Til hamingju með daginn

Til hamingju með daginn Smile Það verður rosadagskrá í allan dag og vonandi taka sem flest ykkar þátt í einhverju í tilefni dagsins. Kvennasögusafn er með sögu 8. mars aðgengilega á netinu. Salvör hefur bent á að uppruna dagsins má rekja til Undómshússins sem var rifið í vikunni... Dagskrá dagsins er að finna á viðburðardagatali Jafnréttisstofu og hjá Blómlegu byltingunni! Þar er líka að finna ávarp framkvæmdastjóra SÞ.

Svo stendur til að ég verði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 að fjalla um nýja frumvarpið til jafnréttislaga - sem mér lýst bara ljómandi vel á eftir því sem ég hef heyrt í fréttum. Sjáum til hvort ég verði á sömu skoðun í hádeginu þegar ég verð búin að lesa frumvarpið í gegn í heild sinni! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Það er bara alrangt hjá þér,  Einar,  að einstaklingar af báðum kynjum hafi jafnan rétt til sömu launa.  Staðreyndir tala sínu máli.  Hinsvegar er það meira en lítið ótrúlegt að sú sé ekki raunin á Íslandi 2007.

Sem unglingur vann ég í álverinu í Straumsvík 1973 - 1976.  Þar unnu nánast einvörðungu 800 karlar á móti örfáum konum í mötuneytinu.  Ég vann þar í Skautsmiðjunni.  Mörgum árum eftir að ég skipti um atvinnuvettvang var fyrst konan ráðin til starfa í Skautsmiðjunni.  Mínir gömlu vinnufélagar fóru í verkfall í mótmælaskini.  Rökin voru þau að vinnan væri líkamlega erfið fyrir konu (algjört kjaftæði) en þó öllu frekar hitt að hætta væri á að launin myndu lækka vegna þess að konur sætta sig við lægri laun en karlar.

Ég þekkti mitt heimafólk og karlrembumóralinn.  Þess vegna kom verkfall fyrrum vinnufélaga minna ekki á óvart.  Þeir óttuðust um andúð kvenvinnufélaga á klámmyndum uppi á veggjum og annað í þeim dúr umfram annað.  

Jens Guð, 8.3.2007 kl. 02:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með daginn

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 12:41

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Döh Einar þarftu alltaf að vera á móti öllu?! Geturðu ekki bara sagt til hamingju með daginn? Svona einu sinni...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.3.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband