Stefna Fréttablaðsins - súlustaðaauglýsingar á hvert heimili?

Fyrir nokkrum árum úrskurðaði kærunefnd Jafnréttismála að Fréttablaðið og Óðal hefðu gerst brotleg við jafnréttislög með því að birta auglýsingar um "hjúkkukvöld" á Sóðal. Ég hef nokkrum sinnum átt í samskiptum við Fréttablaðið út af súlustaðaauglýsingum. Í seinni tíð var viðkvæðið að þessar auglýsingar hefðu óvart sloppið í gegn - og það var þá fyrir nýja staði sem starfsfólk áttaði sig ekki á hvers lags starfsemi var um að ræða. Á laugardaginn birtist heilsíðuauglýsing frá þekktum súlustað á baksíðu Evróvisionblaðs Fréttablaðsins. Nú veit ég ekki hvort um sé að ræða stefnubreytingu af hálfu blaðsins eða hvort gæðaeftirlitið þeirra er svona hrikalega lélegt að auglýsingarnar sleppa reglulega í gegn. Hvort heldur sem er vona ég að Fréttablaðið hysji upp um sig buxurnar og taki fyrir þessar auglýsingar í eitt skipti fyrir öll. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ykkur ferst að tala; þið með ykkar hræsni - hvar voruð þið þegar Chippendales komu til landsins?? Inn á Broadway að kasta nærbuxunum ykkar upp á svið? ...hélt það líka

Jón Þór (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 15:51

2 identicon

Hættu að væla. Eða er það eina sem þú kannt ?

Jón Frímann (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 16:56

3 Smámynd: Kjartan Vídó

Nú eru súlustaðir partur af löglegum fyrirtækja rekstri á Íslandi og eftir því sem ég best veit þá er ekkert ólöglegt að auglýsa löglega starfsemi. Einu auglýsingarnar sem ég man eftir frá súlustað eru frá Goldfinger og eru þær konur sem þar auglýsa jafn mikið klæddar og þær konur og stelpur sem auglýsa undirföt fyrir Hagkaup. Ekki það að ég sé hrifinn af þessari starfssemi og ætla mér aldrei þangað inn þá finnst mér sjálfsagt að auglýsa leyfilega starfsemi.

Kjartan Vídó, 18.2.2007 kl. 17:18

4 identicon

"Feministi  er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna er ekki náð og vill gera eitthvað í því.  Ert þú feministi?"   er spurt á þessari síðu.  Út frá þessari skilgreinigu er ég feministi.

En það sem feministar á Íslandi láta frá sér í skjóli jafnréttis á ekkert skylt við þetta.  Þetta eru samtök sem minna frekar á fasista en feminista.  Skoðanakúgun og yfirgangur sem þarf að stöðva.  Hópur fólks sem reynir að þvínga sínum gildismati á íslenskt samfélag, öfgahópur sem minnir meira á öfgamúslimahópa sem lifa í Skandinavíu en nokkurn tíman eitthvað jafnréttisbatterí.  Maður bíður bara eftir að það hefjist hryðjuverk, allt í skjóli jafnréttis.  Kæmi manni ekki á óvart þó ráðstefna sem framundan er á Íslandi eða Löglegur skemmtistaðir í Kópavogi myndu verða fyrir einhvers slags hryðjuverkastarfsemi frá þessum íslenska öfgahópi, sem fær að grassera óáreyttur í íslensku samfélagi.

Að íslenskir fjölmiðlar skulu virkilega leyfa feministum að fá pláss trekk í trekk er sorglegt, sýnir smæð landsins.  Það þarf að slökkva á þessum öfgasinnum.  Núna er verið að gera atlögu að ferðaþjónstu á Íslandi, ráðstefnuhald er ögfasinnunum ekki að skapi og það er hlustað það mikið á þetta rugl að ráðamenn þurfa að tjá sig.  Svo kemur svona vitleysa, lögleg starfsemi á Íslandi auglýsir sjálfa sig og þá er einhvern veginn hægt að snúa því þannig að jafnrétti kynjanna sé innifalið í þessu.  Sorglegt hvernig lítill öfgahópur nýtir sér gott málefni eins og jafnréttisbaráttuna til að koma að skoðanakúgun yfirgangi.  

Skarphéðin (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 17:38

5 identicon

Óskar. Afsakaðu orðbragðið en hvern andskotann varðar þig um skoðun Katrínar Önnu á því hverjir auglýsa í fjölmiðlum landsins?

Þið allir: Af hverju í ósköpunum finniði ykkur ekki annað áhugamál en að pestera vefsíður þenkjandi fólks með dónalegum og ómálefnalegum athugasemdum?

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 18:01

6 identicon

...og hver er tala um skoðanakúgun og yfirgang? -Ef ykkur er svona annt um ólíkar skoðanir fólks, leyfiði þá okkur að vera í friði með okkar.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 18:02

7 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Þar sem Jón Þór, Jón Frímann, Óskar, Kjartan og Skarphéðinn virðast hafa sleppt því að lesa fyrstu setningu færslunnar, ef ekki meirihluta innleggs Katrínar Önnu, sé ég hér ástæðu til að endurtaka hana:

Fyrir nokkrum árum úrskurðaði kærunefnd Jafnréttismála að Fréttablaðið og Óðal hefðu gerst brotleg við jafnréttislög með því að birta auglýsingar um "hjúkkukvöld" á Sóðal.

(meira að segja feitletraði ég smá!)

erlahlyns.blogspot.com, 18.2.2007 kl. 18:16

8 identicon

Það er alveg sjálfsagt að fólk hafi sínar skoðanir, ekkert nema gott um það að segja.  Að ætla að banna fólki að halda ráðstefnu á Íslandi og vilja banna löglegri starfsemi að auglýsa er skoðanakúgun og yfirgangur.  Að ein auglýsing hafi einhvern tíman verið ólögleg, kemur auglýsingu um helgina ekkert við.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 18:25

9 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sóley!

Talandi um að vera ómálefnanleg? Ég get ekki séð að þetta sé ómálefnanlegt, bara fólk sem er ekki sammála innihaldi pistilsins.  Það eru ótrúlegar öfgar í sumum feministum og að fullkomnlega löglegt fyrirtæki geti ekki auglýst í fréttablaðinu vegna ykkar skoðanna er bjánalegt.  Athugasemdin frá Óskari hér að ofan er mjög málefnanleg og tek ég undir hana heilshugar.  Þú sakar svo menn um dónaskap, en mé finnst þetta álíka dónaskapur og að banna löglegu fyrirtæki að auglýsa.  Öfgar sumra feminista eru fyrir löngu orðin aðalhlátursefni á kaffistofum landsins og í raun smánarblettur fyrir þá duglegu og raunsæju feminista sem betur fer eru í meirihluta. 

Sóley, færðu svo fram málenanleg rök fyrir svörum þínum.  Það er í góðu lagi að skiptast á skoðunum en ekki væla svona undan skoðunum annara.  Þú viltvera í friði með þínar en til hvers er hægt að koma með athugasemdir hér nema höfundur vilji fá inn skoðanir annara?  Eiga þeir sem eru ekki sammála að sleppa því að tjá sig svo þér líði betur?  Nei.  Það er allt í lagi að viðra skoðanir sínar ef það er í boði, geri það og undir nafni. 

Örvar Þór Kristjánsson, 18.2.2007 kl. 18:27

10 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Já afsakið..gleymdi þessu: Sóley segir að ofan..

Þið allir: Af hverju í ósköpunum finniði ykkur ekki annað áhugamál en að pestera vefsíður þenkjandi fólks med þessu.

Hvaða hroki er þetta í þér?? "pestera vefsíður þenkjandi fólks"...??? Eru þeir/þau sem eru þér ekki sammála ekki þenkjandi fólk??  Beinir orðum þinna til okkar karlmanna víst.  Ótrúlega ómálefnanlegt og kjánalegt hjá þér.  Hefði nú talið að "vel þenkjandi kona" gæti gert betur.

"

Örvar Þór Kristjánsson, 18.2.2007 kl. 18:33

11 Smámynd: Zóphonías

Ég vil spyrja hvort ofangreindum þyki i lagi að klámauglýsingar fréttablaðsins, símaauglýsingar og því um líkt, er í lagi að slíkur ósómi birtist á sömu síðu og gæludýraauglýsingarnar sem börnin skoða.  Er í lagi í að auglýst sé frammi fyrir kannski tólf ára börnum hvert þau eigi að hringja til að komast í samband við fólk á símalínum sem eru btw alveg ókeypis !   Bíður þetta ekki uppá misnotkun? og þetta er bara í fréttablaðinu??

Zóphonías, 18.2.2007 kl. 18:35

12 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Tvennt ólíkt, að mínu mati.

Súlustaðir, þangað sækja ekki 12 ára börn og geta það ekki.  Auglysingarnar sýna ekki meiri nekt en t.d Hagkaupsbæklingur.

Klámauglýsingarnar, símatorgið og annað er allt annar handleggur.  Það mætti vissulega missa sín, tek undir það.

En að mínu mati er þetta tvennt ólíkt.

Örvar Þór Kristjánsson, 18.2.2007 kl. 18:47

13 identicon

Beint til: http://erlahlyns.blogspot.com sem kemur með athugasemd hérna að ofan.

Dómurinn í kringum þetta "hjúkkukvöld" kom til að því að hjúkrunarfræðingar sem vinna á sjúkrahúsum fannst að sér vegið og þeim gefin röng ímynd með þessu uppátæki. Þessvegna var farið í mál. Þetta hafði ekkert með jafnrétti að gera eins og af er látið hérna. 

Jón Frímann (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 00:45

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nei, nei - ekkert með jafnrétti að gera. Af hverju var það þá kærunefnd jafnréttismála sem kært var til og birti úrskurðinn?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.2.2007 kl. 00:58

15 identicon

þetta með þessa kærunefnd hefur eiginlega farið út í öfgar, í dag má helst ekki ráða karlmann í starf ef kona hefur sótt um og þau jafnhæf þá skal ráða konu þótt atvinnurekanda líst kanski bara persónulega betur á karlmannin,  gæti ég þá sótt um sem flugþjónn hjá flugleiðum og af því ég er ekki einhver bomba og fæ ekki starfið á ég þá að kæra flugleiðir, þetta með þessa kærunefn er komið út í tómt bull,

og þegar þessi augýsing var kærð, hver var það sem kærði man ekki betur til en það hafi ferið einhverjir feminsta hópur hún var kærð út af því að þarna voru auglýst kvöld sem tilheyrðu kvennasteétt. 

þvílíkt bull

AG (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 03:08

16 identicon

þér er líka bara frjálst að henda blaðinu eða bara óska eftir því að fá það ekki sent það er enginn að neyða  þig í að lesa það

 þetta með þessa bók er nú bara eins og allt annað. þú seigir að þar sé viðtal við stúlku sem var hér og var reynt að nauðga og svo seigirðu að hér hafi verið mannsal á íslandi, ég bara spyr hvar eru sannanir fyrir þessu það er ekkert mál að kalla úlfur úlfur en staðreyndir verða að vera til staðar,

 gæti ég þá sagt að þú sért norn eða glæpakvendi án þess að rökstyðja þá fullyrðingu mína ég er orðin verulega þreyttur og pirraður á ykkur sem kallið ykur velsæmisverði um að þið setið ýmislegt fram um að sé að gerast á landinu en aldrei kemur neitt fram sem er til í því hvorki handtökur eða ákærur eða neitt því um likt,

 við erum á árinu 2007 en ekki á miðöldum eins og mér finst þið vera þar sem þið eigið að ráða hvað fólk vill, ég vill ráða hvað ég vill gera sjálfur,

 og svo langar mig bara að seigja að flestar þessara stúlka sem eru að koma hingað að dansa eru að koma sjálfviljugar án nokkura umboðsmanna sem senda þær heldur koma sjálfar eftir að hafa heyrt frá öðrum stúlkum um reynslu sína hér.

AG (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 03:17

17 identicon

Erla Hlyns, enn er ég að bíða eftir svörum hvað femínistar gerðu þegar Chippendales komu til landsins !

Jón Þór (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 12:11

18 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Jón Þór: Gúgglaðu það,  maður! Ertu ósjálfbjarga?

erlahlyns.blogspot.com, 21.2.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 332490

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband