Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
30.6.2007 | 15:32
Öðruvísi mér áður brá...
Iceland Express tilkynnti fyrir helgi fyrirætlanir um innanlandsflug frá Reykjavíkurflugvelli auk þess að hefja flug til erlendra borga þaðan. Ok - innanlandsflugið er eflaust fín hugmynd. Væri gott að hafa smá samkeppni þar. Hins vegar á ég erfiðara með að skilja yfirlýsingar um flug til útlanda. Nú er mikið rætt um staðsetningu flugvallarins og það ónæði sem af honum hlýst. Ég sé því ekki tilganginn með að "efla" Reykjavíkurflugvöll með þessum hætti. Einnig finnst mér skrýtið að Iceland Express spái ekki í hvaða áhrif þetta hefur á ímynd flugfélagsins.
Annað mál þessu skylt eru umhverfisáhrifin. Ég held að í nánustu framtíð munum við sjá auknar hömlur á flugi og hvatningu um að ferðast minna - styttra og sjaldnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.6.2007 | 15:10
Gaman!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.6.2007 | 23:17
Allt í köku... eða klessu
Mér líður eins og ég stundi áhættuíþróttir í augnablikinu. Búin að fljúga tvisvar á hausinn það sem af er sumri... Samt er ég ekki að gera neitt sem er eins hættulegt og Formúlu 1 gaurinn sem ég sá tvisvar í sjónvarpinu í kvöld. Á sama tíma og landinn er í þjóðarátaki gegn ofsaakstri, Sniglarnir henda fyrrverandi formanni úr samtökunum fyrir ofsaakstur og heilbrigðisstarfsfólk gengur gegn umferðarslysum hampar Ríkisjónvarpið íþrótt sem gengur út á ofsaakstur og þeim sem hana stunda sem ofurhetjum... Jamm rökrétt! Ekki nóg með að gaurinn sé "hetja" - hann á afmæli og af því tilefni er hringt í Ungfrú Ísland og hún fengin á staðinn með köku. Er engin PR manneskja í kringum þetta batterí? Á sama tíma og þau eru að reyna að sannfæra þjóðina um að þátttaka í fegurðarsamkeppni sé góður stökkpallur fyrir lífið þá láta þau þá sem er svo ótrúlega "heppin" að vinna poppa upp hjá einhverjum gaur með köku - eins og um fylgdarþjónustu sé að ræða. Er ekki einhver til í að gauka að þeim að það sé ekki rétta leiðin til að afla keppninni virðingar heldur ýti undir að litið sé á keppnina sem gripasýningu og kúgun kvenna?
Og jújú... mér finnst konusýningar fáránlega hallærislegt fyrirbæri sem alvöru þenkjandi þjóð væri búin að dissa fyrir löngu... og er svo sem ánægð á meðan þau skjóta sig í fótinn... en samt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.6.2007 | 12:03
Yrðum við sátt?
Segjum sem svo að einhver ríkisstjórnin myndi ákveða að banna áfengi og klám í Reykjavík í þeim tilgangi að stemma stigu við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í öðrum sveitarfélögum yrði ekki gripið til sömu aðgerða. Segjum sem svo að Reykvíkingar yrðu óánægðir með leiðina sem er valin og ákvæðu í framhaldinu að banna ferðamönnum að koma til Reykjavíkur. Segjum sem svo að í kjölfarið af því birtust fréttir út um allan heim sem segðu að Reykvíkingar bönnuðu ferðamenn í Reykjavík vegna þess að þeir væru ósáttir við að reynt væri að stemma stigu við kynferðisofbeldi gegn börnum.
Værum við sátt við svona fréttaflutning? Þætti okkur hann sanngjarn og lýsandi fyrir ástæður óánægjunnar? Ekki það... Er nokkuð ástæða til að ætla að því sé öðruvísi farið með frumbyggja í Ástralíu þar sem nákvæmlega þetta gerðist?
Frétt af ruv.is:
Fyrst birt: 26.06.2007 14:12Síðast uppfært: 26.06.2007 14:13Ástralía: Frumbyggjar bregðast við áætlun stjórnvalda
Ástralskir frumbyggjar hafa hótað að meina ferðamönnum aðgang að fjallinu Uluru vegna nýrrar áætlunar ástralska stjórnvalda sem stemma á stigu við misnotkun á börnum í samfélögum frumbyggja. Fjallið Uluru er eitt helsta aðdráttaraflið í augum margra sem ferðast um Ástralíu.Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir þarlend yfirvöld kemur fram að misnotkun sé mjög útbreidd í samfélögum frumbyggja. Við það bætist þættir eins og fátækt, áfengis og eiturlyfjaneysla sem auki enn á þennan vanda og þá er einnig fundið að heilbrigðis- og félagsþjónustu innan samfélaganna. Þó sumir frumbyggjaleiðtogar hafi lýst ánægju sinni með tillögur stjórnvalda segja aðrir þær óframkvæmanlegar. Hinir sömu fullyrða að þessar áætlanir séu í raun dulbúin leið ríkisstjórnarinnar til að ná á ný yfirráðum yfir landsvæðum frumbyggjanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.6.2007 | 11:21
Getum betur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.6.2007 | 23:04
Af hverju ekki sérfræðiþekking?
Nú er búið að auglýsa laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Auglýsinguna má lesa hér. Það sem vekur athygli mína er að á sama tíma og í gangi eru auknar kröfur um að þeir sem starfi að jafnréttismálum hafi aflað sér þekkingar á málaflokknum, þá er engin krafa um sérfræðiþekkingu í auglýsingunni. Vona nú samt að þetta þýði ekki að það verði bara einhver ráðinn - með sérþekkingu á bönunum eða eitthvað álíka. Ætla sem sagt að vera bjartsýn þangað til annað kemur í ljós... en finnst það ekki eins faglegt og það ætti að vera að gera ekki kröfu um þekkingu á jafnréttismálum. Er næstum eins og að auglýsa eftir lögfræðingi án lögfræðimenntunar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.6.2007 | 12:17
Innbyrðum 2 kg af eiturefnum árlega...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
24.6.2007 | 16:30
Frelsinu fylgir ábyrgð
Einkadansinn líður undir lok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.6.2007 | 23:48
Sjúklingum skóflað út á land
Nú berast fréttir af því að einhver hafi fengið þá "brilliant" hugmynd að flytja sjúklinga af höfuðborgarsvæðinu út á land. Ég velti fyrir mér hvernig á að velja sjúklingana? Þá sem eiga enga aðstandendur? Þá sem er illa við aðstandendur sína eða aðstandendum er illa við þá? Þá sem eru dauðvona? Þá sem eru alvarlega veikir eða þá sem eru bara með eitthvað smá svo þeim er enginn vorkunn þó enginn komi og styðji við bakið á þeim í veikindum? Börn svo foreldrar geti einbeitt sér ótruflað að vinnunni? Aldraða sem eru of veikburða til að mótmæla??? Bara spyr.
Önnur lausn væri að hækka laun hjá hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og sjúkraliðum svo þær vilji vinna á spítalanum.
Stundum hef ég á tilfinningunni að það sé verið að rústa heilbrigðiskerfinu viljandi svo það verði hægara um vik að einkavæða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
22.6.2007 | 09:46
Til hamingju
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg