6 femínistar myrtir í Vesturbænum!

Hafði smá samviskubit yfir að setja þessa fyrirsögn inn þar sem hjörtu einhverra gætu tekið aukslög að óþörfu... en fyrirsögnin var ákveðin í matarboði í gær, þar sem hin meintu morð voru framin. Silja Bára bauð okkur nokkrum í mat til sín í tilefni af því að hún á afmæli á morgun (munið endilega að skella á hana afmæliskveðjum). Af einhverjum ástæðum fannst Höllu ógó sniðugt að láta myrða okkur allar. Rósa Björk kom á óvart sem illræmdur fjöldamorðingi og áður en við vissum af lágu 5 okkar í valnum. Fífa kom þá til bjargar og náði Rósu Björk óvænt þegar Rósa átti síst von á... og stóð uppi sem sigurveigari þrátt fyrir að hafa framið bara eitt morð!!! Ég var drepin með sígarettu... rétt eftir að ég var búin að undirbúa snilldarlegt morð á gesgjafanum með gaffli... 

Anyways. Fyrir utan morðin var mikið spjallað, etið og drukkið. Eitt af því sem við ræddum var klæðnaður stjórnmálamanna, t.d. að það að karlkyns þingmenn séu í jakkafötum og með bindi þyki nauðsynlegur þáttur í að viðhalda virðingu alþingis. Já, svo sem alveg hægt að taka undir það að því betur klæddir sem þingmenn eru, af hvoru kyninu sem þeir eru, því auðveldara er að halda uppi ímynd virðingar. Hins vegar skýtur skökku við þegar fyrrum þingmaður og ráðherra fer í sjónvarpið og lýsir kvenkyns ráðherra sem "ljóskunni í menntamálaráðuneytinu". Ég veit ekki með ykkur en mér finnst orð og athafnir skipta enn meira máli en föt til að viðhalda ímynd virðingar alþingis. Einhvern veginn finnst mér það hvorki málefnalegt né vitsmunalegt að tala svona um sitjandi ráðherra, svo ekki sé minnst á karlrembuna sem felst í þessum orðum, en Jóni Baldvini virðist mikið í mun þessa dagana að rakka niður forystukonur í stjórnmálum... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Þú segir að þið hafið spjallað, etið og drukkið... þú gleymdir að bæta við reykt...

Björgvin Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 16:07

2 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

hér fyrir ofan vantaði þennan hláturkall:

Björgvin Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 16:07

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ég reykti ekki...... get svoleiðis svarið það... en af gefnu tilefni vil ég taka skýrt fram að ýmislegt fleira var gert en að spjalla, eta og drekka. Sumar vöskuðu upp, fóru á klóið, klóruðu sér á nefinu og jafnvel hlógu... Best að taka þetta fram til að forðast allan misskilning!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.4.2007 kl. 16:10

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.4.2007 kl. 16:10

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meiri fjárans hamagangurinn í þessum feministum þegar þær koma saman.  Það á að gleypa allan heiminn, fara á klósett, klóra sér í nefi!! Kunnið þið ykkur aldrei nokkurt hóf kjéddlingar. Jón Baldvin virðist vera einstaklega uppsigað við konur og það er nottla ekki hægt að hafa "ljóskur" í ráðuneytum.  En ætli íhaldið hafi fengið JB til að sabbottera fyrir sig og reyna að rústa Samfó.  Ekki að karlinum takist það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2007 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband