Noregur - gera á kaup á vændi refsiverð

Nú ætla Norsarar að gera kaup á vændi refsiverð! Frábært! Lítur út fyrir að Íslendingar ætli að gulltryggja að við verðum ekki í fararbroddi heldur eftirbátar... Eins gott að þetta verði tekið fyrir á næsta þingi, eftir allt saman þá sýndi skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði að 82,5% kvenna og 57% karla eru hlynnt því að kaupin séu refsiverð. Björn Bjarnason er því algjörlega úr takt við vilja meirihluta þjóðarinnar - enda var hann of hræddur til að hleypa vændisákvæðinu í atkvæðagreiðslu á þingi... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það var vont þegar þessi ólög fóru í gegn.  VG skrifuðu undir með þeim fyrirvara að þetta mál yrði tekið upp strax í haust.  Ég ætla rétt að vona að það gangi eftir.  Áfram Noregur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 17:12

2 Smámynd: halkatla

undur og stórmerki!!! ég er að brjóta eigin reglur, en ég verð bara að segja að mér finnst komment Arngríms svo fyndið. Hvernig væri að við gerðum bara allt saman löglegt, allt sem einhverjum kann að langa og sem brýtur jafnvel á öðrum?? við skulum ekkert vera að spá í afleiðingarnar heldur bara að taka okkar margrómuðu "sjálfstæðu ákvarðanir" he he, stundum er einfeldningsskapurinn bestur  

halkatla, 23.4.2007 kl. 18:46

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

hehe - gaman að sjá þig Anna Karen. Get glatt þig með að ég hef engan bannað síðan þú skrifaðir innleggið þitt Eyddi reyndar út öðru kommentinu frá þér áðan en það er nú bara vegna þess að það kom tvisvar!

Tek undir að innleggið frá Arngrími er æði... betra að apa bara upp eftir t.d. Þýskalandi, Hollandi eða einhverjum öðrum... Held reyndar að við hefðum minnst verið að herma eftir ef við hefðum bara drullast til að gera kaupin refsiverð á undan Norsurunum...  þá hefðum við bara verið að "herma eftir" Svíum.... og myndum teljast til nokkuð framsækinna þjóða þegar fram líða stundir og fleiri farnir að átta sig á því ofbeldi sem vændi er...  Nú eigum við í mesta lagi sjens á að verða í þriðja sæti... ja eða nr. 3,5 ef finnska leiðin er talin með... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.4.2007 kl. 19:05

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvernig væri nú bara að fara íslensku leiðina?

Björn Heiðdal, 23.4.2007 kl. 19:45

5 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Æ, mér finnst öll þessi umræða vera farin út og suður, við erum komin í tvo hópa, með vændi og móti vændi, ég held að "neysluhópur" vændis sé afskaplega lítill og að famboðið sé meira en eftirspurnin, ef einhleypingur hvort heldur sé kona eða karl þá sé ekki um verzlunarleiðangur að ræða, hérna er fullt af einmana fólki sem hittist á pöbb eða balli og sefur svo saman án skuldbindinga, skilur að morgni sem þakklátir vinir, bæði, að morgni eftir kaffibolla, engir eftirmálar og engar greiðslur, bara ánægja að hafa hitt einhvern í sömu sporum, við verðum öll að fá að vera til.

Pétur Þór Jónsson, 23.4.2007 kl. 22:53

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Og hvernig er þá íslenska leiðin? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.4.2007 kl. 00:40

7 identicon

Er ekki íslenska leiðin sú að yfirvöld eigi ekki að skipta sér af því hvort fólk hafi samfarir, ef báðir (eða allir) aðilar eru fullveðja og sammála? Afar einföld leið og mjög farsæl. Annars er varla mikið að í íslensku þjóðfélagi ef vændi er orðið helsta vandamál samfélagsins, ekki eins og þetta fyrirbæri sé venjulegri fjölskyldu efst í huga þegar kemur að því að greiða VISA-reikninginn. Reyndar staðreynd að þetta fyrirfinnst varla í þjóðfélaginu, þó eru feministar að missa bæði svefn og þvag yfir þeirri skelfilegu staðreynd að hugsanlega sé fólk, eu-inhversstaðar, að hafa samfarir á forsendum sem er þeim ekki þóknanlegar. En þetta lið á sér skoðanabræður og systur í krossinum og öðrum álíka öfgatrúfélögum.

Svo máttu ekki gelyma skoðanakönnuninni Katrín, sem sýndi að jafnmargir voru fylgjandi banni á kaupum á vændi og voru fylgjandi banni á sölu vændis, þó svo sú skoðanakönnun sé orðin þriggja ára gömul og henti ekki þínum sjónarmiðum.

Þrándur (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 01:02

8 identicon

Er ekki íslenska leiðin sú að yfirvöld eigi ekki að skipta sér af því hvort fólk hafi samfarir, ef báðir (eða allir) aðilar eru fullveðja og sammála? Afar einföld leið og mjög farsæl. Annars er varla mikið að í íslensku þjóðfélagi ef vændi er orðið helsta vandamál samfélagsins, ekki eins og þetta fyrirbæri sé venjulegri fjölskyldu efst í huga þegar kemur að því að greiða VISA-reikninginn. Reyndar staðreynd að þetta fyrirfinnst varla í þjóðfélaginu, þó eru feministar að missa bæði svefn og þvag yfir þeirri skelfilegu staðreynd að hugsanlega sé fólk, eu-inhversstaðar, að hafa samfarir á forsendum sem er þeim ekki þóknanlegar. En þetta lið á sér skoðanabræður og systur í krossinum og öðrum álíka öfgatrúfélögum.

Svo máttu ekki gelyma skoðanakönnuninni Katrín, sem sýndi að jafnmargir voru fylgjandi banni á kaupum á vændi og voru fylgjandi banni á sölu vændis, þó svo sú skoðanakönnun sé orðin þriggja ára gömul og henti ekki þínum sjónarmiðum.

Þrándur (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 01:16

9 identicon

"á því ofbeldi sem vændi er"

Er það eitthvað sem að þú ákvaðst? Eða eitthvað sem feministar ákváðu? Er þetta eitthvað sem almennt er og viðurkennt? Þetta er allavegana ekki viðurkennt í löggjöf.   

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 01:31

10 identicon

Til hamingju með makkann Katrín, og hérna er holl lesning handa þér:

 http://www.bayswan.org/swed/livjessen.html

Þetta er grein eftir konu sem var á sömu skoðun og þú, en eftir að hafa unnið sem félagsráðgjafi vændiskvenna í fjölda ára komst hún á aðra skoðun.  Sem er nokkurn veginn sama skoðun og ég hef.

Ísak (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 10:41

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Búin að lesa greinina sem þú bendir á og hef margt út á hana að setja. Fyrir það fyrsta þá kemur hún með þessi klassísku rök um að vændi færist neðanjarðar. Getur einhver sagt mér hvar það er? Ég gerði tilraun hér á blogginu svo vændiskaupendur gætu nú sýnt og sannað að vændi væri nú definately ofanjarðar eftir breytinguna á vændislöggjöfinni hér heima... og viti menn... enginn var til í að koma fram undir nafni!

Það kom hingað vændiskona fyrir nokkrum árum sem lýsti því hvernig það væri að vera í vændi. Það er auðvitað rík þörf, bæði til að réttlæta það sem þú gerir og eins að lifa af (og halda virðingunni, mannlegri reisn) þær aðstæður sem þú ert í. Sú sem hingað kom talaði um að það væri hægt að halda þetta út í ca 2 ár. 

Reynsla sænsku leiðarinnar er mun betri heldur en hjá þeim löndum sem hafa valið þá leið að lögleiða vændi. En auðvitað heldur enginn að löggjöfin ein leysi allan vandann, reyndar ekki nema brot af honum. En löggjöfin er mikilvæg til að hafa áhrif á viðhorfin, til að halda þeim sem stunda mansal í burtu og til að yfirvöld hafi verkfæri í baráttunni gegn vændi.

Sven Axel Manson sem hefur rannsakað karla sem kaupa vændi heldur því fram, þveröfugt við það sem fram kemur í greininni, að madonnan/hóran verði enn sterkari andstæðupör í samfélagi þar sem vændi er löglegt/viðurkennt (man ekki alveg hvernig hann orðaði þetta).

SÞ tiltekur að hver og einn eigi rétt á að lifa með mannlegri virðingu. Í því felst líka að ekki sé hægt að kaupa sér líkama annarra... í því felst í sjálfu sér hálfgert (eða algjört) þrælahald - bara ekki til lífsstíðar. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.4.2007 kl. 10:49

12 identicon

Segir það þér ekkert að þessi kona lét af þeim skoðunum sem þú ert að halda frammi eftir að hafa starfað með fjölda vændiskvenna?

Þessi kona fékk mannréttindaverðlaun Amnesty International fyrir störf sín með vændiskonum.  Þau ágætu samtök taka greinilega eitthvað mark á henni.

Ísak (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 11:17

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég er alveg sammála henni í því að þetta er ekki alveg klippt og skorið. En hún er ekki sú eina sem hefur starfað með vændiskonum... og margar sem það hafa gert eru ekki sammála henni. Segir það þér eitthvað? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.4.2007 kl. 11:41

14 identicon

Bentu mér endilega á þær konur sem hafa starfað líkt og hún með vændiskonum og eru henni ósammála.

Og þá er ég ekki að tala um konur sem vinna á t.d. neyðarmóttökum og sjá eingöngu slæmu hliðarnar.

Ísak (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 13:01

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Fyrir utan að geta bent þér á Stígamót hér heima, get ég líka tekið sem dæmi konu sem hefur starfað mikið með heimilislausum konum (og verið heimilislaus sjálf). Einnig bendi ég á grísku konuna sem kom hingað til lands fyrir nokkrum árum og hafði sjálf starfað í vændi. Annars tókst þér að grafa þína grein upp einn og óstuddur... ættir ekki að vera í miklum erfiðleikum með að grafa upp fjöldan allan af "hinni hliðinni".

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.4.2007 kl. 13:07

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. og það fer vonandi ekki fram hjá þér að í greininni sem þú bendir á er hún ekki að mæla vændi bót eða fjalla um það sem "góða atvinnugrein"? Hún er þvert á móti að fjalla um vændi sem vandamál en hún er ósammála leiðum í baráttunni gegn vændi. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.4.2007 kl. 13:09

17 Smámynd: halkatla

Arngrímur, ég sagði bara að mér þætti kommentið þitt fyndið....

Katrín Anna, ég nenni ekki að halda í eitthvað lame prinsipp til eilífðar, það voru tímamörk á þessu. Þetta er of skemmtilegt blogg til þess að þegja bara

p.s ég spring alltaf úr hlátri þegar íslendingar byrja að tala um sjálfstæðar ákvarðanir, hahaha, það er óborganlegt. Ég veit að ég mun hlæja mikið og oft í framtíðinni vegna þess. 

halkatla, 25.4.2007 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 332501

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband