Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
20.2.2007 | 19:43
Ái
Þar sem stúlkan var undir lögaldri hafði lögregla úrræði til að kæra mennina sem misnotuðu hana. Hvað með þegar hún er orðin kynferðislega lögráða en losnar ekki úr vændinu - sem hún er í vegna misnotkunar? Sænska leiðin myndi láta þá menn sem misnota hana þá sæta ábyrgð.
Segir unga dóttur hafa tekið við starfi vændiskonu af móður sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.2.2007 | 09:38
Góðar fréttir
Þá er komið í ljós að ekki er um stefnubreytingu að ræða hjá Fréttablaðinu varðandi auglýsingar frá súlustöðum heldur var um mistök að ræða... sjúkkit!
Annars var ég í viðtali hjá Síðdegisútvarpinu út af kláminu í gær. Smelltu hér til að hlusta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
19.2.2007 | 15:20
Fallegasta stefnuskráin
Jæja eru ekki komnar 5 mín? Best að snúa sér þá aftur að femínismanum. Hér er fallegasta stefnuskráin:
Stefnuskrá Femínistafélags Íslands
FEMÍNISTAFÉLAG ÍSLANDS er umræðuvettvangur og baráttutæki íslenskra femínista. Félagið er frjáls og óháður vettvangur sem hefur það að markmiði að efla gagnrýna og femíníska umræðu á öllum sviðum þjóðlífsins.
Helstu markmið félagsins eru:
- Að vinna að jafnrétti kynjanna.
- Að vinna gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis. Þar má nefna klámvæðinguna, ágengar, lítilsvirðandi auglýsingar, ofbeldi, mansal og vændi.
- Að uppræta staðalmyndir um hlutverk og eðli kvenna og karla.
- Að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði, útrýma kynbundum launamun og auka hlut kvenna í stjórnun auðlinda og fjármagns.
- Að styrkja þátttöku kvenna í opinberu lífi, fjölmiðlum og stjórnmálum.
- Að stuðla að samfélagi sem tekur mið af mismunandi hagsmunum og sjónarmiðum karla og kvenna svo sem í atvinnu- og menntamálum, stjórnmálum, menningu og á vettvangi einkalífsins.
Markmiðum þessum skal náð með lýðræðislegri, gagnrýnni og sýnilegri umræðu á fundum, Netinu og í öðrum fjölmiðlum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
19.2.2007 | 14:36
Núðlur
Núðlur
2 egg
Grænmeti (t.d. rauðlaukur, paprika og gulrætur)
Teriyaki sósa
Worchester sósa
Hlynsýróp
Ólífuolía
Smá salt
Núðlur settar í sjóðandi vatn. Tekið af hitanum og látið standa í 4 mín. Vatni hellt af og núðlurnar skolaðar í köldu vatni. Grænmetið skorið niður og steikt á pönnu. Sett til hliðar. Eggin hrærð á pönnunni. Núðlum bætt út í og blöndu af Teriyaki sósu, Worchester sósu (örlítið), hlynsýrópi og ólífuolíu hellt yfir. Grænmetið sett út í, öllu blandað saman og saltað.
Afskaplega gott!
ps. Ekki fríka út - ákvað bara að það væri fínt að tala um eitthvað allt annað í 5 mín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.2.2007 | 20:12
Talandi um frelsi...
Samkvæmt ýmsum athugasemdum sem birst hafa við færslum hér og á öðrum bloggum sýnist mér held að frelsisbarátta sumra gangi út á það að konur eigi að hafa frelsi til að vera kúgaðar. Vill einhver af þessum aðilum útskýra fyrir mér hvernig það samræmist frelsishugsjón ef ég má ekki segja nei við því að fá súlustaðaauglýsingar inn á mitt heimili? Kynlífsiðnaðurinn sem gengur út á verslun með kvenlíkamann er mjög hamlandi fyrir jafnrétti, þó sumir eigi erfitt með að sjá það enn þann dag í dag. Við sem ekki viljum sjá slíkt inn á okkar heimilum - höfum við nákvæmlega engan rétt í ykkar huga?
Sá munur er á DV og Fréttablaðinu að DV er selt í áskrift á meðan Fréttablaðinu er dreift frítt inn á heimili landsins. Ég er ekki áskrifandi að DV og það er lítið mál fyrir mig að kaupa ekki blaðið. Ég get líka sleppt því að fara þangað í viðtöl. Fréttablaðið fæ ég hins vegar inn um lúguna hjá mér, næstum því á hverjum degi. Fréttablaðið státar sig líka af því að vera eitt mesta lestna dagblað á Íslandi. Sem slíkur fjölmiðill bera þeir ábyrgð gagnvart sínum lesendum. Fjölmiðlar þessa lands hafa nú þegar áberandi karlaslagsíðu. Fjölmiðlarannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós að um 75% af fréttaflutningi er um karla - og 25% um hitt kynið sem landið byggir. Með því að hafa blöðin þar að auki kvenfjandsamleg - þ.e. með súlustaðaauglýsingum þar sem konur eru auglýstar sem hver önnur neysluvara - eru konur fældar frá þessum sömu fjölmiðlum. Ég hef allavega ekki lyst á að lesa blað þar sem ég get átt von á súlustaðaauglýsingu með morgunkaffinu. Ég vil hafa frelsi frá slíku inn á mínu heimili - án þess að vera útilokuð frá þjóðfélagsumræðu og lýðræðislegri þátttöku fyrir vikið.
Eins og ég sagði í fyrra innlegginu þá veit ég ekki hvort um sé að ræða mistök eða stefnubreytingu hjá Fréttablaðinu. Ég kemst vonandi að því á morgun. Vonandi mun ég ekki þurfa að hætta að lesa blaðið - en það kemur bara í ljós.
Vil líka benda foreldrum á að velta því fyrir sér hvort þeir telji það virkilega vera í lagi að starfsemi súlustaða sé normaliseruð með þessum hætti? Ef það telst eðlilegt að staðirnir séu auglýstir í fréttafjölmiðlum sem bornir eru inn á hvert heimili, þá er líka hætt við að það muni teljast eðlilegt í hugum barnanna þegar fram líða stundir að sækja staðina eða jafnvel vinna á stöðunum. Geiri í Goldfinger hefur margt að græða á því að fá að vera alls staðar - ætlar fólk í alvörunni að skapa þá framtíð fyrir börnin sín? Verða þau þá frjáls?
Minni svo alla á að hinn frjálsi markaður sem nú á að ráða ríkjum byggir á þeirri grundvallarhugsun að fólk hafni því sem það ekki vill. Lögmálið byggir ekki á því að við samþykkjum hvað sem er bara vegna þess að yfirvöld stöðva það ekki. Ef við viljum skilgreina okkur sem lögregluríki þá eftirlátum við yfirvöldum allt og þurfum ekki að velja og hafna sjálf. Ef við hins vegar viljum skilgreina okkur sem frjálsa einstaklinga sem veljum og höfnum sjálf þá þurfum við að gera nákvæmlega það - hafna því sem ekki er í samræmi við okkar gildismat og hugsjónir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
18.2.2007 | 15:24
Stefna Fréttablaðsins - súlustaðaauglýsingar á hvert heimili?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
17.2.2007 | 22:54
Kynfræðsla vs klámfræðsla
Beta er alltaf með puttann á púlsinum og fann þennan frábæra pistil á andspyrna.org. Pistillinn er frábær og smellpassar inn í alla klámumræðuna núna. Ég ákvað því að birta pistilinn líka hér. Vona að þeim hjá andspyrna.org sé sama - og Betu líka
KYNFRÆÐSLA FYRIR ÓRÓ UNGMENNI
Er kynlíf þitt vandkvæðum háð? Áttu erfitt með að örvast, að eiga fullnægjandi kynlíf eða einfaldlega með að finna réttu manneskjurnar til að deila þessum hluta lífs þíns með? Það eru allar líkur til þess, líttu bara á tímaritarekkann í bókabúðunum. Allir ráðgjafardálkarnir og forsíðugreinarnar sýna hversu kynferðislega ringlaður og vonsvikinn nútímamaðurinn er. Því miður bjóða téð tímarit aðeins almenna meðferð fyrir einkenni (annars gætu þau ekki birt sömu greinarnar mánuð eftir mánuð), en engar raunverulegar, djúptækar lausnir. Og hingað til hafa fáir þorað að viðurkenna vandamál sín, vegna þeirrar félagslegu kvaðar að njóta farsældar í öllum málum.
Vonandi hjálpa eftirfarandi ráð:
Hættu að reyna að láta kynferði þitt hjálpa þér við að vera góður borgari (móttækileg ástkona/elskhugi, machó maður o.s.fr.)- það mun bregðast og dofna. Þurfi eitthvað hjálp, þá er það líklegast kynferðið sjálft.
Hættu að reyna að láta kynlíf þitt (eða rómantík, eða hvað annað sem er), eitt og sér, veita þér kosti sem ættu að vera samofnir hverri stund lífs þíns. Það er ekki hlutverk kynlífs þíns að vera þín eina uppspretta spennu, nándar eða ánægju. Hlutverk kynlífs er bara það: að vera kynlíf. Finnist þér þú vera föst/fastur, óörugg(ur) eða leið(ur) hvarvetna annarstaðar, þá verður líklegast erfitt að losna við það í rúminu.
Sé hugmynd þín um paradís sú að eiga fullkomið kynlíf með fallegum ástmanni/konu, bægðu henni frá. Paradís getur ekki verið einhver einn afmarkaður atburður; hún þarf að vera heilsteyptur lífsmáti, annars verður hún bara önnur ófrjó goðsaga sem rýrir hverja stund þinnar raunverulegu upplifana. Betra er að leita leiða til að gera hverja stund lífsins jafn örvandi og gott kynlíf getur verið (og trúið mér, það er hægt!) þar eð við getum ekki stundað það stöðugt. Enda yrði það hvort eð er leiðinlegt til lengdar því lífið hefur svo margar aðrar hliðar sem mega ekki gleymast! Þú getur fundið og deilt ástríðu jafn innilega við brúðugerð, fyrir götumótmæli eða gjörninga, við það að læðast upp á þak í miðnæturspjall eða við það að smygla þér um borð í ferju. Flest fólk hefur ekki ennþá haft tækifæri til að vera frjálst og villt saman utan svefnherbergisins - og þar af leiðandi spretta þessar tilfinningar ekki náttúrulega fram undir sænginni heldur.
Bjargaðu kynferði þínu frá skilgreiningum og römmum sem utanaðkomandi þættir vilja binda um það eins og snörur: Lymskulegum auglýsingaspjöldum og rómantískum gamanmyndum, væntingum vina þinna og foreldra og elskenda, sjónvarpsþáttum og öðrum félagslegum forritunarvélum sem stjórna þrám og binda hið erótíska eingöngu við kynlíf. Ráðandi öfl hafa allt að græða á því að halda kynferði þínu mögru og bundnu eingöngu við líkamlegt samræði, við eina rútínu og einn maka og einn dilk, svo að þú uppgötvir ekki í kynferðinu frelsið sem þú gætir lifað í allan sólarhringinn, utan stjórnar þeirra, handan markhópa þeirra. Taktu eitt skref út fyrir línurnar, og heimurinn verður þinn.
Og það þýðir: fleygðu kláminu þínu! Klám er ekki viðurstyggð vegna þess að það er kynferðislegt, heldur vegna þess að það er það ekki, skiptu túlkuninni út fyrir hið raunverulega, í öllum tilfellum, til margföldunar möguleika þinna. Sjálfsfróun er fallegt fyrirbæri en ekki láta klámiðnaðinn kaupa upp frygð þína. Tvívíð manneskja, hversu eggjandi sem hún kann að virðast, mun gera nákvæmlega það sem þú skipar henni og ekkert meira: það þýðir að hún mun aldrei bjóða þér byrginn með sínum eigin þörfum eða sjónarmiðum, aldrei opna þér nýjar gáttir, aldrei halda fram sjálfi sínu. Þessi höfnun á áskorun er höfnun á þeim víðáttum frelsis sem aðeins er hægt að ná með öðrum. Förum varlega í það að gefa fantasíum okkar þvílíka þræla að drottna yfir, svo við lærum ekki að dýrka það ofbeldi gerræðis sem einhliða kynlíf gefur í skyn--og enda í sótthreinsuðum, nauðhyggjuheimi valdamaníu [control mania]. Viltu kanna ókunn svæði, ná ótrúlegum fullnægingum, prófa hluti sem þú hefur aldrei séð í kvikmyndum? Gerðu það með öðru fólki- það er þarna úti. Láttu það vita að þú sért tilbúin(n).
Kynferði sem list- það er skref í rétta átt. En hvað með meir af list sem snýst um kynferði? Vafalítið mun heimur myndanna aldrei tilheyra okkur aftur. Hann er aðeins enn ein athygliætan sem felur heiminn fyrir okkur, heiminn þar sem við ættum að vera að æfa okkur í samvinnu, samveru og samkennd, með hvort öðru. Ekki með hættulegu öryggi hlutgervings. Njóttu ásta og segðu frá best geymdu leyndarmálum þínum, þínum svörtustu þörfum, kröfunum sem menning óttans leggur á kynferði þitt, í þeirri gíslingu sem það er (ekki óttast, þú ert ekki sá eða sú eina sem finnst þú hafa hluti að fela, leyndarmál þín eru örugg hjá okkur öllum!)... Við getum sloppið héðan saman, en fyrst verðum við að vera nægilega hreinskilin til að komast að því hvar í ósköpunum við eiginlega erum.
Að finna munað sem samtímis fullnægir og grefur undan forrituðum, eitruðum þrám okkar og þannig endurskapa sjálf okkur - það er lykillinn.
Þýtt af www.crimethinc.com
Sölvi Úlfsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.2.2007 | 23:44
Ég bara spyr
Ökumaður í annarlegu ástandi skapaði stórhættu á götum Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
16.2.2007 | 18:00
Þetta er business klámhópsins sem er á leiðinni hingað
Heimasíða klámhópsins sem hingað er að koma birtir nöfn yfir þátttakendur og linka á heimasíðurnar sem þeir eru með. Hér eru nokkur dæmi um efni sem birtar eru á þessum heimasíðum.
Ashley Forced to deepthroat 7 cocks!
Cute teen getting her ass ravaged!
German bitches!
Ass force feeding
Wow, this is nasty! - Two girls completely controlled by two guys like dogs! The guys are keeping the girls in chains and the chains lead us straight to their blocked asses. If you're into hardcore anal ramming and deep throat action, ass blocking and cum dripping creampies this is just for you! One girl takes the creampie and lets it all drip into the the other girl's mouth.
Dont you just hate it when you get in the mood to have your dick sucked or have anal sex and you can't find your slut anywhere? Well now that never has to happen again because all you have to do is follow the teachings of your new favorite site, Slut On A Leash, so your woman will always be there when you need to use her.
Meet sluts from Reykjavík. She needs another lover. Met her in Reykjavík.
HUNGRY TEENGIRLS WHO DO IT WITH OLD GUYS. SUGARDADDIES AND THEIR DIRTY LITTLE WHORES, GRANDPAS AND THEIR BARELY LEGAL SWEETHEARTS. THIS IS THE SITE THAT FULFILLS YOUR NASTIEST DREAMS AND DIRTIEST DESIRES
Come on in, if you wish to enjoy more of the horniest and sleaziest beauties sucking, fucking and getting a huge load on their faces from old farts! This is the No. 1 grandpa site for you!
Hook up for sex now.
Exploited babysitters. Cute girls loose their innocence.
My Name is Mr. Lifestyles and I run a babysitting agency. I try to be professional about things, but with all of this cute young, pussy around me, I get horny as hell! Usually, the girls do their job, but sometimes they fuck up, and when they do I'm there with my cock to deliver the punishment!
In order to be a good babysitter it is essential to know what a baby feels like, and I was about to demonstrate that to a newbie named Jenny. In order to really gage the effectiveness of my "pacifier test", though, I need to make a substitution!
16.2.2007 | 14:28
Þetta er á leiðinni til landsins
Þetta er á leiðinni til landsins:
There Are No Scummy Chicks At TeenieXXX, Only Hot Babes That Know What To Do With A Big cock as some creap shows it up their tight little wet teen hole and makes em scream in shear joy!
Nú bíð ég spennt eftir að lesa athugasemdirnar frá þeim sem vilja verja klámiðnaðinn sem fallegan og yndislegan - og bara fullkomlega eðlilega skemmtun.
Hér er tilkynning sem Stígamót hafa sent frá sér. Ég tók út linkana á klámsíðurnar, enda hægt að finna þær víðs vegar annars staðar.
Til ríkisstjórnar Íslands, þingheims, borgarstjórnar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og ríkislögreglustjóra
Frá Stígamótum
Virðulegu stjórnendur þessa lands.
Stígamót vilja vekja athygli ykkar á óvenjulegri kaupstefnu sem áætlað er að verði haldin á Íslandi dagana 7.-11.mars nk. Við hvetjum ykkur til þess að skoða heimasíðu SnowGathering [linkur fjarlægður] Þar sem við óttumst að síðunni verði lokað höfum við yfirfært nokkrar síður hennar á wordskjal til þess að tryggja að þið getið skoðað hana.
og við vekjum athygli á meðfylgjandi fréttatilkynningu um samkomuna:
PR Adult News @ 5:43 pm.
Zeist, NL (PRADULT) January 27, 2007 Freeoones.com announced today the date for the second SnowGathering. It will be held in Reykjavik - Iceland, from the 7th till the 11th of March 2007.
SnowGathering is a chance to conduct business, meet new people and discuss business developments after having had an adventurous day in the winter sun. According to Maurice, owner of Freeones.com and organizer of the SnowGathering: After the huge success of the SnowGathering edition in Austria last year, we are doing it again but bigger and better! This year we are aiming for approximately 150 attendees. A quantity large enough to make business opportunities interesting but not too large to loose the intimate feel of last year. We have chosen for Reykjavik because of the possibilities of multiple in- and outdoor activities and its infamous nightlife.
Ef heimasíðan er skoðuð vandlega er augljóst að fjölmargir stjórnendur risaklámframleiðslufyrirtækja munu flykkjast til Íslands. Reykjavík er orðin að óskastað klámframleiðenda. Markmiðið er viðskiptalegs eðlis og Stígamót benda á að um er að ræða nýjar víddir í kaupum og sölu á konum í íslenskum veruleika.
Ef skoðað er hverjir styrkja samkomuna kemur ýmislegt fróðlegt í ljós og við skorum á þingheim að skoða hverjir hafa skráð sig og fyrir hvað þeir standa. Ef slóðir eru raktar inn á heimasíður klámfyrirtækjanna má finna klám í sinni grófustu mynd. Sem dæmi má nefna slóðina [linkur fjarlægður] sem leiðbeinir m.a. um aðgang að vændi á Íslandi.
Það er ágreiningur um það hversu langt eigi að ganga í baráttunni gegn klámi, vændi og mansali. Sú skoðun er ekki óalgeng að klám sé aðeins saklaust myndefni, vændi sé grófara, en flestir eru sammála um að mansal sé nútímaþrælasala sem beri að fordæma. Stígamót vilja benda á að á milli þessara birtingarmynda kvenfyrirlitningar eru engin skýr mörk. Klám er aðeins myndað vændi og vændi er forsenda þess að mansal þrífist. Árið 2005 voru 19 konur í viðtölum hjá Stígamótum vegna afleiðinga vændis. Einhverjir munu eflaust segja að engar sannanir séu fyrir því að konurnar sem ganga kaupum og sölu hjá þessum risafyrirtækjum hafi verið seldar mansali. Við spyrjum á móti hvort þeir hafi einhverjar sannanir fyrir því að á meðal þeirra finnist ekki fórnarlömb mansals. Klám er bannað á Íslandi og það er bannað að auglýsa og hafa milligöngu um vændi. Mansal er líka bannað.
Ágætu ráðamenn. Á Íslandi höfum við sýnt að ef við viljum ekki fulltrúa skipulagðra samtaka lögbrjóta til landsins, þá getum við stöðvað þá. Það kom m.a. í ljós þegar fulltrúar Hells Angels gerðu tilraun til þess að ná fótfestu á landinu. Á Stígamótum trúum við ekki að þessi samkoma muni verða liðin. Við skorum á ykkur hvert og eitt úr þeirri valdastöðu sem þið gegnið að taka höndum saman og koma í veg fyrir hana.
Með virðingu og góðum kveðjum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg