Færsluflokkur: Bloggar

Kosningar og Evróvisjón

Rosalega finndist mér töff að gera samanburðarrannsókn á orðræðunni í kringum ójöfn kynjahlutföll á þingi og gengi austur evrópskra vs vestur evrópskra laga í Evróvisjón. Hvað eru margir sem trúa á austur evrópsku mafíuna í þessum efnum? Hvað eru margir sem halda að þetta séu samantekin ráð - ákveðin í reykfylltum bakherbergjum og laxveiðitúrum? 

Í báðum tilfellum er "lýðræðislegt" kerfi við lýði. Í báðum tilfellum eru úrslitin óhagstæð fyrir aðra fylkinguna... veit þó ekki hvort að það sé regla með austur evrópsku lögin eins og kynið - allt of stutt síðan þó fóru að taka þátt og Finnar unnu í fyrra! 

Anyways - hvað eru margir sem finnst að breyta eigi fyrirkomulaginu í kringum Evróvisjón? En varðandi þingkosningar? Wink


mbl.is Verið að skoða ýmis mál varðandi hugsanlegt samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert spæld...

Mér finnst það dugnaður að hafa hjólað Mósó - Grafarvogur - Grafarholt í gær og Grafarholt - Grafarvogur - Mosó í dag! Bætir samt ekki kynjahlutfallið á þingi. Crying Stundum vildi ég að það væru kosningar einu sinni á ári. Afleitt að þurfa að bíða í 4 ár eftir að hægt sé að bæta úr málum. Annars er líka hægt að krossa fingur og vona að sem flestir karlkyns þingmenn með konu sem varaþingmann hætti á kjörtímabilinu... Stemninginn er svolítið eins og í gamla daga þegar karlarnir borðuðu fyrst og konurnar fengu svo það sem var eftir. Þær fengu samt líka að borða. Bara minna og seinna. Og karlarnir gátu valið sér bestu bitana. Svona svipað og núna... 

Nei, nei.... ég er ekkert spæld... Whistling


Úrslit

Þá liggja úrslit ljós fyrir. Karlaveldið heldur velli, eins og fyrirséð var. Núna verða 43 þingmenn karlar og 20 konur. Enginn flokkur er með jafnt hlutfall kynjanna inn á þingi, hvað þá að konur séu í meirihluta. Samkvæmt frétt á visir.is eru kynjahlutföllin svona:

VG: 44,4%

Samfylking: 33%

Sjálfstæðisflokkur: 32% 

Framsókn: 28,5%

Frjálslyndir: 0%

**

Konum fækkar á þingi úr 23 í 20 en fjölgar um eina frá síðustu kosningum þegar 19 konur náðu kjöri og 44 karlar.

**

Mér fannst mjög leiðinlegt að Guðfríður Lilja komst ekki inn Crying Hún hefði orðið frábær þingkona... geysilega öflug. Að sama skapi hefði ég viljað sjá Jónínu Bjartmarz inni líka. Hún hefur gert góða hluti í jafnréttismálum. 

Frábært að sjá að Steinunn Valdís og Þórunn Sveinbjarnar náðu inn hjá Samfylkingunni. Að sama skapi verð ég örlítið sár þegar ég sé Ellert B. Schram, þó hann sé eflaust fínn... þegar hann var formaður ÍSÍ sendu þau frá sér yfirlýsingu um að vændi og Ólympíuleikar fara ekki saman eftir áskorun frá kvennahreyfingunni. Leiddi til þess að jafnréttisráðherrar allra norðurlandana nema Danmerkur sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Hins vegar var Ellert ekki í því sæti sem hann náði í prófkjöri. Hann var settur inn á listann fyrir ofan Valgerði Bjarnadóttur, en lenti fyrir neðan hana í kosningu. Ef það hefði ekki verið gert hefðu þingkonur hugsanlega orðið 21. Ágætt að hafa þetta í huga fyrir þá sem segja að tækifærin séu jöfn og að konur hreinlega sæki ekki... Valgerður sótti... fór í prófkjör... en var færð neðar í sæti. Óþolandi þegar sú staða kemur upp hjá flokki sem er ekki með betra kynjahlutfall í sætunum fyrir ofan, þ.e. þingsætunum.

Við erum ekki með lýðræði í raun þegar annað kynið er með yfirgnæfandi meirihluta valdsins. 

ps. búin að leiðrétta þessa færslu - var búin að gleyma að Ellert var víst í prófkjöri...  


Aha

Fattaði allt í einu af hverju þýskarar telja að konur stjórni heiminum. Hlýtur að vera út af Angelu Merkel og að þeir telji að Þýskaland sé nafli alheimsins! Woundering

Spái því annars að næsta ríkisstjórn verði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur...! 


Rétt missti af...

world_leaders_laJæja. Búin að kjósa - rétt. Svo skilst mér að ég hafi misst af einu fyndnasta Júróvisjon atriði síðustu ára þegar Sigmar lýsti því yfir að ég myndi án efa senda þýsku þátttakendunum bréf til að leiðrétta þann ranga misskilning að konur stjórni heiminum! Shocking Spurning hvort ég neyðist ekki til að horfa á endursýninguna... Undecided

400px-G8_2006_leaders_2En jæja - nú hefst spennan um hver mun stjórna Íslandi næstu fjögur ár! Sideways Verður því miður ekki ég... Woundering


Fólk vs flokkar

Ekki að ég vilji endilega kollvarpa okkar lýðræðislega kerfi sem tryggir ekki alltaf bestu eða réttlátustu niðurstöðuna... en stundum óska ég þess að ég gæti kosið fólk en ekki flokka á þing. Ég hugsa að það sé fólk í öllum flokkum, eða allavega flestum, sem ég gæti vel hugsað mér að kjósa og myndi gjarnan vilja fá á þing. Annars ég held að ég sé loksins búin að komast að niðurstöðu um hvað ég ætla að kjósa... þó svo það geti vel verið að ég skipti um skoðun á morgun. Svo verður spennandi að bíða eftir úrslitunum. Vonandi verða róttækar breytingar í aðgerðum í jafnréttismálum eftir kosningar með nýrri ríkisstjórn!

Mæli annars með stórgóðum pistli Þorgerðar Einarsdóttur um höfðatölujafnrétti. Frábær og fróðleg lesning.  

 


Afleiðingar klámiðnaðarins

Netið hefur auðveldað útbreiðslu barnakláms og barnaníðingum að komast í samband við hvern annan. Eins og ég hef áður vísað í þá skilaði starfshópur Bandaríska sálfræðifélagsins af sér skýrslu um áhrif klámvæðingarinnar þar sem meðal annars var spáð auknum kynferðislegum tilvísunum í börn, aukinni eftirspurn eftir barnaklámi og aukningu á kynferðisofbeldi. 

Það skyldi þó ekki vera að afurðir klámiðnaðarins væru barnaníðingar og nauðgarar? Veit af gefnu tilefni að það þykir algjört tabú að velta þessum spurningum upp - en að mínu mati er það óábyrgt og hættulegt að stinga höfðinu í sandinn og láta eins og ekkert sé. Vinsælasta klámefnið er það sem inniheldur ofbeldi og niðurlægingu. 


mbl.is Fangelsi fyrir að vera með barnaklám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gættu hvers þú óskar þér...

... óskin gæti ræst!

Konum er stundum sagt að þær geti sjálfum sér um kennt fyrir að vera á lágum launum, fyrst þær sætti sig við launin og taki að sér láglaunastörf þá sé þeim bara nær. Boðskapnum fylgja oft góðlátleg ráð um að vinna bara við eitthvað annað. Nú hafa nýútskrifaðar ljósmæður greinilega tekið þessum ráðum og neita hreinlega að ráða sig til vinnu á þeim lágu kjörum sem þeim er boðið. Hvað ætli myndi gerast ef hjúkrunarfræðingar færu eftir þessum ráðum líka? Kennarar? Leikskólakennarar? Konur í umönnunarstörfum, konur sem starfa við ræstingar, konur sem vinna við verslun og þjónustu, konur sem vinna í bönkum, konur sem svara í síma, konur sem sem sem... halda uppi hálfum himninum?

Það er mun skynsamlegra að hækka launin heldur en ætla að gera allar konur að bankastjórum og forstjórum. Það er nefnilega þannig að samfélagið fúnkerar ekki nema með þessum störfum og vinnuframlagi kvenna - alveg eins og karla! 


Merkilegt...

Þjóðin varð vitlaus þegar gripið var til aðgerða til að koma í veg fyrir klámráðstefnu hér á landi... Samt ekki öll því skoðanakönnun í Fréttablaðinu leiddi í ljós að þó að 70% karla vildu fá klámkallana hingað þá vildi um 50% kvenna það ekki. Skýr kynjamunur þarna... wonder why... 

En engu að síður - meirihluti þjóðarinnar var sátt við að hingað gætu business karlar komið til að þinga um sínar klámsíður og auka viðskipti sín á milli. Klámsíður þar sem hægt var að skoða ungar barnapíur leika ungabörn, sjá endaþarminn á unglingsstúlkum eyðilagðan, skoða teiknimynd af því að þegar 2 karlkynslífverðir björguðu ungum dreng frá drukknum og nauðguðu honum svo þegar þeir voru búnir. Einnig var hægt að skoða grófar hópnauðganir af konum, óléttuklám þar sem spennan gekk út á að skaða ekki fóstrið... og margt margt fleira subbulegt... En nei, sumir eru enn á því að það hafi verið hræðilegt að grípa til aðgerða til að stöðva viðskiptaþing um þetta - og framleiðslu á klámefni hér á landi... En svo heyrist ekki múkk þegar nokkrum bláfátækum karlmönnum sem spila afskaplega fallega á harmónikkur er hent úr landi! Shocking 


Þetta hefði Silvía Nótt sagt...

Ef Silvía Nótt hefði aftur tekið þátt í keppninni í ár hefði verið í góðu lagi fyrir hana að kenna einhverri austantjaldsmafíu um tapið. En keppandi sem kemur fram sem sinn eigin karakter... Nei...Shocking þá er nú best að bara bíta í það súra að hafa tapað. Ánægjulegast fannst mér - allavega við fyrstu sýn - að klámvæddustu lögin virðast ekki hafa komist áfram Smile Yes. 

En... geri ráð fyrir því að Sigmar gangi í karlahóp Femínistafélagsins þegar hann kemur heim. Tounge


mbl.is Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband