Færsluflokkur: Bloggar
4.10.2007 | 12:26
Dómar í kynferðisbrotamálum
Mæli með umfjöllun um kynferðisbrotadóma í Blaðinu í dag. Þar er borið saman hvernig refsiramminn er nýttur í fíkniefnadómum annars vegar og hins vegar í kynferðisbrotamálum. Það munar töluverðu þar á og í raun furðulegt hversu lítt refsiramminn er nýttur í kynferðisbrotamálum. Dómar eru hlægilega lágir miðað við alvarleika brotanna.
Kynferðisbrot eru ein alvarlegasta og skýrasta birtingarmynd kynjamisréttis í okkar samfélagi. Miðað við fjölda þeirra sem brotið er á er hægt að tala um kerfisbundna beitingu ofbeldis. Ofbeldisverkin eru þó ekki skipulögð sem partur af einhverju allsherjar samsæri, langt í frá. Þeim er hins vegar leyft að viðgangast af arfamáttlausum stjórnvöldum og dómskerfi sem er á engan hátt í stakk búið til að taka á þessum málum. Ein birtingarmynd kynjamisréttis er einmitt að konur og börn geta ekki treyst á þá vernd sem stjórnvöld eiga að veita gegn brotum sem þessum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
2.10.2007 | 10:53
Kringlubæklingurinn
Kringlubæklingurinn kom í hús í morgun. Margt þar sem er athyglisvert að stúdera með kynjagleraugun á nefinu... eins og vænta mátti. Ég bíð ennþá spennt eftir því að tískuiðnaðurinn gerist jafnréttissinnaður í alvörunni í stað þess að troða konum endalaust í hlutverk hinnar undirgefnu konu. Merkilegt nokk virðast framleiðendur Kringlubæklingsins gera sér grein fyrir þessu - en bara í orði, ekki á borði. Hér eru nokkur dæmi:
Framakonan. Fyrirsagnir: Vinnugallar, Hún er með stjórn á hlutunum og Þessi dama er algjör dama.
Texti sem fylgir með er t.d.:
Stundum fær orðið kvenlegt (ranglega) á sig neikvæða merkingu. Þá er það tengt við eitthvað gamaldags, konur sem ná litlum árangri í starfi, konur sem hugsa bara um útlitið eða einfaldlega óspennandi og undirgefnar konur sem vantar allan karakter. Í dag þurfa konur ekki að velja, þær geta verið kvenlegar og afgerandi í senn og fötin í vetur hjálpa til við það.
Miðað við samspil myndefnis og texta verður ekki betur séð en skilaboðin séu að það sé hægt að vera bæði undirgefin og afgerandi. En só sorry. Það er ekki hægt. Augnaráð konunnar á öllum myndunum er algjörlega í takt við hið undirgefna augnaráð sem sést svo víða - m.a. er það allsráðandi í kláminu. Höfðinu hallað örlítið niður og síðan litið upp. Líkamstellingarnar eru síðan í stíl - og athyglisvert að bera saman kven- og karlímyndina. Karlinn ætlar með krakkana í bíó og honum er kalt. Honum stekkur ekki bros á vör, hann lítur út eins og honum leiðist og hann horfir beint fram. Honum er skítsama hvort hann falli í kramið hjá hinu kyninu. Hans aim er ekki endilega to please... akkúrat öfugt við hana.
Daniel Chandler lýsir þessu meðal annars svona:
Stereotypical notions of masculinity are strongly oriented towards the active. Dyer argues that the male model feels bound to avoid the femininity of being posed as the passive object of an active gaze.
Og það er einmitt munurinn - konunni er stillt upp sem viðfangi en karlinum ekki.
Skilaboðin sem birtast í þessu er að konur nái stjórn á hlutunum með því að vera undirgefnar...
Barnakaflinn er síðan sér kapítuli út af fyrir sig.
Í vetur ætla ég að vera vel klæddur
Það var og. Best að hvetja börnin ekki of mikið til að læra og leika sér... Væntanlega kemur mörgum það líka á óvart að ein stelpan er sett í hlutverk klappstýrunnar. Það er greinilega hlutverk sem stúlkur eiga að læra snemma... að hvetja strákana áfram í staðinn fyrir að afreka sjálfar. Grease er síðan notað sem þema hjá börnunum. Grease er ástarsaga - en það er ekki seinna vænna en að byrja að hamra inn hjá börnunum strax að þau eiga að verða gagnkynhneigð þegar þau verða stór. Aðrir valmöguleikar eru ekki í boði... Sumum finnst þetta afskaplega krúttlegt. Mér finnst það ekki. Notkun barna í auglýsingar er afar ábyrgðamikið hlutverk. Sérstaklega þegar um er að ræða geira eins og tískubransann og "trendsetting".
1.10.2007 | 18:28
Góð nýting á fjármagni?
Enn eru margir staðir í dreifbýlinu sem ekki hafa aðgang að ljósleiðaratengingu. Ég er með 2 tengda inn í hús hjá mér. Er þetta ekki eitthvað skakkt?
Peningar tala oft hæst af öllum. Það væru mistök að ætla þeim að vera skynsamir, réttsýnir eða jafnréttissinnaðir. Peningar taka oft skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2007 | 11:11
Skilgreiningarvaldið
Málþingið um hvaða sannleika sé að finna í íslenskum kvikmyndum var mjög skemmtilegt. Ég er afskaplega glöð að Beta skyldi bjóða mér að vera með því ég lærði heilan helling af áhugaverðum erindum og umræðunum á eftir. Ég hef t.d. ekkert spáð í eða heyrt um heimildarlegt gildi kvikmynda - sérstaklega heimildarmynda og það var mjög áhugavert að heyra Írisi fjalla um það. Heimildarmyndir eru kannski ekki sérlega góð sagnfræðileg heimild um "sannleikann" en geta engu að síður sagt mikið til um tíðarandann og alls kyns aðra hluti. Ég hugsaði mikið til þess þegar ég fór á heimildarmyndina Fabulous: The Story of Queer Cinema í gærkvöldi. Ef sagnfræðingar framtíðarinnar myndu nota hana sem heimild gætu þeir ekki komist að annarri niðurstöðu en að lesbíumyndir væru meira og minna soft-porn myndir en hommamyndir snúast að mestu leyti um vináttu, baráttu og kannski í mesta lagi að kyssast - en án þess að nota tunguna! Verð að segja eins og er að þarna þótti mér Queer samfélagið missa af úrvals tækifæri til að gera samlíf homma sýnilegt... myndin er eins og sniðin að kröfu gagnkynhneigðra karlmanna með hommafóbíu. Sem er sorglegt en segir sitthvað um tíðarandann og skilgreiningarvaldið. Það skiptir máli hver segir söguna en það skiptir líka máli að kynjakerfið í kringum okkur er svo sterkt að meira að segja hópar sem berjast gegn hinu ríkjandi normi leggja sig í líma við að festa það í sessi.
Hér er annars bútur úr mínu erindi:
Focoult talaði um hið allt um lykjandi vald. Vald felst ekki bara í kosningarétti og öðrum formlegum réttindum heldur á sér ýmsar birtingarmyndir. Eitt af því er skilgreiningavaldið. Sá sem býr til kvikmyndir hefur í hendi sér ákveðið skilgreiningavald um hvernig konur og karlar birtast, í hvaða hlutverkum þau eru, hvernig við horfum á þau og svo framvegis. Þær ímyndir sem við sjáum hafa síðan töluverð áhrif á hvernig við hugsum og hvað okkur finnst eðlilegt og sjálfsagt. Það skilgreinir að vissu leyti líka okkar mörk hvað við teljum leyfilegt að gera og hvað ekki. Kynímyndir sem birtast í bíómyndum eru gjörólík og þess vegna eru birtingarmyndir kynjanna í kvikmyndum, sem og annars staðar, ekki eitthvað sem ber að líta á sem afþreyingu heldur er það í raun hápólitískt mál.
Fræðikonan Margret Marshment hefur stúderað þetta töluvert og meðal þess sem hún segir er að kynímyndir séu m.a. notaðar til að halda fólki á ákveðnum bás. Þess vegna skiptir máli að konur hafi þetta vald sjálfar og að við stúderum sjálfar hvernig við viljum vera sýndar og kynntar til sögunnar í kvikmyndum og á öðrum vettvangi. Að öðrum kosti erum við háðar skilgreiningum og ákvörðunum annarra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 19:11
Sannleikurinn í íslenskum kvikmyndum
Á morgun, sunnudaginn 30.september, klukkan 13.00 í Norræna Húsinu, verður spennandi umræðufundur í boði Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðarinnar og KIKS, kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi.
Yfirskriftin er: Hvaða sannleika er að finna í íslenskum kvikmyndum? Endurspegla þær heiminn sem er fyrir? Eiga þær sér stoð í samtímanum og er sögutúlkun þeirra
mikilvæg komandi kynslóðum?
Í pontu stíga Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar
Íslands, Sigríður Þorgeirsdóttir dósent í heimspeki, Sigríður Pétursdóttir
kvikmyndagagnrýnandi, Katrín Anna Guðmundsdóttir viðskipta- og
markaðsfræðingur, Írís Ellenberger sagnfræðingur og Kristín Atladóttir
kvikmyndagerðarmaður.
Hin eina sanna Beta stýrir síðan umræðum á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2007 | 12:54
Hver vaskaði upp?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.9.2007 | 14:36
Hjúkrunarfræðingar og löggur
Launamunur kynjanna er eitt af samþykktu jafnréttismálum samtímans. Með samþykktum meina ég að fólk almennt viðurkennir að það sé mismunun að greiða kynjunum ekki sömu laun. Launamunurinn hefur verið greindur í nokkra þætti. Nærtækasta (og samþykktasta) dæmið er fyrir laun fyrir sömu störf. Tveir einstaklingar sem vinna sama starf eiga að fá sömu laun, óháð kyni. Lög þess efnis voru samþykkt árið 1961 og þá höfðu atvinnurekendur 6 ára aðlögunartíma til að kippa málum í lag. Það hefur ekki enn gerst.
Önnur tegund af launamun sem hefur verið í umræðunni er launamunur á milli hefðbundinna kvenna- og karlastarfa. Samfélagið er að mörgu leyti ekki alveg búið að samþykkja þetta mál sem part af jafnréttisbaráttunni. Kynjamisrétti birtist hins vegar meðal annars í því að framlag kvenna til samfélagsins er minna metið til launa. Þetta hefur stundum verið nefnt þegnskylduvinna kvenna - að vinna ýmsa ólaunaða eða lágt launaða vinnu sem er samt bráðnauðsynleg til að samfélagið sé starfhæft. Baráttan fyrir kynjajafnrétti gengur m.a. út á það að konur verði ekki lengur skikkaðar í þessa þegnskylduvinnu heldur fái sanngjörn laun fyrir sín störf.
Gott dæmi um þetta er sú umræða sem á sér nú stað um laun lögreglumanna og hjúkrunarfræðinga. Fyrrnefnda stéttin er hefðbundin karlastétt og þar á að bæta við 30.000 kr aukagreiðslu á mánuði vegna álags og manneklu. Sama staðan hefur verið upp á tengingnum hjá hjúkrunarfræðingum í nokkur ár en þeim er neitað um aukagreiðsluna. Þetta er ein birtingarmynd kynjamisréttis. Fólk samþykkir frekar að koma til móts við karla í launum en konur. Í þessu tilfelli er alls ekki hægt að segja að hjúkrunarfræðingar hafi ekki sóst eftir þessu enda hafa þær (og örfáir þeir) verið í mjög sýnilegri kjarabaráttu - og einmitt sóst eftir að þessi heimild til aukagreiðslu verði nýtt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.9.2007 | 11:41
Flying
Skellti mér á myndina Flying í gærkvöldi með Gyðu. Það eitt og sér að horfa á alla myndina verður að teljast afrek því þetta eru 6 klukkutímar! Sex og hálfur með pásum...
Þetta er heimildarmynd gerð af Jennifer Fox, tekin á 4 ára tímabili og samanstendur af hennar persónulegu krísum og viðtölum við konur frá 17 löndum. Myndir er afar langdreginn á köflum en engu að síður mjög áhugaverð. Hún er hálfgerð femínísk vitundarvakning... en samt ekki... en þó... Ég varð örlítið áttavillt í endann. Fyrstu 2 hlutarnir af myndinni eru frekar melló og ekkert sérlega áhugaverðir. Meira bara svona hennar eigin naflaskoðun og frekar yfirborðslegt. En síðan fer myndin að verða virkilega áhugaverð.
Eitt af því sem er skemmtilegt við myndina er að Jennifer er ekkert í því að búa til einhverja glansmynd af sér sjálfri og er ekkert hrædd við að vera í mynd bara eins og hún er... Hún kryfur samband sitt við foreldra sína og ég varð frekar hissa á hversu langt hún gekk í því. Þau eru bæði í myndinni og fá frekar slæma útreið á köflum.
Myndin er áhugavert innlegg inn í umræðuna um konuna sem kynveru og þá svaðalegu pólitík sem er í kringum allt það dæmi - með mismunandi birtingarmyndum í ólíkum menningarheimum - en samt alls staðar sammerkt að stjórnunin er mikil. Spurningin sem Arnar varpaði fram á fyrirlestrinum sínum í gær - hver á kvenlíkamann? endurómar í gegnum myndina. Réttara væri samt kannski að segja að myndin endurspegli þá baráttu sem konur eru víðast hvar í um yfirráð yfir eigin kynverund og sjálfi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 15:31
Í tilefni dagsins
Þorgerður Einarsdóttir dósent í kynjafræði tók við veglegri gjöf frá Landsbankanum í morgun. Þar var um að ræða bókasafn Veru - sem inniheldur m.a. bækur frá Kvennaframboðinu og Kvennalistanum. Margar stórmerkilega bækur þarna á ferð og góð búbót fyrir kynjafræðina. Halldór Sigurjónsson bankastjóri afhenti gjöfina við skemmtilega athöfn í morgun. Þaðan lá leiðin í Þjóðarbókhlöðuna þar sem Arnar Gíslason hélt erindi um karla og fóstureyðingar - og hver á líkama kvenna. Mjög fróðlegt erindi þar á ferð. Gott að sjá þessa nálgun á málið þar sem réttur kvenna að eigin líkama er fullkomlega virtur en jafnframt spáð í hvort hægt sé að bjóða karlmönnum sem fara í gegnum þetta ferli einhverja aðstoð eða ráðgjöf.
**
Í dag eru liðin 151 ár frá fæðingu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Til hamingju með daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 11:49
Heilsa óháð holdarfari
Auglýsingar eru stór áhrifaþáttur í okkar samfélagi. Hvort sem fólk gerir sér grein fyrir mætti auglýsinga eða ekki þá hafa þær áhrif. Auglýsingar eru framleiddar og birtar markvisst í þeim tilgangi að fá okkur til að haga okkur á ákveðinn hátt. Að vissu leyti má kalla það forræðishyggju... eða er það ekki jafnmikil forræðishyggja að segja börnum að fara á McDonalds eins og að segja þeim að fara ekki?
Annars er eitt sem mér finnst virkilega mikilvægt umhugsunarefni í sambandi við McDonalds auglýsinguna og ítölsku auglýsinguna þar sem myndefnið er nakin kona með anorexíu. Í báðum tilfellum snýst umræðan um offitu... Þarna erum við að sjá báða endana á spýtunni en ekki spýtuna sjálfa, ef svo má að orði komast. Fitan er orðin að algjöri tabúi og hvarvetna keppist fólk við að fjalla um fituna sem vandamál. Fókusinn í umræðunni er líka um útlit. Fólk keppist við að tala um hvernig fyrirsætan á myndinni lítur út og einhvern veginn verður það miðpunkturinn. Af hverju ekki frekar að tala um heilsu? Af hverju ekki að tala um lífsgæði? Sama á við um McDonalds - er skelfilegasta afleiðingin sú að börn verði feit eða er skelfilega afleiðingin áhrif á heilsuna? Anorexía er flókinn sjúkdómur sem á sér marga áhrifavalda. Einn af þeim eru fitufordómar - thin-ideal, eins og það er kallað. Það er að þykja til fyrirmyndar að vera ekki með gramm af fitu á sér, enda er fita skilgreind sem óvinurinn í okkar menningarheimi. Offitutal bætir ekki þar úr. Eins og ég hef sagt áður og segi enn - það er mikilvægt að vera við góða heilsu. Þá nægir ekki að tala um offitu eins og það sé heilsufarsvandamál þegar heilsufarsvandamálin liggja frekar í hreyfingarleysi og óhollu mataræði. Holdarfar er ekki réttur eða nægjanlegur mælikvarði á heilsufar. Ég skil vel að fólk sem þykir það vera of þungt og finnur fyrir heilsuleysi eigi auðvelt með að skella skuldinni á þyngdina. Orsökin liggur samt ekki þar. Ef að þetta sama fólk hugsar um hvort það hreyfir sig nóg og borðar hollan mat - hvert er svarið þá? Er það allt í góðu standi? Sama á við um marga þar sem holdarfarið er fyllilega í samræmi við vestræna mælikvarða um gott heilsufar - margt af því fólki finnur samt til heilsuleysis - sökum ónógrar hreyfingar og óholls mataræðis.
Þegar umræðan snýst um holdarfarið en ekki heilsuna er hætt við að fólk grípi til alls konar ráða til að halda sig innan "ásættanlegrar" þyngdar. Slíkar aðgerðir eru oftar en ekki óheilsusamlegar - og geta leitt til bæði vannæringar og þyngdaraukningar, svo ekki sé minnst á að ýmislegt bendir til þess að þeir heilsubrestir sem oft eru tengdir við offitu tengist frekar megrunarkúrunum. Fitufordómar bæta ekki heilsufar þjóðarinnar. Heilsa óháð holdarfari er slagorð sem Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur hjá BUGL hefur oft haldið á lofti. Það hljómar mjög skynsamlega í mínum eyrum... ef að McDonalds er óhollur skyndibiti þá ætti að benda á tengslin á milli óhollustu og heilsu - ekki óhollustu og holdarfars.
Og að lokum - hér er ákvæði úr siðareglum SÍA og útvarpslögum um auglýsingar til barna og unglinga:
Siðareglur SÍA:
13. gr. Börn og unglingar
1. Í auglýsingum skal ekki misnota hina eðlilegu trúgirni barna né reynsluskort yngri kynslóðarinnar og skal þess gætt að auglýsingar raski ekki samlyndi innan fjölskyldunnar.
2. Auglýsingar sem beint er til barna eða unglinga eða eru líklegar til að hafa áhrif á þá aldursflokka skulu ekki innihalda staðhæfingar eða myndir sem gætu skaðað hina yngri geðrænt, siðferðislega eða líkamlega.
Útvarpslög:
20. gr. Vernd barna gegn ótilhlýðilegum auglýsingum.
Útvarpsauglýsingar skulu þannig gerðar og fluttar að þær valdi ekki börnum siðferðilegum eða líkamlegum skaða. Í útvarpsauglýsingum er óleyfilegt að:
a. hvetja börn til þess að kaupa vöru eða þjónustu með því að notfæra sér reynsluleysi þeirra eða trúgirni,
b. hvetja börn til þess að telja foreldra sína eða aðra á að kaupa vöru eða þjónustu sem auglýst er,
c. notfæra sér það sérstaka trúnaðartraust sem börn bera til foreldra, kennara eða annars fólks eða
d. sýna börn að tilefnislausu við hættulegar aðstæður.
Auglýsa skyndibita á undan barnatíma RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg