Innbyrðum 2 kg af eiturefnum árlega...

Í fréttum RUV um helgina var sagt frá því að konur sem nota mikið af snyrtivörum geti verið að innbyrða 2 kg af eiturefnum árlega í gegnum húðina. Viðkomandi sérfræðingur sem hélt þessu fram (minnir að það hafi verið bandarískur karlmaður) vill meina að eiturefni sem eru innbyrt inn um húðina séu okkur hættilegri en það sem er innbyrt í gegnum fæðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað notar meðal konan mörg kíló af snyrtivörum á ári ?

Fransman (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Greinilega slatta... Veit ekki hvað hann tekur margt inn í myndina en þetta er fljótt að safnast saman t.d. bara í body lotion og alls kyns rakakremum dags og morgna. Svo er auðvitað allt meikið og margt fleira til viðbótar. Þetta er fljótt að telja...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.6.2007 kl. 15:13

3 identicon

Ekkert má borða. allt með einhverjum aukaefnum og eða hormónum.

Svo núna þá eru snyrtivörur eytraðar, fara gegnum húðina. ætli maður fari ekki bara að nota gamla góðu grænsápuna í hárið eða kúahlandið sem var notað nokkrum kynslóðum á undan grænsápunni. Og hvar er sápan sem hét 1313 ?

Kannski er hún ekki svo slæm eftir allt saman ! 

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 15:21

4 identicon

Svo er líka hægt að snúa þessu við. Ég vinn t.d. í vinnu þar sem eiturefni, ryk og drulla eru í loftinu. Þá nota ég kremin mín, meikin og púðrið til að vernda húðina.

Svo hefur maður heyrt um konur sem aldrei hafa notað krem, og húðin þeirra er frábær ?  En það er víst of seint að hugsa um það núna. 

Alberta (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 18:22

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Aaaarg ! 2 kíló?? Úfff ... maður er bara orðlaus ! Eða eins og sagt er og ég held að sé nokkuð til í: "Beauty is pain", sem á bæði við um karla og konur, en meira konur í þessu tilfelli !

Guð blessi þig Katrín Anna.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.6.2007 kl. 18:24

6 identicon

Skiptir einhverju máli að það hafi verið karlmaður sem hélt þessu fram ? Hverju hefði það breytt ef kona hefði haldið þessu fram ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 21:05

7 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Ætli maður geti þá borið snyrtivörur á sig þar til maður stendur á blístri? Ég myndi nú taka þessum fullyrðingum með miklum fyrirvara. Var ekki líka sagt frá því í fréttum rúv um árið að drápsflugur myndu taka yfir jörðina og að það væri nánast dagaspursmál hvenær fuglaflensan myndi stráfella mankynið?  Mér þykir þessi frétt hreinlega vera ekki-frétt. 

Guðmundur Örn Jónsson, 25.6.2007 kl. 22:34

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nú eru komnar á markað sápur með alls kyns "orkugjöfum". Sá koffínsápu auglýsta um daginn - sem átti að hjálpa við að vekja. Þar er sem sagt viðurkennt að efnin berist inn í líkamann í gegnum húðina. Slatti af snyrtivörum og kremum er nú merkt sem paraben free, en það er efni sem talið er valda krabbameini. Þá eru bara öll hin efnin eftir... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.6.2007 kl. 23:06

9 identicon

Elísabet, ég myndi nú t.d. ekki treysta mér til að borða vaselín þótt það megi tæknilega þannig að þumalputtareglan er ekki algild þótt góð sé!  Annars eru sjampó og sápur ábyggilega líka inni í þessari snyrtivörusummu þannig að kílóin eru fljót að safnast upp.

Annars er þessi frétt athyglisverð í ljósi þess að fyrir skömmu, viku eða tveim sirka, var frétt á mogganum um það að nú væri verið að banna phalöt í ungbarnaplastvörum. Þessi sömu phalöt og eru talin of hættuleg til að ungabörnum sé ráðlagt að handleika þau og naga eru sömu phalöt og notuð eru í meirihluta kynlífsleikfanga en svoleiðis dót er jú í náinni snertingu við slímhúð notandans sem sogar einmitt allt uppsoganlegt í gegnum sig. Á það var þó ekki minnst í annars nokkuð ítarlegri umfjöllun. Ég veit ekki hvort það er meiri tepruskapur af þeim sem setja reglugerðirnar að láta neytendaverndina ekki ná til fullorðins fólks eða að fjölmiðlar skuli ekki fjalla um að það sé ekki gert. Skil heldur ekki alltaf hvar línan er dregin, afhverju það er í lagi að fræða okkur um að ungbarnavörur og fegrunarkrem geti verið hættuleg en tabú að minnast á hitt. Kannski á þessi frétt um snyrtivörurnar bara að vera fyndin, að fegurðarmýtan sé á enn einn mátann að ganga af okkur kjánalegu konunum dauðum...

Unnur (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 11:02

10 Smámynd: Sylvía

her er haegt ad fletta upp hinum ymsu snyrtivorum og sja hvad taer innihalda.

Sylvía , 26.6.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband