Færsluflokkur: Bloggar
18.5.2007 | 10:02
50/50?
Jæja, við teljum okkur alltaf með þeim fremstu í heimi en hvað varðar aðgang að þrískiptingu valdsins virðumst við bara vera að færast neðar á listann. Nú eru Frakkar komnir með helming ráðherra sem konur. Ætli ný ríkisstjórn hér geti jafnað það? Satt best að segja þá efast ég stórkostlega um það. Sjálfstæðisflokkurinn er núna bara með 1 konu sem ráðherra... En sjáum hvað setur. Mér finnst reyndar ekki ólíklegt að þeir bæti Guðfinnu Bjarnadóttur við ráðherraliðið - en það dugar ekki til að ná helming. Samfylkingin er búin að segjast ætla að hafa jafnt í sínu ráðherraliði. Þá er bara að vona að þau fái slétta tölu svo hægt sé að hafa 50/50 í alvörunni...
Annars skil ég ekki hvað fólk er svekkt opinberlega yfir öllu baktjaldamakkinu. Hélt að þetta væri óhjákvæmilegur fylgifiskur... sem sjálfsagt væri að gera ráð fyrir...
![]() |
Konur sitja í helmingi ráðherrastóla í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.5.2007 | 00:20
Krúttlegasti forsætisráðherrann
Það verður fróðlegt að sjá hvort að Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu tekst að mynda nýja ríkisstjórn - og halda henni út kjörtímabilið! Enn fróðlegra verður að sjá hversu mikil áhersla verður lögð á jafnrétti kynjanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir lélega frammistöðu í þeim málaflokki... og hefur í raun gert eins lítið og hann hefur komist upp með á þessu 16 ára valdatímabili, ef fæðingarorlof feðra er undanskilið.
Femínistafélagið sendi í dag frá sér eftirfarandi áskorun á formenn stjórnmálaflokkanna og fréttafjölmiðla:
Í tilefni af stjórnarmyndunarviðræðum skorar Femínistafélag Íslands á þá stjórnmálaflokka sem mynda með sér stjórnarsáttmála að leggja áherslu á jafnréttismál.
Grípa þarf til aðgerða og fylgja þeim eftir. Samþykkja þarf ný lög um jafnan rétt og stöðu karla og kvenna, sporna gegn klámvæðingunni, kynbundnu ofbeldi og vændi, þ.m.t. að samþykkja sænsku leiðina. Það þarf að stórefla Jafnréttisstofu og veita fjármagni í málaflokkinn svo hægt sé að stuðla að framförum. Útrýma þarf kynbundnum launamun með virkum aðgerðum og jafna laun á milli hefðbundinna kvenna- og karlastarfa.
Femínistafélagið bendir á að Ísland er eftirbátur allra Norðurlandaþjóða hvað varðar jöfn kynjahlutföll á þingi. Lýðræði er ekki einkamál karla og nauðsynlegt að bæði kyn komi jafnt að ákvörðunartöku. Við skorum því á nýja ríkisstjórn að sýna jafnrétti í verki með því að hafa jöfn kynjahlutföll í ráðherraliði. Einnig er mikilvægt að viðurkenna og nýta betur þá þekkingu og fræði sem til eru í jafnréttismálum kynjanna.
**
Fyrir nokkrum mánuðum fór ég á fyrirlestur Lisa Johnson, sem sérhæfir sig í markaðssetningu til kvenna. Hún talaði mikið um tæknina og breytingarnar sem eru að verða í markaðssetningu. Sérstaklega sniðugt fannst henni þegar neytendum (væntanlegum) er gert kleift að búa til sitt eigið dót... sem hægt er að senda áfram út um allt. Varla hægt að beita ódýrari og skilvirkari aðferð ef vel tekst til... Hér er eitt dæmi. Fann þetta hjá Salvöru og fannst þetta svo krúttlegt að það verðskuldar dreifingu.
ps. ekki að mér finnist Ingibjörg vera minna krútt... hún er bara ekki orðin forsætisráðherra... ennþá!
![]() |
Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.5.2007 | 23:54
Er framtíðin kvenkyns?
Hvað bíður okkar í framtíðinni? Einhver framtíðarspámaður hjá British Telecom segist hafa nokkuð góða hugmynd um það. Framtíðin er kvenkyns að hans sögn. Samkvæmt honum eru karlmenn í störfum sem hægt er að eftirláta tölvum og tækni... Störfin sem ekki er hægt að láta í hendur tækninnir eru hin hefðbundnu umönnunarstörf sem eru í höndum kvenna. Hann segir líka að konur séu að eðlisfari betri í samskiptum en karlar svo karlar þurfi að breytast til að geta unnið þessi störf. Finna þarf karlmanninn upp upp á nýtt... Jæja, ég get alveg samþykkt að margt í karlmennskuímyndum nútímans þarfnast rækilegrar yfirhalningar, en ég kvitta ekki upp á þessa eðlishyggju um lélega samskiptahæfileika karla... Ekki einu sinni þó að flestir sem ég þarf að eyða kommentum frá séu karlkyns!
Ef ykkur langar að vita meira getið þið lesið þessa framtíðarspá hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 13:06
Nei takk, ég vil ómögulega borða meiri skólit
Var að lesa frétt í Mogganum um alls kyns eiturefni í grænmeti, kryddum og hnetum sem flutt hafa verið hingað til lands. Fagna auknu eftirliti með þessu og vil að við fáum mun betri merkingar á matvælum en við eigum kost á í dag. Mér finnst t.d. skelfilegt að hér er ekki gerð krafa um að neytendur fái að vita hvort maturinn sem við borðum sé erfðabreyttur eða ekki. Nýlega var líka í fréttum að landbúnaðarráðherra ætli ekki að heimila innflutning á nýsjálensku lambakjöti. Ég styð þá ákvörðun heilshugar. Við eigum nóg af lambakjöti hér og ættum að efla og styrkja íslenska bændur. Þeir mættu alveg fá greitt meira fyrir sitt lambakjöt. En það er önnur ástæða fyrir því að ég er sammála landbúnaðarráðherra í þessu máli. Nú er sífellt að aukast umræðan um ethical eating. Í því felst m.a. að það er umhverfisvænna að snæða mat sem er framleiddur í nágrenninu þannig að ekki þurfi mengandi samgöngur í miklum mæli til að koma matnum á diskinn okkar.
ps. í fréttum er líka talað um að vonir glæðist um að hægt sé að lækna skalla. Síðan hvenær var skalli sjúkdómur? Þekki fullt af körlum með skalla... og hef aldrei litið á þá sem sjúklinga...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.5.2007 | 18:13
Ég er á lausu
Til eigenda Skjás 1:
Kæru eigendur Skjás 1. Ég las í fréttum að Magnús er að hætta og að ykkur vanti nýjan framkvæmdastjóra. Ég vil vekja athygli ykkar á því að ég gæti vel hugsað mér að taka að mér starfið og hef ýmsa hæfileika sem myndu nýtast ykkur vel. Ég er með meistarpróf í viðskipta- og markaðsfræðum, er í meistaranámi í kynjafræði og horfi töluvert mikið á Skjá 1 þannig að ég ég þekki dagsrkána vel og hef meira að segja slatta af skoðunum á henni! Ég mun láta af starfi mínu sem talskona Femínistafélagsins bráðlega þannig að tímasetningin gæti ekki verið betri.
Virðingarfyllst,
Katrín Anna
![]() |
Magnús Ragnarsson lætur af störfum hjá Skjá einum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.5.2007 | 12:54
Skrýtla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2007 | 11:31
Endalaus pólitík
![]() |
Meirihluti Dana hlynntur blæjubanni meðal opinberra starfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
15.5.2007 | 15:37
Handónýtt réttarkerfi
Enn eina ferðina bregst réttarkerfið varðandi kynferðisbrotamál. Það er eins og meðvirknin með kynferðisbrotamönnun sé óendanleg. Óþolandi er líka orðræðan í kringum svona brot. Hvað þýðir þessi setning:
Fram kemur í dómi héraðsdóms að óumdeilt sé að stúlkan fór í heimsókn til eins piltanna í febrúar árið 2006 og að piltarnir höfðu allir samræði við stúlkuna þar.
Af hverju ætti þetta að vera eitthvað óumdeilt? Kemur það ofbeldinu eitthvað við að hún fór í heimsókn? Hvað ætli margir karlmenn hafi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar verið í hóp þar sem þeir eru nokkrir en bara ein kona? Hjá flestum gerist þetta mörgum sinnum á ári - jafnvel oft á dag. Það er nefnilega alveg gjörsamlega eðlilegt og heilbrigt að kynin umgangist hvort annað. Með þessu er í raun verið að segja að konur eigi ekki að treysta karlmönnum - líta á þá alla sem óargardýr sem ekki sé öruggt að vera nálægt. Með þessu er ábyrgðin líka sett yfir á konuna - eða barnið í þessu tilviki. Mér finnst í alvörunni að karlmenn ættu að láta til sín taka í þessu máli og mótmæla dómnum og svona fjölmiðlaumfjöllun þar sem ekki er sett neitt spurningamerki við svona setningar. Það er nú einu sinni þannig að það verður ekki bæði haldið og sleppt... Karlmenn geta ekki bæði sagt við konur að við eigum að treysta þeim því þeir séu traustsins verðir - en á sama tíma gefið í skyn að það sé eitthvað athyglisvert við það að unglingsstúlka heimsæki 3 unglingspilta. Ég meina - er karlmönnum treystandi eða ekki? Svarið hlýtur að vera að meirihlutanum sé treystandi... og þá er spurningin - hvernig höndlum við þær aðstæður þar sem meirihlutanum er treystandi en ekki öllum? Er lausnin sú að konur vantreysti öllum körlum og hætti að umgangast þá nema þær séu saman í hóp eins og gefið er í skyn í fréttinni? Fyrir mína parta segi ég nei. Kemur ekki til greina. Þetta er ekki sú veröld sem ég vil. Spurning hvort að fleiri séu sammála - eða hvort fólk haldi að það geti bæði haldið og sleppt og sagt konum að treysta öllum karlmönnum - en síðan ef eitthvað kemur upp á þá fært ábyrgðina einhvern veginn yfir á þolandann - eins og með því að segja "það er óumdeilt að hún fór til þeirra í heimsókn"? Eða er fólk orðið svona firrt að það heldur að það að þiggja heimboð sé það sama og að samþykkja kynmök? Eiga konur alltaf að segja við karla sem bjóða þeim í heimsókn: "Nei takk. Ég hef engan áhuga á að sofa hjá þér"!!!
Og að næsta punkti - af hverju er sagt að það sé óumdeilt að þeir hafi allir haft við hana samræði? Hún fór beint upp á Neyðarmóttöku á eftir og svo kærði hún þá. Það er því út í hött að segja að það sé óumdeilt að þeir hafi haft við hana samræði. Hið rétta er að það er umdeilt - og nákvæmlega tilefni kærunnar.
Sendi mínar hlýjustu og bestu kveðjur til stúlkunnar. Það þarf kjark til að kæra svo þú mátt vera stolt. Það er þetta fjárans "réttarkerfi" sem er meingallað og brotið.
![]() |
Þrír unglingspiltar sýknaðir af ákæru fyrir kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
14.5.2007 | 14:16
Skúbb dagsins



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
14.5.2007 | 12:01
Örlögin



Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
-
konur
-
soley
-
vglilja
-
salvor
-
andreaolafs
-
kristinast
-
thelmaasdisar
-
ingibjorgelsa
-
truno
-
bryndisisfold
-
vefritid
-
poppoli
-
hlynurh
-
margretsverris
-
annapala
-
hafmeyja
-
ugla
-
halla-ksi
-
kamilla
-
ingibjorgstefans
-
feministi
-
stebbifr
-
hrannarb
-
aas
-
bjorkv
-
ibbasig
-
ingo
-
matthildurh
-
emmus
-
svartfugl
-
gattin
-
saedis
-
gurrihar
-
afi
-
kennari
-
eddaagn
-
steindorgretar
-
fanney
-
brisso
-
gudfinnur
-
rungis
-
730
-
killerjoe
-
kosningar
-
id
-
orri
-
kjoneden
-
halkatla
-
vilborgo
-
tommi
-
jenfo
-
tryggvih
-
heiddal
-
almapalma
-
hrafnaspark
-
fletcher
-
klaralitla
-
lauola
-
maple123
-
ruthasdisar
-
alfholl
-
heidathord
-
siggisig
-
kjarninn
-
bjorgvinr
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
paul
-
arh
-
bleikaeldingin
-
astamoller
-
bene
-
bergruniris
-
hrolfur
-
hrafnhildurolof
-
temsaman
-
oskvil
-
handsprengja
-
baddinn
-
begga
-
abg
-
elvabjork
-
lks
-
super
-
athena
-
perlaheim
-
thorak
-
hallarut
-
malacai
-
almaogfreyja
-
volcanogirl
-
sabroe
-
astan
-
bjargandiislandi
-
rustikus
-
evags
-
sannleikur
-
zeriaph
-
hildurhelgas
-
drum
-
minos
-
kerla
-
stjaniloga
-
larahanna
-
lotta
-
mariataria
-
manisvans
-
sigurjonsigurdsson
-
joklasol
-
snj
-
saethorhelgi
-
tara
-
toshiki
-
sverdkottur
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
thorsteinnhelgi
-
thuridurbjorg