Óvönduð vinnubrögð

Alveg finnst mér ótrúleg þessi viðbrögð frá framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Auglýsingin þeirra sem birtist í Fréttablaðinu í dag er með því grófasta sem ég hef séð. Mér finnst með öllu óskiljanlegt fyrir það fyrsta að þessi auglýsing hafi verið búin til, fyrir það næsta að hún skuli hafa verið samþykkt og síðast en ekki síst að hún skuli hafa verið birt. Hlutaðeigandi aðilum væri nær að senda frá sér afsökunarbeiðni og skammast sín niður í tær. Í staðinn kemur eitthvað sem blablabla bull frá þeim. Vona að stjórn SI taki þetta fastari tökum, sem og auglýsingastofan og Fréttablaðið sem birti auglýsinguna.

Út frá markaðsfræðilegu sjónarhorni myndi ég segja að auglýsingin væri fínt case study um lélega markaðssetningu. Væri gaman að sjá úttekt hjá fagfólkinu sem að henni kom um hvernig þessi auglýsing eigi að virka til að skila tilætluðum árangri. Eina fagmennskan sem ég sé í auglýsingunni snýr að tæknilegum atriðum. Þegar kemur að markaðsfræðinni sjálfri er vandasamt að sjá að þetta þjóni þeim tilgangi sem það á að gera - nema síður sé.

**

Viðbót: SI hafa ákveðið að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar og draga auglýsinguna til baka, reyndar með þeim orðum að það sé ekki í þeirra verkahring að „stuða fólk“.

**

Og viðbrögðin batna greinilega með tímanum. Hér er afsökunarbeiðni frá SI:

Samtök iðnaðarins hafa ákveðið að hætta birtingu blaðaauglýsingar með fyrirsögninni: Velur þú fagmann eða fúskara? Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Tilgangur auglýsingarinnar var að vekja fólk til umhugsunar um að fagmennska á við í öllum greinum. Myndmál auglýsingarinnar er mjög sterkt og hefur vakið hörð viðbrögð. Samtök iðnaðarins viðurkenna að þeim hafi orðið á mistök. Samtökin biðja alla þá sem telja sér misboðið afsökunar, sérstaklega heilbrigðisstéttir og konur.


mbl.is Auglýsing SI vekur hörð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnupenni

Er auglýsingum ekki ætlað að vekja athygli?

Þessi virðist sannarlega hafa gert það.

Stjörnupenni, 29.4.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það er léleg markaðssetning að ætla einungis að vekja athygli. Markmiðið hlýtur að vera að selja - og byggja upp jákvæða ímynd. Þessi auglýsing nær því ekki heldur þvert á móti. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá auglýsinguna var mannvonska - sem er ekki það sem SI vill vera þekkt fyrir.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.4.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Nú skulum við aðeins skoða þetta út frá sjónarhorni iðnarmanns.

Í dag eru margir sem leita til ófaglærða manna með að viðhalda bílum sínum, húsnæði, rafmagnsmálum, hárgreiðslu og mörgu öðru sem viðkemur iðnmenntuðu fólki.

Einhverja hluta vegna finnst fólki þetta í lagi, gerir sér síðan ekki grein fyrir því að það er hugsanlega að versla við fúskara og ef eitthvað kemur uppá þá réttur kaupands lítill því sá sem verkið gerði er ekki með tilfallandi réttindi og ekki hægt að sækja hann til saka til Meistarafélag viðkomandi, sem vanalega tæklar fúsk af hörku. Nú þarf kaupandi að standa einn í þessu öllu hefur litla aðstoð annað en að væla í vinum sínum.

Samt gerir fólk þetta ítrekað.

Fólk myndi samt aldrei fara til læknis sem hefur ekki til þess réttindi.

Þetta er skilaboð auglýsingarnar, ekki að gera lítið úr konum eða læknastétt. Í öllum svona málum er vert að lýta að allar hliðar málsins ekki bara þá sem viðkemur þér. Þessi auglýsing fangaði mína athygli og var ég ánægður með það, því þá er hún að virka og fær vonandi fólk til að hugsa. Framsetningin mætti kannski vera önnur, væri kannski hægt að gera þetta að skurðlækni, en þá myndi nú líka blóðmagnið fara fyrir brjóstið á mörgum.

Skilaboðin eru líka þau að hér er verið að reyna að standa vörð um áunnin réttindi, þetta er réttindabarátta, sem er það sama og Feminstafélagið stendur fyrir, bara ekki alveg á sama grundvelli.

Vona að þessi útdráttur minn varpi einhverju ljósi á hina hlið málsins.

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 29.4.2009 kl. 11:55

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Rúnar - þó þetta sé réttindabarátta þá réttlætir það ekki að traðkað sé á réttindum annarra til að koma sínum skilaboðum á framfæri. Það er engin þörf á því að útskýra í löngu máli hverju auglýsingin átti að koma á framfæri - það er alveg ljóst. Gagnrýnin snýr að því hvernig það var gert - á bæði grófan og ósmekklegan hátt sem er engan veginn réttlætanlegur. Það eykur hvorki trú mína né traust á iðnaðarmönnum ef þetta er það sem þeir standa fyrir. Sem betur fer hafa SI ákveðið að draga auglýsinguna til baka og biðjast afsökunar á henni.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.4.2009 kl. 12:11

5 Smámynd: Aliber

Er þetta með því grófasta sem þú hefur séð?

Hlýtur að hafa lifað vernduðu lífi til þessa þá.

Ég les nefnilega sömu merkingu úr þessu og Rúnar og finnst þetta athygliverð nálgun. Aðgerðin sjálf er aukaatriði, það að þetta er læknir, myndirðu sætta þig við fúsk frá lækni, það er aðalatriðið.

Og á réttindum hverra var nákvæmlega traðkað? Hefði þetta verið í lagi ef þessi "læknir" hefði staðið yfir miðaldra karlmanni?

Aliber, 29.4.2009 kl. 12:49

6 identicon

Af hverju má fólk ekki verlsa við þá sem það vill versla við? Ef þú vilt leita lækninga hjá grasalækni þá er það bara þitt mál Rúnar, ég myndi ekki gera það en þeð gefur mér engan rétt á að banna þér það. Ef ég vil láta nágranna minn gera við sjónvarpið mitt þá er það líka mitt mál. Það er hroki og yfirlæti að kalla menn fúskara sem eru ekki lærðir í einhverju fagi.

Réttindabarátta er ekkert annað leið til að draga úr samkeppni. Þú leitar til einstaklinga sem vinna sína vinnu vel og ef iðnnám eykur líkurnar á því að einstaklnigur standi sig betur eru meiri líkur á að fólk kjósi að versla við iðnmenntaða einstaklinga umfram þá sem hafa enga menntun.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:01

7 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Auglýsingastofan ætti líka að biðjast afsökunar. Hugmyndin kemur væntanlega þaðan.

Samtök iðnaðarins hefðu einfaldlega átt að auglýsa:

Við höfum ákveðið að hætta að vera 2007 og lækka taxta okkar svo að landsmenn með meðallaun hafi efni á að leita til okkar.

Þá  hyrfu fúskararnir.

María Kristjánsdóttir, 29.4.2009 kl. 21:38

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hefur oft verið stórundarlegt sem svokallað "fagfólk" í auglýsingabransanum hefur látið fara frá sér.

Rándýrar auglýsingar sem venjulega eiga að hafa að baki vandlega yfirlegu yfir hverju smáatriði, hafa verið illa ígrundaðar og með málvillur og framburðarvillur, sem hafa borið vitni hroðvirkni eða lélegri þekkingu eða menntun.

Þetta er sem betur fer ekki meginregla. Þeir bestu í faginu senda oftast frá sér frábærlega vel unnar auglýsingar sem unun er að heyra og sjá.

Ómar Ragnarsson, 29.4.2009 kl. 23:45

9 identicon

Ég er sammála Rúnari og ég tek upp hanskann fyrir SI og hönnuði auglýsingarinnar.

SI og co til varnar þá langar mig aðeins að vekja athygli á þessar "bílslysaauglýsingar" .. Þið vitið hvað ég er að tala um, þessar auglýsingar sem sína bílslys á mjög raunverulegan máta, dauðsföll og allt heila klappið. Þær hafa allar hreyft við okkur, hver man ekki eftir auglýsingunni þar sem bíll keyrir of hratt í einhverju hverfi og keyrir á litla stelpu sem er hjólandi á götunni... Ég get sagt fyrir mitt leiti að hún hreyfði rosalega við mér.

En þá að kjarnanum í þessari langloku, hvernig er það með virðingu og tilfinningar þeirra ættingja sem voru svo óheppin að missa einhvern nákominn sér í bílslysi ? Hvað með fórnarlömb slíkra slysa ? Ég veit fyrir víst að þessar auglýsingar eru ekki uppá marga fiska hjá þessum aðilum. Augljóslega þekki ég ekki alla þá sem hafa lent í bílslysi eða eiga ættingja sem hafa dáið í bílslysi svo ég er einungis að tala fyrir mitt leiti.

Ef sama viðkvæmni á að ganga yfir allt, þá ætti að taka allar svona auglýsingar úr umferð sem gætu á einhvern hátt sært einhvern hóp af fólki...

Þessi umrædda auglýsing er ætluð körlum og KONUM... Fyrst ólöglegar fóstureyðingar eru bendlaðar við auglýsinguna þá er rétt að benda á það að þessi auglýsing er samt að vernda hagsmuni kvenna því ólöglegar fóstureyðingar eru einfaldlega stórhættulegar... Vilja kvenmenn láta "fúskara" eyða fóstrinu ?

Þessi auglýsing er á endanum, einungis að vernda hagsmuni allra.

Guðlaugur Ellert (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 04:02

10 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þessi auglýsing er einn versti viðbjóður sem ég hef séð frá auglýsingastofu. Sama gildir reyndar um auglýsingarnar frá umferðarstofu. Það er augljóst að höfundur þeirra þekkir ekki tilfinningar fólks sem misst hefur náinn vin eða ættinga í bílslysi. Og líktalningarmannvirkið ofan við Draugahlíðina er heimsmet í smekkleysu og þessari ömurlegustu ríkisstofnun okkar til ævarandi skammar. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Sigurður Sveinsson, 30.4.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband