Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Íslenska kjötið

Góð hugmynd. Ég vil sjá það sama gerast með íslenskt kjöt. Missti því miður af Kompás þættinum og veit því ekki hvaða skandall kom upp á yfirborðið þar - annað en að vatn kom við sögu. En svo sé ég fréttir af erfðabreyttu fóðri og innfluttu kjöti... Ég sem stend alltaf í þeirri trú að kjötið sem ég borða sé íslenskt og því sem næst lífrænt... 
mbl.is Svíar bjóða upp á rekjanlegan Eystrasaltsþorsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara orð?

“Ímyndaðu þér að í hundruðir ára séu þín ægilegustu áföll, þín daglega þjáning og sársauki, misnotkunin sem þú lifir af, óttinn sem þú býrð við, ólýsanleg – ekki grundvellur bókmennta.” Svona eru upphafsorðin í grein Catharine A. MacKinnon, Only Words. MacKinnon heldur áfram og biður lesendur að ímynda sér kynferðislegt ofbeldi af hálfu föður, eiginmanns og læknis. Hún lýsir því hvernig þetta ofbeldi, sem er raunverulegt fyrir þolendur kynferðisofbeldis, hafi verið umlukið þögn í aldanna raðir. Þangað til myndavélin varð til. Þá var þetta ofbeldi fest á filmu og sett í dreifingu. Hún segir að þá hafi kviknað örlítil von um að kannski væru myndirnar sönnun á nauðgun en í staðinn hafi myndirnar verið túlkaðar sem kynlíf. Þetta ferli á lesandinn að ímynda sér, setja sig í þessi spor, þangað til lesandinn að lokum hittir aðrar konur sem hafi átt feður og eiginmenn sem sáu myndirnar. Við að sjá myndirnar hafi þeir fengið hugmyndir sem þeim hafði aldrei dottið í hug áður og þeir síðan gert sömu hluti við eiginkonur sínar og dætur. Hluti sem þeim var ætlað að brosa í gegn og þykjast njóta, njóta jafnmikið og konan á myndunum.

Það er óþægilegt að lesa í gegnum upphafið á grein MacKinnon. Greinin fjallar að mestu um tjáningarfrelsið og hvort að klám eigi að vera eitt form tjáningarfrelsis eða hvort banna eigi klám. Hún heldur því fram að það “að verja klám sé sama og að verja kynferðislega misnotkun sem mál (speech) á sama tíma og að bæði klám og verndun þess hafi svipt konur máli, sérstaklega máli gegn kynferðislegri misnotkun”.

MacKinnon nefnir nokkur dæmi um orð sem ekki eru túlkuð sem mál m.t.t. tjáningarfrelsis heldur sem athafnir. T.d. ef að sagt er við hund “dreptu” eða við skotsveit “tilbúin, miða, skjóta” þá er það ekki tekið sem partur af tjáningarfrelsi heldur sem aðgerð sem leiðir til einhvers. Hún vill að klámið verði litið sömu augum og vill meina að tjáningarfrelsi sé tæki sem notað er til að viðhalda kúgun kvenna. Konum sé misþyrmt fyrir framan myndavélina en af því að það er tekið upp á filmu er það ekki glæpur þó raunverulegt ofbeldi eigi sér stað. Hún líkir þessu saman við aftöku án dóms og laga og spyr hvort að það yrði leyft að taka fólk af lífi án dóms og laga svo framarlega sem það væri gert fyrir framan myndavélar?

Niðurstaða MacKinnon er sú að á meðan klám er varið á forsendum tjáningarfrelsis sé kynferðislegt ofbeldi varið af stjórnarskránni.


Refsilækkun fyrir hreint sakarvottorð - þrátt fyrir yfir 11 þúsund brot...

Dómsstólar landsins halda áfram að sýna snilldartakta í dómum sem varða kynferðisbrot. Nú síðast var grunnskólakennari dæmdur fyrir barnaklám. Hann var með yfir 11 þúsund myndir í fórum sínum - 11.392 minnir mig að Blaðið hafi skrifað. Þrátt fyrir að maðurinn hafi ítrekað brotið af sér (enda ná menn ekki í yfir 11þús myndir á einu bretti) þá var honum fundið það til refsilækkunnar að vera með hreint sakarvottorð! Ja hérna... myndum við sjá þetta í öðrum brotaflokkum? Myndi það vera talið fjöldamorðingja með yfir 11þús morð á bakinu (og þau væru ekki nema 10!) að hann væri með hreint sakarvottorð - bara af því að hann hafði ekki náðst fyrr? 

Svo má líka velta því fyrir sér hvernig manninum tókst að ná í svona mikið efni án þess að upp um hann kæmist. Var það kannski vegna þess að það var engin netlögga á svæðinu? Whistling


Ísrael og Evróvision

Nú er allt í háalofti út af framlagi Ísraela til Evróvision. Þrýstu á hnappinn heitir lagið og textinn "fjallar hvorki um ást né frið heldur ógn og ótta við tilræði hryðjuverkamanna og flugskeytaárásir vitskertra valdsherra". Nú vissi ég ekki að krafa væri gerð á að lög fjölluðu um ást og frið... en er ekki líka tilgangur listarinnar að skoða samtímann? But then again... Evróvision er ekki endilega listrænn viðburður Wink Ég myndi allavega vilja fá þýðingu á textanum - finnst ekki nóg að sagt sé að hann fjalli um ógn og ótta og það sé bannað...

Púritanisminn í kláminu

Vek athygli á nýrri skoðanakönnun hér til hægri.... Hvað er kynferðislegt frjálsræði í þínum huga? Tel ekki vanþörf á að ræða aðeins hugmyndir um kynfrelsi, frjálsræði, kúgun og hatur í ljósi undanfarinna vikna. 

Ég hef verið að velta fyrir mér hvaða hugmyndir eru að birtast í kláminu? Það efni sem ég er búin að skoða mikið undanfarna viku inniheldur töluvert af efni sem gengur út á að kalla konur öllum illum nöfnum og kynlífsathafnirnar eru síðan framreiddar sem refsing á konurnar. Þarna er gjörsamlega gengið fram hjá þeirri hugsun að konur hafi kynhvöt eða megi fá ánægju út úr kynlífi. Þau viðhorf sem birtast í þessu klámi eru því algjörlega í takt við þau viðhorf sem dags daglega eru kennd við púritanisma. Kynlíf er í rauninni eitthvað ljótt og vont í þessu klámi - og eitthvað sem konum er refsað með. Baráttan fyrir kynfrelsi er akkúrat í hina áttina.


« Fyrri síða

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband