Færsluflokkur: Bloggar
3.5.2009 | 11:46
Þegnskylduvinna
Kreppa á það til að bitna mismunandi á konum og körlum. Þessi aðgerð, að loka leikskólum áður en hefðbundnum vinnutíma lýkar, er líklegt til að hafa mismunandi áhrif á kynin. Aðgengi að leikskólaplássi hefur reynst einn stærsti áfanginn í kvenfrelsisbaráttunni. Með því hafa konur öðlast meiri möguleika á fjárhagslegu sjálfstæði. Umönnun barna lendir þó í meira mæli á konum, þrátt fyrir að foreldrarnir séu tveir. Lokun leikskóla fyrr mun þýða tekjuskerðingu fyrir fleiri konur en karla. T.d. eru fleiri konur sem eru sjálfstæðir foreldrar en karlar. Í þeim tilvikum er ekki val um að skipta á milli sín að sækja börnin. Þegar foreldrar búa saman eru einnig meiri líkur en minni á því að það lendi oftar á móðurinni að skerða sína vinnu. 50/50 skipting er ekki algeng. Í sumum tilvikum geta afar og ömmur (sérstaklega ömmur) hlaupið undir bagga og náð í börnin. Í dag er hins vegar algengt að afar og ömmur séu bæði út á vinnumarkaði sjálf.
Hefðbundin kynskipting og misrétti hefur víðtæk áhrif. Sjálfsmynd karla - tengd fyrirvinnuhlutverkinu, og sjálfsmynd kvenna - tengd móðurhlutverkinu, spilar þarna rullu. Einnig launamunur kynjanna sem gerir það að verkum að þegar fólk velur hvor makinn á að minnka við sig vinnu verður það iðulega sá launaminni, m.ö.o. konan.
Annar vinkill á þessu snýr ekki að foreldrum heldur þeim sem á leikskólunum vinna, sem furðulegt nokk - eru líka konur. Þarna á sem sagt að skerða starfshlutfall og þar með tekjur kvenna. Launalækkun hjá lágt launaðri kvennastétt. Þetta heitir ekki á mannamáli að láta þau sem mest hafa axla mestu byrðarnar heldur akkúrat þvert á móti.
Þessi aðgerð, að loka leikskólum fyrr, er dæmigerð fyrir þau úrræði sem samfélag grípur til á krepputímum. Konurnar heim virðist því miður oft vera mantran. Konur eiga að axla ábyrgð á að halda þjóðfélaginu uppi með þegnskylduvinnu umfram það sem ætlast er til af körlum.
Opið skemur og 10-12 milljónir sparast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
29.4.2009 | 11:30
Óvönduð vinnubrögð
Alveg finnst mér ótrúleg þessi viðbrögð frá framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Auglýsingin þeirra sem birtist í Fréttablaðinu í dag er með því grófasta sem ég hef séð. Mér finnst með öllu óskiljanlegt fyrir það fyrsta að þessi auglýsing hafi verið búin til, fyrir það næsta að hún skuli hafa verið samþykkt og síðast en ekki síst að hún skuli hafa verið birt. Hlutaðeigandi aðilum væri nær að senda frá sér afsökunarbeiðni og skammast sín niður í tær. Í staðinn kemur eitthvað sem blablabla bull frá þeim. Vona að stjórn SI taki þetta fastari tökum, sem og auglýsingastofan og Fréttablaðið sem birti auglýsinguna.
Út frá markaðsfræðilegu sjónarhorni myndi ég segja að auglýsingin væri fínt case study um lélega markaðssetningu. Væri gaman að sjá úttekt hjá fagfólkinu sem að henni kom um hvernig þessi auglýsing eigi að virka til að skila tilætluðum árangri. Eina fagmennskan sem ég sé í auglýsingunni snýr að tæknilegum atriðum. Þegar kemur að markaðsfræðinni sjálfri er vandasamt að sjá að þetta þjóni þeim tilgangi sem það á að gera - nema síður sé.
**
Viðbót: SI hafa ákveðið að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar og draga auglýsinguna til baka, reyndar með þeim orðum að það sé ekki í þeirra verkahring að stuða fólk.
**
Og viðbrögðin batna greinilega með tímanum. Hér er afsökunarbeiðni frá SI:
Samtök iðnaðarins hafa ákveðið að hætta birtingu blaðaauglýsingar með fyrirsögninni: Velur þú fagmann eða fúskara? Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Tilgangur auglýsingarinnar var að vekja fólk til umhugsunar um að fagmennska á við í öllum greinum. Myndmál auglýsingarinnar er mjög sterkt og hefur vakið hörð viðbrögð. Samtök iðnaðarins viðurkenna að þeim hafi orðið á mistök. Samtökin biðja alla þá sem telja sér misboðið afsökunar, sérstaklega heilbrigðisstéttir og konur.
Auglýsing SI vekur hörð viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.4.2009 | 22:15
Skömmin sett þar sem hún á heima
Þetta er stór dagur í Íslandssögunni. Sænska leiðin orðin að veruleika eftir 9 ára baráttu! Loksins. Til hamingju Ísland. :) Þá taka lögin loksins mið af því að vændi er ein tegund kynferðisofbeldis. Nú þarf samt massívt átak til að kaupendur vændis átti sig á því líka að þegar þeir kaupa vændi þá eru þeir að nauðga manneskju - bara gegn greiðslu. Svo er víst ekki nóg að þeir átti sig á því - þeir verða líka að hætta að beita ofbeldinu, þ.e. hætta að kaupa vændi.
Viðbrögð samfélagsins við ofbeldi eru margvísleg. Í dag sendi Femínistafélag Íslands frá sér eftirfarandi ályktun út af öðru máli:
Í tilefni af fræðsluefni Lýðheilsustöðvar fyrir ungt fólk um áfengi og skaðsemi þess sér Femínistafélag Íslands ástæðu til að senda þau skilaboð til fórnarlamba ofbeldis að þau bera ALDREI ábyrgð á ofbeldi sem þau verða fyrir. Skömmin, sektin og ábyrgðin hvílir á ofbeldismanninum, ekki fórnarlömbum hans, sama undir hvaða kringumstæðum ofbeldinu er beitt.
Femínistafélag Íslands sendir stuðningskveðjur til þeirra sem beitt hafa verið ofbeldi og vonar að þeim gangi vel að setja skömmina þangað sem hún á heima, á ofbeldismanninn, þrátt fyrir skaðleg samfélagsleg skilaboð um að það sé á einhvern hátt hlutverk þeirra að passa sig. Ofbeldi er misnotkun á valdi og hvetur Femínistafélagið samfélagið allt til að beina athyglinni að ofbeldismönnum og krefjast þess að þeir axli ábyrgð á gjörðum sínum.
Virðingarfyllst,
Femínistafélag Íslands
Það er því nóg eftir þrátt fyrir að sænska leiðin sé orðin að veruleika. Viðhorfin í samfélaginu eru ennþá langt í frá að vera í ætt við jafnrétti, virðingu og réttlæti. Enn í dag er fórnarlömbum ofbeldis kennt um ofbeldið sem þau verða fyrir og samfélagið lokar augunum fyrir þeirri staðreynd að þegar um ofbeldi er að ræða þá er ofbeldismaður til staðar - sá sem á að bera ábyrgð á ofbeldinu.
Kaup á vændi bönnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
17.4.2009 | 11:49
Meiri ástæða til að hafa áhyggjur hér
Óttast áhrif sparnaðar í heilsugæslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 11:43
Læknar en ekki sölumenn
Verð að segja eins og er að ég er hissa á þessum viðbrögðum frá formanni læknafélagsins. Reyndar var alveg viðbúið að læknar myndu taka þessu persónulega en almenn skynsemi ætti að segja okkur að það er ekki ráðlegt að láta peningalega hagsmuni og veikindi fara saman. Það á við um fleira. Í viðskiptafræðinni er það t.d. kennt að ekki sé ráðlegt að hafa sama manninn í starfi bókara og gjaldkera. Það býður einfaldlega hættunni heim og þýðir ekkert að bókarar og gjaldkerar séu almennt óheiðarlegt fólk. En það getur t.d. þýtt að þegar harðnar í dalnum og fólk er í klemmu þá gæti það freistast til að fiffa aðeins bókhaldið - tímabundið og ætli að laga það seinna, borga tilbaka. Því miður leysist klemman ekki og fyrir rest er fólk komið í aðstæður sem það ætlaði sér aldrei í til að byrja með - en endaði þar samt.
Læknar eru ekkert frábrugðnir öðru fólki og það er ekki gott að láta peningalega hagsmuni og veikindi haldast hönd í hönd. Ef læknar stjórnast ekki af peningalegum hagsmuni ættu þeir að vera sáttir við að þiggja laun fyrir sitt starf mánaðarlega, óháð því hversu marga þeir lækna - eða skera upp. Er það ekki? Sjúklingar geta oft verið á gráu svæði - aðgerð gæti verið góð en hún gæti líka verið óþörf. Í hvora áttina á læknirinn að ráðleggja? Ef læknirinn fær pening fyrir aðra ráðgjöfina en hina ekki - þá... já þá hvað? Ætlar formaður læknafélagsins virkilega að halda því fram að læknar séu svo ómannlegir að peningarnir hafi aldrei áhrif? Margur verður af aurum api... segir gamalt og gott íslenskt máltæki og þá á við um lækna sem aðra. Það er alveg nóg vitað um mannlegt eðli til að vitað sé að það sé óráðlegt að blanda svona hlutum saman. Ef sjúklingur á að geta stólað á óháða og óvilhalla ráðgjöf þá mega peningar og ráðgjöf ekki fara saman.
Önnur dæmi þar sem þetta á við og er kannski nærtækt að nefna eru bankarnir. Bankar sem buðu fólki fjármálaráðgjöf en voru í raun bara að selja. Ráðgjöfin miðaðist ekki einvörðungu út frá hagsmunum viðskiptavinarins heldur að bankinn gæti haft tekjur. Það eru búið að segja margar slíkar sögur frá tímanum fyrir bankahrun
Bottom line er að læknar eru ekki og eiga ekki að vera sölumenn. Þetta er ekki flóknara en það.
Hörð gagnrýni á heilbrigðisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2009 | 13:18
Jörðin er flöt
Það er ánægjulegt að Sjálfstæðisflokkurinn gleymir ekki jafnréttismálum á landsfundinum. Þessi partur finnst mér hins vegar óborganlega fyndinn:
Þess má einnig geta að lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna, sem í daglegu tali nefnast jafnréttislög, sem sett voru árið 2000 var einmitt ætlað að treysta jafnrétti kynjanna í sessi. Það er umdeilt hvort slíkt hafi tekist til fulls.
Umdeilt hvort slíkt hafi tekist til fulls? Það eru sem sagt enn til þeir sem trúa því að jörðin sé flöt!
Vilja breyta skilgreiningu hjónabandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.3.2009 | 10:38
Gott mál hjá da Silva - hrista aðeins upp í hlutunum
Einmitt. Það hlaut að koma að því að bent yrði á önnur hugmyndakerfi en eingöngu frjálshyggjuna sem undirliggjandi þætti í efnahagskreppunni. Það er ástæða fyrir því að það er ekki bara varasamt heldur beinlínis stórhættulegt þegar völd safnast á fárra hendur. Mannkynið kann nefnilega ekki með völd að fara. Það er bara þannig og hefur margsýnt sig í gegnum mannkynssöguna. Það vantar réttlæti, sanngirni, jafnrétti og virðingu í völdin. Valdhafar eiga til að skoða heiminn út frá naflanum á sjálfum sér og skara eld að sinni eigin köku. Aðrir hópar koma þeim ekki við og þeim finnst ekki ástæða til að hlusta... nema svona til málamynda. Auðvitað eru til undantekningar og allt það... en í hnotskurn þá leggja valdhafar sig yfirhöfuð ekki fram við að tryggja jafnrétti og réttlæti öllum til handa.
Nei, það hlaut að koma að því að fleiri hugmyndakerfi en frjálshyggjan ættu undir högg að sækja, opinberlega á alþjóðavettvangi. Ég býst svo sem ekki við því að hvítu bláeygðu mennirnir sem bent er á í þetta sinn kinki kolli og viðurkenni sinni þátt. Það er ekki hefð fyrir því. Frelsi til að kúga og frelsi án ábyrgðar eru nefnilega einkenni okkar tíma.
Bláeygðir bankamenn ollu kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 23:52
Fögur fyrirheit
Þetta finnst mér spennandi:
Fögur fyrirheit: Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna í 30 ár
Málþing í Gyllta salnum á Hótel Borg föstudagurinn 27. mars kl. 14-16.
Dagskrá:
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu
Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna: Sátt um samfélagsbreytingar.
Brynhildur Flóvenz, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands
Eru konur ekki menn?: Mikilvægi sértækra mannréttindasamninga á borð við Kvennasáttmálann
Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
Skuggaskýrslur: Aðhaldshlutverk frjálsra félagasamtaka
Rachael Lorne Johnstone, lektor í lögfræði við Háskólann á Akureyri
Going Private: State responsibility for domestic violence under the CEDAW
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi
Hvers vegna þarf kvennasáttmála? UNIFEM í myndum.
Fundarstjóri: Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs í utanríkisráðuneytinu.
Allir velkomnir, frítt inn og kaffi á boðstólnum.
Femínistafélag Íslands, afnréttisráð, Jafnréttisstofa ,Kvennaathvarfið , Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Stígamót ,UNIFEM á Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 11:31
Nei þetta er ekki frétt
Nei þetta er rangt hjá visir.is. Það telst ekki til frétta þegar konur láta sjá sig ómálaðar út úr húsi. Hins vegar telst þetta til kvennakúgunar. Vestrænir fjölmiðlar hafa í síauknum mæli tekið að sér að gerast útlitslöggur, í bókstaflegum skilningi. Fjölmiðlar nýta sér mátt sinn sem fjórða valdsins til hins ítrasta til að smætta konur, gera lítið úr þeim og viðhalda þannig kynjakerfi sem byggir á yfirráðum karla og undirgefni kvenna; samfélagi sem byggir á því að líta á konur sem óæðri verur, ekki mennskar heldur sem hluti. Með þessu móti er hægt að réttlæta að fréttaflutningur (þá ég við alvörufréttir, ekki þessa kúgun sem fjölmiðlar rembast við að kalla fréttir en eru það ekki) snýst nær eingöngu um karla, þ.e.a.s. þessa sem fjölmiðlar líta á sem vitsmunaverur. Skrautmunirnir - hlutirnir - fá svo pláss í flokknum kúgun sem fjölmiðlar í einhverjum súrrealísma tóku upp á því að kalla fólk. Þar er stanslaust skellt framan í okkur fyrirsögnum um hvaða kona fór ómáluð út úr húsi, hvaða kona er með appelsínuhúð, hvaða kona sást einhvers staðar drukkin, hvaða kona sást einhvers staðar útglennt (orð fréttamanns visir.is) og svo framvegis og svo framvegis.
Tilgangurinn með þessum ekki fréttum er svo sannarlega ekki til að flytja okkur fréttir. Þetta er okkur heldur ekki til ánægju og yndisauka. Þetta er hrein og klár kúgun. Ekkert annað. Svona fyrst við erum að leitast við að kalla hlutina sínum réttu nöfnum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.3.2009 | 12:51
Ísland án ábyrgðar
Mörg einkenni íslensku þjóðarsálarinnar eru nú að koma í ljós. Eitt þeirra er Ísland án ábyrgðar. Það er sama hvað gengur á, enginn ber ábyrgð og enginn axlar ábyrgð.
Það kemur greinilega ýmislegt í ljós þegar hlutirnir eru upp á borðum sem sýnir og sannar nauðsyn þess. Reyndar er sú hætta líka fyrir hendi að þó hlutirnir séu uppi á borðum þá verði þeir bara að normi sem viðgengst án athugasemda þrátt fyrir vafasamt innihald. En... fátt er gallalaust og gegnsæjið er tvímælalaust besti kosturinn.
Stjórnmálaflokkunum ber að sjálfsögðu að skila því fjármagni sem þeir tóku ólöglega á móti en er það nóg? Hvað með þá sem létu peninginn af hendi? Er enginn ábyrgð þar á bæ? Mér finnst engan veginn forsvaranlegt að forsvarsmenn fyrirtækja í opinberri eigu og stéttarfélög séu að greiða í kosningasjóði. Það er gjörsamlega út í hött.
Samfylkingin bætir fyrir mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg