Færsluflokkur: Bloggar
10.5.2007 | 11:29
Barátta gegn nauðgunum
Rauði krossinn í Noregi er með auglýsingu á heimasíðunni sinni um eina afleiðingu stríðs fyrir konur - þegar nauðganir eru notaðar sem vopn í stríði. Textinn sem fylgir myndunum þrem, útleggst einhvern veginn svona á íslensku:
1) Versta vopnið er ekki endilega lengst til vinstri
2) Í stríði gerast ekki bara hræðilegir hlutir á vígvellinum
3) Hjá mörgum konum setur stríðið augljós spor
Á heimasíðu norska Rauða krossins er hægt að skoða átakanlega stuttmynd um málið.
Ps. og fyrir áhugafólk um birtingarmyndir kynjanna... og hvaða nekt er leyfð og hvaða ekki... athyglisvert að spá í að ekki var hægt að hafa konuna í fötum... þó það sé mjög auðvelt að mynda konur í fötum þannig að óléttan sjáist... en hins vegar er bannað að sýna "vopnið" sem notað er í stríði gegn konum! Af hverju er karlinn ekki ber?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
10.5.2007 | 09:48
Tilviljun?
Held ég hafi fengið hugskeyti frá Gísla í karlahópnum í gær. Setti inn innlegg um húsráð og sá svo í Fréttablaðinu í morgun að þar er hann með fyrirtakshúsráð! Tilviljun?
Já sennilega....
Ætla annars að blogga um kven- og karlmennskuímyndir á eftir... Tilefnið spurning frá Bjögga í gær + auglýsingar í Fréttablaðinu í dag sem líta út eins og þær séu teknar úr karlrembublöðum... en verið er að markaðssetja til kvenna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 19:01
Húsráð

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2007 | 15:44
Aðeins um öfga
Var að ræða við vinkonu mína í hádeginu og talið barst að öfgum. Femínistar og aðrir í réttindabaráttu eru nefnilega stundum sakaðir um öfga. Ég hins vegar lít á þetta akkúrat öfugt. Mér finnst samfélagið öfgafullt og er að berjast fyrir því að við verðum minna öfgafull - meira normal, svo ég leyfi mér að sletta aðeins.
Nokkur dæmi:
Normal ástand: bæði kyn taka jafnan þátt í ákvarðanatöku og mótun samfélagsins.
Öfgar: Annað kynið ráði nánast öllu eða sé hér um bil alls staðar með meirihlutavald. Sem er staðan í dag.
*
Normal ástand: Að framlag kynjanna til samfélagsins sé metið sem jafnverðmætt.
Öfgar: Að öðru kyninu séu greidd hærri laun fyrir sömu störf. Að hefðbundin störf annars kynsins séu metin verðmætari en hefðbundin störf hins kynsins. Að annað kynið sjái að mestu um ólaunuð störf heimilisins á meðan hitt kynið vinnur yfirvinnu. Þetta er staðan í dag.
*
Normal: Kynfrelsi.
Öfgar: Að kynlíf eigi að snúast um völd og yfirráð eða hlutgerða líkama. Kynferðisofbeldi. Þetta er staðan í dag þar sem stór hluti kvenna og barna verður fyrir kynferðisofbeldi.
*
Normal: Að sjá og meta fegurðina í margbreytileikanum.
Öfgar: Að ætla að steypa öllum í sama mót. Þetta er staðan í dag.
*
Normal: Að eldast virðulega.
Öfgar: Að ætlast til þess að konur líti út eins og 25 langt fram eftir aldri. Að fara í herferð til að útrýma hrukkum. Þetta er staðan í dag.
*
Held þessi listi gæti orðið endalaus svo ég ætla að skilja við hann, ja ekki einu sinni hálfkláraðan, heldur rétt nýbyrjaðan...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (69)
9.5.2007 | 10:26
Svör stjórnmálaflokkanna
Femínistafélagið sendi 10 spurningar um jafnréttismál kynjanna til allra stjórnmálaflokkana. Svörin eru komin inn á netið - þ.e. frá þeim sem svöruðu. VG, Samfylkingin, Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn sendu svör. Hins vegar ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að dissa þetta alveg og Íslandshreyfingin hefur ekki náð að svara ennþá vegna anna.
Anyways... það er alltaf gott að kynna sér málefnin. Ef þú vilt skoða svörin þá eru þau hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2007 | 21:40
Græðgi
Var að horfa á kosningakastljósið. Síðast þegar ég horfði á það þá var umræða um heilbrigðismál og skattamál. Þá var kynjaskiptingin afleit - hér um bil allt konur um heilbrigðismálin og allt karlar um skattamálin. Í kvöld var skiptingin mun betri. Í fyrra hlutanum, umhverfismálin, voru reyndar 4 konur og 2 karlar en í seinni hlutanum var skiptingin hnífjöfn, 3 af hvoru kyni. Mér finnst miklu skemmtilegra að horfa á svona umræður þar sem bæði kyn koma saman og ræða málin... enda samræmist það minni hugsjón - meira gaman saman en í sundur. Líka gáfulegra og lýðræðislegra
Verst er reyndar hvað er stuttur tími fyrir hvert málefni. Jóhanna Vigdís þuldi einmitt upp fullt af málum sem þau ætluðu að ræða, eins og ábyrgð einstaklingins, hjóla og göngustíga og eitthvað fleira. Hefði verið gaman að heyra slatta um það - eftir að ég byrjaði að hjóla á föstudaginn er ég einmitt sérlega áhugasöm um hjólastíga! Síðast þegar ég átti hjól var það þriggja gíra og puð að hjóla upp brekkur. Nú er þetta leikandi létt...
En áfram með smjörið. Ég skil ekki hvað fólk er enn að hamast í stóriðjustefnunni - og þá er ég að meina að vilja halda áfram með hana. Það er ekkert nema græðgi. Það er verið að drepa jörðina og það verður að stoppa. Lausnin á því er ekki fleiri álver. Það er ömurlegt að horfa upp á það að fyrst er landsbyggðin brotin niður og svelt... og svo er komið með álver... eins og á silfurfati... sem einhverja lausn. Og svo er alltaf skemmtilegast að heyra þegar það er sagt að ríkið sé ekki að þessu. Yeah right. Síðan hvenær var Landsvirkjun einkafyrirtæki! Og ætlar einhver í alvörunni að halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki komið þarna nokkuð nærri??? Svo er það heldur ekkert nema græðgi þegar ein kynslóð tekur sig til og ráðstafar hér um bil öllum nýtanlegum virkjanakostum á einu bretti og byggir upp hvert álverið á fætur öðru. Hér eru skammtímarsjónarmið algjörlega látin ráða för - örfáum til hagsbóta í núni (aðallega erlendum álfyrirtækjum) en með óbætanlegum skaða fyrir jörðina, fyrir komandi kynslóðir og fyrir aðra atvinnuvegi.
En hvenær ætli jafnréttismálin verði á dagskrá í kosningasjónvarpinu???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.5.2007 | 16:01
Í aðdraganda kosninga
Hér er nú smá viðbót sem hefði alveg mátt fylgja síðustu færslu. Fékk nefnilega inn um lúguna hjá mér í morgun hverfisfréttablaðið frá Sjálfstæðisflokknum. Dögg Pálsdóttir er með grein á forsíðunni og það er eina greinin eftir konu. Þrjár greinar eru eftir karla. Framboðslistinn í mínu kjördæmi er svo sýndur. Kynjahlutföllin frábær ef ekki er horft á sætin - konur í meirihluta, 6 á móti 4 körlum. En.... Í fyrsta sæti er karl. Í öðru sæti er karl. Í þriðja sæti er karl. Í fjórða sæti er kona. Í fimmta sæti er karl. Konur eru svo í sætum 6 - 10. Samkvæmt skoðanakönnun Capacent sem birt er í dag fær Sjálfstæðisflokkurinn 6 þingmenn kjörna - karlarnir 4 allir í öruggum sætum. Þetta er eins og í gamla daga þegar karlarnir borðuðu fyrst og konurnar fengu svo leifarnar... Ekki nógu góður listi frá Sjálfstæðisflokknum!
Og svo er það auðvitað myndmálið. Seldar eru auglýsingar í blaðið. Á fyrstu opnu blasir við auglýsing frá sólbaðsstofu hverfisins. Þarf eitthvað að taka það fram að myndin er "að sjálfsögðu" af ungri konu í litlu bikiníi í ljósum? Jamm - ekki að flokkurinn velji auglýsingar í blaðið en er ekki betra að sleppa því að hafa auglýsingar ef þetta er málið? Mér finnst allavega ekki við hæfi að flokkurinn taki þátt í skaðlegri útlitsdýrkun og hlutgervinu kvenna í kosningaplöggum sínum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.5.2007 | 14:36
Fer þessu ekki að linna?
Af hverju þykir sumum í lagi að vera með svona fordóma opinberlega? Að vissu marki finnst mér gott þegar fólk opinberar fordóma sína því það er auðveldara að berjast við sýnilegan andstæðing heldur en úlf í sauðgæru. Ég aftur á móti verð miður mín að sjá alltaf aftur og aftur hversu skammt á veg við erum komin í jafnréttismálum. Þarna er framkvæmdastjóri að sýna bæði kvenfyrirlitningu og fordóma gagnvart samkynhneigðum án þess að blikna. Og þá auðvitað sem grín...
Rétt áðan asnaðist ég líka inn á bloggsíðu hjá einum sem kommentaði hjá mér og sá þar myndband þar sem karlmaður lék sér að því að kippa fötunum niður um eða upp um eða af konum þannig að þær stóðu eftir berar úti á götu... allt tekið upp og dreift út um allan heim. Það þarf engan snilling til að sjá að þegar slíkt er gert er það gegn vilja kvennanna - en mjög svo í anda karlrembu og ofbeldi - að taka það sem þeir vilja. Verst var að sjá að fólk, bæði konur og karlar voru að hlægja að þessu. Sama fólk hneykslast svo á menningarheimi Írana þar sem ekki má kyssa á hendur kvenna á almannafæri. Þó svo að mér finnist það óþörf regla... þá finnst mér hitt mun verra, en bæði eru af sama meiði - yfirráð karla yfir konum. Vona að þessu gegndarlausa kvenhatri og ofbeldi fari að linna. Eða ætlar fólk virkilega að berjast fyrir því að svona verði framtíðin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
8.5.2007 | 10:31
Með allt á hornum sér
Blaðamaður DV hringdi í mig fyrir helgi til að fá viðbrögð við þessari kosningaauglýsingu. Ég geri ráð fyrir að þau birtist í blaðinu í dag. Fyndnast finnst mér að Samúel er með horn!
Myndin er fengin af síðunni hans Steingríms Sævarrs Ólafssonar
Þessa auglýsingu er hins vegar mjög áhugavert að greina út frá jafnrétti og stöðu kynjanna. Hann er klæddur í jakkaföt = vald, hún er klædd í kvenleikann = valdleysi. Þar að auki stendur hún ekki í eigin fætur... en hann er svo sterkur að hann bara heldur á henni! Svo eru þau ekki hjón en ansi mikill hjónasvipur með þeim á myndinni... Þetta væri auðvitað algjör skelfing ef ekki væri fyrir hornin. Þau ná samt auðvitað ekki að bjarga þessu fyrir horn - en eru ansi táknræn í samhengi við framsetninguna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
7.5.2007 | 23:32
Hljómar kunnuglega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
-
konur
-
soley
-
vglilja
-
salvor
-
andreaolafs
-
kristinast
-
thelmaasdisar
-
ingibjorgelsa
-
truno
-
bryndisisfold
-
vefritid
-
poppoli
-
hlynurh
-
margretsverris
-
annapala
-
hafmeyja
-
ugla
-
halla-ksi
-
kamilla
-
ingibjorgstefans
-
feministi
-
stebbifr
-
hrannarb
-
aas
-
bjorkv
-
ibbasig
-
ingo
-
matthildurh
-
emmus
-
svartfugl
-
gattin
-
saedis
-
gurrihar
-
afi
-
kennari
-
eddaagn
-
steindorgretar
-
fanney
-
brisso
-
gudfinnur
-
rungis
-
730
-
killerjoe
-
kosningar
-
id
-
orri
-
kjoneden
-
halkatla
-
vilborgo
-
tommi
-
jenfo
-
tryggvih
-
heiddal
-
almapalma
-
hrafnaspark
-
fletcher
-
klaralitla
-
lauola
-
maple123
-
ruthasdisar
-
alfholl
-
heidathord
-
siggisig
-
kjarninn
-
bjorgvinr
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
paul
-
arh
-
bleikaeldingin
-
astamoller
-
bene
-
bergruniris
-
hrolfur
-
hrafnhildurolof
-
temsaman
-
oskvil
-
handsprengja
-
baddinn
-
begga
-
abg
-
elvabjork
-
lks
-
super
-
athena
-
perlaheim
-
thorak
-
hallarut
-
malacai
-
almaogfreyja
-
volcanogirl
-
sabroe
-
astan
-
bjargandiislandi
-
rustikus
-
evags
-
sannleikur
-
zeriaph
-
hildurhelgas
-
drum
-
minos
-
kerla
-
stjaniloga
-
larahanna
-
lotta
-
mariataria
-
manisvans
-
sigurjonsigurdsson
-
joklasol
-
snj
-
saethorhelgi
-
tara
-
toshiki
-
sverdkottur
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
thorsteinnhelgi
-
thuridurbjorg