Allt í köku... eða klessu

Mér líður eins og ég stundi áhættuíþróttir í augnablikinu. Búin að fljúga tvisvar á hausinn það sem af er sumri... Samt er ég ekki að gera neitt sem er eins hættulegt og Formúlu 1 gaurinn sem ég sá tvisvar í sjónvarpinu í kvöld. Á sama tíma og landinn er í þjóðarátaki gegn ofsaakstri, Sniglarnir henda fyrrverandi formanni úr samtökunum fyrir ofsaakstur og heilbrigðisstarfsfólk gengur gegn umferðarslysum hampar Ríkisjónvarpið íþrótt sem gengur út á ofsaakstur og þeim sem hana stunda sem ofurhetjum... Jamm rökrétt! Shocking Ekki nóg með að gaurinn sé "hetja" - hann á afmæli og af því tilefni er hringt í Ungfrú Ísland og hún fengin á staðinn með köku. Er engin PR manneskja í kringum þetta batterí? Á sama tíma og þau eru að reyna að sannfæra þjóðina um að þátttaka í fegurðarsamkeppni sé góður stökkpallur fyrir lífið þá láta þau þá sem er svo ótrúlega "heppin" að vinna poppa upp hjá einhverjum gaur með köku - eins og um fylgdarþjónustu sé að ræða. Er ekki einhver til í að gauka að þeim að það sé ekki rétta leiðin til að afla keppninni virðingar heldur ýti undir að litið sé á keppnina sem gripasýningu og kúgun kvenna? 

Og jújú... mér finnst konusýningar fáránlega hallærislegt fyrirbæri sem alvöru þenkjandi þjóð væri búin að dissa fyrir löngu... og er svo sem ánægð á meðan þau skjóta sig í fótinn... en samt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara óheppileg tímasetning á þessum tveimur atburðum eða hvað? 

Þetta með kökuna er ótrúlega hallærislegt! Eins gott að hún hafi fengið vel borgað fyrir þetta

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Var hún send með köku!!! Nei hættiði nú alveg!

Laufey Ólafsdóttir, 28.6.2007 kl. 00:24

3 identicon

Jaaa hérna hér... Er alveg orðlaus.

Maja Solla (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 00:34

4 identicon

Ég tók þátt í göngunni í Reykjavík, hún var hressandi og skemmtileg þrátt fyrir að flestir þar hafi orðið fyrir tjóni vegna umferðarslysa.

Allir sem ég heyrði í voru bjartsýnir á að svona fjöldamótmæli myndu vekja til umhugsunar, þó svo að einhver sagði að sennilega væru samsinntir í göngunni og þeir sem væru á annari skoðun væru núna í Smáralind.

Íslendingar eru bara 300.000 og allir skyldir eða kunnugir einhverjum sem hefur misst annað hvort lífið eða heilsuna í umferðarslysi.

En svona fyrst ég er að skrifa athugasemd á Feministakonu síðu - ég tók ekki eftir að það væri meirihluti kvenna eða karla í göngunni ;)

Reyndar voru það 3 vinkonur og samstarfsfélagar sem störtuðu átakinu og hreyfðu við starfsstéttum sem eru vegna líkamsburða týpísk karlastörf!

Kveðja, Kristbjörg

Kristbjörg (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 01:46

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Akstursíþróttamenn hafa verið í alheimsátaki gegn umferðarslysum lengur en íslenska þjóðin. Sjá hér

Birgir Þór Bragason, 28.6.2007 kl. 08:03

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Elísabet, þetta er ekki svaravert.

Birgir Þór Bragason, 28.6.2007 kl. 09:32

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hver eru þessi tvöföldu skilaboð í því að akstursíþróttamenn vinna að umferðaröryggismálum? Þeim er annt um öryggi sitt, gera heilmikið til þess að tryggja það og nýta þá reynslu til þess að þú og aðrir vegfarendur fáið þau öryggistæki. Ég skora á þig að skoða þá síðu sem ég vísa í hér að ofan.

Birgir Þór Bragason, 28.6.2007 kl. 10:22

8 identicon

Skil ekki alveg kaldhæðnina í því að berjast gegn ofsaakstri á götum og þessu með formúlubílinn. Þetta er eins og að tengja glímumót við vaxandi ofbeldi í miðbænum. Eða segja fótboltamót vera ástæða þess að maður sparkaði í annann mann í miðbænum.

Með því að hæpa upp öryggisfaktorinn með því að loka götum og hafa áhorfendur í hæfilegri fjarlægð frá bílnum og ítarleg kynning áður á öryggiskröfum ökutækjanna var einmitt verið að leggja áherslu á hversu hættulegur hraðakstur getur orðið, og virkar þá sem forvörn gegn ofsaakstri. Þetta vikrar bara þannig að þeir sem sáu þetta vilja nú örugglega keyra hratt á sem öruggastann hátt, þ.e í lokuðum þar tilgerðum brautum. Því það var það sem þeir sáu þarna. Allavega var það mín upplifun. Ég hugsaði það á mínum lítilfjörlega bíl á löglegum hraða á leiðinni heim, hversu gaman það væri nú að fá að fara á braut og keyra eins og vitleysingur. En að ég hafi fundið þá löngun að stofna lífum manna í kringum mig í hættu með því að keyra eins og vitleysingur á leiðinni heim kom aldrei upp í hugann.

manuel (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 20:22

9 identicon

Hressandi!
Afmæliskaka og sennilega koss (án þess að ég viti það).
Þú klikkar ekki Kata, takk fyrir þetta :)!

Marín (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband