Hvað er femínasisti?

Því var skellt framan í Betu (sem by the way var að setja inn brilliant færslu um hvað það er að vera femínisti) um daginn að hún væri forréttindafemínisti. Forréttindafemínisti - hvað er nú það? Ég held að það hljóti að vera femínisti sem nýtur þeirra forréttinda að þekkja aragrúa af öðrum femínistum. Allavega leið mér þannig í gær eftir að hafa spjallað við fjölmargar súpervitrar konur sem allar eiga það sameiginlegt að vera femínistar.

Sumir eiga það til að vilja tengja femínisma saman við eitthvað slæmt - eins og t.d. nasista. Úr þeirra herbúðum heyrast orð eins og femínasistar og fasískur femínisti. Ég hef löngum velt fyrir mér hver væri hin "rétta" skilgreining á því að vera femínasisti, svona fyrir utan að það er augljóst að einhverjum er ógnað af femínismanum og telur að það sé til mikils að vinna að reyna að þagga niður í skilaboðum femínista. Ekki erum við með útrýmingarbúðir á Hellisheiðinni né annars staðar... og þó. Það eru ýmsir eiginleikar sem við femínistarnir viljum útrýma úr samfélaginu. Við viljum nefnilega ekki sjá kynferðisofbeldi af neinu tagi og teljum að refsa eigi þeim sem slík brot fremja. Miðað við málflutning sem finnst á eyjunni virðist sem  skilgreining á orðinu femínasisti sé að líta dagsins ljós. Ekki verður betur séð en að í augum þeirra sé femínasisti = femínisti sem berst á móti kynferðisofbeldi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú ætla ég ekki að þykjast vita hvað feminasisti er en:

http://en.wikipedia.org/wiki/Godwins_law 

 Einhverra hluta vegna leyfir þetta frábæra blogkerfi mér ekki að gera tengil...

Guðmundur I. Halldórsson (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:53

2 Smámynd: halkatla

það eina sem ég þoli ekki við suma femínista er hvað þeir eru óþolandi klárir, nenna semsagt alltaf að hugsa um það sem raunverulega skiptir máli, ólíkt mér. En ég er að reyna!

halkatla, 21.9.2007 kl. 15:57

3 identicon

 Ég veit alveg hvað femíniasisti er. Það er orðskrípi!

Hildur (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 19:52

4 identicon

Feminasisti er skv þessum greinum, fólk sem í skjóli feminisma vill taka fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu.  Fólk sem telur sig hin eina rétta handhafa sannleikans og veit betur en æðsta dómsstig um sekt manna.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 21:49

5 identicon

Ég hef heyrt: feminasisti = kvenmenn sem vilja útrýma karlmönnum

En ég trúi: lýsingarorð tilbúið af einstaklingum sem að hafa ekki græna glóru um hvað feminísti gengur út á, eru hræddir/ar við hugmyndina vegna þess að hann eða hún skilur hana bara í öfgum, og er tilraun til að gera lítið úr því sem það skilur ekki.

ex354 (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:13

6 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Já, það er ótrúlegt skítkastið sem femínistar fá hér á þessum síðum og víðar. Svei mér ef útskýring ex354 á antifemínistum er ekki sú besta sem ég hef heyrt!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 21.9.2007 kl. 23:59

7 identicon

Þuríður! Þú þarf að gera þér grein fyrir því að þess færsla sem Katrín vonandi missti á bloggið sitt er eitt mesta bull sem ég hef lesið. Og að þú skulir standa með henni í þessu, Þuríður. Það einmitt þessi hugsunnar háttur sem tefur fyrir baráttu kvenna. OG þið báðar ættuð að skammast ykkur. Þið eruð kvennþjóðinni til skammar

Reynir Hannesson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 10:49

8 identicon

Kata. Íslenskir femínistar eru forréttindafemínistar - af því við eigum þig að. Brilljant færsla. -Og Guðmundur - Godwins law er mjög flott pæling.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 11:10

9 identicon

Osama bin Laden.. er hann að gera eitthvað gott fyrir málstað múslima? Er hann heppilegur málsvari þeirra? Nei.. bara spyr.

GG (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 12:38

10 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Það efast enginn um góðan vilja feminista. Það er bara aðferðir sem slær á fólk oft. Svo vilja áherslur ganga í öfgum og afvegaleiðast. Fólk sem er sannfært um að það sé að gera eitthvað gott, eða standa fyrir eitthvað gott, er sannfært oft um að þeirra afstaða til hluta er pottþétt eins og það ætti að vera (Hinir bara skilja það ekki).

Feminismi hefur skilað mörgu góðu af sér. En það kemur oft sá punktur að vera innan skekkjumarka og að stundum er ekki verið að gera á annars hlut, heldur ráði tilviljun hlutunum. Ég kæri mig ekki um að láta kvenmenn vera í meirihluta í ríkistjórn til þess eins að jafnrétti sé náð. Ég vil ekki að konur fari í pólitík til að jafna kynjahlutfall. Ég vil að konur (og karlmenn) fari í pólitík til þess að berjast fyrir málefnum sem virkilega skipta máli. Ef að það þýðir að konur verði í meirihluta, frábært. Ef að einhverntíma að konur verði í meirihluta á þingi, vona ég líka að karlar fari ekki að flykkjast að pólitík til að jafna kynjahlutföllin.

 Oft vill verða nú á síðustu mánuðum að þegar starf opnast, að ef að kona býður sig fram, að það sé hneisa að hún hafi ekki fengið starfið, jafnvel þó að 4 karlar hafi boðið sig fram og þ.a.l. bara 20% líkur á að fá starfið. Það þarf virkilega að rökstyðja að konan hafi verið verri kostur en allir hinir til að réttlæta að hún hafi ekki verið ráðin.

Kominn kannski aðeins utan umræðu feminasistans.

Sigurður Jökulsson, 23.9.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 332500

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband