Nei, ég er ekki að djóka...

Það getur verið mikil fjölskylduskemmtun að skrifa gott blogg. Þegar færslunni lýkur grípur fögnuður alla fjölskylduna og hún getur hlegið dátt að fyndni föðursins og húsbóndans á heimilinu.

Þetta var myndatexti í bleika blaðinu mínu, Viðskiptablaðinu, síðastliðinn föstudag. Það greip um sig mikill fögnuður hér á þessu heimili þegar við lásum þetta. Þetta var umsvifalaust klippt út og hengt á ísskápinn svo við getum fagnað á hverjum degi - og meira að segja oft á dag. Tounge Erum líka að spá í hvort nýr kvennafræðari sé ekki örugglega á leiðinni...!  Wink

Mæli annars með bókamörkuðum. Skrapp í Perluna í gær og fékk eftirtaldar bækur: Stelpan frá Stokkseyri, Brosað gegnum tárin, Ósýnilega konan, Hratt og bítandi og Krónprinsessan... allt á 5.500! Það er gósentíð framundan hjá mér. Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Verst að á mínu heimili eru bara tveir til að fagna, í rauninni einn því ég er í stöðugum fagnaðarlátum innra með mér á meðan ég blogga hverja snilldina á fætur annari.  Svo rosalega klár!!!

Bókamarkaðurinn ætti að vera til staðar allt árið eins og í öðrum siðmenntuðum löndum.

Takk fyrir færslu

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 15:33

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Takk sömuleiðis - fyrir innlitið - og bráðskemmtilegar færslur

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.3.2007 kl. 17:16

3 Smámynd: Zóphonías

10. mars. hmmm komið fram í miðjan mánuðinn innistæðan á debetreikningnum minnkar og minnkar. Freistingin vaknar í hvert sinn er ekið er framhjá Perlunni eða litið til hennar.  Maestro kortið liggur vel falið einhvers staðar inni í skáp (ég var búin að lofa mér að það væri bara til að kaupa flugmiða á netinu og svoleiðis ekkert auka) 
11. Mars Perlan farin að koma í drauma mína sé fyrir mér bandaríska fjölskyldu á sjötta áratugnum sem segir mér að kaupa bækur kaupa bækur....þær gera manni gott! Reyni að einbeita mér að ritgerðaskrifum allann sunnudaginn samt fer Perlan ekki úr huga mér.
12 mars. Er viljastyrkur minn svo lítill. Hvers vegna beygði subaróinn óvart upp að Perlunni? Hvers vegna báru skórnir mig inn í perluna? Hvers vegna tók handskaklædda höndin upp tvær nýjar bækur? Hvers vegna eru þær núna á skrifborðinu???

 æj komonn maður borðar þá bara hafragraut út Mars :)

Zóphonías, 12.3.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband