Færsluflokkur: Bloggar
20.4.2007 | 11:45
Skondnar fyrirsagnir
"Ísfélagið kaupir Þórunni Sveinsdóttur"
Í hvaða tilgangi? Er þetta ekki mansal???
Hefði kannski verið betra að láta VE 401 fylgja með í fyrirsögn?
![]() |
Ísfélagið kaupir Þórunni Sveinsdóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
20.4.2007 | 10:15
Eru hinir sterku að vernda hina veikburða?
Eftirfarandi pistill birtist í Viðskiptablaðinu 8. mars 2006
Eru hinir sterku að vernda hina veikburða?
Fyrstu lögin sem heimiluðu fóstureyðingar á Íslandi voru samþykkt á alþingi árið 1935. Lögin tóku einhverjum breytingum næstu árin en þau heimiluðu fóstureyðingu ef líf móður væri í hættu, ef líkur væru á að barnið væri vanheilt eða ef um nauðgun væri að ræða. Skilyrði fyrir því síðastnefnda voru að konan hefði kært strax og sökudólgurinn hefði náðst og játað glæpinn. Núgildandi lög um fóstureyðingar eru frá árinu 1975. Þau voru samþykkt að undangenginni einni erfiðustu jafnréttisbaráttu á Íslandi. Þær konur sem í forsvari stóðu máttu þola ýmsar svívirðingar, allt upp í það að vera kallaðar barnamorðingjar. Að lokum náðist þó sátt á þingi um að heimila fóstureyðingar á fyrstu þrem mánuðum meðgöngu ef um félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður væri að ræða eða ef konunni hefði verið nauðgað.
Fóstureyðingar bannaðar
Ástæðan fyrir því að ég rifja þetta hér upp eru lög sem voru undirituð í vikunni af Mike Rounds, ríkisstjóra Suður-Dakota fylkis í Bandaríkjunum. Lögin eru í andstöðu við hæstaréttardóminn Roe v. Wade, sem heimilaði fóstureyðingar í Bandaríkjunum fyrir 33 árum. Með nýju lögunum verða allar fóstureyðingar ólöglegar í Suður-Dakota nema þar sem lífi móður stafar bein hætta af þungun. Konum er ekki heimilt að láta eyða fóstri verði þær fyrir nauðgun eða ef um sifjaspell er að ræða. Það mun eflaust verða látið á þessi lög reyna fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og þá reynir á að lögleiðingin frá 1973 haldi.
Kvenmannslausir í kulda og trekki
Lögin í Suður-Dakota eru ekki eina aðförin að rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Eitt fyrsta verk Bush Bandaríkjaforseta eftir að hann tók við embætti var að afnema alla opinbera fjármögnun til alþjóðlegra samtaka sem greiddu leið kvenna að fóstureyðingu. Árið 2003 takmarkaði hann enn frekar rétt kvenna til fóstureyðinga er hann undirritaði lög um bann við ákveðinni tegund fóstureyðinga (Partial Birth Abortion Ban). Fréttaljósmynd af þessum viðburði barst eins og eldur í sinu um heimsbyggðina en þar má sjá Bush forseta umkringdan níu brosandi karlmönnum að undirrita lögin. Engin kona er á myndinni.
Við undirritun laganna tók Bush forseti það fram að nauðsynlegt væri að hinir sterku vernduðu hina veikburða. Mike Rounds viðhafði svipuð orð þegar hann skrifaði undir lögin í Suður-Dakota og sagði að ófædd börn væru varnarlausust allra í þjóðfélaginu og það væri skylda að vernda þau. Það vekur hins vegar upp spurningar þegar hinir sterku eru augljóslega allir karlmenn og konur eru þar hvergi nærri. Eru þessir karlmenn að vernda hin varnarlausu börn gegn hinum illu mæðrum? Afstaða Bush til fóstureyðinga er skýr. Hann er á móti fóstureyðingum nema þegar um nauðgun, sifjspell eða ógn við líf móður er að ræða. Hann var einnig á móti því að notkun frönsku pillunar (RU486) væri leyfð í Bandaríkjunum.
Jafnrétti eða bræðralag?
Bush hefur lýst því yfir að eitt af mikilvægustu embættisverkum forseta Bandaríkjana sé að útnefna hæstaréttardómara. Hann hefur haft tækifæri til að útnefna tvo í sinni forsetatíð og hefur hann í bæði skiptin útnefnt íhaldssama karlmenn sem eru á móti fóstureyðingum. Annar þeirra kom í staðinn fyrir fyrstu konuna sem tók sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna en hún var ötul í að gæta hagsmuna kvenna. Í Hæstarétti Bandríkjanna sitja níu hæstaréttardómarar og því er ljóst að þessar tvær útnefningar Bush forseta munu hafa mikil áhrif og munu þær styrkja karlaveldið í sessi. Í fyrsta sinn í 33 ár er nú gerð aðför að Roe v. Wade en jarðvegurinn hefur verið undirbúinn með útnefningum manna með réttar skoðanir í Hæstarétt.
Kyn skiptir máli
Í dag er mikið talað um bakslag í jafnréttisbaráttunni og að framundan sé mikil varnarbarátta. Staðan í Bandaríkjunum sýnir okkur að þetta er raunin. Eftir harða baráttu kvenna fyrir réttinum til fóstureyðinga er smátt og smátt verið að reyna að afnema þann rétt. Það er ljóst að í Bandaríkjunum er í gangi herferð gegn rétti kvenna til að ráða yfir líkama sínum sjálfar. Aðförin sýnir glöggt hversu mikilvægt það er að bæði kyn sitji við stjórnvölin. Á meðan karlar eru í meirihluta þeirra sem með völdin fara eru konur í raun undir hæl karlmanna því þeir hafa möguleikann til þess að setja lög og reglur sem takmarka réttindi kvenna yfir sínum eigin líkama. Það er ekki þar með sagt að karlar notfæri sér þann möguleika en hann er engu að síður til staðar. Þegar við hugsum um hvort það sé mikilvægt að konur og karlar eigi jafnmarga fulltrúa í hinu þrískipta valdi lýðræðisþjóðfélagsins er ágætt að hafa mál eins og þessi í huga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.4.2007 | 23:31
Finnland vs BNA
Þetta er dæmi um málaflokk sem er gjörsamlega, algjörlega, fáránlega út í hött að karlar geti setið einir að, eða í meirihluta, að ákveða!
Annars eru Finnarnir langflottastir núna - 12 konur af 20 ráðherrum.... Við höfum ekki náð að hafa konur sem helming ráðherra, hvað þá meirihluta!
![]() |
Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfestir bann við ákveðnum aðferðum fóstureyðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
18.4.2007 | 11:57
Sjaldséðir hrafnar
Nei, sko fréttaumfjöllun um útlit karlkynsframbjóðanda! Já, þetta gerist þó það sé sé sjaldséðara en hjá konum... Að vísu vantar í fréttina alla umfjöllum um hvernig klippingin þótti til takast!
Að mínu mati eru þetta svona "ekki fréttir" og ég vona að þetta rati í dálkinn Fólk.
![]() |
Dýrt fyrir frambjóðandann að líta vel út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.4.2007 | 11:46
Ættum við ekki að taka á móti nokkrum flóttamönnum?
Mér finnst það nú ansi skítt að vera á lista hinna vígreifu þjóða en neita svo að takast á við afleiðingarnar. Er ekki lágmark að taka á móti nokkrum flóttamönnum frá Írak?
Ég fór á ráðstefnu fyrir nokkrum árum þar sem málefni flóttafólks var til umfjöllunar. Það var áberandi þar í erindi hversu neikvæðum augum íslensk yfirvöld líta flóttafólk. Orðalagið var eitthvað á þá leið að ef ekki væri hægt að vísa fólkinu úr landi skv tilteknu ákvæði þá væri hægt að leita á náðir annars ákvæðis og ef það brygðist líka þá væri hægt að skoða þriðja ákvæðið.... Markmiðið var sem sagt greinilega að leita allra leiða til að vísa fólkinu úr landinu. Vegna landfræðilegrar staðsetningar og samgönguleiða er það tiltölulega einfalt þegar Ísland á í hlut því hingað eru ekki beinar samgöngur frá þeim löndum sem flóttafólkið kemur frá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2007 | 20:58
Ísland árið 2050
Innihald mallans ákvað að gera uppreisn og koma upp á yfirborðið kl. 4 í nótt. Það varð því ekkert úr því að ég kæmist á fundinn um launmun kynjanna í morgun Sé í fréttum að ég hef misst af miklu - sem ég reyndar vissi strax því ég hef lengi beðið eftir tækifæri til að fara og hlusta á Lilju Mósesdóttur. Á fundinum kom sem sagt fram að við Íslendingar eigum Evrópumet í launamun kynjanna og ef eitthvað er, sé hann að aukast...
Heilsan fór sem betur fer skánandi þegar leið á daginn og ég ákvað að skella mér á fund Samtaka atvinnulífsins eftir hádegi. Sé ekki eftir því, enda stórfínn fundur. Mjög góð mæting og slatti af konum. SA sendi fundarboð til allra kvenna sem mættu á ráðstefnuna Kraftur kvenna, sem haldin var í vetur - stórgóð hugmynd og hefur örugglega aukið þátttöku kvenna á fundinum þó kynjahlutföllin hafi verið skökk.
Anyways... á fundinum var kynnt könnun sem gerð var á hvernig fólk heldur að Ísland verði árið 2050. Skemmtileg nálgun til að fá fólk til að hugsa fram í tímann Spáð er að lífslíkur okkar eigi eftir að aukast og fæðingartíðni að lækka. Mér skyldist að lífeyrissjóðakerfið okkar væri hannað með það í huga að fólk væri á eftirlaunum í 17 ár en framtíðarspáin er að fólk verði á eftirlaunum í 24 ár - m.v. að fólk hætti að vinna 67 ára. Háskólamenntun á eftir að aukast og í pallborði talaði Guðfinna Bjarnadóttir um að við ættum að setja okkur markmið um að 60% þjóðarinnar hefði háskólapróf. Meirihluti fólks telur að árið 2050 verði Ísland þekkt fyrir fagra náttúru og hreint land. Það skýtur því skökku við að hér er allt grasserandi í plönum um álver og olíuhreinsunarstöðvar - fyrir land þar sem 60% þjóðarinnar ætlar að vera með háskólamenntun og landið þekkt fyrir hreinleika...! Exkjús mí - en þetta fer bara ekki saman. Og það er kannski það góða við að horfa svona langt fram í tímann. Fyrir hvað viljum við vera þekkt eftir 43 ár?
Ef ég mætti ráða yrðum við þekkt fyrir hreint og fallegt land, gott velferðarkerfi, hátt menntunarstig, fjölbreytt atvinnulíf og jafnrétti. Til að ná þessum markmiðum þurfum við að láta af stóriðjustefnu, styðja betur við frumkvöðlastarfsemi, nýsköpun og rannsóknir, halda áfram að stuðla að auknum gæðum menntunar og taka okkur tak í jafnréttismálum.... þýðir líka að við þurfum að láta duga að hafa hér 3 álver og sleppa olíuhreinsunarstöðinni! Væri ekki nær að Ísafjörður samþykkti tillögu Ólínu Þorvarðardóttur og stofnaði háskóla???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2007 | 13:06
Góðar fréttir

![]() |
Jöfn kynjahlutföll í stjórnum þriggja lífeyrissjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 12:57
Konur vilja frelsi til að segja frá laununum sínum!
Um daginn spurði ég hvort það skiptir máli hvað við segjum - og fjallaði um mátt orðanna. Mig langar að halda aðeins áfram með þá umræðu. Í morgun var fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins sem hljómaði svona: "Konur vilja banna launaleynd". Bann þykir afskaplega neikvætt orð á okkar tímum. Það þykir bera vott um skerðingu á frelsi eða forræðishyggju að banna eitthvað. Femínistar eru t.d. oft áskaðir um að vilja banna hitt og þetta - alls konar hluti sem femínistar vilja alls ekki banna - en þetta orð er tilvalið til að snúa út úr og skapa neikvæða ímynd.
Þess vegna finnst mér athyglisvert þegar talað er um að banna launaleynd. "Bannið" snýst nefnilega um að afnema bann. Með öðrum orðum - konur vilja banna að það sé bannað að segja frá laununum sínum. Tveir mínusar gera plús - þetta lærðum við öll í skóla og það á við um þetta tilfelli. Það er verið að fara fram á aukið frelsi, frelsi til að mega segja frá. Það er verið að auka tjáningarfrelsi með því að aflétta banninu. Að tala um bann í því samhengi er eitthvað svo afstætt...
Ég er líka að velta því fyrir mér af hverju Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálshyggjufélagið eru ekki fremst í flokki með að afnema launaleynd. Við erum oft að tala um frjálsan markað... en forsendur frjáls markaðar eru að fólk hafi upplýsingar fyrir hendi til að taka upplýstar ákvarðanir. Launaleynd er stýrður markaður þar sem upplýsingaleynd ríkir. Fólk sem vill í alvörunni skapa frjálsan markað ætti því að vera fylgjandi því að fólk sé frjálst til að segja frá laununum sínum.
En kjarni málsins er sem sagt - það að banna að eitthvað sé bannað - það er ekki bann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.4.2007 | 13:56
Karlatímarit
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál var að detta inn um lúguna hjá mér. Tímaritið er gefið út af viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og markmið þess er "að vera vettvangur fyrir fræðilega umræðu í viðskiptafræði og hagfræði".
Í ár var ákveðið að vera með karlatímarit. Ritstjóri blaðsins er karlmaður. Tæknileg ritstjórn er reyndar í höndum konu og hún skemmir svolítið fyrir hinni allt-um-lykjandi karlastemningu. Í ritstjórn eru 3 karlar. Í tímaritinu eru 4 greinar og þær eru allar eftir karla.
Kynjahlutföll í viðskipta- og hagfræðideild HÍ eru nokkuð jöfn. Það er til aragrúi kvenna með viðskiptafræðimenntun í samfélaginu. Get ekki sagt að ég fagni því neitt sérstaklega að fá bara rödd karla inn um lúguna hjá mér.... ég vil fá raddir bæði karla og kvenna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
16.4.2007 | 10:50
Vilt þú afnema launamisrétti?
Hér er kjörið tækifæri til að gera eitthvað í málinu. Ég má til með að koma því að að karlar eru afar sjaldséðir á svona samkomum. Hér er fínt tækifæri til að bæta þar úr!
***
Launamisrétti kynjanna úr sögunni árið 2070 eða hvað?
Ellefu kvennasamtök efna til morgunverðarfundar með stjórnmálaflokkunum þriðjudaginn 17. apríl kl. 8.00-9.30 á Grand hótel Reykjavík. Til umræðu verður launamisrétti kynjanna og aðgerðir til að útrýma því. Erindi flytja Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Þórey Laufey Diðriksdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Á eftir sitja fulltrúar stjórnmálaflokkanna fyrir svörum. Fundarstjóri Tatjana Latinovic.
Fyrir tæpum tveimur árum söfnuðust tugþúsundir kvenna saman í miðborg Reykjavíkur til að minnast þess að 30 ár voru liðin frá kvennafrídeginum 24. okt. 1975 og til að krefjast launajafnréttis kynjanna. Í kjölfar kvennaársins 1975 var gerð könnun á launamun kynjanna sem leiddi í ljós að konur í þéttbýli höfðu að meðaltali 45% af launum karla. Nú rúmum 30 árum síðar hafa konur að meðaltali um 62% af launum karla þrátt fyrir að hafa bætt við sig mikilli menntun og vinna sífellt lengri vinnudag. Með sama áframhaldi verður launabilinu útrýmt upp úr 2070. Þolinmæði okkar er á þrotum, við ætlum ekki að bíða svo lengi.
Meðallaun segja ekki alla söguna en þau spegla þá staðreynd að staða kvenna er önnur en staða karla. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og lítur út fyrir að svo verði áfram ef marka má nýja könnun á framtíðarstarfsvali 15 ára unglinga. Sú staðreynd blasir við að störf sem konur vinna í mun ríkara mæli en karlar eru láglaunastörf. Stór hópur kvenna vinnur afar mikilvæg störf, t.d. við kennslu barna, en þau eru illa launuð þrátt fyrir mikla ábyrgð og kröfur um sífellt meiri menntun. Hluti kvenna vinnu hlutastörf til að geta sinnt börnum sínum. Hvers vegna bera þær meiri ábyrgð á umönnun barna en feðurnir? Svarið felst að miklu leyti í launamun kynjanna. Hluti kvenna er heimavinnandi, af hverju ekki pabbarnir? Svarið er það sama.
Rannsóknir hafa margsýnt fram á að hér á landi er verulegur launamunur milli kynjanna, konum í óhag, sem eingöngu verður skýrður með kynferði.
Samkvæmt könnun Capacent frá árinu 2006 var kynbundinn launamunur 15,7%.
Hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur heitið því að útrýma launamun kynjanna en hvar eru efndirnar? Það hvorki gengur né rekur. Við svo búið má ekki standa. Íslenskar kvennahreyfingar spyrja því stjórnmálaflokkana nú í aðdraganda alþingiskosninga til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa til að útrýma launamisréttinu og stöðva þar með þau mannréttindabrot sem konur sæta á íslenskum vinnumarkaði.
Bríet - félag ungra femínista
Femínistafélag Íslands
Kvenfélagasamband Íslands
Kvennaathvarfið
Kvennaráðgjöfin
Kvenréttindafélag Íslands
Rannsóknastofa í kvenna og kynjafræðum
Samtök kvenna af erlendum uppruna
Stígamót
V-dagssamtökin
UNIFEM á Íslandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
-
konur
-
soley
-
vglilja
-
salvor
-
andreaolafs
-
kristinast
-
thelmaasdisar
-
ingibjorgelsa
-
truno
-
bryndisisfold
-
vefritid
-
poppoli
-
hlynurh
-
margretsverris
-
annapala
-
hafmeyja
-
ugla
-
halla-ksi
-
kamilla
-
ingibjorgstefans
-
feministi
-
stebbifr
-
hrannarb
-
aas
-
bjorkv
-
ibbasig
-
ingo
-
matthildurh
-
emmus
-
svartfugl
-
gattin
-
saedis
-
gurrihar
-
afi
-
kennari
-
eddaagn
-
steindorgretar
-
fanney
-
brisso
-
gudfinnur
-
rungis
-
730
-
killerjoe
-
kosningar
-
id
-
orri
-
kjoneden
-
halkatla
-
vilborgo
-
tommi
-
jenfo
-
tryggvih
-
heiddal
-
almapalma
-
hrafnaspark
-
fletcher
-
klaralitla
-
lauola
-
maple123
-
ruthasdisar
-
alfholl
-
heidathord
-
siggisig
-
kjarninn
-
bjorgvinr
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
paul
-
arh
-
bleikaeldingin
-
astamoller
-
bene
-
bergruniris
-
hrolfur
-
hrafnhildurolof
-
temsaman
-
oskvil
-
handsprengja
-
baddinn
-
begga
-
abg
-
elvabjork
-
lks
-
super
-
athena
-
perlaheim
-
thorak
-
hallarut
-
malacai
-
almaogfreyja
-
volcanogirl
-
sabroe
-
astan
-
bjargandiislandi
-
rustikus
-
evags
-
sannleikur
-
zeriaph
-
hildurhelgas
-
drum
-
minos
-
kerla
-
stjaniloga
-
larahanna
-
lotta
-
mariataria
-
manisvans
-
sigurjonsigurdsson
-
joklasol
-
snj
-
saethorhelgi
-
tara
-
toshiki
-
sverdkottur
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
thorsteinnhelgi
-
thuridurbjorg