til... en bloggið mitt er fyrst og fremst minn vettvangur til að tala um jafnréttismálin - þó eitthvað annað slæðist með af og til þá verður það alltaf aðalmálið, enda mál málanna! Svo þegar það er haft í huga að ég er í skóla að læra um kynjafræði, er talskona FÍ, er með fyrirtæki um jafnréttismál og skrifa um jafnréttismál - og jafnréttismál eru aðal áhugamálið... og flestar bestu vinkonur mínar eru femínistar... þá kannski verður skiljanlegra að jafnréttismál eru bæði uppspretta reiði, umræðu, gagnrýni, vonbrigða, sigra, gleði, vonar o.s.frv. akkúrat í augnablikinu.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.3.2007 kl. 21:55

4 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Skilið og meðtekið, var ekki að biðja þig um að falla frá sannfæringu þinni, bara þetta litla um þína mýkri mannlegu hlið,

kveðja, Pétur.

Pétur Þór Jónsson, 14.3.2007 kl. 22:01

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hehe - og fórna ímyndinni um reiða og bitra femínistann? En ég tók því ekkert þannig að þú værir að biðja mig um að falla frá minni sannfæringu... og skal alveg hafa í huga að setja inn skemmtileg atriði svo að þau ykkar sem ekki umgangast mig dags daglega verðið rólegri um að ég á mér alveg stórskemmtilegt og hamingjuríkt líf í öllum femínismanum

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.3.2007 kl. 22:10

6 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Gott mál, ein vinkona þín og mín lýsir þér sem öndvegiskonu.

Pétur Þór Jónsson, 14.3.2007 kl. 22:25

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já hún er í miklu uppáhaldi hjá mér - erum búnar að vera vinkonur síðan ég var 8 ára. Reyndar afskaplega krúttleg saga - við vorum báðar að byrja í nýjum skóla - í 9 ára bekk. Hittumst fyrir utan (könnuðumst við hvor aðra áður). Fyrir mistök var ég skráð í 8 ára bekk en ekki 9 ára (var ári á undan) svo ég var ekki lesin upp í bekk. Við vorum harðákveðnar í því að við ætluðum að vera í sama bekk og á meðan ég fór með mömmu til að láta laga mistökin í skráningunni fór hún inn með bekknum. Þegar ég kom svo inn í kennslustofuna var hún búin að taka frá sæti fyrir mig við hliðina á sér. Við höfum verið perluvinkonur síðan. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.3.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 332542

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband