Jesús hvað?

Frelsinu til að velja verða að fylgja valmöguleikar. Þess vegna er ég hlynnt því að börn fái fjölbreytta kennslu í skólum og fái að prófa sig áfram á ýmsum vettvangi. Nám á að innihalda bóklegt nám, verknám, listnám, íþróttir, trúabragðafræðslu, heimspeki, kynjafræði, lífsleikni... og margt fleira. Ef við náum að prófa sem flest þá eru líka meiri líkur á að við tökum upplýsta ákvörðun þegar við veljum hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór... 

Að vissu leyti skil ég vel þá áráttu að vilja láta börn byrja sem allra fyrst á ævistarfinu. Það er kannski erfitt að ætla að verða píanósnillingur ef fólk byrjar ekki að æfa fyrr en við 15 ára aldurinn (það er samt alveg góður aldur upp á hobbýið að gera). Það er kannski þess vegna sem við sjáum svona mikið af börnum sem er ýtt út í ævistarfið við 7 ára aldurinn eða þar um bil.  Íþróttir nærtækt dæmi sem og alls konar listnám. Ég gúddera það upp að vissu marki - á meðan börnin fá samt að leika sér og vera til og æfingarnar eru ekki of margar eða of stífar - eða byggjast á niðurbroti. 

En mér var nóg boðið í gærkveldi. Ég horfði á þátt á RUV sem heitir Jesus Camp. Hann fjallaði um sumarbúðir fyrir krakka þar sem þau eru þjálfuð í að vera hermenn guðs. Þar fá þau alls kyns "fræðslu" um Guð, kölska og helvíti - ásamt dágóðum skammti af áróðri gegn fóstureyðingum og samkynhneigðum. Börnin eru gjörsamlega heilaþvegin og svo send út af örkinni. Þau voru m.a. sýnd spyrja einhvern hvar hann myndi enda þegar þessi vist væri búin. Þegar hann svaraði "á himnum" spurðu þau "ertu viss?" Skokkuðu svo í burtu og ein sagði "ég er viss um að hann er múslimi". Aðstandendur sumarbúðanna dásömuðu krakkana í hástert og sögðu sífellt að þau væru sannfærð um að unga kynslóðin myndi færa Bandaríkin aftur í hendur Guðs. Ég er hins vegar langt í frá að vera sannfærð... og ef ég væri trúuð myndi ég eflaust biðja Guð um að frelsa börnin frá þessum voða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var í einu orði sagt hræðilegt. Ég hef eiginlega ekki annað um þetta að segja.

Hildur Edda (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 12:59

2 identicon

Þessi mynd er ótrúleg og forvitnilegt að horfa á hana. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera svona "heilaþveginn" og finnst mér lítið sem réttlætir þetta. Ég myndi flokka sjálfan mig sem trúleysingja og svona myndir (reyndar frekar hlutdræg) ýta bara undir þá flokkun mína!

Guðmundur Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 13:21

3 identicon

Þessi mynd var rosaleg! Sá reyndar bara hluta af því ég missti af byrjuninni og sofnaði yfir endanum. Mér fannst bara svo stórmerkilegt hvernig orðræðan um stríð og hermenn er samtvinnuð kristinni trú. Þegar kristin trú á auðvitað að ganga út á kærleik og bróðerni (systerni ef út í það er farið). Líka merkilegt að sjá allar tilfinningarnar sem brutust út hjá börnunum.

Aukin bókstafstrú í Bandaríkjunum er eitthvað sem þarf að varast... Spáðu bara í peningunum sem liggja í þessu batteríi. Allar risakirkjurnar, þeirra eigin skólar og félagsmiðstöðvar, sjónvarpsstöðvarnar og útvarpsrásirnar. Útbreiðsluleiðirnar eru margar og greiðar.

Og svo eru það kvenfrelsi og mannréttindi sem bera skaðann...

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 14:18

4 identicon

Sæl

Ég gæti ekki verið meira sammála. Það er náttúrulega forvitnilegt fyrir okkur að sjá svona öfgafullt fólk (að okkar mati), þau eru náttúrulega ekki bara til í Bandaríkjunum, heldur víðar.

Ég, sem tónlistarnemi og kennari, langar rosalega að útrýma þeim misskilningi í samfélaginu að það sé ómögulegt að verða hljóðfærasnillingur ef maður byrjar ekki sem barn. Það er ekkert sem segir að fertug kona geti ekki orðið svaka söngdíva, og ekkert sem segir að tvítugur byrjandi á píanó geti ekki orðið rosa klár, þekktur og algjör stjarna. Æskudýrkun er það sem þjakar samfélagið og er gjörsamlega að fara með tónlistarheiminn. Það þarf líka að passa að börn fái ekki hjartaáfall fyrir 10 ára aldur.

Ingrid Örk (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 16:39

5 identicon

Ég sá nú ekki myndina en hugleiði allt hitt reglulega, ekki síst eftir að hafa séð loftfimleikahópinn Kínverska...

Ég sendi Hallgrímskirkju og biskupsstofu kvörtun á sínum tíma yfir að börnum væri kennt lag sem kallast Hermenn Guðs (eða álíka) og fjallar um fótgönguliða osfr.

kókó (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 332484

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband