Skömmin sett þar sem hún á heima

Þetta er stór dagur í Íslandssögunni. Sænska leiðin orðin að veruleika eftir 9 ára baráttu! Loksins. Til hamingju Ísland.  :) Þá taka lögin loksins mið af því að vændi er ein tegund kynferðisofbeldis. Nú þarf samt massívt átak til að kaupendur vændis átti sig á því líka að þegar þeir kaupa vændi þá eru þeir að nauðga manneskju - bara gegn greiðslu. Svo er víst ekki nóg að þeir átti sig á því - þeir verða líka að hætta að beita ofbeldinu, þ.e. hætta að kaupa vændi. 

Viðbrögð samfélagsins við ofbeldi eru margvísleg. Í dag sendi Femínistafélag Íslands frá sér eftirfarandi ályktun út af öðru máli:

Í tilefni af fræðsluefni Lýðheilsustöðvar fyrir ungt fólk um áfengi og skaðsemi þess sér Femínistafélag Íslands ástæðu til að senda þau skilaboð til fórnarlamba ofbeldis að þau bera ALDREI ábyrgð á ofbeldi sem þau verða fyrir. Skömmin, sektin og ábyrgðin hvílir á ofbeldismanninum, ekki fórnarlömbum hans, sama undir hvaða kringumstæðum ofbeldinu er beitt.

Femínistafélag Íslands sendir stuðningskveðjur til þeirra sem beitt hafa verið ofbeldi og vonar að þeim gangi vel að setja skömmina þangað sem hún á heima, á ofbeldismanninn, þrátt fyrir skaðleg samfélagsleg skilaboð um að það sé á einhvern hátt hlutverk þeirra að passa sig. Ofbeldi er misnotkun á valdi og hvetur Femínistafélagið samfélagið allt til að beina athyglinni að ofbeldismönnum og krefjast þess að þeir axli ábyrgð á gjörðum sínum.

Virðingarfyllst,
Femínistafélag Íslands 

Það er því nóg eftir þrátt fyrir að sænska leiðin sé orðin að veruleika. Viðhorfin í samfélaginu eru ennþá langt í frá að vera í ætt við jafnrétti, virðingu og réttlæti. Enn í dag er fórnarlömbum ofbeldis kennt um ofbeldið sem þau verða fyrir og samfélagið lokar augunum fyrir þeirri staðreynd að þegar um ofbeldi er að ræða þá er ofbeldismaður til staðar - sá sem á að bera ábyrgð á ofbeldinu.


mbl.is Kaup á vændi bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

yeah sigur!

Man einu sinni eftir að hafa verið tekin í misgripum fyrir gleðikonu á Istedgade af öllum stöðum. Það var fyrir 20 árum síðan!!! Ég ræddi við manninn sem að bað mig afsökunar á framferðinu eftir samtalið. Ég sat eitt sitt bak við tjald heila nótt í kynlífstækjabúð við Abel Cathrinesgade til að fylgjast með viðskiptavinum þiggja ráðgjöf um bæði eðlilegt og afbrigðilegt kynlíf. Það var einkar athyglisvert hvað flóra þess fólks sem þangað leitaði var fjölbreytileg. Það eru næstum 17 ár síðan.

Ég er þó enn á því að það þurfi að kenna öllu því bælda fólki sem hangir þarna úti að stunda sjálfsfróun og fara á sjálfstyrkingarnámskeið til að þurfa ekki að leita á náðir ólöglegs kynlífs og ofbeldis.

Þolendur eru fórnarlömb en fórnarlömbin eru líka þolendur. Mér finnst það persónulega skynsöm nálgun. Myndi þó aldrei verja nauðgara eða vændiskaupendur mætti ég velja.

Anna Karlsdóttir, 17.4.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Já thetta er gott mál!

Sporðdrekinn, 17.4.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þýðir þetta að hugmynd mín um menningarmiðstöð fyrir karlmenn sem ég vildi að Feministafélagið ætti aðild að er orðin ólögleg?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 22:42

4 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

ég er ekki alveg sammála að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt.  Ef til dæmis karlmaður móðgar og niðurlægir konu án þess að beita hana líkamlegu ofbeldi og konan slær karlinn kinnhest, þá er það alveg réttlætanlegt ofbeldi.

Ólafur Jóhannsson, 17.4.2009 kl. 22:54

5 Smámynd: corvus corax

Frábær árangur eftir langa baráttu. Hins vegar er þetta aðeins áfangasigur því auðvitað á að banna vændi með öllu að viðlagðri refsingu, bæði kaup og sölu. Ef við viljum vera sjálfum okkur samkvæm gerum við auðvitað fíkniefnakaup refsiverð en ekki söluna ...eða hvað?

corvus corax, 18.4.2009 kl. 01:28

6 Smámynd: Sleepless

Sjálf hef ég, prívat og persónulega þekkt all nokkrar vændiskonur og jú einn vændiskall.

Strákurinn sem ég þekki stundaði nú aldei væni hér en var búsettur í ameríku og um 20 átti hann í peningavandræðum og greip til þess ráðs að sænga hjá miðaldra konum gegn greiðslu. Hann leit svo á að hann væri að gefa þessum konu þjónustu sem þær vildu. Margar voru giftar og allar nenntu ekki að fara á bar pikka upp kall í blindni og þar með bjóða hverjum sem er heim til sín eða í sinn líkama. Vinkonur voru mikið að mæla með honum sín á milli og hann hefur aldrei litið á þetta sem skömm heldur lærði hann mikið á þessum tíma, bæði um kynlíf, samskipti kynjana  og tilfinningarlíf eldri kvenna.

Og svipað er það með konurnar sem ég hef þekkt í þessu nema með örlitlum áheyrslubreytingum.  Margar sem ég hef þekkt sem hafa sinnt starfi vændiskonu hafa haft mismunandi ástæður fyrir því en flestar hafa meint það að fyrst þeirra kynlífsþörf sé svona óseðjandi að þá gætu þær eins fengið borgað fyrir það.

Ég hef þekkt bæði íslenskar og erlendar hórur og allar eiga þær það sameiginlegt að þær eru sterkar konur.
En ég er ekki fáviti og veit að mannsal er raunveruleiki í dag en ég á alltaf eftir að halda því fram að ef þær sem vilja stunda vændi fá að gera það í friðið og með lagasetninguna sín megin eru þær sömu konur komnar í betri aðstöðu en nokkur annar á yfirborði jarðar til að uppvísa lögreglu um hvar slíkur viðbjóður er framinn.
Vændiskonur vita mjög mikið sem fáum er sagt frá, vændiskonur eiga mikið af annarra manna leyndarmálum (ásamt sínum eigin að sjálfsögðu) og margar komast inná staði sem löghlýðnir borgarar vita ekki einu sinni að séu til í þeirra þjóðfélag.

Mér finnst það ekki í lagi að samfélagið styðji stéttarskiptingu byggða á sjúkdómum og/eða ákvörðunum sem snýr að eigin líkama. Mér finnst ekki rétt að manneskja sem er seld gegn eigin vilja sé flokkuð á sama hátt og sú sem gerir það á eigin frumkvæði.

Og hversu langt ætlum við að láta þetta ganga?
Ætlum við að refsa fullorðun fólki fyrir ofvikra kynlífsþörf og gera glæpamenn úr þeim? Eigum við að fangelsa alla fíkla fyrir að vera haldnir sjúkdóm? Hvenær snúum við okkur að þeim sem eru með geðsjúkdóma? Má ég fara að búast við því að fara í fangelsi fyrir það eitt að vera ég?
Ég vann sem stippari í mörg ár, hef farið í meðferð og haldin geðsjúkdóm og vegna þess alls er ég stimpluð sem "ómarktæk" og sett í sama flokk og margir glæpamenn þegar í raun og veru eini glæpurinn sem ég hef gerst sek um er að versla fíkiefni fyrir eigin neyslu (jú að vísu var ég kærð fyrir ólöglegan einkadans en fallið var frá þeim kærum).
Aldrei hef ég brotist inn, svikið fólk eða selt mig fyrir eigin neyslu og ég husa með hryllingi að ef ég hefði lent í fangelsif yrir hluti sem sköðuðu engann og jú ef einhvern þá mig.
Ég skal einnig viðurkenna það að ef samfélagið hefði dæmt mig í fangelsi hefði ég komið svo aftur útí samfélagið reið og sár, fullmentaður glæpakona nýkomin úr "skóla" vís til þess að valda meiri skaða en áður, sama um samfélagið sem er sama um mig...

Er það það sem við viljum ala af okkur?

Og hvernig er öðruvísi að gera kaupendur vændis að glæpamönnum?  Ef að það er kolrangt að fangelsa fílka fyrir það eitt að kaupa sér efnin þá finnst mér líka rangt að rústa mannorði einhvers og jafnvel fangelsa fyrir kaup á vændi. Ég hef áhyggjur af því að fljótlega förum við að framleiða glæpamenn og and-samfélagsþegna á færibandi.

En þegar upp er staðið þurfum við að fara að gera greinarmun á fólki, allir sem selja sig eru ekki í neyð, allir sem kaupa fíkniefni eru ekki þjófar og allir sem eru haldnir geðsjúkdómum eru ekki geðsjúklingar. Hættið þessum fordómum og leyfið fólki að hafa rödd frekar en að gera það að glæpamönnum....
Bjóðum uppá alvöru úrræði en ekki fangelsi og sektir!

Með geðveikum kveðjum
Sleepless sem syrgir örlög þeirra sem hafa ekki rödd

Sleepless, 18.4.2009 kl. 09:32

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tek undir þessa yfirlýsingu Feministafélagsins. Þessi Sleepless sem skrifar undir dulnefni er algjörlega ómarktæk Katrín mín. Hún hefur áður varið vændi og klám á minni heimasíðu.

Hilmar Gunnlaugsson, 19.4.2009 kl. 03:55

8 Smámynd: Sleepless

Hilmar, það eru ekki allir með nafnaleynd til þess að fela sjálfan sig. Með glöðu geði mundi ég gefa þér nafnið á mér og standa fyrir framan alþjóð og segja mína sögu. En ég er "óæskilegur" partur af samfélaginu, ég hreinlega sé hlutina í öðru ljósi enda hef ég lifað talsvert nær heim sem þú hefur aðeins séð í bíómyndum og þáttum. Og spurðu nú sjálfan þig, ef ég væri dóttir þín, ég með mína sögu og þú með þína en við erum samt tengt órjúfanlegum blóðböndum. Mundirði vilja að ég væri að gefa upp nafnið mitt og (þar með) nafnið þitt?

Þú verður að treysta því að staðfestingarkerfi moggans virki og þeir viti mit raunverulega nafn og að ég riti hér undir eigin kennitölu. Ef þú ert að draga það í efa verðuru að eiga það við þá en ekki mig.

En það er  ofboðslega þæginlegt fyrir þig að geta dæmt svar mitt dautt og ómerkilegt fyrir það eitt að ég birti ekki nafn mitt. Kalda staðreyndin er sú að ég hef ritað undir þessu nafn, Slepless, í 9 ár núna og byrjaði ég á öðrum vettvangi sem krefst þess enn í dag að þú kvittar undir eigin kennitölu. Flettu Upp Sleepless á huga.is og þar sérðu fjöldan allan af greinum eftir mig sem spanna langt tímabil og allar eiga þær það sameiginlega að vera um kynlíf á einn eða annan máta.

Vil ég benda þér á, Hilmar, að lea grein mína Fordómar hafa áhrifá fleiri en þá sem þeir beinast gegn Og þar segi ég skýrt frá afhverju ég kýs að rita undir öðru nafni en mínu eigin.

En alltaf eru til Fautar einsog þú sem nýtur þess að níðast á þeim sem raddlausir eru og ef einhver vogar sér að stíga fram þá er skiptir ekki máli hvað, allt er nýtt til þess að sverta manneskjuna.
Ég lít svo á að jafnvel þó ég kæmi undir nafni þá mundir þú hvort ið er dæma orð mín ómarktæk af öðrum ástæðum, t.d. míns fyrri vinnuferlis, að ég hafi farið í meðferð eða þá staðreynd að ég fúslega viðurkenni að ég sé haldin geðsjúkdóm.

Ekkert skiptir þig meira máli en að manneskja einsog ég hafi ekki rödd því að ég berst fyrir minnihluta sem þú hefur óbeit á, minnihluta sem ekki á að hafa rödd svo langt sem þig varðar.

Hver er nákvæmlega munurinn á þér, Hilmar, og kvalara sem þaggar niður neyðaróp þess sem er haldið nauðugum?

Sleepless sem mun alltaf berjast fyrir minnihlutann sem hún tilheyrir.

Sleepless, 19.4.2009 kl. 10:17

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju við öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2009 kl. 15:54

10 Smámynd: TARA

Ég fagna þessum lögum  fyrir hönd allra, hvort sem einhverjum líkar betur eða verr....

Ein spurning til þín Sleepless....Þú segist aldrei hafa svikið neinn...þú hefur þá væntanlega aldrei selt giftum eða trúlofuðum manni þjónustu þína ?

Eða finnst þér það ekki vera svik við eigikonur og unnustur þessara svikula manna, að þú sem kona hjálpir þeim að svíkja maka sinn ?

Í mínum huga er þetta svik, bæði af mannanna hálfu og þín.

TARA, 19.4.2009 kl. 16:42

11 Smámynd: TARA

Sleeplees..gleymdi að bæta því við að þú sveikst aðra manneskju enn verr en alla hina....þú sveikst sjálfa þig mest.

TARA, 19.4.2009 kl. 17:02

12 Smámynd: Sleepless

Tara, endilega þar sem þú ert greinilega mikill sérfræðingur um svik segðu mér þá í hverju þessi svik mín eru falin?

Auk þess þar sem ég tala um orðið svik í þeim skilningi að brjóta lög, sem eru því miður einu siðareglur sem þú getur réttilega skikkað mig til að fylgja.
En ef þú ert svona stangur fylgjandi því að siðareglur séu jafngild lögum, má þá bara ekki bjóða þér að taka upp gamla siði og bjóða uppá nornaveiðar á mig og þá sem ég þjónustaði?
Fyrstur til að komast að því hvar Sleepless er og hvað hún heitir fær prik í kladdann hjá þér...?

Og endilega segðu mér, hvernig findist þér réttast að refsa mér fyrir þessi svik mín? Hýða mig á almannafæri? Setja mig í fangelsi? Sekta mig? Eða ætti að finna lækningu við vandamáli mínu (sem ég treysti að þú sért væntanlega búin að skilgreina)?

Og hvernig ber okkur svo að refsa svikulum mökum (ég þjónustaði ekki bara karlmenn...). Í gapastokkinn með þá?  Grýta þá?

Að þú getir sagt það að ég hafi svikið sjálfa mig ber vott um að  þú dæmir án þess að þekkja og þess háttar fólk finnt mér beinlínis hættulegt gagnvart mér og samfélaginu.

Sleepless, 19.4.2009 kl. 17:56

13 Smámynd: TARA

Já, Sleeplees..ég er stórhættuleg öllu samfélaginu...hvað ætlarðu að gera í því ? Láta loka mig inni á Klepp með þig sem herbergisfélaga ?

Þessi kaldhæðni þín og árásargirni virka kannsi á aðra, en ekki á mig, ég er of lífsreynd til þess að láta smá vatnsdropa ergja mig. En þetta segir mér heilmikið um þig sem persónu. Þú ræðst á fólk án þess að hafa hugmynd um hvað þú ert að gera. Þú ert öll í vörn og reynir að réttlæta allt sem þú gerir og upphefja þig á kostnað annarra. Þú hæðist að fólki og reynir að vera fyndin, en undir niðri kraumar heift og reiði og stundum hatur á samfélaginu í heild.

Það er ekki mitt að refsa þér, en ef þér finnst þú eiga refsingu skilið þá ertu áreiðanlega fullfær um að refsa sjálfri þér. Og auk þess nefndi ég engar refsingar í skrifum mínum, ég var að tala um hvað mér finnst vera svik. Að halda framhjá maka sínum eru svik og að "þjónusta" lofaðan aðila, eru líka svik.

Og ég held að þú gerir þessum minnihluta sem þú talar um að þú berjist fyrir, ekki neitt gott né gagn á meðan þú hugsar svona takmarkað og einstrenginslega.

Og ég held að þú sért nægilega greind til að skilja hvað ég meina með að þú hafir svikið sjálfa þig mest.

TARA, 19.4.2009 kl. 18:47

14 Smámynd: Sleepless

Endilega bentu mér á hvar ég er að ráðast á þig, því þar sem ég stend þá er ég að benda á hversu hættulegt það er að leyfa fólki einsog þér að blanda saman lögum landsins og siðareglum, að taka upp líkamsmeiðingar fyrir brot gegn trúnaðarbrest og persónuleg svik er eitthvað sem er ólíðandi og þú dansar þar hættulega nálægt eldinum.

Enn heldur þú áfram að reyna að fá mig til að skammast mín fyrir að hafa svikið mig, sem ég gerði ekki og mun aldrei gera. Og blygðunarlaust heldur því fram að ég sé að ráðast á þig.
Hvergi ræðst ég gegn þinni persónu og geri þér upp skoðanir og hugsanir einsog þú gerir...

"þú sveikst sjálfa þig mest." (huglægt mat þitt á mér þó þú þekkir mig ekki neitt)
"Láta loka mig inni á Klepp með þig sem herbergisfélaga ?"(Greinilegt að þér finnst ég vera það veik að ég eigi heima þar þó þú vitir ekkert um hvaða sjúkdóm ég er með eða neitt meira um mig)
"Þú ræðst á fólk án þess að hafa hugmynd um hvað þú ert að gera."(enn og aftur hvar er árásin?)
ú ert öll í vörn og reynir að réttlæta allt sem þú gerir og upphefja þig á kostnað annarra." (Bíddu, bíddu, er ég bæði að ráðast á og vera í vörn. Á kostað hvers er ég að upphefja mig og hvar er ég að því?
"Þú hæðist að fólki og reynir að vera fyndin, en undir niðri kraumar heift og reiði og stundum hatur á samfélaginu í heild." (Og ég er að ráðast á þig??? Hvergi geri ég þér upp tilfinningar eða er að sálgreina þig einsog þér svo sannarlega misheppnast hér)
"[...]á meðan þú hugsar svona takmarkað og einstrenginslega." (Hver er með orðaofbeldið hér? Hvergi kalla ég þig heimska beint eða óbeint)

Og ég held að þú sért nægilega greind til að skilja hvað ég meina með að þú hafir svikið sjálfa þig mest.
Þú verður bara að afsaka en ég hugsa bara svo takmarkað að ég er að biðja um þína skýringu...

Lestu okkar samskipti svo aftur yfir og ef þú sér þér ekki fært að svara mér án þess að styðjast við persónuníð, reyndu þá að sleppa því að svara.

Sleepless, 19.4.2009 kl. 19:40

15 Smámynd: TARA

Sleeplees....það er ekki hægt að eiga orðastað við þig með góðu móti...ef þú skoðar samskipin sjálf þá sérðu að það ert þú sem ræðst á mig en ekki öfugt...þú segir að fólk eins og ég sé hættulegt...

Hvernig er fólk eins og ég ? Þekkir þú mig eitthvað ?

Þú ert einmitt að ráðast að mér og minni persónu með þessum orðum 

"hversu hættulegt það er að leyfa fólki einsog þér að blanda saman lögum landsins og siðareglum, að taka upp líkamsmeiðingar fyrir brot gegn trúnaðarbrest og persónuleg svik er eitthvað sem er ólíðandi og þú dansar þar hættulega nálægt eldinum og En ef þú ert svona stangur fylgjandi því að siðareglur séu jafngild lögum, má þá bara ekki bjóða þér að taka upp gamla siði og bjóða uppá nornaveiðar á mig og þá sem ég þjónustaði?
Fyrstur til að komast að því hvar Sleepless er og hvað hún heitir fær prik í kladdann hjá þér...? "

Mjög skáldlegt...Þetta eru þín orð, ég minntist hvergi á heimsku, né skömm né nokkra refsingu, en þú hlýtur þá að vita upp á þig skömmina fyrst þú talar um hana.  Ég kem hvergi fram með persónuníð og ef þér finnst það þá er eitthvað mikið að hjá þér.

Ég mintist ekki á neinn sjúkdóm, en veit að þú ert með geðsjúkdóm og hluti af honum er ofsóknarbrjalæði.

Og já...ég veit hver þú ert.

TARA, 19.4.2009 kl. 23:21

16 Smámynd: Sleepless

Þú virðist gleyma því að þú áttir fyrsta höggið.

Ef að mín fyrstu samskipti við þig væru "Þú ert búin að svíkja kynsystur þínar og þú ert búin að svíkja sjálfa þig." Hver væru þín viðbrögð? Og sérstaklega þegar þér finnst þú ekki hafa svikið neinn?
Og ef við höldum áfram að snúa þessu við....
Ef þú hefðir sagt að þér fyndist hættulegt að leyfa of mikið frelsi og að ég væri þ.a.l. stórhættuleg, fyndist þér réttlátt að ég mundi ausa yfir þig að þú hataðir samfélagið, að þú hugsaðir takmarkað, að þú værir að ráðast á fólk og allt hitt sem ég var búin að undirstrika í fyrra svari?

Það er neflinlega stór greinarmunur á að segja "Þú ert..." og "Mér finnst.." Og þú ert búin að vera í stórum stíl í "Þú ert" pakkanum með fullyrðingar hingað og þangað á meðan ég hef sagt mína skoðun, "Mér finnst"...

Og veistu, ég geri engann greinarmun á fólki sem vill blanda saman siðareglum og lögvaldinu, sama hvort þær siðareglur komi úr biblíunni, kóraninum eða hreinlega persónunni sjálfri. En það er greinilegt að ef ég hef skoðun sem stangast á við þína að þá er ég full af heift og reiði og ég hata samfélagið. Allt í einu er minn sjúkdómur mjög lítill og ómerkilegur miðað við þig....

Þú segir einnig "Hvernig fólk einsog ég? Þekkir þú mig?" Nei ég þekki þig ekki neitt enda var ég að vísa í að mér finnst fólk sem labbar um að reyna að selja öðrum siðferði er sjálft hættulegt þar sem það er með öllu ófært um að leggja dóm á eigið siðferði. Enda ertu að reyna að selja mér siðferði sem ég er ekki að taka við og þú reiðist greinilega yfir því.

Og svo segistu vita hver ég er...
Staðreyndin er sú að þú veist hugsanlega hvað ég heiti en það kemur þér engu nær um hver ég raunverulega er. Ef ég þekki þig ekki þá getur þú ekki þekkt mig....

En þú greinilega þekkir mig það vel að þér er frjálst að gera mér upp tilfinningar (reiði og hatur), ræst á vitsmuni mína (hugsar svona takmarkað og einstrengingslega), gerir mér upp sjúkdómseinkenni (ofsóknarbrjálæði) og segir að ég eigi heima á kleppi.

Eina manneskjan sem hefur svikið sjálfa sig hér Tara, ert þú!
Með orðum þínum og framgöngu hér hefur þú orðið þér til minnkunar. Hér, Tara, er skömmin öll þín og þín ein!
Ef þú truir mér ekki, láttu þá eitt af börnunum þínum lesa þessi samskipti okkar yfir og athugaðu hvort þau verðu nú ekki stolt af framferði móður sinnar.....

Sleepless, 20.4.2009 kl. 09:30

17 Smámynd: TARA

Sleepless...börnin mín lesa bloggið mitt og eru stolt af mér, ekki bara vegna þess heldur alls, eins og ég er stolt af þeim. Og ég fer fram á að þú nefnir ekki börnin mín, þau eru ekki til umræðu við þig.

Ég hef ekki gert neitt sem ég þarf að skammast nín fyrir og kem alltaf til dyranna eins og ég er klædd, en fel mig ekki á bak við dulnefni og skammast út í alla sem hafa aðrar skoðanir en ég...þú ræðst á alla hér á blogginu sem ekki eru sasmmála þér og þykir lítið til þín og orða þinna koma...samanber Hilmar hér að ofan til dæmis...

Og sagt er að sannleikanum verði hver sárreiðastur og þú reiðist greinilega svo eitthvað er til í mínum skrifum. Ef einhver segði við mig að ég væri að svíkja sjálfa mig þá myndi ég staldra við og hugsa málið, ekki skjóta sendiboðann sem aðeins var að láta skoðun í ljós án þess að dæma.

Ég held að það breyti engu hvernig ég orða þetta,,,mér finnst eða þú ert...mér finnst að þú hefðir brugðist eins við sama hvað ég segði. Ég hef ekki reynt að selja þér neitt, hvorki siðferði né annað..enda finnst mér að það væri tímasóun.

Ég sagði aldrei að þú ættir heima á Klepp...þú komst með hótun og ég spurði hvað þú ætlaðir að gera...láta loka mig inni á Kleppi með þig sem herbergisfélaga...og mér finnst þú túlka þetta eins og þér hentar...ekki af skynsemi.

Og mér finnst áráttu-þráhyggja vera enn eitt einkennið á sjúkdóm þínum. Og þér til ánægju og fróðleiks þá vann ég í mörg ár inni á Kleppsspítala og hjá Félagsmálastofnun og umgengst alls konar fólk, vændiskonur, eiturlyfjaneytendur, alkóhólista, fyrrverandi sakamenn, andlega og líkamlega fatlaða og alla mannflóruna. En það var ekki verið að tala um sjúkdóma hér, heldur vændi og við skulum halda okkur við það.

Ég held að við ættum...nei,nei, leiðrétti mig hér með...mér finnstað við ættum að hætta þessu karpi, sem leiðir hvort sem er ekki neitt. En hafi þér fundist ég ráðast á þig, þá var það ekki meiningin og biðst ég afsökunar á því og leiðrétti það hér með að ég var aðeins að láta í ljósi skoðun mína, en stend við allt annað.

Vona ég bara að þú eigir ánægjulega ævi og óska þér alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Þú átt það örugglega skilið.

TARA, 20.4.2009 kl. 13:32

18 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Innlegg þín eru skynsamleg Tara. Ég veit hversu erfitt er að ræða við ofstækisfólk af eigin raun. Ég óska þess að Sleepless leiti sér hjálpar við vandamálum sínum og læknist af þeim. Miðað við ummæli hennar til mín og annara nafngreindra einstaklinga tel ég fulla ástæðu til að bloggsíðu hennar verði lokað og sömuleiðis að lokað verði fyrir aðgang hennar að blogginu.

Það er glæpsamlegt athæfi að verja vændi og gera lítið úr ánauð þeirra kvenna sem hafa leiðst út í bransann. Sömuleiðis er það siðlaust að verja klámbúllur og annan slíkan óþverra.

Hilmar Gunnlaugsson, 20.4.2009 kl. 16:50

19 Smámynd: Gunnar Þór Ásgeirsson

Nú er það Hilmar?  Ég sem hélt það væri stjórnarskrár varinn réttur okkar og væri meðal annars inni í flestum þeim mannréttindasáttmálum sem ísland hefur undirritað

Og hver var það sem ákvað þetta siðleysi sem fælist í að verja klámbúllur og annan slíkan "óþverra" ?

Helvíti hentugt samt bara að loka alltaf á þá sem eru manni ósammála, þá er miklu auðveldara að lifa í sápukúlunni sinni

Mæli með að bloggsíðu Hilmars og að sömuleiðis verði lokað fyrir aðgang Hilmars að blogginu fyrir ofsatækifsullar aðdróttanir gagnvart tjáningarfrelsinu

Gunnar Þór Ásgeirsson, 22.4.2009 kl. 21:32

20 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Tjáningafrelsið er ekki án ábyrgðar og það er skylda fólks að fara ekki út fyrir þau lagalegu ákvæði sem m.a. leggja bann við persónumeiðingum og hatursáróðri.

Ég er mikill stuðningsmaður tjáningarfrelsis og vil að það sé virt en sömuleiðs tel ég að fólk verði að taka ábyrgð á orðum sínum og ábyrgjast þau. Það er bæði eðlileg og lýðræðisleg krafa.

Hilmar Gunnlaugsson, 22.4.2009 kl. 23:30

21 Smámynd: Gunnar Þór Ásgeirsson

Í tjáningarfrelsinu felst samt einmitt að fólk taki ábyrgð á því sem það segir, ekki að það verði lokað á það.

Svo máttu gjarnan benda mér á hvar í landslögum er bannað að verja vændi eða gera lítið úr ánauð þeirra kvenna sem lagst hafa út í það.

Ef þú ætlar á annað borð að vera að beita fyrir þér landslögum legg ég til að þú kynnir þér þau betur þar sem ekkert af því sem sleepless hefur mælt hér myndi nokkurn tímann falla undir brot gegn landslögum

Gunnar Þór Ásgeirsson, 24.4.2009 kl. 20:45

22 Smámynd: Stjörnupenni

Merkilegt að Sleepless skuli koma hingað inn og segja frá sinni reynslu og sínum sjónarmiðum, en sé gjörsamlega jörðuð fyrir það að vera ekki sammála því sem er "rétt"!

Stjörnupenni, 26.4.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband