Færsluflokkur: Bloggar

Unifem að gera góða hluti!

Svona fyrst UNIFEM átakið er búið tók ég út myndbandið. Ástæðan sú að það spilast sjálfkrafa í hvert skipti sem síðan er opnuð - með tónlist og tilheyrandi. En gott málefni og UNIFEM að gera góða hluti nú sem endranær.
Screenshot_24

Skaðlegar staðalmyndir kynjanna

Í framahaldi af umræðunni um stöðu foreldra hér fyrir neðan og í samhengi við framtíðarsýnina er ekki úr vegi að fjalla aðeins um kynhlutverkin og skaðleg áhrif staðalmynda. Mynd segir meira en 1000 orð og því ætla ég að setja hér inn jafngildi yfir 2000 orða um þau kynhlutverk sem haldið er að kynjunum. Örugglega óþarfi að taka það fram að ég tel þetta vera skaðlegar staðalmyndir sem haldið er að börnunum... Fleiri en ég til í að berjast gegn þessu?

oskudagsbuningar


Framtíðarsýnin

Það er engin ástæða til að finna upp hjólið aftur... hér er framtíðarsýn vinnuhóps á vegum Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti. Finnst hún bæði falleg og góð... akkúrat það sem ég vil berjast fyrir og stefna að!

The Task Force’s vision is of a world in which men and women work together as equal partners to secure better lives for themselves and their families. In this world, women and men share equally in the enjoyment of basic capabilities, economic assets, voice, and freedom from fear and violence. They share the care of children, the elderly, and the sick; the responsibility for paid employment; and the joys of leisure. In such a world, the resources now used for war and destruction are instead invested in human development and well-being; institutions and decision-making processes are open and democratic; and all human beings treat each other with respect and dignity. 

Ef ég ætti að umorða þetta myndi ég ekki hafa þetta alveg svona gagnkynhneigt - og láta koma fram viðurkenningu á fjölbreyttari fjölskylduformum (fyrsta setningin). En að öðru leyti er það bara ansi gott!


Allt að gerast!

Stundum gerast hlutirnir hratt... Ég væri alveg til í að vera með fleiri hluti á hreinu og held að sumir sleppi vel sem ekki ættu að sleppa vel og að sumir séu blórabögglar. Eða hvað? Einhver þarf að axla pólitíska ábyrgð á REI málinu - ég bara er á því að það sé ekki einn heldur margir.

Ásakanir hafa gengið á víxl en það er ekki þar með sagt að sannleikurinn sé kominn fram. Í raun er þetta eitt af þeim málum sem væri skynsamlegt að rannsaka og komast til botns í. Þá er hægt að láta þá sem eru ábyrgir axla ábyrgðina. Í öllu falli er ljóst að þetta er klúður...


Já!

Undanfarna daga er ég búin að lesa fréttir um nóbelsverðlaunahafa - útnefnda og líklega - og hef alltaf verið jafn svekkt yfir að hafa ekki séð eitt einasta kvenmannsnafn í þeim hópi. Þetta kom því ánægjulega á óvart. Gott að akademían er ekki alveg eins kynblind og spámennirnir... Wink

Ps. Fyrirsögnin er í anda nýrra frétta um að stjórnarskrárbinda íslensku sem tungumál - og ég að reyna að leggja mitt af mörkum með því að hrópa ekki upp "Yes"... Það er komin ný skoðanakönnun hér til hliðar - hefurðu lesið stjórnarskrána?  


mbl.is Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jesús hvað?

Frelsinu til að velja verða að fylgja valmöguleikar. Þess vegna er ég hlynnt því að börn fái fjölbreytta kennslu í skólum og fái að prófa sig áfram á ýmsum vettvangi. Nám á að innihalda bóklegt nám, verknám, listnám, íþróttir, trúabragðafræðslu, heimspeki, kynjafræði, lífsleikni... og margt fleira. Ef við náum að prófa sem flest þá eru líka meiri líkur á að við tökum upplýsta ákvörðun þegar við veljum hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór... 

Að vissu leyti skil ég vel þá áráttu að vilja láta börn byrja sem allra fyrst á ævistarfinu. Það er kannski erfitt að ætla að verða píanósnillingur ef fólk byrjar ekki að æfa fyrr en við 15 ára aldurinn (það er samt alveg góður aldur upp á hobbýið að gera). Það er kannski þess vegna sem við sjáum svona mikið af börnum sem er ýtt út í ævistarfið við 7 ára aldurinn eða þar um bil.  Íþróttir nærtækt dæmi sem og alls konar listnám. Ég gúddera það upp að vissu marki - á meðan börnin fá samt að leika sér og vera til og æfingarnar eru ekki of margar eða of stífar - eða byggjast á niðurbroti. 

En mér var nóg boðið í gærkveldi. Ég horfði á þátt á RUV sem heitir Jesus Camp. Hann fjallaði um sumarbúðir fyrir krakka þar sem þau eru þjálfuð í að vera hermenn guðs. Þar fá þau alls kyns "fræðslu" um Guð, kölska og helvíti - ásamt dágóðum skammti af áróðri gegn fóstureyðingum og samkynhneigðum. Börnin eru gjörsamlega heilaþvegin og svo send út af örkinni. Þau voru m.a. sýnd spyrja einhvern hvar hann myndi enda þegar þessi vist væri búin. Þegar hann svaraði "á himnum" spurðu þau "ertu viss?" Skokkuðu svo í burtu og ein sagði "ég er viss um að hann er múslimi". Aðstandendur sumarbúðanna dásömuðu krakkana í hástert og sögðu sífellt að þau væru sannfærð um að unga kynslóðin myndi færa Bandaríkin aftur í hendur Guðs. Ég er hins vegar langt í frá að vera sannfærð... og ef ég væri trúuð myndi ég eflaust biðja Guð um að frelsa börnin frá þessum voða. 


Áhugavert í hádeginu!

Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir hádegisfundi  miðvikudaginn 10. október nk. kl. 12:00-13:00 í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu. Á fundinum munu Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Hlér Guðjónsson frá Háskólanum á Bifröst ræða jafnlaunamálin.

Launamál kynjanna hafa verið í umræðunni að undanförnu. Félagsmála- og fjármálaráðherra vinna að undirbúningi nefndar sem á að vinna að þeim markmiðum ríkistjórnarinnar að minnka hinn óútskýrða kynbundna launamun. Á fundinum verða ræddar aðgerðir ríkistjórnarinnar, tölulegar upplýsingar um launamun kynjanna og jafnréttiskennitalan. Eftir stutt framsöguerindi verða pallborðsumræður og fyrirspurnir úr sal.

Allir  velkomnir. Léttur hádegisverður í boði Kvenréttindafélags Íslands.



Kosningarétturinn og einkavinavæðingin

Er nýbúin að horfa á uppáhaldsmyndina mína - Iron Jawed Angels. Þetta er í þriðja sinn sem ég horfi á hana og alltaf finnst mér hún jafn áhrifamikil. Hún er um baráttu bandarískra kvenna fyrir kosningaréttinum en hann fengu þær árið 1920 eftir 70 ára baráttu. Baráttan hér var 30 ár og gekk mun átakalausara fyrir sig. Hér voru konur ekki fangelsaðar á pólitískum forsendum, þær fóru ekki í hungurverkfall og matur var ekki neyddur ofan í þær í gegnum magaslöngu. 

**

Annars er ég búin að fylgjast agndofa með rugli síðustu daga. Á textavarpinu er núna þessi frétt:

Ísrael: Olmert vændur um spillingu

Ísraelska lögreglan tók forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, til yfirheyrslu í morgun en hann er grunaður um spillingu. Olmert er sakaður um að hygla vini sínum við einkavæðingu annars stærsta banka Ísraels.

Olmert var yfirheyrður í margar klukkustundir en hann er grunaður um margvíslega spillingu auk bankasölunnar m.a. að hafa þegið mútur.
Hér eru nú sem betur fer engar ásakanir um mútur - en einkavinavæðingin er greinileg - og viðurkennd. Á enginn að axla þá ábyrgð? 
Pistillinn minn í Viðskiptablaðinu á morgun er annars um þetta mál - kynjavinkilinn, að sjálfsögðu! 

 


Óbeisluð fegurð

Fór á heimildarmyndina Óbeisluð fegurð á föstudaginn. Þetta var frumsýningin og því mættu aðstandendur myndarinnar og sögðu okkur frá myndinni og svöruðu spurningunum. Ég fylgdist spennt með "fegurðarsamkeppninni" Óbeisluð fegurð sem haldin var í apríl á þessu ári. Þetta er flott koncept og það er mikill fengur að heimildarmyndinni. Hún er mjög skemmtileg og fangar vel kraftinn, gleðina og fegurðina sem fólst í þessari aðgerð. Alveg hreint yndislegt og ég vona eindregið að RUV sjái sóma sinn í því að sýna myndina.

Mér skilst að það sé mikill áhugi fyrir myndinni erlendis - mun meiri áhugi en er hér heima... Sagan á bak við heimildarmyndinna er líka sérlega falleg. Önnur kvikmyndagerðarkonan, Tina Naccache, var heima hjá sér í Beirút að vaska upp og hlusta á BBC. Þá heyrir hún frétt um að til standi að halda fegurðarsamkeppnina Óbeislaða fegurð á Íslandi. Hún hringir í Hrafnhildi Gunnarsdóttur og segir henni að þær verði að gera mynd um keppnina. Og það var það sem þær gerðu. Sem betur fer. Kærar þakkir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband