Talandi um frelsi...

Samkvæmt ýmsum athugasemdum sem birst hafa við færslum hér og á öðrum bloggum sýnist mér held að frelsisbarátta sumra gangi út á það að konur eigi að hafa frelsi til að vera kúgaðar. Vill einhver af þessum aðilum útskýra fyrir mér hvernig það samræmist frelsishugsjón ef ég má ekki segja nei við því að fá súlustaðaauglýsingar inn á mitt heimili? Kynlífsiðnaðurinn sem gengur út á verslun með kvenlíkamann er mjög hamlandi fyrir jafnrétti, þó sumir eigi erfitt með að sjá það enn þann dag í dag. Við sem ekki viljum sjá slíkt inn á okkar heimilum - höfum við nákvæmlega engan rétt í ykkar huga? 

Sá munur er á DV og Fréttablaðinu að DV er selt í áskrift á meðan Fréttablaðinu er dreift frítt inn á heimili landsins. Ég er ekki áskrifandi að DV og það er lítið mál fyrir mig að kaupa ekki blaðið. Ég get líka sleppt því að fara þangað í viðtöl. Fréttablaðið fæ ég hins vegar inn um lúguna hjá mér, næstum því á hverjum degi. Fréttablaðið státar sig líka af því að vera eitt mesta lestna dagblað á Íslandi. Sem slíkur fjölmiðill bera þeir ábyrgð gagnvart sínum lesendum. Fjölmiðlar þessa lands hafa nú þegar áberandi karlaslagsíðu. Fjölmiðlarannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós að um 75% af fréttaflutningi er um karla - og 25% um hitt kynið sem landið byggir. Með því að hafa blöðin þar að auki kvenfjandsamleg - þ.e. með súlustaðaauglýsingum þar sem konur eru auglýstar sem hver önnur neysluvara - eru konur fældar frá þessum sömu fjölmiðlum. Ég hef allavega ekki lyst á að lesa blað þar sem ég get átt von á súlustaðaauglýsingu með morgunkaffinu. Ég vil hafa frelsi frá slíku inn á mínu heimili - án þess að vera útilokuð frá þjóðfélagsumræðu og lýðræðislegri þátttöku fyrir vikið.

Eins og ég sagði í  fyrra innlegginu þá veit ég ekki hvort um sé að ræða mistök eða stefnubreytingu hjá Fréttablaðinu. Ég kemst vonandi að því á morgun. Vonandi mun ég ekki þurfa að hætta að lesa blaðið - en það kemur bara í ljós.

Vil líka benda foreldrum á að velta því fyrir sér hvort þeir telji það virkilega vera í lagi að starfsemi súlustaða sé normaliseruð með þessum hætti? Ef það telst eðlilegt að staðirnir séu auglýstir í fréttafjölmiðlum sem bornir eru inn á hvert heimili, þá er líka hætt við að það muni teljast eðlilegt í hugum barnanna þegar fram líða stundir að sækja staðina eða jafnvel vinna á stöðunum. Geiri í Goldfinger hefur margt að græða á því að fá að vera alls staðar - ætlar fólk í alvörunni að skapa þá framtíð fyrir börnin sín? Verða þau þá frjáls? 

Minni svo alla á að hinn frjálsi markaður sem nú á að ráða ríkjum byggir á þeirri grundvallarhugsun að fólk hafni því sem það ekki vill. Lögmálið byggir ekki á því að við samþykkjum hvað sem er bara vegna þess að yfirvöld stöðva það ekki. Ef við viljum skilgreina okkur sem lögregluríki þá eftirlátum við yfirvöldum allt og þurfum ekki að velja og hafna sjálf. Ef við hins vegar viljum skilgreina okkur sem frjálsa einstaklinga sem veljum og höfnum sjálf þá þurfum við að gera nákvæmlega það - hafna því sem ekki er í samræmi við okkar gildismat og hugsjónir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Húrra fyrir þér Katrín Anna. Haltu áfram að standa vaktina og fjalla um þessi mál jafnt sem önnur á málefnalegan hátt, eins og þú hefur ávallt gert.

"Kjóarnir" á kommentinu í færslunni hér á undan eru í einhverjum þráhyggjuheimi sem virðist snúa um það að þeir séu að missa af einhverju sem þeir eru "vanir" ef klámstefnan fær ekki að halda leiksýningu hér á Fróni? Hvernig ætli mömmum þeirra líði? Eða systrum?  Og jafnvel dætrum?

Edda Agnarsdóttir, 18.2.2007 kl. 20:42

2 identicon

Nú er hægt að hafa óbeit á ýmsum auglýsingum. Ég persónulega er mjög mótfallinn því að fá auglýsingar Framsóknarflokksins inn um mínar dyr og finnst það hin mesta fásinna að nokkrum þyki í lagi að vera framsóknarmaður.

Hverjum er það frjálst að biðjast undan afhendingu Fréttablaðsins og Blaðsins inn um sína lúgu eða í sinn kassa. Flestir hafa leyst þetta með límmiða sem tekur fram hvaða miðil þú vilt ekki fá og hefur þessari sömu lausn verið beitt með ágætis árangri gegn ruslpósti í einhver ár.

"Kynlífsiðnaðurinn sem gengur út á verslun með kvenlíkamann er mjög hamlandi fyrir jafnrétti, þó sumir eigi erfitt með að sjá það enn þann dag í dag"

Vildi bara drepa á því að kynlífsiðnaðurinn gengur líka út á verslun með karllíkamann þó Geiri hafi ekki ennþá séð möguleikann á súludansi karlmanna.

"Minni svo alla á að hinn frjálsi markaður sem nú á að ráða ríkjum byggir á þeirri grundvallarhugsun að fólk hafni því sem það ekki vill."

Þér er jafn frjálst að hafna fréttablaðinu sem miðli og þeim er að hafna viðskiptum þínum (þeir fá jú peninga frá auglýsendum byggt á tölum um lestur blaðsins) með því að hlusta ekki á kvartanir þínar.

"Lögmálið byggir ekki á því að við samþykkjum hvað sem er bara vegna þess að yfirvöld stöðva það ekki. Ef við viljum skilgreina okkur sem lögregluríki þá eftirlátum við yfirvöldum allt og þurfum ekki að velja og hafna sjálf."

Ef við styðjumst við skilgreiningu wikipedia eða dictionary.com á lögregluríki (kemur út á eitt, þær eru samhljóða), sjáum við að í lögregluríki beitir yfirvaldið offorsi við að skerða frelsi en í þessu dæmi ert þú að tala um afskiptaleysi af því sem þér þykir ógeðfellt. Til þess að þitt dæmi myndi styðja að Ísland væri lögregluríki þyrfti lögregla eða leynilögregla að sjá til þess að þú gætir ekki hafnað þessum miðli án þess að eiga hættu á alvarlegum afleiðingum.

http://en.wikipedia.org/wiki/Police_state

http://www.reference.com/search?q=police%20state

 "Vil líka benda foreldrum á að velta því fyrir sér hvort þeir telji það virkilega vera í lagi að starfsemi súlustaða sé normaliseruð með þessum hætti? Ef það telst eðlilegt að staðirnir séu auglýstir í fréttafjölmiðlum sem bornir eru inn á hvert heimili, þá er líka hætt við að það muni teljast eðlilegt í hugum barnanna þegar fram líða stundir að sækja staðina eða jafnvel vinna á stöðunum."

Ég vil benda á að nema það kveði á um annað í lögum er Geira í Goldfinger frjálst að reka hvernig skemmtistað sem hann vill. Fyrirtækjum hefur jafnframt ekki verið bannað að auglýsa starfsemi sína þó hún sé af þessum toga né hefur fjölmiðlum verið bannað að birta slíkar auglýsingar.

 Sem niðurlag vil ég hvetja þig til að sniðganga endilega hvert það fyrirtæki sem þér misbýður, því það er þinn réttur sem upplýstur neytandi að skipta ekki við fólk sem þér mislíkar en vil minna á það að eins lengi og ekki er ólöglegt að reka þessa staði þá er í raun sjálfsagt að einhver nýti sér það horn markaðarins til gróða og að aðrir græði á viðkomandi með vörum, þjónustu og auglýsingum.

Bið að afsaka langlokuna og til hamingju með konudaginn

Bjarki

p.s.  Edda: Móður minni líður mjög vel þakka þér fyrir. Hvaða leiksýningu áttu við?

Bjarki (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 21:45

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Reyndar er það þannig Bjarki að skv lögreglusamþykkt Kópavogs þá eru einkadanssýningar bannaðar. Það sama er að finna í lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Einnig eru til Jafnréttislög  í landinu og þar segir:

18. gr.
Auglýsingar.
Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt.

Annað atriði sem kemur þessu við er lýðræðishugsjónin sjálf. Ef skapað er þannig andrúmsloft í þjóðfélaginu að það sé fjandsamlegt helmingi þegna þess - með þeim afleiðinum að helmingur þegna sé útilokaður frá þátttöku á einhvern hátt - þá er það alvarlegt mál. Klámvæðingin er einmitt dæmi um svoleiðis - með því að smætta konur niður í kynlífshjálpartæki og birta þau skilaboð út um allt í opinberu rými þá er hætt við að konum líði þar ekki vel og forðist þá staði. Ef þú átt erfitt með að skilja hvað ég er að meina þá getur þú ímyndað þér að gagnvart samkynhneigðum væri þetta að birta and-samkynhneigðan áróður út um allt (hate speach) - eða nýnasistar með sinn áróður út um allt o.s.frv. 

Ég get hæglega gert eins og þú segir - beðið um að Fréttablaðið verði ekki sent heim til mín. Ég mun gera það ef í ljós kemur að um stefnubreytingu sé að ræða hjá blaðinu en ekki mistök. Þar með missi ég líka af einum stærsta fréttamiðlinum. Segjum nú að mogginn taki upp á þessu líka og aðrir fréttafjölmiðlar. Segjum svo að smátt og smátt missi fleiri og fleiri konur áhuga á að lesa og fylgjast með fréttum - ekki vegna þess að þær hafi ekki áhuga á þjóðfélagsumræðu heldur einfaldlega vegna þess að þær upplifa kvenfjandsamleg viðhorf í gegnum klámvædda miðla sem ganga út á konur sem kynlífshjálpartæki fyrir karla. Hvernig lýðræði ertu þá með? Þú ert vissulega með lagaleg réttindi - en hefur náð að skapa þannig umhverfi að það útilokar ákveðinn þjóðfélagshóp frá virkri þátttöku. Og nú er ég auðvitað ekki að tala um að allar konur muni bregðast svona við (ekki að alhæfa m.ö.o.) en ég er að tala um að það eru ömurlegir valkostir að stilla þessu svona upp:

1. Annaðhvort samþykkir þú klámvæðingu sem gengur út á konur sem neysluvöru fyrir karla.

2. Lokar þig af.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.2.2007 kl. 22:03

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. og auðvitað átti að fylgja með að þetta væru skrýtnar hugmyndir um frelsi. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.2.2007 kl. 22:05

5 identicon

Til að svara:

1.  Ef einkadans er starfræktur á Goldfinger er lítið mál að tilkynna slík brot til lögreglu og fá staðnum lokað.

2.  Auglýsingar Goldfinger hafa almennt verið mjög tamar (oft verið tvær stelpur í nærfötum standandi saman) og ekki auðsýnt meiri fyrirlitningu né verið konum meira til minnkunar en nærfataauglýsingar almennt.

3.  Þú ert í raun að gera ráð fyrir því að enginn vilji peninga þeirra sem eru sammála þér né þeirra fyrirtækja sem markaðssetja til þess markhóps. Mergur málsins er sá að ef það eru nógu margir sammála þér um hversu ógeðslegt þetta er þá ætti að vera auðvelt að mynda þrýstihóp sem gæti fengið Fréttablaðið til að endurskoða stefnur sínar eða nýjan aðila til að hefja útgáfu sem telur sig græða á viðskiptum ykkar.

Ef þeir hins vegar meta hópinn of lítinn til að eltast við væri ekki lýðræðislegt að breyta eftir því sem ykkur finnst heldur hljóðræðislegt (þegar fámennir hópar fá sínu framgengt með því að vera nægilega háværir, oft í bland við þá stefnu að lýsa skoðunum þeirra sem ekki eru sammála sem skrýtnu röklausu bulli).

 ps. hvaða hugmyndir um frelsi?

Bjarki (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 22:35

6 identicon

Ég held þú sért ekki alveg að ná tilgangi þess að boycotta, Katrín mín. Það hlýtur að vera kaldhæðnislegt því nú nýlega virtist það vera kjörvopn þitt.

Nýja aðgerðaplanið þitt, að heimta einhverskonar þvinganir af hálfu hins opinbera, hlýtur í ljósi þessa að vera heldur sorglegt.

Vel gert. 

Hjörtur (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 22:39

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bjarki það skiptir mig engu máli hvernig auglýsingar frá Goldfinger eru framsettar heldur snýst málið um hvað er verið að auglýsa. Ímyndaðu þér að þú værir svartur og í Fréttablaðinu birtist auglýsing: "Hjá okkur getur þú komið og horft á svertingja hlekkjaða uppi á sviði þér til ánægju og yndisauka". 

Varðandi einkadansinn þá vita yfirvöld fullvel af þessu en eru rosalega afskiptalaus af einhverjum ástæðum. Lögreglan fór reyndar inn á Goldfinger í fyrra en síðan hefur lítið heyrst af þeim málum.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.2.2007 kl. 22:54

8 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Við verðum að sjá skóginn þo það séu mörg tré, jafnréttisbaráttan og barátta feminista er ekki bara barátta kvenna, þetta er barátta okkar allra til þess að skapa réttlátt þjóðfélag jafningja, sem við erum, við skulum öll gæta hófs í orði, það er  er enginn betri en annar.

Pétur Þór Jónsson, 18.2.2007 kl. 22:57

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Óskar hvað ertu gamall? Ég skal allavega útskýra þetta fyrir þér eins og þú værir 5 ára...

Ég get alveg breytt setningunni í ef að í Fréttablaðinu væri auglýst að það væru svertingjar naktir upp á sviði fyrir hvíta að koma að horfa á. Hlekkirnir eru vísun í þrælahald hvíta mannsins á svertingjum. Það tengist því jafnréttisbaráttu þeirra.  Samlíkingin vísar til þess að þrátt fyrir að svertingjum væri tryggt jafnrétti í lagalegum skilningi þá væri þetta rasísk framsetning - og hún er það hvort sem þú setur hlekkina með eða ekki. (Má geta þess í framhjáhlaupi að rapparinn 50 cent hefur einmitt notað þessa framsetningu - verið með fáklæddar konur í hlekkjum skríðandi á eftir sér.)

Lagaleg réttindi gagnast konum að takmörkuðu leyti ef hið opinbera rými verður svo kvenfjandsamlegt að konur forðast þátttöku. Það er hægt að gera opinbert rými kvenfjandsamlegt með því t.d. að klámvæða það. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.2.2007 kl. 23:55

10 identicon

En nú ert þú að setja jafnaðarmerki milli þess að dansa nakin uppi á sviði og að vera þræll. Þá ertu í raun að segja að engar stelpur geti dansað naktar án þess að vera þrælar.

Og í víðara samhengi, þar sem þú virðist ekki setja þig sérstaklega upp á móti öðrum dansi almennt, virðistu halda því fram að fólk sem sýni nakinn líkama sinn á almannafæri séu þrælar.

Nú veit ég um ansi stóran hóp fólks um víða veröld sem tekur myndir af sér og félögum sínum, hvort sem er nektarmyndir eða kynlífssenur, og setur inn á netið, sem ég myndi telja almannafæri þar sem hver sem er getur farið inn á hvaða síðu sem hann vill.

Ég verð að viðurkenna að ég þekki tvær stúlkur sem hafa unnið við nektardans til að vinna sig í gegnum nám í listdansi. Þær voru í sumarfríinu sínu að ferðast í Evrópu og virtust nokkuð ánægðar með sitt hlutskipti. Þær sögðust fá betur greitt en nokkur önnur vinna sem bauðst, hittu helling af skemmtilegu fólki og starfið fólst einungis í því að dansa, því góð æfing. Þær virtust á engan hátt þrælar síns eigin ástands né vinnu sinnar og voru mjög lífsglaðar og kátar.

Ég vil í raun spyrja, og þetta kemur dálítið inn á setninguna í byrjun færslunnar, telur þú engan möguleika á því að kona sýni líkama sinn á almannafæri án þess að kúgun komi til?

Bjarki (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 00:11

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það er ekkert samasemmerki á milli þess að kona sýni líkama sinn nakinn á almannafæri og súludansiðnaðarins. Þið eruð að snúa út úr og rangtúlka með að taka þetta með þrælana of bókstaflega - svartir eru enn í jafnréttisbaráttu þrátt fyrir að þrælahald hafi fyrir löngu verið afnumið. 

Hinn löglegi kynlífsiðnaður er gate-way inn í allan ólöglega iðnaðinn. Það er vitað til þess að mál tengd mansali hafi komið upp á Íslandi - þið getið sjálfir skoðað fjölmiðlaumfjöllun um þau mál. Mig minnir líka að það hafi verið Colin Powell (allavega einhver álíka háttsettur) hafi sagt að mansal væri að finna á Íslandi.

En burtséð frá því - ef við segjum að svo sé ekki (og höldum að við séum eina landið í Evrópu sem er undanþegið af því að við séum svo perfekt og alls ekki eins og hinir..) þá er ekkert jafnréttissinnað við það að stilla konum upp sem neysluvörum fyrir karlmenn. Ég mæli með að þið nælið ykkur í eintak af bókinni BARE. Hún er skrifuð af blaðakonu sem starfaði einu sinni sem súludansmær - og var ákaflega happý sem slík. Fór síðan í háskóla og varð hrikalega pissed út í einn kennarann sinn þegar hann sagði henni að hún væri ein af þeim heppnu - hún hefði sloppið út í tæka tíð. Þetta leitaði samt alltaf á hana og nokkrum árum seinna varð hún að fara og rannsaka þetta betur. Fór því á sínar gömlu slóðir og hóf aftur vinnu sem strippari. Tók viðtöl og fylgdist með nokkrum strippurum í nokkur ár. Í bókinni er m.a. frásögn einnar sem kom hingað til lands. Lenti í að gerð var tilraun til að nauðga henni í einkadansi. Hún talaði við eigandann en hann neitaði að gera neitt í málinu og sagði henni að hún fengi heldur ekki borgað það sem hún var búin að vinna sér inn nema hún ynni út samningstímann (1 eða 2 vikur). Hún segir að músikin á staðnum hafi verið stillt svo hátt að ekki heyrðist í þeim öskra. Ekki er tilgreint hvaða staður þetta var. Þeirra lausn var að vera alltaf 2 saman eftir þetta. 

Anyways - þetta er mjög góð bók þar sem þessi "atvinnugrein" er skoðuð með augum insider - bæði góðar og slæmar hliðar. Hún lýsir því hvernig henni þótti gaman að dansa líka og þar fram eftir götum. Niðurstaðan er engu að síður svo að á meðan líkaman kvenna eru söluvara þá er það hamlandi fyrir jafnrétti.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.2.2007 kl. 00:26

12 identicon

Er þetta frelsi sem þú talar um, þetta sama frelsi og þú vilt hefta svo mikið vegna þess að þér misbýður eitthvað þegar fólk vill gera eitthvað sem stangast á við þína takmörkuðu hugmyndafræði og fordóma. Það vantar ekki hræsnina hjá þér.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 00:41

13 identicon

"Bjarki það skiptir mig engu máli hvernig auglýsingar frá Goldfinger eru framsettar heldur snýst málið um hvað er verið að auglýsa. Ímyndaðu þér að þú værir svartur og í Fréttablaðinu birtist auglýsing: "Hjá okkur getur þú komið og horft á svertingja hlekkjaða uppi á sviði þér til ánægju og yndisauka"."

Er þér virkilega alvara?  Þarna fá konur háar fjárhæðir borgaðar fyrir það eitt að striplast um.  Einmanna karlmenn borga himinháar fjárhæðir í eitt og annað bara til þess að geta horft á nakta kvenmenn.  Þetta er hálaunastarf sem stendur ekki karlmönnum til boða.  Ansi margir karlmenn myndu stökkva til ef þeim byðust þessu laun fyrir það eitt að hoppa um naktir.  Þessar stelpur eru enginn hjálpartæki eða þrælar, þær þyggja há laun fyrir ansi litla vinnu. 

Þó svo að þú gætir ekki hugsað þér þessa vinnu, þá finnst mér þú vega ansi hart gegn þeim sem það gera.  Þetta hefur ekkert með jafnrétti kynjanna eða þrælahald að gera.  Þetta er val fólks sem er sátt við líkama sinn og laust við feimni til að sýna hann, þyggja fyrir það dágóðar fjárhæðir. 

Að líkja þessu við þrælahald útaf einhverri fáránlegri heift og biturð í garð þessa iðnaðar er hreinn og klár viðbjóður.  Þú ættir að skammast þín!!

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 01:02

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þannig að með sömu rökum mætti segja að það væri jafnréttisbaráttu svartra fullkomlega að meinalausu ef einhverjir hvítir einstaklingar tækju sig til og opnuðu fullt af stöðum út um allt þar sem svertingjum væru borgaðar háar fjárhæðir til að standa allsberir uppi á sviði til að hvíta fólkið gæti horft á þá?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.2.2007 kl. 01:41

15 identicon

Þetta er náttúrlega bara súrealískt dæmi hjá þér Katrín mín, greinilegt að rökin eru flogin lönd og leið.   

Hvar er misnotkuninn í því að stelpur framfleyti sér í gegnum nám með því að dansa naktar fyrir einmanna karlmenn?  Eina misnotkuninn sem á sér stað á þessum stöðum er á greyjunum sem eyða mánaðarlaununum sinum í að bjóða þeim upp á kampavín.  Bara svo þeir geti notið samverustunda með fögrum fljóðum. 

Það þarf frekar að skoða þetta frá hinni hliðinni, hvar er jafnréttið í því að karlmönnum standa ekki sömu tækifæri til boða?  Karlmenn hafa ekki tækifæri á því að þéna fúlgur fjár fyrir það eitt að stríplast aðeins.  Það eru ansi margir karlmenn sem myndu þyggja há laun fyrir það að dansa naktir. 

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 02:35

16 identicon

Ég verð bara  að segja það Katrín Anna að þú stendur þig ótrúlega vel í að svara hyrsterískum antifemínistum á rólegan og yfirvegaðan hátt. Ég hef sjálf gagn og gaman af því að fjalla um femínisma en reyni að gera sem minnst af því á netinu, af því að þar leyfir fólk sér mun meiri dónaskap og mannfyrirlitningu en auglíti til auglits. -sama hvaða málstað það er að verja.

En eins og ég segi, keep up the tgood work!

hee (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 10:39

17 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Byrja á því að bjóða góðan dag.

Hef gaman að fylgjast með þessari umræðu, þetta er fín síða.  Það sem slær mig mest er hrokinn í fólki hérna eins og Hildi Eddu og fleirum.  Við sem erum ekki sammála erum, "hysterískir, ekki rétt þenkjandi antífeministar"  Einhver segir hér að ofan, hvernig ætli mæðrum, systrum þessara manna líði.

 Ég get sagt ykkur það að móðir mín hefur það gott.  Hún er 65 ára ræstitæknir sem hefur upplifað tímana tvenna.  Systir mín sem er ennþá á lífi er harðdugleg bísness kona, einstæð 3ja barna móðir.  Þeim líður ekkert illa yfir því að ég skuli ekki vera sammála öfgafullu feministunum.  Takið eftir, ég set feitletrað á öfgafulla.  Það eru sem betur fer meira til af raunsæjum og réttlátum feministum.  Móður minni blöskrar t.d málflutningur öfgafullra feminista og þekki fullt af konum sem gera slíkt hið sama.  Baráttan hefur snúist hjá mörgum uppí andhverfu sína, karlfyirlitning er alls ráðandi. 

Ég er ekki sammála öllu sem þið segið en vissulega hafa feministar margsinnis komið með góða punkta.  Þið verðið bara að passa uppá öfgarnar, þær eru að skemma ykkar málstað.

Að þessu máli.

Ég hef rennt yfir bloggheiminn, les margt og sá á einni ónefndri síðu að ákv feministi er að bera þetta fólk sem er að koma á "klámráðstefnuna" saman við barnaníðinga!  Þetta eru þungar ásakanir og veit ég að ef ég yrði borinn slíkum sökum myndi ég grípa til aðgerða.  Þetta er ógeðfellt og ómálefnanlegt.  Hvar hefur það komið fram að einhver úr þessum hóp sem hingað er að koma sé barnaníðingur?  Þetta er ótrúlegur málflutningur hjá fullorðinni manneskju.  Fólk má vissulega hafa sínar skoðanir á komu þessa hóps en að bera slíkt uppá fólk er langt fyrir neðan strikið. 

Ég tel ekkert ólöglegt við komu þessa hóps, ekkert  bendir til ólöglegs athæfis.  Er ólöglegt að framleiða B&B hér á landi?  Það er argasta klá í því blaði en samt er hægt að fá það með mjólkinni í súpermarkaðnum.

Örvar Þór Kristjánsson, 19.2.2007 kl. 10:56

18 identicon

Það er rangt hjá Örvari að ég telji alla þá sem eru mér eða öðrum femínistum ósammála vera hysteríska, ekki rétt þenkjandi antifeminista. Eins og ég sagði hef ég oft mjög gaman af því að rökræða um femínisma en á oft bágt með að gera það á netinu sökum þess hve fólk getur leyft sér að vera hysterískt og ómálefnalegt, hverjar svosem skoðanir þeirra eru. Það sést mjög vel hér á síðunni hennar Katrínar Önnu og mörgum öðrum. Ef þú ert því ósammála verður þú að eiga það við sjálfan þig.

hee (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 11:15

19 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt.  Það var viðbúið að neytendur kláms myndu verja "rétt sinn"

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 19.2.2007 kl. 11:29

20 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Örvar Þór - bendi þér á að skoða athugasemdirnar við þráðinn "þetta er business klámhópsins..." Þar neðarlega, sérð þú lýsingar á því sem tengist barnakláminu - þ.e. því sem er upp á yfirborðinu og mjög auðvelt að nálgast. Vona svo að þú setjir ekki alla sem eru ósammála undir einn hatt. Þar með er ég að vísa í sjálfan þig - ættir að sjá að hér eru margir hysterískir andfemínistar en það á ekki við um alla sem eru á öndverðri skoðun. 

En kíktu endilega á athugasemdirnar (og dæmin sem eru gefin í innlegginu sjálfu) og komdu svo aftur og segðu okkur hvort þú viljir verja það sem þarna fer fram.  

Matthildur, Halla og Hildur Edda: Já, mesta andstaða karlmanna við jafnrétti birtist í baráttunni fyrir kláminu...  Það er langerfiðasti hjallinn. Sérlega gaman að því þegar þeir bregða sér allt í einu í gervi "kvenréttindabaráttumannsins" og vilja verja þetta á grundvelli kvenna en ekki sem sinn rétt til að hafa ótakmarkaðan aðgang að líkömum kvenna...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.2.2007 kl. 11:37

21 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ps. Örvar Þór - nei annars, svaraðu frekar í hinum þráðnum - óþarfi að byrja að ræða það málefni aftur hér á þessum þræði...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.2.2007 kl. 11:39

22 identicon

Eru þær ekki frjálsar? Þetta eru oft stelpur í háskólanámi sem framfleyta sér með þessum hætti. Í þessu felst enginn frelsissvipting eða niðurlæging, þarna er verið að dást að líkama þeirra og greiða fúlgur fjár fyrir.   Að taka dæmi eins og með svertingjana hér að ofan er sorglegt.  Karlmenn að dást að fegurð kvenlíkamans er langt frá því að vera niðurlæging, gengur ekkert út á þrælahald eða misnotkun.  Að þið getið ekki ímyndað ykkur að þessar stelpur séu hamingjusamar í starfi kemur þeim lítið við, þær eru það flestar. 

Í Danmörku gerði kvenkyns sálfræðingur rannsókn á vændinu sem er rekið fyrir opnum tjöldum þar.  Hún komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki ástæða til að fara í aðgerðir gegn þessu, þar sem að meirihluti kvenna væri ánægður í starfi.  Þær hefðu gaman af kynlífi með mismunandi rekkjunautum og voru komnar í starf þar sem þær fengu þénuðu fjórfalt það sem þeim stendur til boða á almennum vinnumarkaði.   Fæstar gátu hugsað sér annað starf, með lengri vinnutíma og lægri launum.

Mannsal tíðkast í þessum bransa, það er vitað, en það er undantekningardæmi sem ekki gerast í Kópvoginum.  Mannsal og þrælahald er viðbjóður sem allir geta verið sammála um að þurfi að stoppa.  En það að ætla að banna fólki að auglýsa eða koma til landsins fyrir það eitt að vera í svipuðum bransa og í tíðkast mannsal eru algjörar öfgar.  Í stað þess að ráðast svona gegn iðnaðinum í heild af fáfræði, þarf að ráðast gegn mannsalinu.    

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 12:51

23 identicon

Ég er því miður ekki með tilvitnanir í þessa rannsókn, hlustaði á klukkutíma umræðuþátt um þar sem þessi sálfræðingur fór yfir niðurstöður og vitnaði í samtöl sín við þessar vændiskonur, hún fór af stað í þetta til að afla gagna svo stjórnvöld færu í að loka vændishúsum, en henni snérist hugur eftir samtöl við þessar konur.  Þar kom fram að margar þeirra hefðu af fyrrabragði sóst eftir störfum innan vændis vegna hárra launa, dæmi voru um hámenntaða kvenmenn sem sáu þarna góða leið til að bæta við tekjur sínar.  Konur sem höfðu sömu kynlífslöngun og ríkir meðal meirihluta karlmanna og vegna þess að þær eru konur geta þær þénað fúlgur fjár á því.   

Ég hreinlega legg ekki í að koma fram undir fullu nafni í þessari umræðu, maður er hreinlega smeykur við þessa ofstæki sem grasserar meðal feminísta.  Ofstæki og yfirgangur sem mér finnst ekki eiga heima i íslensku þjóðfélagi.  Minnir mann á öfgahópa múslima í Skandinavíu sem reyna að þröngva sinni lífssýn yfir á aðra, s.b.r. múhameðsteikningamálið.  Á Íslandi á að banna fólki að auglýsa og að koma til landsins, af því að það hentar ekki gildismati öfgasinna.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 13:49

24 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sælar.

Byrja á því að fagna allri málefnanlegri umræðu og tek undir að gaman væri að flestir kæmu undir nafni, reyndar sé ég mörg nafnlaus comment sem vit er í.

Mér finnst þessi umræða frekar öfgafull, þ.e.a.s gera úlfalda úr mýflugu.  Þarna skv mínum bestu heimildum er bara hópur úr ákveðinni starfstétt að koma til Íslands, gista á hóteli, fara út að borða, fara í hvalaskoðun, hestbak, vélsleða, jöklaferðir og ýmislegt annað.  Það eru öfgar að fara að banna þessu fólki að koma hingað þó það starfi í klámiðnaðnum.  Hvar hafa komið upp þær sannanir að þetta fólk viðgangist eða framleiði barnaklám?  Það eru öfgar að bera slíkt uppá fólk án sannanna. 

Ég er alls ekki hrifinn af klámi eða klámiðnaði, en þetta er fjölbreyttur iðnaður og ekki sanngjarnt að setja alla undir sama hatt.  Það er væntanlega hluti klámiðnaðarins allar þessar "dótabúðir" sem margur verslar í, tel persónulega ekkert athugavert við það.  Það blöskrar öllum heilbrigðum manneskjum við barnaklámi og öðrum eins viðbjóði við erum öll sammála um það.   Hvernig væri að berjast af enn meiri krafti gegn þeim ósóma? Koma þessum pervertum sem sækjast í þann viðbjóð af götunni? Hér á Íslandi eru engin úrræði, þessir menn leika lausum hala.  Framboð/eftirspurn, út á það gengur þetta og á meðan það eru til menn sem sækja í slíkjan viðbjóð verða til ennþá ógeðfelldari menn/konur sem framleiða slíkt sér til fjár.  Það er eitthvað sem er vert að berjast gegn.  Ég tel að hið "hefðbundna" klám leiði ekki af sér að fólk fari út í barnaklám eða slíkt.  Það er mín skoðun, veit að einhverjir eru því ekki sammála og virði það.

 Annars vil ég taka það fram að ég er ekki hysterískur andfemínisti þó svo ég sé oft ekki sammála ykkur, eða hvernig þið hagið oft baráttu ykkar.  Vil taka það skýrt fram.

Þó við séum ekki alveg sammála ætla ég að þakka Katrínu fyrir pistilinn og umræðuna.

Rökræður eru hið besta mál og það færa flestir hérna rök fyrir máli sínu. 

Örvar Þór Kristjánsson, 19.2.2007 kl. 13:59

25 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

Já ég verð að taka undir með Höllu, það væri afskaplega fróðlegt að sjá rannsóknirnar og gögnin sem sýndu hvað vændiskonur væru upp til hópa hamingjusamar og langskólagengnar (eða að vinna fyrir sér samhliða einhverjum doktors og mastersgráðum)

Það hlýtur einhver af þeim, sem hér kommenta, að geta bent á einhverjar af þessum rannsóknum...eða hvað?

Eva Kamilla Einarsdóttir, 19.2.2007 kl. 14:03

26 identicon

Heyrðu Trína mín, nú hefði maður haldið að þið feministarnir vilduð ólmir og uppvægir eindilega fá þetta fólk til landsins.  Þið gætuð þá slegið tvær flugur í einu höggi, frelsað kynlífþrælana og komið böndum á þrælasalana, eða er kannski ekkert annað en staðlausir stafir bakvið ásakanir um kynlífsþrælkun og mansal sem feministar hamra stöðugt á?

 Skárri er það nú mannvonskan og kvenfyrirlitningin hjá ykkur að meina fórnarlömbum mansals inngöngu í landið þar sem væri svo hægt að vefja það örmum væntumþykju og  ástúðar.

 Er það kannski tilfellið að meintir kynlífþrælar og fórnarlömb mansals vilja bara hvorki sjá ykkur eða heyra?  Er það kannski ástæðan fyrir því að af þeim 1000+ konum sem hafa komið til landsins til að strippa hafið þið ekki fundið eitt einast dæmi um nauðung eða þrælahald, þrátt fyrir allar ásakanirnar í gegnum árin um hið gagnstæða.

Annars merkilegt að verða vitni að viðbrögðum feminista við málefnalegri gagnrýni, hér hrúsat þeirr inn eins og mý á mikjuskán, Hildur og Matthildur og hvað þær núheita, í þeim eina tilgangi að vera með skítkast  til þess að þagga niður gagnrýnisraddir á þetta költfyrirbæri sem feminismin er.  Minnir óneytanlega á viðbrögð kana við andstæðingum innrásarinna í Írak, þöggun frekar en umræða sem gæti afhjúpað sannleikan.

Þrándur (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 332490

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband