Þegnskylduvinna

Kreppa á það til að bitna mismunandi á konum og körlum. Þessi aðgerð, að loka leikskólum áður en hefðbundnum vinnutíma lýkar, er líklegt til að hafa mismunandi áhrif á kynin. Aðgengi að leikskólaplássi hefur reynst einn stærsti áfanginn í kvenfrelsisbaráttunni. Með því hafa konur öðlast meiri möguleika á fjárhagslegu sjálfstæði. Umönnun barna lendir þó í meira mæli á konum, þrátt fyrir að foreldrarnir séu tveir. Lokun leikskóla fyrr mun þýða tekjuskerðingu fyrir fleiri konur en karla. T.d. eru fleiri konur sem eru sjálfstæðir foreldrar en karlar. Í þeim tilvikum er ekki val um að skipta á milli sín að sækja börnin. Þegar foreldrar búa saman eru einnig meiri líkur en minni á því að það lendi oftar á móðurinni að skerða sína vinnu. 50/50 skipting er ekki algeng.  Í sumum tilvikum geta afar og ömmur (sérstaklega ömmur) hlaupið undir bagga og náð í börnin. Í dag er hins vegar algengt að afar og ömmur séu bæði út á vinnumarkaði sjálf.

Hefðbundin kynskipting og misrétti hefur víðtæk áhrif. Sjálfsmynd karla - tengd fyrirvinnuhlutverkinu, og sjálfsmynd kvenna - tengd móðurhlutverkinu, spilar þarna rullu. Einnig launamunur kynjanna sem gerir það að verkum að þegar fólk velur hvor makinn á að minnka við sig vinnu verður það iðulega sá launaminni, m.ö.o. konan. 

Annar vinkill á þessu snýr ekki að foreldrum heldur þeim sem á leikskólunum vinna, sem furðulegt nokk - eru líka konur. Þarna á sem sagt að skerða starfshlutfall og þar með tekjur kvenna. Launalækkun hjá lágt launaðri kvennastétt. Þetta heitir ekki á mannamáli að láta þau sem mest hafa axla mestu byrðarnar heldur akkúrat þvert á móti.  

Þessi aðgerð, að loka leikskólum fyrr, er dæmigerð fyrir þau úrræði sem samfélag grípur til á krepputímum. „Konurnar heim“ virðist því miður oft vera mantran. Konur eiga að axla ábyrgð á að halda þjóðfélaginu uppi með þegnskylduvinnu umfram það sem ætlast er til af körlum.


mbl.is Opið skemur og 10-12 milljónir sparast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hvar er þá föðureðlið? Það að loka leikskólum fyrr breytir ekki móður- eða föðureðli en það takmarkar möguleika annars kynsins umfram hins.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Viðar Helgi - ertu sem sagt að meina að konur eigi ekki að vera úti á vinnumarkaði heldur heimavinnandi? Af því að þær hafa móðureðli - en feður eigi að vera úti á vinnumarkaði en ekki heima - af því að þeir hafi ekki föðureðli?

Væri gott að fá útskýringu á þessari hugmyndafræði sem þú leggur til grundvallar því sem þú kallar móðureðli sem á að réttlæta að leikskólar loki snemma, laun séu lækkuð hjá konum og konurnar sendar heim. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2009 kl. 13:28

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábær færsla. Það virðist ekki mega benda á svona hluti án þess að það hljóti að vera aðför að körlum, hvernig sem það er hægt að finna það út. Launamisrétti kynjanna sem ríkti/ríkir bitnaði ekki bara á mér, heldur líka syni mínum (kk) þegar hann var yngri (tækifæri, tómstundir o.fl.) og hefði gert enn frekar ef ég hefði ekki haft fullan aðgang að leikskóla. Þessi "sparnaður" er illa ígrundaður og sannarlega ekki hugsað út í afleiðingarnar.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.5.2009 kl. 14:00

4 identicon

Þessi pistill þinn hljómar næstum eins og þú teljir að Akureyrarbær hafi tekið þessa ákörðun til þess að skerða hlut kvenna. Varla telur þú það? 

Það er auðvitað rétt hjá þér að þessi aðgerð bitnar fyrst og fremst á vinnandi konum þó að ég efist um að Aukureyrarbær hugsi þessa aðgerð frá kynjasjónarmiði, frekar að þarna er dýr þjónusta sem hægt er að skera niður. Enda eru stærstu vinnustaðir ríkis og bæja þ.e. skólar og sjúkrastofnanir "kvennavinnustaðir" og allur niðurskurður á þessum vinnustöðum mun bitna meira á konum en körlum.

"Umönnun barna lendir þó í meira mæli á konum, þrátt fyrir að foreldrarnir séu tveir"

Er ekki staðreyndin sú að umönnun barna, sérstaklega barna foreldra sem eru ekki í sambúð, hvílir að mestu leiti á konum þar sem þær sjálfar óska eftir því? Móður er alltaf dæmt forræði barna við skilnað þó að jafnt forræði sé reyndar að aukast. Mæður taka mun lengra fæðingarorlof en feður, að eigin ósk.

Á meðan svo er munu allar svona þjónustuskerðingar við börn bitna mun meira á konum en körlum.

Kv.Karma

Karma (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:05

5 identicon

Aftur á móti finnst mér merkilegt að Akureyrarbær ætlar ekki að lækka leikskólagjöld til móts við minnkandi þjónustu en ætlar þvert á móti að skoða þann möguleika að láta foreldra borga aukalega til að láta börnin vera korteri lengur.

Karma (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:08

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já Gurrí - held einmitt að margir geri sér ekki grein fyrir hvernig þetta bitnar líka á börnunum.

Karma - í augnablikinu er ég þannig stemmd að taka fáfræði í þessum málum ekki sem gilda afsökun. Kvenfrelsisbaráttan hefur staðið yfir það lengi og það er það mikil þekking til að það er ekki sæmandi afsökun að segjast ekki hafa áttað sig á þessu eða ekki hugsað út í þetta í dag.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2009 kl. 14:32

7 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Mér finnst eins og þú lítir á að barnaumönnun sé einhver kvöð sem hvílir á konum.  "konur eiga að axla ábyrgð á að halda þjóðfélaginu uppi með ÞEGNSKYLDUVINNU".

Ég veit ekki betur en að konur líti á þann tíma sem þær hafa með börnunum sínum sem forréttindi. Að þetta séu forréttindi sem þær hafa umfram karla en ekki einhver kvöð sem hvílir þungt á þeim.

Ólafur Jóhannsson, 3.5.2009 kl. 15:53

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þú meinar sem sagt Ólafur að það séu forréttindi kvenna að hafa lægri laun en karlar, að hafa ekki tök á að vinna til 5 o.s.frv.? Get ekki skilið orð þín öðruvísi. Á erfitt með að sjá hvernig þú getur rökstutt að það séu forréttindi að vinnutími lágt launaðra kvenna sé skertur og að aðrar konur þurfi að skera niður vinnu vegna þess að dagvistun sé ekki í boði.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2009 kl. 16:20

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hér er mjög góður pistill eftir Svanborgu Sigmarsdóttur fyrir þau sem vilja hugsa þetta lengra:

http://www.visir.is/article/20090430/SKODANIR04/94222140

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2009 kl. 16:29

10 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Heldurðu virkilega að ég segi að það séu forréttindi kvenna að hafa lægri laun en karlar?!!!  HALLÓ

Ég er einfaldlega að benda á að það eru ekki allar konur sem líta á það að þurfa að minnka við sig vinnu, og eiga meiri tíma með börnunum sínum, sem einhver hræðileg örlög.  Þær vita nefnilega að það sem skiptir máli í lífinu er tíminn sem þú eyðir með þínum nánustu, ekki einhver keppni við hitt kynið um hærri laun og meiri völd.

Ólafur Jóhannsson, 3.5.2009 kl. 16:37

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Svo af hverju gegnir ekki sama máli um karla? Af hverju er ekki verið að tala um að skikka alla karlmenn heim kl. 4 og lækka við þá launin - svona í þeirra eigin þágu - svo þeir geti notið samvista við sína nánustu? Gildir þetta sem sagt bara fyrir konur að það sé fínt að taka af þeim valkostinn og skikka þær heim kl. 4? Þ.e. þær sem eiga börn á leikskóla og síðan að lækka laun við þær sem vinna á leikskólunum og stytta hjá þeim vinnudaginn?  Þú veist væntanlega á hvaða launum leikskólastarfsfólk er.

Heldurðu að þetta sé ekki bara friðþæging hjá ykkur af karlkyninu sem koma hingað inn og dásama þessa lausn út frá einhverju sem heitir móðureðli og forréttindum kvenna? Þetta hljómar allavega þannig. Friðþæging á þágu þess að konur taki á sig þennan skell umfram karla - skert starfshlutfall, launalækkun og ólaunaða vinnu umfram karla. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2009 kl. 18:09

12 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Alveg er ég til í að atvinnurekandinn minn myndi skikka mig heim kl. 4. Það myndi þýða meiri dýrmætar stundir með börnunum mínum, þó að það þýddi tekjulækkun þá væri það þess virði.

Þar til fyrir stuttu var ég atvinnulaus svo ég kynntist því aðeins þá að hafa fleiri stundir með börnunum. Ég vinn í byggingabransanum og þar hefur nú kreppan bitnað mismunandi á körlum heldur en konum en það er nú önnur saga.

Hvenær var ég með einhverja friðþægingu og að dásama einhverja tiltekna lausn út frá einhverju sem heitir móðureðli?

Móðureðli hjá konum er ekkert merkilegra en föðureðli hjá körlum. Ég legg til jafnrétti á öllum hlutum mannlegra samskipta, líka á þeim tíma sem við eyðum með börnunum okkar og okkar nánustu.

Ólafur Jóhannsson, 3.5.2009 kl. 18:47

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ólafur það hafa fleiri skrifað inn athugasemdir - og sú fyrsta var um móðureðlið.

Atvinnurekandi þarf ekkert að skikka þig heim - þú getur athugað hvort sá valkostur er í boði að hætta kl. 4. Annars hugsa ég að þú sért á hærri launum en leikskólastarfsfólk. Það hafa ekki allir efni á launaskerðingu og engin sanngirni í því að konur séu sendar heim en karlar ekki.

Varðandi byggingariðnaðinn þá tek ég alveg undir með þér að staðan þar er mjög slæm. Það er karlagrein sem hafði þanist of mikið út í gróðærinu auk þess sem ríkið var í allt of miklum framkvæmdum sem sköpuðu þenslu. Það var því óumflýjanlegt að byggingageirinn færi illa út úr kreppunni - einhvern tímann hlaut sú bóla að springa. Vonandi jafnar geirinn sig sem fyrst og kemst í „eðlilega“ stærð - þó ekki á kostnað þess að konur séu sendar heim í staðinn. En sú hefur oftar en ekki verið raunin í kreppum og á því hinu sama er hætta nú - að konum verði sagt upp hjá hinu opinbera á meðan fé er sett í atvinnubótavinnu eða atvinnusköpun fyrir karla. Það er engin sanngirni í því.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2009 kl. 19:01

14 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Katrín, ég get tekið undir flestallt sem þú segir í þessarri síðustu færslu.

Þannig fer oftast að lokum ef fólk skiptist málefnalega á skoðunum að á endanum fæst niðurstaða sem flestir sættast á!

Ólafur Jóhannsson, 3.5.2009 kl. 19:14

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2009 kl. 19:17

16 identicon

Ég hélt því aldrei fram að þessi ákvörðun Akureyrarbær byggist á fáfræði um afleiðingar hennar enda tel ég það ekki. Eða varstu kannski að meina að ég sé fáfróður?

Það sem ég sagði var að langstærstu vinnustaðir ríkis og sveitarfélaga eru skólar og sjúkrastofnanir sem eru kvennavinnustaðir. Við niðurskurð er auðveldast að skera niður í þessum stærstu stofnunum og það þýðir auðvitað niðurskurð í kvennastörfum. Akureyrarbær er ekki skipulega að reyna að senda konur aftur heim þó að stjórnendur þar viti mætavel á hverjum þessi ákvörðun bitnar.

Erfiðara er að skera niður í týpískum karlastörfum þar sem þær deildir hafa í miklum mæli verið lagðar niður og/eða komið í hendur einkaaðila til "hagræðingar".

Einnig stend ég við það að umönnun barna lendir ekki á konum heldur velja þær sér það í langflestum tilvikum t.d. með margföldu fríi vegna barneigna á við karla og kerfið styður þessa hefð með því að veita konum nær alltaf forræði barna en auk þess er það rétt hjá þér að eldgömlu viðhorfin hjálpa til við að viðhalda þessu. Atvinnuveitendur þrýsta á karla að taka sér hámark 3 mánaða fæðingarorlof, að þurfa að hætta snemma til að sækja barn á leikskóla er ekki jafn viðurkennt fyrir karla og konur.

Kv.Karma

Karma (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:36

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég var að meina Akureyrabæ þegar ég nefndi fáfræðina... Ég er á því að það séu til aðrar lausnir heldur en þessi. Það þarf að tryggja dagvistun fyrir börn á þeim tíma sem hefðbundinn vinnudagur er. Að öðrum kosti er komið í veg fyrir að foreldrar geti unnið fullan vinnudag og það er ekki í lagi. Við höfum byggt samfélagið upp á máta sem þýðir að dagvistun þarf að veraí boði. Ef skerða á þá þjónustu þá væri nær að endurhugsa allt kerfið upp á nýtt. Þrátt fyrir að meirihluti starfsfólks sveitarfélaga séu konur þá eru það ekki eingöngu konur. Það er t.d. slatti af ágætlega borguðum störfum hjá sveitarfélögunum líka og það væri nær að byrja á því að lækka laun hjá þeim hæst launuðu - ekki þeim lægst launuðu. Ef stjórnvöld gera sér grein fyrir á hverjum þessi ákvörðun bitnar þá eru þau auðvitað að senda konur skipulega heim... þetta er ekki síðasta úrræðið í boði.

Ég er síðan ekki sammála þér með þennan síðasta punkt - að konur velji þetta bara allt saman af þessum margfræga fúsa og frjálsa vilja. Konur eru aldar upp til að velja þetta og karlar aldir upp til að velja sig frá... þannig að það er stýring fyrir hendi í gegnum þessi hefðbundnu kynhlutverk. Þar fyrir utan eru einnig margar konur sem velja þetta ekki en enda í þessari stöðu. Það er fátt sem hefur jafn mikil áhrif á líf og valkosti einstaklinga eins og kyn... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 00:13

18 identicon

"Ef skerða á þá þjónustu þá væri nær að endurhugsa allt kerfið upp á nýtt. Þrátt fyrir að meirihluti starfsfólks sveitarfélaga séu konur þá eru það ekki eingöngu konur. Það er t.d. slatti af ágætlega borguðum störfum hjá sveitarfélögunum líka og það væri nær að byrja á því að lækka laun hjá þeim hæst launuðu - ekki þeim lægst launuðu."

Ég er alveg sammála þessu.

"Konur eru aldar upp til að velja þetta og karlar aldir upp til að velja sig frá... þannig að það er stýring fyrir hendi í gegnum þessi hefðbundnu kynhlutverk."

Ég er ekki sammála þessu. Þegar allt kemur til alls þá verðum við að taka eigin ákvarðanir t.d. um barneignir yfirhöfuð. Við getum ekki sett alla áyrgðina á uppeldi og sagt að það móti ákvarðanir okkar því ef svo er hefði viðhorf ekkert breyst gegnum aldirnar.

Karma (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:10

19 Smámynd: TARA

Bara kíkja inn og óska góðrar helgar... Make Someone Smile Today 





TARA, 8.5.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband