Færsluflokkur: Bloggar

Góð þróun?

Get ekki að því gert en mér finnst þetta soldið scarý.... Ekki mörg heimili sem eru það vel sett að geta tekið á sig stórar sveiflur í mánaðarlegum útgjöldum. Auðvitað fer þetta eftir hversu há lánin eru... ég myndi hugsanlega íhuga svona lán fyrir skammtímalán, s.s. bílalán... en ekki myndi ég þora að taka 40 ára húsnæðislán í erlendri mynt. Finnst gott ráðið sem ég heyrði um daginn - að taka lán í sömu mynt og launin eru, þ.e. tekjurnar!

Ef ég væri moldrík myndi ég sennilega samt ekkert hafa áhyggjur af þessu! Tounge


mbl.is Heimilin í landinu taka gengistryggð lán í auknum mæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átt þú ómögulegt barn?

Ég vona að fá börn lesi blöð þessa dagana... en held því miður að sú sé ekki raunin. Ég allavega las blöðin þegar ég var lítil og er alveg viss um að börn í dag glugga í Moggann, Fréttablaðið og Blaðið. Og hvernig skilaboð ætli börnin séu að fá af lestri blaðanna? Að þau séu yndisleg, krúttleg og bjartasta vonin? Neibb. Allavega ekki ef þau eru yfir vissri þyngd. Þá eru þau gjörsamlega ómöguleg. Hreinlega bara gölluð. Markmiðið í dag er nefnilega ekki að börn séu heilsuhraust. Markmiðið er að þau séu mjó... og ef þau eru ekki mjó þá eru þau stórkostlegt vandamál og svartur blettur á samfélaginu. Svei þeim.... fullorðna fólkið  hefur hins vegar alltaf rétt fyrir sér Shocking - sérstaklega þegar þau segja að:

feitt barn = heilsulaust og ómögulegt barn sem enginn vill elska...

mjótt barn = heilsuhraust og yndislegt fyrirmyndarbarn sem allir elska...

Já, fullorðna fólkið er svo skrýtið... hreinilega eins og það hugsi ekki alltaf straight! Whistling


mbl.is Feitum börnum fækkar með sætindabanni í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef allir væru eins óhræddir við jafnrétti...

Íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915. Reyndar bara konur yfir fertugt, svo lækkaði aldurinn um eitt ár á ári til 1920 þegar konur fengu kosningarétt til jafns á við karla. Baráttan fyrir kosningarétti tók áratugi og andstæðingarnir voruMommySuffragetteWeb margir. Jafnréttisbaráttunni er þó langt í frá að vera lokið og enn er mörgu ólokið. Hins vegar er athyglisvert að fylgjast með hversu hatrammir sumir eru út í femínista og vilja allt gera til að þagga niður í þeim! Sú sem þessir vitleysingar virðast hræddastir við þessa dagana er Sóley Tómasdóttir... fyrirmyndarfemínisti og stórmerkileg baráttukona. Ef allir væru eins óhræddir við jafnrétti og Sóley værum við komin mun lengra í jafnréttisbaráttunni en raun ber vitni!

Set hér með að gamni mynd sem andstæðingar kosningaréttar kvenna notuðu í sinni baráttu fyrir ca 100 árum síðan.


Mannréttindamál

Skrýtið hvað Íslendingar almennt halda alltaf að við búum á lítilli fallegri eyju á toppi alheimsins, einangruð og gjörsamlega laus við allt hið illa sem þrífst á "meginlandinu". Alþjóðavæðingin hefur leitt ýmislegt miður gott af sér, og eitt dæmi er einmitt aðför að þeim árangri sem verkalýðsbarátta hefur náð í hinum "velmegandi" löndum. Í þessu tilfelli er um að ræða afsprengi stóriðjustefnunnar. Það eru "svona störf" sem eru sköpuð fyrir "þetta fólk". (finnst alveg brilliant hjá WOMEN að búa til stuttermaboli með áletruninni Ég er "þetta fólk" )

Hér finnst mér afskaplega freistandi að tala á móti stóriðjunni og spyrja hvort okkur væri ekki nær að byggja landið á öðrum atvinnugreinum og halda fast í okkar stefnu að hér sé hreint og fallegt land? 

En ég ætla að sitja á mér vegna þess að ekki verður litið fram hjá þeirri staðreynd að við erum að flytja hingað inn verkafólk til að vinna í störfum sem Íslendingar annaðhvort vilja ekki eða við erum einfaldlega ekki nógu mörg til að sinna. Og það er máefnið sem við þurfum að kljást við. Hvernig getum við tekið á móti þeim sem hingað koma til að hjálpa okkur við okkar "misgáfulegu" verkefni á mannsæmandi hátt? Tja... er ekki grundvallaratriði að tryggja mannsæmandi húsnæði og mat? Tryggja aðgang að hreinlætisaðstöðu og reyna að skapa eins góð vinnuskilyrði og hægt er? Í okkar svokallaða "stéttlausa" samfélagi virðumst við vera að falla í þá gryfju að búa til lágstétt verkamanna þar sem grundvallarmannréttindi eru þverbrotin.  


mbl.is „Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ert þú með rifu?

Mæli með stórfínum pistli Karenar aftan á Fréttablaðinu í dag. Þar fjallar hún um hvernig fólk á enn þann dag í dag erfitt með að kalla kynfæri kvenna píku... en að sama fólk virðist ekki eiga í neinum erfiðleikum með orðið typpi yfir kynfæri karla. Hún bendir á nýútkomna bók þar sem talað er um typpi og rifu...!! ShockingShockingShocking

Annars man ég eftir í gamla daga þegar fólki var sagt að halda KJ með orðunum "lokaðu á þér (þver)rifunni". Það er einhvern veginn að öðlast nýju merkingu... Pinch


Noregur - gera á kaup á vændi refsiverð

Nú ætla Norsarar að gera kaup á vændi refsiverð! Frábært! Lítur út fyrir að Íslendingar ætli að gulltryggja að við verðum ekki í fararbroddi heldur eftirbátar... Eins gott að þetta verði tekið fyrir á næsta þingi, eftir allt saman þá sýndi skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði að 82,5% kvenna og 57% karla eru hlynnt því að kaupin séu refsiverð. Björn Bjarnason er því algjörlega úr takt við vilja meirihluta þjóðarinnar - enda var hann of hræddur til að hleypa vændisákvæðinu í atkvæðagreiðslu á þingi... 

Drekinn sjálfur

Eins gott að rektornum í þessum skóla var ekki boðið í afmælið hennar Silju Báru... límband, sígaretta, gaffall og já, meira að segja penni voru notuð sem morðvopn þar. Reiðhjólahjálmur reyndist hins vegar ekki koma að neinu gagni...

Aðgát skal höfð... en þetta er too much fyrir mína parta. Umræðan um þetta er og verður alltaf óþægileg, sérstaklega svona fljótt eftir nýliðna atburði en einn penni til eða frá mun ekki skipta höfuðmáli. Ég segi þetta auðvitað með þeim fyrirvara að ég var ekki á staðnum og eina sem ég veit um málið er að maðurinn var rekinn fyrir að veifa tússpenna. Kannski er til önnur hlið á málinu og kannski er hann líka ömurlegur kennari sem skólinn gat varla beðið eftir að losna við. Kannski. Kannski ekki. 

ps. Silja til hamingju með afmælið... svo þú fáir nú netkveðju frá mér líka!


mbl.is Bandarískur háskólakennari rekinn eftir að hann þóttist skjóta á nemendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðgöngumæður

Mér skilst á fréttum RUV að auglýst hafi verið eftir staðgöngumóður í Mogganum í dag. Ég veit nú ekki alveg hversu hrifin ég er af þessu koncepti... ég er allavega hrifnari af ættleiðingum, enda ótalmargar siðferðisspurningar sem vakna. T.d. við hvaða aðstæður búa þær konur sem taka að sér að vera staðgöngumæður? Einnig er ekki fyrirséð hvaða tengsl staðgöngumóðirin myndar við barnið á meðgöngu og ekki finnst mér ólíklegt að hún þurfi að glíma við mjög erfiða tíma í kjölfar fæðingar og að gefa barnið frá sér.... Erlendis hafa allavega komið upp nokkur mál þar sem staðgöngumæðrunum hefur snúist hugur um að láta barnið frá sér og allt endað í málaferlum. Hef reyndar ekki hugmynd um hvernig þau málaferli hafa endað. 

Ég get skilið að fólk hafi þessa ógurlegu löngun til að eignast barn með eigin genum upp að vissu marki... en ég get samt ekki gúdderað að allar leiðir eigi endilega að standa fólki opnar...no matter what. Þetta býður óneitanlega upp á að hinir efnameiri nái að nota hinar efnaminni konur... Annars ímynda ég mér að kynjafræðin hljóti að hafa gert einhverjar rannsóknir á þessu. Væri áhugavert að skoða þær!


6 femínistar myrtir í Vesturbænum!

Hafði smá samviskubit yfir að setja þessa fyrirsögn inn þar sem hjörtu einhverra gætu tekið aukslög að óþörfu... en fyrirsögnin var ákveðin í matarboði í gær, þar sem hin meintu morð voru framin. Silja Bára bauð okkur nokkrum í mat til sín í tilefni af því að hún á afmæli á morgun (munið endilega að skella á hana afmæliskveðjum). Af einhverjum ástæðum fannst Höllu ógó sniðugt að láta myrða okkur allar. Rósa Björk kom á óvart sem illræmdur fjöldamorðingi og áður en við vissum af lágu 5 okkar í valnum. Fífa kom þá til bjargar og náði Rósu Björk óvænt þegar Rósa átti síst von á... og stóð uppi sem sigurveigari þrátt fyrir að hafa framið bara eitt morð!!! Ég var drepin með sígarettu... rétt eftir að ég var búin að undirbúa snilldarlegt morð á gesgjafanum með gaffli... 

Anyways. Fyrir utan morðin var mikið spjallað, etið og drukkið. Eitt af því sem við ræddum var klæðnaður stjórnmálamanna, t.d. að það að karlkyns þingmenn séu í jakkafötum og með bindi þyki nauðsynlegur þáttur í að viðhalda virðingu alþingis. Já, svo sem alveg hægt að taka undir það að því betur klæddir sem þingmenn eru, af hvoru kyninu sem þeir eru, því auðveldara er að halda uppi ímynd virðingar. Hins vegar skýtur skökku við þegar fyrrum þingmaður og ráðherra fer í sjónvarpið og lýsir kvenkyns ráðherra sem "ljóskunni í menntamálaráðuneytinu". Ég veit ekki með ykkur en mér finnst orð og athafnir skipta enn meira máli en föt til að viðhalda ímynd virðingar alþingis. Einhvern veginn finnst mér það hvorki málefnalegt né vitsmunalegt að tala svona um sitjandi ráðherra, svo ekki sé minnst á karlrembuna sem felst í þessum orðum, en Jóni Baldvini virðist mikið í mun þessa dagana að rakka niður forystukonur í stjórnmálum... 


Skemmtilega færslan

Hæ hó og jibbí jei... það er komin ný tölva Smile svo nú eru jólin hjá mér! Lofar góðu enn sem komið er. Auðvitað lítið á henni sem stendur en hún er margfalt hraðvirkari en gamli jálkurinn... sem er orðinn ansi úr sér genginn. Eina sem ég hef lent í vandræðum með er að setja upp 2 e-mail accounts. Af einhverjum ástæðum gengur bara sá fyrri en forritið harðneitar að kannast neitt við seinni póstþjóninn... Vonandi skýrist sú ráðgáta á næstu dögum! 

En sem sagt - til hamingju ég með nýja leikfangið Smile

ps Og það var ekkert mál að venjast að fara úr pc yfir í mac. Aðlögun gengur allavega vel enn sem komið er!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband