Færsluflokkur: Bloggar

Femínísk bókabúð

Vel við hæfi... því ég sit hér og hamast við að skrifa lokaskýrslu!

feminist


Allt að gerast

Verst að vera ekki með kosningarétt í Frakklandi. Hef heldur ekki fundið neitt atkvæði til sölu á ebay... hefði alveg verið til í að greiða 170 kr fyrir eitt stk slíkt Tounge En að öllu gamni slepptu. Ég vona að Royal vinni. Að sjálfsögðu. Finnst hún miklu frambærilegri og hæfari. Að auki yrði hún fyrsti kvenforseti Frakklands. Kominn tími á að það vígi falli en það kemur svo sem ekki brjálæðislega á óvart að í samfélagi þar sem karlremban er kyrfilega fest í sessi að þá mælist karlinn með meira fylgi í skoðankönnunum þrátt fyrir að hann sé minna hæfur Devil

En það er fleira að gerast. Alþjóðlegi megrunarlausi dagurinn er í dag svo það er um að gera að pæla aðeins í okkar útlits- og megrunardýrkandi samfélagi. Hvað ætli sé hátt hlutfall þjóðarinnar í megrun á hverjum degi? Svona for the record þá má bæta því við að skilaboð megrunarlausa dagsins eru ekki að sukka og svína og varpa fyrir róða öllum heilsufarspælingum. Við eigum auðvitað alltaf að hugsa um heilsuna - borða hollt og hreyfa okkur eitthvað á hverjum degi. En það á að vera óháð holdarfari og við eigum ekki að rembast við að steypa alla í sama mót. Margbreytileikinn er miklu skemmtilegri og fallegri. Heilsa óháð holdarfari er mottóið Cool

Mér heyrðist líka í útvarpinu að í dag væri alþjóðlegur hlátursdagur. Ég verð nú að læra í dag svo ég veit ekki hvort ég eigi eftir að smæla allan hringinn en hlýt að koma góðum hlátursrokum að inn á milli. LoLLoLLoLLoLLoLLoLLoLSideways


mbl.is Forsetakjör hafið í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að hjóla

Gat verið! Ég sem keypti mér nýtt hjól í vikunni... Er reyndar mjög ánægð með það fyrir utan að það er tregt að fara í 2 gír! Þarf að láta kíkja á það. En mjög gott að hjóla á því. Erum nú þegar búin að fara í fyrsta rómantíska hjólreiðatúrinn Wink. Flaug bara einu sinni á hausinn en það var allt í lagi. Skutlaði mér glæsilega í grasið og slapp við öll meiriháttar meiðsl! Líður samt hálfgert eins og atvinnuíþróttamanni - lemstruð hér og þar Tounge

En það er gaman að vera byrjuð að hjóla aftur. Mæli með þessu Smile


mbl.is Mikil stemning á reiðhjólauppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar

Nú er bara vika í kosningar og spennan eykst. Ég er ekki ennþá búin að ákveða hvaða flokk ég ætla að kjósa. Sé að allt stórskotaliðið er í mínu kjördæmi... Reykjavík suður. Það eru Ingibjörg, Kolbrún, Jónína, Geir, Jón og Ómar. Meira að segja jafnt kynjahlutfall í efsta sæti - eina kjördæmið sem státar af því :) Líka áhugavert að sjá að það er mjög skýr skipting eftir kyni varðandi hver þeirra hafa verið áberandi í jafnréttisbaráttunni! Allar konurnar en enginn af körlunum... hmmm... 

Ég myndi vilja sjá meiri áherslu á jafnréttismál í kosningaumræðunni. Mér sýnist t.d. að bæði Fréttablaðið og Capacent - Gallup séu ekki með jafnréttismál listuð upp í spurningunni um hvaða málaflokka kjósendur telja mikilvæga. Kosningaþættirnir hafa líka verið afar slappir í að tala um jafnréttismál. Samt skiptir kyn afskaplega miklu máli og staða jafnréttismála ekki nándar nærri góð og við virðumst vera í bakslagi. Vonandi verða þáttastjórnendur með jafnréttismálin hátt skrifuð nú í síðustu vikunni!

*** 

En að öðru kosningamáli - Ég sá að Framtíðarlandið auglýsir í Fréttablaðinu í dag og tekur afstöðu með og á móti flokkum. Grænu atkvæðin eru Íslandshreyfingin, VG og Samfylkingin en þau gráu Sjálfstæðisflokkur, Frjálslyndir og Framsókn.


Megrunarlausi dagurinn 2007

Megrunarlausi dagurinn 2007

Megrunarlausi dagurinn (International No Diet Day) er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum í garð feitra.  Árið 1992 stofnaði Mary Evans Young, fyrrum sjálfsveltisjúklingur, International No Diet Day til þess að vekja athygli á skaðlegum áhrifum útlitsdýrkunar og mismununar í garð þeirra sem falla utan hins viðurkennda ramma um æskilegan líkamsvöxt. Síðan þá hefur skipulögð dagskrá verið haldin víða um heim árlega þann 6. maí til þess að vekja athygli á þjáningum sem hljótast af þráhyggju um grannan vöxt og almennri andúð á fitu. Á Íslandi verður gefið út blaðið Líkamsvirðing sem verður dreift um allt land með Fréttablaðinu sunnudaginn 6. maí.

Á þessum degi eru allir hvattir til þess að láta af viðleitni sinni til þess að grennast, þó ekki væri nema í einn dag, og leyfa sér að upplifa fegurð og fjölbreytileika mismunandi líkamsvaxtar og sjá fyrir sér veröld þar sem megrun er ekki til, þar sem hvers kyns líkamsvöxtur getur verið tákn um hreysti og fegurð og mismunun vegna holdarfars þekkist ekki.

Á þessum degi viljum við:
o    fagna margbreytilegum líkamsvexti af öllum stærðum og gerðum
o    minna á rétt ALLRA til heilbrigðis, hamingju og velferðar óháð líkamsvexti   
o    lýsa yfir opinberum frídegi frá hugsunum um mat, megrun og líkamsvöxt
o    vekja athygli á lítt þekktum staðreyndum um megrun, heilsu og holdafar
o    minna á hvernig megrun og stöðug krafa um grannan vöxt er samfélagsleg atlaga gegn konum
o    minnast fórnarlamba átraskana og hættulegra megrunaraðferða
o    berjast gegn andúð á líkamsfitu og fordómum vegna vaxtarlags.


Skyldi þó ekki vera...

Sá þessa tilvitnun í Oscar Wilde og get svoleiðis svarið að mér varð hugsað til athugasemda sem skráðar eru hér við sumar bloggfærslurnar Wink

Man is a rational animal who always loses his temper when he is called upon to act in accordance with the dictates of reason 


Meira af misheppnuðum sköpunarverkum

Fyrir nokkrum árum fór ég í útvarpsviðtal með "fegrunarlækni" þar sem umræðuefnið var hinar svokölluðu fegrunarlækningar (sorrý en ég hiksta alltaf á þessu orði). Læknirinn, sem mér skilst að hafi verið mjög góður lýtalæknir á sínum tíma, hafði af einhverjum ástæðum ákveðið að snúa sér frá því að lækna og að því að fegra heiminn í staðinn með því að lappa upp á stórgallaðar konur í stórum stíl. Eftir viðtalið spurði hann mig hvort ég vildi ekki fá nafnspjaldið hans... sagðist samt bara vera að djóka því að það væri mjög strangt viðmið að "fegrunarlæknarnir" fegruðu eingöngu það sem hinar útlitsgölluðu konur bæðu um en væru ekki að benda þeim á augljósa galla af fyrra bragði. Ég er ekki frá því að honum hafi aðeins brugðið þegar ég sagði honum að konur eins og ég hefðu ekkert í "fegrunaraðgerðir" að gera.

Hér á landi er bannað að auglýsa "fegrunaraðgerðir". Sem betur fer segi ég, enda oft séð í erlendum tímaritum auglýsingar þar sem sýndar eru svona fyrir og eftir myndir. Fyrir myndin er skilgreind sem hið gallaða útlit - og er yfirleitt af ósköp fallegum og eðlilegum brjóstum, sumum litlum, sumum signum, sumum stórum... og eftir myndin er skilgreind sem fallega útgáfan samkvæmt staðlinum... öll brjóst steypt í sama mót.

Nú ber svo við að fréttir berast frá Danmörku þar sem konur fá sendan markpóst frá "fegrunarlæknum" heim til sín þar sem þeim er sagt á hvaða hátt þær eru gallaðar að mati þessara sérfræðinga í fegurð kvenna og konunum bent á að hafa samband til að fá viðeigandi úrlausn, t.d. brjóstastækkun eða fitusog.

Datt í hug að vekja athygli á þessu fyrir foreldra... svo þeir sjái hvaða framtíð bíður barnanna þeirra. Strákarnir geta orðið sérfræðingar í kvenlegri fegurð. Lært að skera og krukka í fullkomlega heilbrigða konulíkama svo þeir geti smellt sér í hlutverk guðanna og skapað hina fullkomnu konu. Stelpnanna bíður hins vegar sú framtíð að móttaka póstinn um hversu misheppnað sköpunarverk þær eru frá náttúrunnar hendi og að þær þurfi nauðsynlega á aðstoð halda til að skammast sín fyrir að láta sjá sig á almannafæri... eða á ströndinni... nú eða bara heima við með ljósin kveikt!  


Afsakið

Nói-Siríus hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa sent hóp af fólki í 1. maí gönguna með Tópas skilti og Tópas slagorð. Ég kann vel að meta þegar fólk og fyrirtæki biðjast afsökunar á mistökum sínum. Að sama skapi er ég furðu lostinn yfir þessu dómgreindarleysi, þ.e. að hafa gert þetta fyrir það fyrsta. Það er eins og mottó Vesturlandana þessa dagana sé að ekkert sé heilagt - en ekki í þeirri merkingu að ekkert sé óvéfengjalegt eða eigi að vera krufið með gagnrýnu hugarfari. Nei, merkingin er mun frekar sú að ekkert sé heilagt í markaðslegum tilgangi og að allt eigi að fyrirgefa af þeirri ástæðu einni að þetta var nú bara gert til að græða... eða selja í það minnsta. Samt er eins og hefðbundin kynjahlutverk séu heilög í auglýsingum ásamt hinu gagnkynhneigða normi... Já, margt skrýtið í kýrhausnum.

 


Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott

Ánægjulegt að sjá í fréttum að dregið hefur úr drykkju og reykingum unglinga. Smile Fór að spá í hvort að hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár spilaði þar inn í... Hins vegar var ekki eins gaman að sjá að fleiri unglingar nú en áður telja að konan eigi að sjá um þvottinn! Það er mjög skrýtið að börn fái ekki markvissa jafnréttisfræðslu í grunnskóla og að kynjafræði er ekki kennd í Kennó. 

Í könnun sem gerð var árið 2003 kom eftirfarandi í ljós:

Þegar kom að þvotti sögðust 78% kvenna hafa oftast séð um þvottinn á síðustu sex mánuðum en 8% karla svaraði á þá lund. Karlar með lægri laun en 250 þúsund sáu frekar um þvotta (10%) en karlar með hærri laun (5%).

(heimild: skýrslan Efnahagsleg völd til kvenna)

Ég treysti körlum alveg jafn vel og konum til að gera þvottinn ekki bleikann! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband