Merkilegt...

Þjóðin varð vitlaus þegar gripið var til aðgerða til að koma í veg fyrir klámráðstefnu hér á landi... Samt ekki öll því skoðanakönnun í Fréttablaðinu leiddi í ljós að þó að 70% karla vildu fá klámkallana hingað þá vildi um 50% kvenna það ekki. Skýr kynjamunur þarna... wonder why... 

En engu að síður - meirihluti þjóðarinnar var sátt við að hingað gætu business karlar komið til að þinga um sínar klámsíður og auka viðskipti sín á milli. Klámsíður þar sem hægt var að skoða ungar barnapíur leika ungabörn, sjá endaþarminn á unglingsstúlkum eyðilagðan, skoða teiknimynd af því að þegar 2 karlkynslífverðir björguðu ungum dreng frá drukknum og nauðguðu honum svo þegar þeir voru búnir. Einnig var hægt að skoða grófar hópnauðganir af konum, óléttuklám þar sem spennan gekk út á að skaða ekki fóstrið... og margt margt fleira subbulegt... En nei, sumir eru enn á því að það hafi verið hræðilegt að grípa til aðgerða til að stöðva viðskiptaþing um þetta - og framleiðslu á klámefni hér á landi... En svo heyrist ekki múkk þegar nokkrum bláfátækum karlmönnum sem spila afskaplega fallega á harmónikkur er hent úr landi! Shocking 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Óskar að sjálfsögðu dettur mér ekki í hug að linka á þennan vibba. Það veistu vel og furðulegt hjá þér að fara fram á það. En svo vísað sé orðrétt í fréttina þá var þetta orðað svona "telja að það hafi verið rangt af eigendum Hótel Sögu að vísa gestum klámráðstefnu frá"

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 00:31

2 identicon

Sígaunarnir áttu því miður ekki ekki nægilegt fé til framfærslu, og var þeim af mannúðarástæðum gert að yfirgefa landið.

Fólkið í "fullorðinsskemmtanabransanum" átti nægt fé til framfærslu og gistingu þar að auki.

Hvernig er hægt að bera þetta tvennt saman?  

Linke (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 02:49

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Talsmaður hópsins lýsti því í útvarpsviðtali að til stæði að framleiða klám hér á landi - sem er ólöglegt athæfi. 

Óskar - er sammála að EF hljóðfæraleikararnir tengjast alþjóðlegri glæpastarfsemi þá eigi að kanna það og grípa svo til aðgerða, rétt eins og með klámið - þó svo að mér finnist þetta ofbeldisklám á allt öðrum level en að spila á harmóniku og bara alls ekki sambærilegt.  

Finnst þetta svo hljóma ansi hart - að það sé ok að vísa fólki úr landi fyrir að vera fátækt...

Og að lokum - þeir sem ekki geta gætt almennra mannasiða og tjáð sig á kurteisan hátt mega að sjálsögðu búast við því að kommentunum verði eytt. Klámið virðist draga það versta fram í sumum sem hér tjá sig.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 09:36

4 identicon

Mér finnst vert að benda á það að þessir hljóðfæraleikarar þáðu boð um flug aftur til meginlands Evrópu, það er nú varla það sama og að vera vísað úr landi? Margir þeirra áttu víst ekki einu sinni fyrir miðanum aftur og fengu því gefna flugmiða, mig grunar nú að þeir hafi bara fílað það ágætlega.

Einnig tek ég undir með Óskari að það er frekar steikt að setja samasem merki á milli þess að vera ekki á móti að fá klám-fólkið hingað til lands og vilja fá það hingað.  

Að lokum væri rétt að benda á að talsmaður klámhópsins dróg ummæli sín til baka um að taka ætti upp klám á Íslandi eftir að henni varð ljóst að slíkt sé ólöglegt.

Ég vil taka það fram að ég er enginn stuðnins maður kláms per se og þetta klám sem þú lýstir í færslunni er svo sannarlega ógeðfellt svo vægt sé tekið til orða. 

peace! 

Finnur Pind (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 10:37

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Linke skrifar "Sígaunarnir áttu því miður ekki ekki nægilegt fé til framfærslu, og var þeim af mannúðarástæðum gert að yfirgefa landið."  Hvaða mannúðarrástæður geta það verið?  Að reka fólkið upp í flugvél og senda það til Noregs?  En þar nýtur fólk greinilega mannréttinda því það má vera í landinu eins og aðrir ferðamenn í 3 mánuði. 

KA takk fyrir þarfan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 11:45

6 identicon

Talsmaður(kona) klámráðstefnunnar sagði einmitt þegar það var búið að segja henni að framleiðslan á klámi væri ólöglegt að þá yrði ekki framleitt neitt klám hér á landi. Þetta fólk vildi hittast til að ræða saman og skemmta sér, ekki til að brjóta lög.

Hvað varðar fólkið frá Rúmeníu þá hafði ekkert af því tilskilin leyfi til að stunda hljóðfæraleik á almannafæri og var því að brjóta lög. Þar fyrir utan gat það ekki framfleytt sér hér og var því gefið flugmiði til Osló þaðan sem það kom.

Þessi tvö atvik eru í mínum huga eins og svart og hvítt. Múgæsingur í gangi vegna klámráðstefnunnar en róleg og yfirveguð vinnubrögð vegna Rúmenana.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 11:51

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég held að munurinn skýrist nú út af því að sumir töpuðu sér í æðiskasti yfir að það ætti að grípa til aðgerða gegn klámhópnum. Á nokkur hundruð komment hér á þessu bloggi til staðfestinga á því. Æsingurinn kom frá þeim sem voru á móti því að gripið væri til aðgerða - sömu aðila og þegja núna... og finnst allt í lagi að vísa bláfátækum harmonikkuleikurum úr landi. 

Klámhópurinn ætlaði líka að flytja klám inn til landsins og dreifa því... sást klárlega á heimasíðunni. Og þau sögðust ekki vera hætt við að framleiða klám - sögðu að það hefði ekkert staðið til - sem var augljóslega þvert ofan í það sem þau sögðu fyrst.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 12:38

8 identicon

Ég hef ekki nennt að kíkja á þessa heimasíðu (finn heldur ekki linkinn núna). En m.v. það sem fjölmiðlar Íslands sögu þá ætlaði hópurinn að fara að stunda hérna ólöglega iðju en hætti við þegar þeim var tjáð að það væri ólöglegt. Ísland er eitt af fáum löndum Evrópu þar sem það er bannað að framleiða klám þannig að þeir hafa sennilega ekki vitað af því.

Þegar það lá fyrir var hætt við framleiðslu og dreifingu kláms. Þetta fólk vinnur við löglega starfsemi í sínu heimlandi og hefur sennilega engan áhuga á að brjóta lög.

En þetta er búið og gert og vonandi að það komi ekki upp aftur svona múgæsing varðandi eitt né neitt. Mikil meirihluti þjóðarinnar vildi ekki banna fólkinu að koma en það var samt gert.

Mér finnst annars merkilegt að hvaða búð sem er getur flutt inn og selt allskonar klámefni, vídeóleigur hafa verið með klám en einhversstaðar las ég að það væri bannað að dreifa klámefni. Hvað er málið með það?

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 12:51

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Fjölmiðlar stóðu sig ekkert sérstaklega vel í umfjöllun um klámstefnuna. Hef áður bloggað um það. Enginn fjölmiðill greindi til dæmis frá því um hvernig klámefni var að ræða og einhverjir fjölmiðlar fóru út í að láta þetta snúast um brjóst og bera bossa - einn fréttastjórinn spurði mig meira að segja hvort að ég væri á móti kynlífi þegar ég kvartaði yfir fréttaflutningi  

Ég vona allavega að fáir, og helst enginn (óskhyggja), tengi þær lýsingar af efninu sem eru hér fyrir ofan við kynlíf! Enda um ofbeldi og niðurlægingu að ræða - þar sem kynlíf er notað sem skálkaskjólið til að láta þetta allt þrífast... 

Varðandi klám sem er dreift hér á landi þá hafa yfirvöld einfaldlega ekki staðið sig í stykkinu við að framfylgja lögum um klám. Kærur hafa ekki verið teknar alvarlega heldur. Aðgerðarleysið var algjört fram að klámstefnuninni þegar stjórnvöld loksins rönkuðu við sér. Það má heldur ekki líta fram hjá því að klámiðnaðurinn er nátengdur mansali og alls kyns glæpasamtökum. Þess vegna er svo skrýtið að fólk skuli hafa tapað sér svona í þessu... var ekki einu sinni sátt við að yfirvöld rannsökuðu málið.   

Ég er sjálf fylgjandi því að heimildir til að meina fólki að koma til landsins (eða sé vísað úr landi) sé notað sparlega. Í upphafi, áður en ég var búin að skoða efnið sem tengdist hópnum, var ég mjög efins um að hægt væri að grípa til einhverra aðgerða. Þegar ég hins vegar fór í að skoða efnið þá fannst mér hræðilegt ef ekkert yrði að gert, enda argasti viðbjóður þarna á ferð. Mér fannst því frábært að Hótel Saga skyldi taka af skarið og ákveða að neita þeim um gistingu. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 332510

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband