Færsluflokkur: Bloggar
25.9.2007 | 11:11
Miklu minna en samt jafnmikið...
Hlustaði á afar áhugavert viðtal við hönnuðinn Olaf Kolte í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Fjallað var um tengsl hönnunar og umhverfisverndar. Í skýrslunni Hönnun til framtíðar eftir Sóley Stefánsdóttur og Halldór Gíslason er einmitt komið inn á hversu mikilvægu hlutverki hönnun getur gengt í umhverfisvernd. Þar kemur m.a. fram (bls. 34):
Í bókinni Natural Capitalism halda höfundar því fram að hinar þróuðu þjóðir geti dregið úr efnis- og orkuflæði sínu um 90-95% án þess að skerða gæði þeirrar þjónustu sem fólk vill fá. Það liggja margar áskoranir og tækifæri í hönnun á þessu sviði og stefna um nýsköpun og hönnun ætti klárlega að taka mikilvægi sjálfbærrar hönnunar með í reikninginn.
Ég fór einmitt á fyrirlestur hjá Sóley á málþinginu Uppspretta auðlinda í smáríkjum sem haldið var af Rannsóknarsetri um smáríki hjá HÍ. Í sömu málstofu og Sóley voru Reynir Harðarson frá CCP, Rakel Garðarsdóttir frá Vesturport og Hilmar Sigurðsson frá Caoz. Frú Vigdís Finnbogadóttir var málstofustjóri. Þetta var mjög gaman...
Vonandi mun hlutverk hönnunar í umhverfisvernd verða meira áberandi í umræðunni þegar fram líða stundir. Það lofar góðu ef við getum minnkað alla þessa sóun auðlinda en samt haldið í gæði og þjónustu. Þurfum við frekari hvatningar við?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2007 | 19:28
Almennir mannasiðir
SAFT kennir börnum m.a. mannasiði á netinu. Hins vegar virðist ekki vanþörf á að sumir fullorðnir tileinki sér almenna mannasiði í samskiptum á netinu. Set þess vegna inn netorðin 5 frá SAFT:
1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert
2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf
5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu
Fólk sem er ófært um að setja skoðanir sínar fram á málefnalegan hátt heldur er með persónulegt skítkast og/eða hate speach er bent á að þeim er frjálst að halda sig annars staðar en hér. Þeim er líka bent á að mér er frjálst að fela athugasemdir og meina aðgang að fjörinu - sem mér finnst sérlega æskilegur fítus á þá sem ekki þora að koma fram undir nafni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.9.2007 | 13:06
Ekki fyrsta landið í heiminum...
Í fréttum RUV í gær var sagt frá því að konur væru nú í meirihluta í norsku ríkisstjórninni og að þetta væri í fyrsta skipti í heiminum að slíkt gerðist. Það er ekki alveg rétt... en rosalega er ánægjulegt að sjá að Noregur er meðal fremstu landa í þessum málum. Fyrsta landið í heiminum sem er með fleiri konur í ríkisstjórn er karla hlýtur að vera Finnland - en þar eru 12 konur og 8 karlar í ríkisstjórn. Hér á okkar landi eru konur 4, karlar 8 og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Það hefur verið jafnhátt - en ekki hærra. Við erum sem sagt ekki meðal fremstu þjóða í þessum málum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.9.2007 | 12:57
Fyrirhafnarinnar virði
Rakst á þessa tilvitnun í bók sem ég er að grúska í:
Leaders are made, they are not born. They are made by hard effort, which is the price which all of must pay to achieve any goal that is worthwile.
Vince Lombardi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2007 | 15:26
Hvað er femínasisti?
Því var skellt framan í Betu (sem by the way var að setja inn brilliant færslu um hvað það er að vera femínisti) um daginn að hún væri forréttindafemínisti. Forréttindafemínisti - hvað er nú það? Ég held að það hljóti að vera femínisti sem nýtur þeirra forréttinda að þekkja aragrúa af öðrum femínistum. Allavega leið mér þannig í gær eftir að hafa spjallað við fjölmargar súpervitrar konur sem allar eiga það sameiginlegt að vera femínistar.
Sumir eiga það til að vilja tengja femínisma saman við eitthvað slæmt - eins og t.d. nasista. Úr þeirra herbúðum heyrast orð eins og femínasistar og fasískur femínisti. Ég hef löngum velt fyrir mér hver væri hin "rétta" skilgreining á því að vera femínasisti, svona fyrir utan að það er augljóst að einhverjum er ógnað af femínismanum og telur að það sé til mikils að vinna að reyna að þagga niður í skilaboðum femínista. Ekki erum við með útrýmingarbúðir á Hellisheiðinni né annars staðar... og þó. Það eru ýmsir eiginleikar sem við femínistarnir viljum útrýma úr samfélaginu. Við viljum nefnilega ekki sjá kynferðisofbeldi af neinu tagi og teljum að refsa eigi þeim sem slík brot fremja. Miðað við málflutning sem finnst á eyjunni virðist sem skilgreining á orðinu femínasisti sé að líta dagsins ljós. Ekki verður betur séð en að í augum þeirra sé femínasisti = femínisti sem berst á móti kynferðisofbeldi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.9.2007 | 10:20
Sagan hálf sögð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
16.9.2007 | 21:42
Ekki deginum eldri en 12!
Hér til hliðar er könnun þar sem spurt er hvort fólk telji þörf á að berjast gegn klámvæðingunni. Væntanlega dylst fáum hvaða skoðun ég hef á því máli, enda tel ég klámvæðinguna mjög stóran orsakaþátt í að viðhalda viðhorfum misréttis - og þeirri hugsun að hlutverk kvenna í heiminum sé að vera undirgefnar karlmönnum. Ein af afleiðingum klámvæðingarinnar sem nefnd hefur verið er að börn verða sífellt meira kyngerð, sér í lagi stúlkubörn. Um þessar mundir er allt vitlaust í Ástralíu þar sem 12 ára gömul stúlka var valin andlit tískuvikunnar þar í landi. Stúlkan er að sjálfsögðu stríðsmáluð og stíliseruð - fullorðinsgerð langt fyrir aldur fram - en hún gegnir einnig því hlutverki að eiga að vera viðmið fyrir fullorðnar konur. Æskudýrkunin er gengin svo langt að nú eiga konur að keppast við að vera ekki deginum eldri en 12!
Hissa?
Fyrir örfáum vikum sagði vinkona mín Beta Ronalds við mig að þessi æskudýrkun væri komin út í svo miklar öfgar að þegar fólk spyrði hana hvernig henni liði ætlaði hún að segja "ekki deginum eldri en 12!" Sumir femínistar eru nefnilega ekki hissa. Við vitum hvert stefnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (82)
15.9.2007 | 18:15
Samfélagsmein eða mannvonska?
Nú er hart deilt um hvort blanda megi samfélagsgerð og hugmyndakerfum samfélaga inn í umræðuna um umskurð kvenna í Sómalíu. Margir hafa hneykslast á því að nokkrum skuli detta í hug að kalla þetta ekki mannvonsku framkvæmda af einstaklingum heldur frekar viljað skoða umskurð sem samfélagsmein. Mig langar að taka þessa hugsun aðeins lengra og varpa fram spurningu til þeirra sem halda því fram fullum fetum að þarna sé um pjúra mannvonsku að ræða:
Staðreyndir:
1. Um 95 - 98% allra kvenna eru umskornar í Sómalíu.
2. Mæðurnar telja oft á tíðum að sársaukinn og afleiðingarnar af umskurði sé bærilegri en andlegar og efnahagslegar afleiðingar þess að vera ekki umskorin.
3. Sómalskir karlmenn krefjast þess að tilvonandi eiginkonur þeirra séu umskornar.
Fyrsta spurningin er þá: Að ykkar áliti, er þá öll sómalska þjóðin hreinlega illa haldin af mannvonsku?
Önnur spurningin er síðan: Að ykkar áliti, eru Íslendingar þá betra fólk að eðlisfari en það sómalska fyrst íslenskar konur eru ekki umskornar?
Þriðja spurning: Nú er sómalska þjóðin svört, en sú íslenska hvít. Er fólk þá á því að hvítt fólk sé betra en svart fólk?
**
Vona að allir sjái þann brjálæðislega rasisma og hroka sem fylgir því að dæma heilu þjóðirnar á grundvelli mannvonsku í staðinn fyrir að skoða mismunandi samfélagsgerðir.
Lokaspurningin er síðan:
Öldum saman höfðu íslenskar konur ekki kosningarétt. Er það fólk sem er á því að umskurður sé gjörningur mannvonsku á því að forfeður okkar hafi að sama skapi verið illa haldnir af mannvonsku?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
15.9.2007 | 00:16
Dæmisaga
Dæmisaga:
Ef einhver myndi stela útvarpi af konu sem heitir Sóley og gefa manni að nafni Pétur það, væri hann rosa góður gaur ef hann notaði útvarpið og neitaði að skila því til Sóleyjar? Eða getur Pétur bara krafist þess að vera réttmætur eigandi útvarpsins vegna þess að hann stal því ekki sjálfur? Væri Sóley fasisti ef hún gerði þá kröfu að fá útvarpið sitt tilbaka?
Bara spyr...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.9.2007 | 17:26
Tjáningarfrelsi
Tjáningarfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðisins. Hins vegar er ekki nóg að hafa það sem stjórnarskrárbundinn rétt, ef tjáningarfrelsið á virkilega að þrífast þá þarf að vinna að því að skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tjá skoðanir sínar. Það eru til ýmsar leiðir til að þagga niður í fólki án þess að ríkisvaldið komi þar nokkurs staðar nálægt. Ayaan Hirsi Ali skilgreindi tjáningarfrelsið sem réttinn til að móðga aðra... og mér finnst allt í lagi að taka undir að það er einn af þáttum tjáningarfrelsisins - þó það sé auðvitað mun víðtakara en rétturinn til að móðga. Tjáningarfrelsið ætti samt ekki að vera án ábyrgðar eða án skoðana. Við höfum t.d. höft á tjáningarfrelsi hér varðandi ærumeiðingar.
Síðan má líka velta fyrir sér hversu langt tjáningarfrelsið nær. Segjum sem svo að ég fái inn um lúguna persónulegt sendibréf sem er ætlað nágranna mínum. Er það partur af mínu tjáningarfrelsi að opna bréfið, lesa það og birta það hér á blogginu, hvort sem er í heild sinni eða valda kafla?
Ástæðan fyrir því að ég spyr er að nú eru í gangi mjög áhugaverðar umræður um íslam, kristni, karlaveldi og annað því tengt í tilefni af heimsókn áðurnefndar Hirsi Ali og Maryam Namazie. Reglur póstlistans kveða skýrt á um að ekki megi birta efni af póstlistanum annars staðar. Það hafa hins vegar 2 bloggarar gert og eru hvorugir búnir að fjarlægja færslurnar þrátt fyrir beiðnir slíks efnis þar birtingin er brot á reglunum. Það kæmi mér síðan ekki á óvart ef fjölmiðlar tækju þetta upp líka og birtu. Allt er þetta síðan tilraun til að þagga niður í einni konu. Femínista. Og jú, kannski fleirum femínistum líka. Allavega lýsa þeir ekki aðdáun sinni á þeirri frábæru og gáfulegu umræðu sem þarna á sér stað. Kemur það á óvart í karlaveldi þar sem raddir kvenna í fjölmiðlum eru rétt rúm 20%? Skyldi þöggunin vera ein af ástæðunum fyrir því? Ég vona allavega að viðkomandi menn setji tjáningarfrelsi sitt líka í samhengi við siðferði og traust - og æru (sína og annarra).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg