Frábært hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga

Svakalega finnst mér sorglegt að sjá hvað Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fær lítinn stuðning hér á blogginu. Að sama skapi er líka leiðinlegt að sjá hversu normaliseruð klámvæðingin er orðin. Staðan er orðin þannig að fólk sér ekki klámvísanirnar. Skýrasta vísunin í klámhlutverkið er búningurinn sjálfur. Hann er ekki eins og hjúkkubúningar eru í raun og veru heldur er hann eins og búningarnir sem notaðir eru í kláminu og seldir eru í hjálpartækjabúðum. Það eitt og sér ætti að vera nóg en til viðbótar bætist að hjúkrunarfræðistéttin er gífurlega klámvædd nú þegar, svo gífurlega að það hefur áhrif á starfsaðstöðu og aðstæður hjúkrunarfræðinga. Stéttin er því í baráttu fyrir því að endurheimta fagið sitt úr kláminu - við lítinn fögnuð hinna klámvæddu íslensku karlmanna sem telja sig auðvitað eiga rétt á öllu sem viðkemur konum og kvenlíkamanum, ef eitthvað er að marka það sem þeir skrifa sjálfir hér á bloggið.

Hjúkrunarfræðistéttin er nær eingöngu skipuð konum. Klámiðnaðurinn hefur mergsogið starfsséttina og afleiðingin er m.a. sú að hjúkrunarfræðingar eru meðal þeirra starfsstétta sem verða fyrir mestri kynferðislegri áreitni í starfi. Fyrir nokkrum árum auglýsti sÓðal hjúkkukvöld hjá sér og birti myndir með af konum í búningi sem svipar til þess sem Poulsen notaði (þó Poulsen auglýsingin sé penni). Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að bæði sÓðal og Fréttablaðið, sem birti auglýsinguna, hefðu brotið gegn jafnréttislögum. Þau sem hafa áhuga á að kynna sér það mál betur geta lesið niðurstöðuna hér

Hjúkrunarfræðingar eiga umfangsmikið og erfitt verk fyrir höndum við að berjast fyrir endurheimt stéttar sinnar úr höndum bæði klámsins og klámvæðingarinnar. Þær eiga skilið að fá stuðning í þeirri baráttu.
Sem betur fer hafa þær kjarkinn til að berjast.


mbl.is Ósátt við auglýsingabækling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvar er klámið? ég er ekki að sjá neitt klám hér.

hér er verið að gengisfella hugtakið.

Brjánn Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Snowman

Þeir sem vilja sjá klám eða "leita" að klámi, geta fundið það allsstaðar og leikið heilaga gagnrýnendur.  Þessi auglýsing vekur ekku upp neinar hvatir hjá mér um að hjúkrunarfræðingar séu óseðjandi kynlífsverur.

Það er í lagi að fylgjast með og gera athugasemdir þegar það á við.  Eins og auglýsingar strípustaða eða myndir af hálfnöktu frægu fólki sem birtist í blöðunum.  En fyrr má nú vera.

Ekki einu sinni gömlu kerlingarnar í Vesturbænum hefðu kippt sér upp við þetta.  Hvers konar ritskoðað þjóðfélag vill fólk eiginlega hafa ?

Snowman, 4.6.2009 kl. 22:58

3 Smámynd: Björn Jónsson

Hvers vegna ferðu ekki eftir fyrirsögninni á vefsíðu þinni Katrín Anna ?? Hlýtur að vera erfitt að lifa í svona heimi eins og þið Femínistar gerið.

Björn Jónsson, 4.6.2009 kl. 23:19

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Akkúrat það sem ég bjóst við... svör frá 2007!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.6.2009 kl. 23:31

5 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Hjúkrunarfræðingar þurfa að kljást við vandamál af alúð og nærgætni. Kæmi mér ekki á óvart ef það væri tilætluð tenging í þessum "klámbæklingi". Að setja samansemmerki milli hjúkku og sora er merki um stórbrenglað ímyndunarafl sem er mér og greinilega fleirum óskiljanlegt.

Róbert Þórhallsson, 4.6.2009 kl. 23:32

6 identicon

"Svakalega finnst mér sorglegt að sjá hvað Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fær lítinn stuðning hér á blogginu."

Það er etv vegna þess ða fólk er ekki sammála því að þarna sé  einhver klám-tilvísun.

Ég sé bara konu sem læknar,, svolítið sæta að vísu en ekkert grófa eða klámfengna.

Það er augljóst að þarna er fyrst og fremst verið að vísa til þess sem hjúkkur gera, þ.e. hlúa að, laga eða bæta það sem "bilar" hjá okkur.   

Fransman (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 07:18

7 Smámynd: Meinhornið

Konan stendur bersýnilega í þekktri stellingu úr klámmyndum, reiðubúin að reka kíttisprautuna í bera rúðuna með frygðarstunum.

Nei veistu það Katrín, ég held þú hljótir að vera klámvæddari en ég, nú get ég ekki hugsað þetta lengra.

Meinhornið, 5.6.2009 kl. 07:33

8 identicon

Þetta er víst kallað "James Bond Pósan"

Fransman (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 07:53

9 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Karlmenn sjá ekki klámvæðinguna eins og konur. Þeir hafa öðruvísi augu sem staðfestir það að langt er í land varðandi jafnrétti kynjanna.

Margrét Sigurðardóttir, 5.6.2009 kl. 10:03

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Góður punktur Margrét - en einnig virðast þeir hafa einbeittan brotavilja í að líta fram hjá því að hjúkkubúningurinn á myndinni er beint úr kláminu en ekki raunveruleikanum. Það eru t.d. áratugir síðan hjúkrunarfræðingar voru með svona kappa á kollinum - hann sést núna bara í kláminu og er þar af leiðandi mjög skýr tilvísun í klámið... og mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju fólk neitar að sjá það vegna þess að það er hér um bil jafnaugljóst og að krossinn er trúartákn.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 5.6.2009 kl. 10:16

11 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Afhverju má þetta ekki vera klámfengið?

Hjúkkur eru sexý og lítið við því að gera. Það rýrir ekki starfsstéttina.

Konur og Karlmenn sjá klámvæðinguna á mismunandi hátt... Það er langt í land

Það mætti halda að sumir hugsi sem sem svo að ef fólk/hópur stundi kynlíf eða sé klámfengið að það rýri þeirra trúverðuleika.

Þannig lít ég ekki á það og efa að aðrir karlmenn geri það.

Ef það á að beita kynjasverðinu þá verður að brýna það beggja megin.

Það gengur ekki að hafa það bitlaust öðru megin.

Síðan má ekki gleyma því að iðnaðarmenn hafa verið kyngerðir í mörg ár.

Þú gett rétt ímyndað þér þann fjölda pípara sem hafa verið misnotaðir undir vaskborði, á heimilum kvenna, í fjölda bíómynda og þátta.

Hér er síðan grófasta "klám" auglýsing sem hefur verið birt í íslensku blaði, síðustu ára. En það heyrðist ekki svo mikið sem "píp".

http://andres.eyjan.is/?p=177

Baldvin Mar Smárason, 5.6.2009 kl. 11:53

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Er þetta ekki bifvélavirkji með kíttisspaða?

Það má vissulega sjá ýmislegt út úr þessari auglýsingu, og að notaður er gervi-hjúkrunarbúningur - hvernig hann er tengdur klámi skil ég samt ekki alveg - veit ekki betur en að svona búningar séu líka notaðir á grímuböllum, í bíómyndum, gamanþáttum og fleiru.

Ég túlka skoðun þína sem oftúlkun á klámvæðingu, og í sjálfu sér meiri afleiðingu klámvæðingar en auglýsingin er sjálf. 

Að þarna megi finna karlrembu eða fordóma í garð kynjanna, er svo annað mál, og athyglisverðara.

Hrannar Baldursson, 5.6.2009 kl. 12:06

13 identicon

-Ef þetta hefði verið karlmaður, ber að ofan með flotta magavöðva hefði enginn sagt neitt. En þarna er myndarleg kona, í kjól sem hylur líkamann með kíttisprautu eða hvað þetta heitir og allt í einu eru allir feministar kolbrjálaðir. Ég verð að spyrja eigum við konurnar að vera ljótar, loðnar í víðum fötum og allt annað en "hot" til að eiga tilverurétt ? Ég raka mig, er oft í nett ögrandi fötum, stolt af líkamanum mínum og skammast mín ekkert fyrir það.... klámstjarna? Feministar hafa drepið merkingu þessa orðs og eru kynssystrum mínum til skammar. Ég er hlynnt jafnrétti en þið eruð komnar langt út fyrir eðlileg mörk. Vinkona viltu saudi-arabiu style hérna ? Eða viltu frelsi...

Pérsónulega túlka ég þessa auglýsingu þannig að þetta verkstæði mun hlúa af alúð að bílnum þínum líkt og hjúkrunarkonur eru þekktar fyrir að gera á sínum starfsvettvangi... með mjúkum höndum og nærgætni... klám er fjarri mínum huga ... enda kannski bara svona miklu siðprúðari en þú í hugsun!

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 12:38

14 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Miðað við skoðanir mínar á almennum kynferðislegum misþroska, kvenna líka,  er stuðningsleysið eðlileg að mínu mati. Einu óeðlilegu viðbrögðin komu frá Polsen en þeir ætla ekki að nota nefndan bækling vegna viðbragða hjúkrunarkvenna, já kvenna.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 5.6.2009 kl. 13:00

15 Smámynd: Þórarinn Guðmundsson

Fyndna við þetta allt saman er sú staðreynd að mjög fáir hefðu tekið eftir þessari föngulegu konu í þessum búningi nema einmitt út af þessu hafaríi. Vissulega hafa "hjúkku" búningar verið seldir í hjálpartækjabúðum, ásamt því að vera notaðir í erótískum og klámmyndum (sést að ég geri einhver mun á myndum sem þessum).

Hinsvegar er ég farinn að hallast að því að eina fólkið sem er að græða á þessu gríðarlega umtali er Poulsen, því ég get ekki séð hvernig er hægt að kæra þetta samkvæmt lagabókstafnum um "klám", þar sem einungis sést í handleggi of örlítið af bringusvæði. Fólk sem fer út á lífið um helgar, sér yfirleitt mun meira  af hörundi kvenna á skemmtistöðum bæjarins.

Ekki gera lítið úr ykkur femínistar, þið hafið verið að vinna gott starf í gegnum tíðina.

Þórarinn Guðmundsson, 5.6.2009 kl. 13:08

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Get tekið undir þetta hjá þér Kristján - nema ég myndi kannski frekar segja að viðbrögðin ættu ekki að koma á óvart frekar en að þau væru eðlileg... en svo sannarlega eru þau samt sorgleg - nema hjá Poulsen sem kom ánægjulega á óvart með sínu svari.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 5.6.2009 kl. 13:35

17 identicon

Afsakaðu en mér finnst umræða þín vera tepruskapur sem á engan veginn heima á þessari öld.

Þessi svokölluðu femínisku viðhorf eru í raun á ákveðnu undanhaldi vegna öfgakvenna eins og þín sem sjá klám í hverju horni og hafa ekki snefil af húmor gagnvart kallaauglýsingum.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 14:11

18 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það er rétt hjá þér Gylfi að femínistar hafa engan húmor fyrir karlrembu. Því miður er karlremban ekki á undanhaldi - sem hún þó ætti að vera... Tepruskapur er síðan allt annað mál og ætti ekki að rugla saman við femínisma - þó það sé reyndar oft gert þegar verið er að verja karlrembu og kúgun kvenna.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 5.6.2009 kl. 14:18

19 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það sem ég á við: eðlileg=normalt=það sem viðgengst.

Varðandi setninguna: "Þið femínistar ......." Vil ég taka fram að Femínismi er ekkert annað mannréttindabarátta-

líka fyrir konur og hugsanlega fyrir börn. Þessi barátta er því miður ekki komin lengra en svo að hún beinist mest að ofbeldi gegn konum og börnum. Það er ofboðslegt hverju þessi barátta þarf að mæta frá "eðlilegu" fólki.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 5.6.2009 kl. 15:57

20 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það sem fólk sér í þessari auglýsingu segir til um huga hvers og eins, svo þeir sem sjá klám þarna eru annaðhvort að farast úr greddu eða kynífsfíklar - nema hvort tveggja sé.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.6.2009 kl. 16:29

21 Smámynd: Carmen

Gaman að þessari umræðu alltaf. Ótrúlegt hvernig fólk nennir endalaust að ergja sig á skoðunum femínista. Sumir ættu frekar að eyða tímanum í að læra stafsetningu og málfræði og fleira.

Carmen, 5.6.2009 kl. 17:00

22 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Mikil umræða var um Smáralindarbækling forðum, þar sem fermingarstúlka var (eða var ekki) í eggjandi stellingu á forsíðunni. Frjálshyggjudrengir geggjuðust á bloggum og drógu foreldra stúlkunnar inn í málið. Þeir vildu meina að femínistar væru að beita fjölskylduna ofbeldi með gagnrýni sinni á það að barnung stúlka væri stífmáluð, á háhæluðum skóm í eggjandi stellingu.
En málið kláraðist snögglega í umræðunni, þegar blaðakona á Fréttablaðinu lýsti því hvernig henni leið þegar hún apaði eftir stellinguna á háum hælum. Það var sexý lýsing á líkamlegri upplifun vegna þessarar líkamsbeitingar á háum hælum. Ekki sást orð um þetta meir.
Í gamla daga, þegar vonir jafnréttissinna brugðust, var ég viss um að þegar þessar karlremdur eignuðust dætur, þá myndu þeir sjá ljósið. En það gerist ekki, þetta er rótgrónara en svo. Karlmenn ætla ekki að gefa það eftir að þeir ákveði hvað er klámfengið og hvað ekki!

Margrét Sigurðardóttir, 5.6.2009 kl. 17:10

23 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir ábendinguna Carmen, ég hef enga afsökun nema ég versna með aldrinum, en til er fólk sem haldið er les eða skrifblindu og getur ekki að því gert og mörg þeirra sótt mörg námskeið í stafsetningu og málfræði, en þau hafa fullan rétt til að tjá sig, ég lít upp til þeirra sem eru hér á blogginu þó svo að þau brölti um með þessa fötlun og vona að þau láti ekki svona fólk eins og þig stoppa sig, en fyrir fólk eins og mig sem hafa ekki neina afsökun þá þurfum við svona fólk eins og þig, svo endilega haltu áfram að benda okkur á stafsetningavillur okkar, en með kurteysi því að við þurfum ekkert endilega að vera að gera eitthvað annað með tíman okkar en við viljum sjálf og alveg gæti ég hugsað mér að fara á námskeið og líka að ergja mig yfir skoðunum femínista, en stundum þarf fólk eins og ég og þú að velja á milli eins eða annars og þá gerum við það bara.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.6.2009 kl. 17:24

24 identicon

Ég skil ekki alveg rökin. Er hugmyndin sú að það að vekja losta til þess að selja vöruna niðurlægjandi fyrir konuna eða starfstéttina? Er losti þá almennt niðurlægjandi fyrir þann sem vekur upp þá kennd? Þú ert þá væntanlega hlynnt því að banna slíkt í öllu sem kemur fyrir sjónir almennings?

Gefum okkur að þú hafir á réttu að standa og hér er verið að nota hjúkrunakonuna til að kveikja losta í þeim tilgangi að selja vöru eða þjónustu. Slíkt er gert með því að nota þekkta tilvísun úr klámi. Mér þætti vænt um, því ég einfaldlega skil það ekki, hugsanlega vegna vankanta minna, að þú myndir útskýra hvernig, nákvæmlega, það er niðurlægjandi. 

Svo vil ég vekja athygli á, sem að mínu mati er, rökfærsluvillum sem ég sé gjarnan og þá sér í lagi hjá feministum. Það er ruglingur á orsök og afleiðingu. Það er augljós fylgni á milli þess að einhver ákveðin stétt sé kölluð kvennstétt og að hún sé notuð í klámi. Það þýðir ekki að klámið hafi gert stéttina að staðalímynd kynþokka og lostagjafa. Heldur gæti þetta verið þveröfugt. 

 Í lokin vil ég þakka þér fyrir beitta ádeilu sem vekur umræðu, þó ég sé sjaldnast sammála :)

blæ (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 21:46

25 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ef ég má.

Ef kynþokki og klám, eða kynlíf og vændi er það sama. Eða eitthvað sé til sem er kynlíf með börnum, eða hjúkrunarkonur geta ekki valið að vera kynþokkafullar og hafnað að vera klámstjörnur. Eða......ég veit ekki hvað.

Ja, þá vil ég deyja og það fljótt.

Í samfélögum þar sem eru launmorðingjar þýðir að samfélagið er í sæmilegu lagi. En í samfélögum þar sem morðingjar starfa opinberlaga og eru stoltir af starfi sínu þar er eitthvað mikið að.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 5.6.2009 kl. 23:29

26 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Stefán, til umhugsunar - gæti verið ágætt að íhuga hvað það þýðir að búa í samfélagi þar sem konur eru markaðssettar sem neysluvörur fyrir karla. Sérstaklega eins og í gegnum klámvæðinguna þar sem konur eru markaðssettar sem kynferðisleg viðföng karla - almannaeign sem karlar hafa óheftan aðgang að. Það er til slatti af rannsóknum sem sýnir fram á hversu skaðlegt það er og hamlandi á jafnrétti. Staðan í heiminum ætti einnig að vekja fólk til umhugsunar, sbr hversu útbreitt og ört vaxandi mansal er, aukin útbreiðsla og eftirspurn eftir barnaklámi og aukið kynferðisofbeldi gagnvart börnum, eins og margt virðist benda til að sé staðan hér á landi - og sér í lagi að fjöldi ungra ofbeldismanna virðist vera að aukast. Nauðganir hafa einnig breyst á síðustu árum - þær eru orðnar ofbeldisfyllri og hrottafengnari - og komið hafa fram upplýsingar frá Neyðarmóttökunni um að þar sjást skýr merki um að klámið er að hafa áhrif þar á. Við erum þegar byrjuð að sjá allsvakaleg skaðleg áhrif frá klámvæðingunni og það er í raun óskiljanlegt af hverju fólk ver hana endalaust fram í rauðan dauðan. Í því samhengi er einmitt ágætt að átta sig á að kynþokki og klám er engan vegin það sama og vændi og kynlíf er alls ekki það sama, eins og Kristján bendir réttilega á. 

Varðandi þetta með rökvillurnar þá væri ágætt ef þú útskýrðir hvað þú átt við með akkúrat öfugt - en klárlega hefur kynið eitthvað með þetta að gera - og valdatengslin á milli kvenna og karla.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.6.2009 kl. 00:12

27 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Ég er búin að pæla í gegnum þennan athugasemdalista og ég er engu nær...? T.d. allt sem þú segir hér í þinni síðustu athugasemd er satt og rétt. En ég bara næ ekki hvað það kemur þessari mynd af konunni með kíttissprautuna við? Það er ekkert klámfengið við þessa mynd. Þessi búningur sem konan klæðist er samskonar og hægt er að fá á næstu grímubúningaleigu og hangir þar við hliðina á jólasveinabúningnum. Er ekki alveg eins hægt að segja að það sé búið að klámvæða jólasveinana því að ég sá einhverja auglýsingu fyrir jólin þar sem til sölu voru rauð undirföt með loðbryddingum ásamt rauðri skotthúfu?

 Ég er greinilega ekki nógu vel að mér um minni í klámmyndum því að mér datt ekki í hug klám eða klámvæðing þegar ég sá þennan bækling. Ég sá bara hallærislega uppstillingu á útþvældri hugmynd um að það þurfi að hjúkra bílnum vel, svo að hann endist betur og sé öruggari.

Ólafur Jóhannsson, 6.6.2009 kl. 00:36

28 Smámynd: Sigurjón

Ég hef séð alvöru hjúkrunarfræðing með kappa á hausnum, en það var í útlöndum.  Eru útlendingar þá klámvæddir og við á Fróni skinheilagir?

Sem betur fer eru flestir ósammála þeim fullyrðingum um að hér sé klám á ferðinni.  Ég myndi a.m.k. ekki líta við svona mynd sem einhverri klámmynd...

Sigurjón, 6.6.2009 kl. 02:32

29 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég er ekki alveg að skilja hvað klám kemur jafnréttisbaráttu við.

"feministar" láta sem að klám sé einungis framleitt fyrir karla. Staðreyndin er hinsvegar sú að konur horfa líka á klám rétt eins og karlmenn. Svo virðast "feministar" alltaf spila konurnar sem einhver fórnarlömb kláms,,sem ég er ekki alveg heldur að skilja vegna þess að til þess að búa til klámmynd sem inniheldur mynd af t,d kynlífi milli karls og konu þarf væntanlega karl í karlhlutverkið í myndinni.

Katrín Anna segðu mér og komdu með rök fyrir því af hverju konan er meira fórnarlamb heldur en karlinn í slíkum myndum?

Jóhann Kristjánsson, 6.6.2009 kl. 02:53

30 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Svo er kannski rétt að benda á að bloggvinur þinn sem kallar sig super er með athyglisverða mynd við notendanafnið sitt og þá hlýt ég að geta litið svo á að ég hafi óvart álpast inn á klámsíðu á netinu þegar ég skoðaði vinalistann

Jóhann Kristjánsson, 6.6.2009 kl. 02:59

31 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Svo er hér athyglisverður listi yfir kynjaskiptingu í barnaverndarnefndum á Íslandi.

Er ekki eitthvað loðið við þennann lista ef litið er á það að þessi málaflokkur heyrir jafnréttismálaráðuneyti?

Er það þetta sem jafnréttismálaráðuneytið er að vinna að?

Af hverju þegið þið feministar þunnu hljóði yfir þessari kynjaskiptingu?

Hin hliðin á jafnréttismálunum á Íslandi árið 2009.

Í barnaverndarmálum á Íslandi hefur hallað mikið á karlmenn og þeir álitnir sem annars flokks borgarar þegar kemur að börnum. Þetta er kannski ekki svo undarlegt þegar skipan í barnaverndanefndir á Íslandi er skoðuð. Í 31 nefnd sitja samtals 158 nefndarmenn 41 karl og 117 konur.

Eins og sjá má að neðan eru karlmenn í meirihluta í aðeins fjórum þessara nefnda, hins vegar eru engir karlmenn í fimm barnaverndarnefndum!

 

Skiptingin er eftirfarandi:

Tekið af vef Barnverndarstofu í apríl 2009:  
                                                                                 
NefndKarlar

Konur

Barnaverndarnefnd Reykjavíkur23
Félagsmálaráð Seltjarnarness23
Félagsmálaráð Kópavogs32
Fjölskylduráð Garðabæjar14
Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar14
Barnaverndarnefnd Álftaness23
Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar23
Félagsmálaráð Grindavíkur14
Fjölskyldu- og velferðarráð Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga07
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar05
Félagsmálaráð Akraneskaupstaðar32
Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala14
Félagsmálanefnd Snæfellinga14
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum14
Barnaverndarnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar05
Barnaverndarnefnd Húnaþings vestra og Stranda14
Barnaverndarnefnd Skagafjarðar32
Félagsmálaráð A-Húnavatnssýslu 14
Barnaverndarnefnd ÚtEy14
Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar14
Barnaverndarnefnd Grímseyjar03
Félags- og barnarnverndarnefnd Þingeyinga23
Félags- og barnaverndarnefnd Flótsdalshéraðs14
Félagsmálanefnd Fjarðarbyggðar32
Félagsmálaráð Hornafjarðar14
Félagsmálanefnd Árborgar og Flóahrepps15
Félagsmálanefnd uppsveita Árnessýslu  og Flóa14
Félagsmálanefnd Hveragerðis14
Barnaverndarnefnd sveitarfélagsins Ölfuss05
Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu25
Félagsmálaráð Vestmanneyjabæjar23
Niðurstaða:41117
 

Í fjölmennasta sveitarfélaginu Reykjavík eru starfsmenn Barnaverndarnefndar sem vinna hjá Barnavernd Reykjavíkur samtals 32 og er skiptingin þar 5 karlar á móti 27 konum!

Þá má geta þess að hjá sjálfri Barnaverndarstofu sem fer með æðstu stjórn barnaverndarmála í umboði félagsmálaráðherra eru 10 starfsmenn, 3 karlar og 7 konur.

Í Barnahúsi sem er undirstofnun Barnaverndarstofu eru 5 starfsmenn – allt konur!

 

Ekki er ástandið skárra hjá sýslumanninum í Reykjavík þar eru starfandi 16 starfsmenn í sifjadeildinni, 4 karlmenn og 12 konur.

Jóhann Kristjánsson, 6.6.2009 kl. 12:24

32 Smámynd: Sævar Einarsson

"Þú ert það sem þú hugsar" svo femínistar eru klámhundar, amk hugsa þeir ekki um neitt annað.

Sævar Einarsson, 6.6.2009 kl. 19:19

33 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ég sá einu sinni klámmynd þar sem stúlkan var í köflóttri skyrtu, smekkbuxum og með heykvísl. Er þá búið að klámvæða bændastéttina eða hvað?

Annars veit ég ekki betur en að karlmenn séu líka markaðsettir sem neysluvara fyrirkonur, eða hafið þið ekki séð MTV nýlega?

Páll Geir Bjarnason, 7.6.2009 kl. 03:53

34 Smámynd: Egill

áhugaverður fyrir lestur fyrir þá sem vilja reyna brjóta upp ímyndir sínar um konuna sem er fórnarlamb kynlífs.

http://www.youtube.com/watch?v=B1y9ysYNCKE&feature=channel_page

Egill, 7.6.2009 kl. 06:23

35 Smámynd: Egill

Margrét skrifaði

"Karlmenn ætla ekki að gefa það eftir að þeir ákveði hvað er klámfengið og hvað ekki!"

uh ... en ekki hvað, enda eru hugmyndir karla og kvenna um hvað þeim finnst sexy oftast nær mjög mismunandi, tala nú ekki um hve mismunandi hugmyndir kvenna og kvenna eru um þetta sama mál, og síðast en ekki síst mun á hugmyndum karla og karla, úff !

Egill, 7.6.2009 kl. 06:28

36 Smámynd: Kommentarinn

Af hverju mega karlmenn ekki ákveða hver fyrir sig hvað er klám og hvað ekki? Það á ekkert að vera eitthvað miðstýrt ákvarðanavald sem segir: Nei þér finnst þetta ekki sexy.

Og afhverju fer umræðan allt í einu að snúast um mansal og barnanýð? Ég sé ekki að það komi þessari auglýsingu neitt við. Það væri á sama hátt hægt að tengja nike auglýsingu við misrétti og þrælkun verkafólks í SA-Asíu.

Karlmönnum (flestum) finnst konur sexy. Það breytist ekki sama hvað jafnrétti verður mikið.

Og þó að þér finnist klám af hinu illa þá þekki ég margar konur sem horfa reglulega á klám. Einnig þekki ég marga menn sem horfa aldrei á klám. Þetta er ekki spurning um kyn eða jafnrétti.

Kommentarinn, 7.6.2009 kl. 12:32

37 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sammála. Ég vil ákveða fyrir mig hvað er klám eða hvað örfar mig kynferðislega, það er algjörlega mitt einkamál. Ég segi fyrir mig að ég næ´onum ekki upp nema að vera búinn að berja konuna til blóðs. En ég þooooli ekki þegar þær rotast.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 7.6.2009 kl. 13:03

38 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Heyriði! þetta er ekki allt, Byko hvatti mig til að ná mér í viðhald og klámvæddi málarastéttina alla í leiðinni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.6.2009 kl. 14:16

39 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Mér sýnist "femínistinn" Katrín Anna vera komin í klemmu og þora ekki að svara þegar ójafnréttið er sýnt á hinn veginn. Ég set hér orðið femínistinn innan gæsalappa því konur eins og Katrín eru komnar svo langt út frá hugtakinu femínisti.

Jóhann Kristjánsson, 7.6.2009 kl. 15:15

40 Smámynd: Kommentarinn

Ég vona Kristján að hvorki þú né neinn sem þú þekkir hafir orðið fyrir ofbeldi af neinu tagi en á einhvern undarlegan og vonandi ekki pavlovskan hátt tengirðu kynlíf beint við ofbeldi. Það er erfitt að ætla að tengja þessa auglýsingu við klám og enn langsóttara að ætla svo að tengja þetta við ofbeldi. Svo ég endurtaki mig þá er auðveldara að tengja auglýsingar á fötum við þrælkun og misrétti í Asíu heldur en þessa auglýsingu við eitthvað illt.

Konur eru fallegar en það er engin ástæða til að fela þær eins og gert er í sumum menningarheimum. Því sama mætti svo snúa upp á karla.

Kommentarinn, 7.6.2009 kl. 17:09

41 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sé að hér hafa verið líflegar umræður á meðan ég var í helgarfríi :) Ítreka samt bara enn og aftur vonbrigði mín með að hjúkrunarfræðingar skuli ekki fá meiri stuðning í því sem þær eru að gera. Af virðingu fyrir stéttinni og þeirri umönnun sem landsmenn fá frá þeirri stétt ætti ekki að vera til mikils mælst að hjúkrunarfræðingar fái sjálfar skilgreiningarvald yfir sinni stétt - en ekki eitthvað fyrirtæki út í bæ sem ætlar að græða á að pimpa þær út.

Einhverjir hérna hafa spurt út í klámið - í staðinn fyrir að endurtaka allt sem ég hefur áður skrifað mæli ég með að þeir hinir sömu renni í gegnum bloggið hér og skoði það sem ég hef skrifað um klám áður. Tímabilið febrúar/mars/apríl 2007 er stútfullt af slíkum færslum ef ég man rétt. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.6.2009 kl. 10:26

42 Smámynd: Egill

klám finnst á fleiri stöðum!!

http://baggalutur.is/frettir.php?id=4586

Egill, 13.6.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband