Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
14.4.2007 | 01:52
Femínískur dagur!
Ok. Ég byrjaði kannski ekki daginn á því að gera það sem ég átti að gera. Ég fór að leita í gömlum Morgunblöðum að atvinnuauglýsingum (sjá fyrri færslu) en það er óhætt að segja að þetta hafi verið með skemmtilegri dögum. Í hádeginu fór ég á fyrirlestur Karen Ross um fjölmiðla og stjórmálakonur. Karen hefur stúderað þetta málefni frá árinu 1994 - eftir að hún var sjálf í pólitík og fann mikinn mun á hvernig fjölmiðlar fjölluðu um hana vs karlkyns kollega hennar. Rannsóknir Karenar byggja á fjölmiðlakönnunum í kringum kosningar, viðtölum við stjórnmálakonur og einstaka viðtölum við fjölmiðlakonur. Hún hefur stundað rannsóknir í nokkrum löndum - Bretlandi, Írlandi, Suður-Afríku... og nú í sumar eru hún að fara til Nýja Sjálands. Alls staðar er mynstrið samt eins, konur og karlar eru meðhöndluð á mismunandi hátt í fjölmiðlum.
Erindi hennar var nefnt "hvar fékk hún þessa skó?" og er einmitt lýsandi fyrir útlitsáhuga fjölmiðla á stjórnmálakonum. Það var nokkuð skondið að sjá að það var ljósmyndari staddur á staðnum sem gerði sér far um að mynda skó kvenna, þ.m.t. Siv Friðleyfsdóttur og Bryndísar Schram, að fyrirlestri loknum. Áhugavert í ljósi umræðuefnisins...
Eftir fyrirlesturinn bauð ég mér í kaffi til Gyðu Margrétar femínista og við náðum að ræða vítt og breytt um femínisma... auk þess sem Gyða bauð upp á kaffi og ristað brauð! Algjört æði og ég ætla að muna eftir að bjóða mér oftar til hennar í kaffi! Þaðan lá leiðin beint á landsfund Samfylkingarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef verið viðstödd landsfund stjórnmálaflokks - og í fyrsta sinn sem ég kom inn í Egilshöll... Ég gekk inn í salinn og beint inn í hóp jakkafataklæddra karlmanna. Ég hugsaði með mér að svona gæti þetta ekki verið... hvar voru konurnar? Ég komst framhjá körlunum og inn í salinn og þar blasti við öllu blandaðari hópur. Sjúkkit! Komst að því seinna að hópurinn sem ég gekk inn í fyrst voru Karlakórinn Fóstbræður! Hlaut að vera lógísk útskýring á þessu. Anyways, það var Beta vinkona sem sagði við mig að ég mætti ekki missa af þessu. Mona Sahlin (formaður sænskra jafnaðarmanna) og Helle Thorning-Smith (formaður danskra jafnaðarmanna) voru gestir á landsþinginu. Djöfull voru þær kröftugar! Það var æðislegt að sjá konurnar 3 sem eru formenn norrænu jafnaðarmannaflokkanna ganga saman inn í salinn og enn skemmtilegra var auðvitað að hlusta á hvað þær höfðu að segja! Ekki síður var gaman að hlusta á Dag B. Eggertsson túlka ræðu Monu Sahlin. Sérstaklega af því hann byrjaði á að þurfa að segja hvað hann hefði nú gaman að því að vera ein þriggja kvenna sem leiddi jafnaðarmannaflokk...
Anyways... þegar ég hætti sem talskona þarf ég greinilega líka að hætta að vera þverpólitísk og velja mér flokk til að starfa í. Greinilega nauðsynlegt að taka þátt í pólitíkinni og gengur víst ekki að vilja vera í öllum flokkum til lengdar...
Náði að rétt skjótast heim eftir fundinn og brunaði svo niður á Við Tjörnina (ok... Grétar keyrði mig) þar sem ég snæddi ljúffengan kvöldverð með Karen Ross, Kristínu Ástgeirs, Lilju Hjartar og Önnu Kristínu. Í einu orði sagt - frábært! Við Grétar skutluðumst svo á Boston til að hitta Betu...
Svo sannarlega frábær dagur!
Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2007 | 11:22
Háseta vantar á bát
Morgunblaðið 9. nóv 1913
Ráðskona,
annaðhvort roskinn kvenmaður eða ekkja, óskast á stórt húsmóðurslaust heimili. Hún þarf að vera röggsöm, þrifin og dugleg, og treysta sér til þess að annast 4 ára gamla telpu, með móðurlegri umhyggju.
Hátt kaup. Umsóknir hafa enga þýðingu, nema viðkomandi sé gædd þessum nauðsynlegu eiginleikum.
Skriflegar umsóknir merktar "Húsmóðir" sendist afgreiðslu Morgunblaðsins innan 4. daga.
***
Morgunblaðið, 3. janúar 1960
Skrifstofumaður
Verzlunarfyrirtæki hér í bænum óskar eftir að ráða ungan reglusaman mann, sem getur tekið að sér öll algengt skrifstofustörf ásamt bókhaldi. Hér er um að ræða vel launað framtíðarstarf.
Tilboð óskast sent afgr. Mbl. fyrir 10. jan. n.k. Merkt "Skrifstofumaður - 4363".
***
Morgunblaðið, 4. janúar 1972
Stúlka óskast í vist að Laugarvatni til 15. maí.
*
Barngóð og áreiðanleg kona, helzt við Vesturberg Breiðholti, óskast til að gæta 10 mánaða stúlku á morgnana.
*
Starfsstúlkur óskast nú þegar hálfan daginn, aðallega á sjúkradeild.
*
Starfsstúlkur óskast í veitingahús.
*
Múrverk. Vantar 4-6 múrarar. Gott verk. Mikil vinna.
*
Hafnarfjörður. Karlmaður óskast til verksmiðjustarfa. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Sælgætisgerðin Móna.
*
Bakara vantar við brauðgerðarhús í nágreinni Reykjavíkur.
*
Starfsmaður óskast. Íþróttabandalag Reykjavíkur óskar að ráða duglegan mann til að starfrækja skíðalyftur við Skíðaskálann í Hveradölum svo og til umsjónar og eftirlits með skólanum.
*
Stúlka óskast strax til starfa í veitingahúsi hér í borg. Engin kvöldvinna og frí um helgar.
*
Vanur mælingamaður óskast til starfa sem fyrst.
*
Morgunblaðið 18. janúar 1976
Laghentur maður. Óskum að ráða nú þegar í starf við ýmisskonar smíði og viðhald á vélum og tækjum í verskmiðju vorri. Þarf að vera laghentur maður á járn og helzt einnig tré. Um framtíðarstarf er að ræða.
*
Starfsstúlka óskast til ræstinga.
*
Óskum eftir að ráða stúlku til starfa við launaútreikning og bókhald.
*
Stúlka eða kona óskast til skrifstofustarfa um næstu mánaðarmót. Þarf að hafa æfingu í vélritun og notkun reiknivéla. Sæmilega launað starf.
*
Óskum eftir að ráða vanan jarðýtustjóra nú þegar.
*
Stýrimann, vélstjóra og háseta vantar á m/b SjólaRE 18 sem fer á þorskanetaveiðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
13.4.2007 | 10:17
Er ekki hægt að leggja inn beiðni um beina útsendingu?
Mér fannst það feilspor hjá Skjá 1 í gær að slaufa hinum sívinsæla Dr. House fyrir enn eina konusýninguna - sem ég er viss um að flestir aðdáendur doktorsins finnst með hallærislegustu fyrirbærum í heimi. Held það segi sig sjálft að konur sem heillast af hinum snjalla heila úrilla doktorsins eru ekkert að fara á límingunum yfir að horfa á stelpur keppa í því hver er sætust...
Hins vegar þætti mér öllu snjallari leikur að Skjár 1 sýndi frá Óbeislaðri fegurð í beinni! Hef reyndar ekki hugmynd um hvað er á dagskrá kl. 19:30 á miðvikudögum en sennilegast er það einhver grínþátturinn sem má bara bíða betri tíma... Verst að ég er ekkert á leiðinni vestur í bráð þannig að ég missi af þessu en stóla bara á að fá fréttir á heimasíðunni þeirra og að fjölmiðlar geri þessu góð skil!!!
Fjórtán keppendur í Óbeislaðri fegurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2007 | 16:58
Þetta er bannað...
... en samt gert:
Yfirþerna - Eftirlit og umsjón
Við leitum að duglegri konu með góða skipulags og stjórnunarhæfileika til starfa í sumar, frá miðjum maí til september. Umsjón og ábyrgð á þrifum á gisthúsi með 46 herbergjum. Vinnutími er 08-16 virka daga og aðeins tilfallandi helgarvinna.
Verksvið: Eftirlit og umsjón með störfum herbergisþerna, verkskipulagning, innkaup á hreinlætisvörum .Tilvalið tækifæri til að æfa sig í stafsmanna og verkstjórnun!
Þarf að vera tilbúin til að ganga í öll störf á álagstímum. Mikil vinna og mikið fjör framundan.****
Jafnréttislög
24. gr. Bann við mismunun við ráðningu og í vinnuskilyrðum.
Óheimilt er að auglýsa eða birta auglýsingu um laust starf þar sem gefið er í skyn að fremur sé óskað starfsmanns af öðru kyninu en hinu. Þetta ákvæði gildir ekki ef tilgangur auglýsandans er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar og skal það þá koma fram í auglýsingunni. Sama á við ef gild rök mæla með því að einungis sé auglýst eftir öðru kyninu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
12.4.2007 | 16:20
Konur og stjórnmál
Rétt náði restinni af hádegisfyrirlestrinum í dag þar sem Einar Mar fjallaði um kosningahegðun kynjanna. Karlar eru t.d. líklegri til að kjósa til hægri og konur til vinstri. Karlar virðast líka sýna meiri tryggð við sína flokka en konur. Það kom áhugaverð fyrirspurn út í sal um hvort að konur kysu kannski eftir því hvernig efnahagsástandið er á hverjum tíma... og stuðluðu þannig að auknum stöðugleika! Áhugaverð pæling. Það kom skýrt fram að konur kjósa eftir málefnum...
Á morgun verður svo annar áhugaverður fyrirlestur tengdur konum og stjórnmálum:
"Hvar fékk hún þessa skó?"
Prófessor Karen Ross flytur fyrirlestur föstudaginn 13. apríl kl. 12.00 13.30 í Norræna húsinu sem hún kallar: "Hvar fékk hún þessa skó?
Stjórnmálakonur sem fréttaefni."
Seinni partinn verða svo 3 konur sem eru formenn jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndunum með erindi á landsfundi Samfylkingarinna.
Nóg að gera sem sagt... og nóg af viðburðum fyrir fróðleiksþyrsta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 19:44
Eðlilegar kröfur til útivinnandi kvenna?
Indverskar konur eru hneykslaðar á nýjum starfsmatsreglum þar sem þess er krafist að þær veiti upplýsingar um tíðahring sinn og væntanlega taka flestir Íslendingar undir með þeim. Það er samt skrýtið að á meðan við getum hneykslast á þessu þá finnst mörgum Íslendingum til fyrirmyndar að stúlkur trítli um á bikiníi og háum hælum sem hluta af framapoti. Þar sem árstíð konusýninga er runninn upp læt ég fylgja með pistil sem ég flutti á NFS (16. des 2005) rétt eftir hið 5 vikna atvinnuviðtal sem leiddi til þess að Íslendingar eignuðust sína þriðju Ungfrú heim.
***
Fegurðarsamkeppnir eru umdeilt fyrirbæri. Ég skipa hóp þeirra sem finnst svona konusýningar vera tímaskekkja og fagna því ekkert sérstaklega að við Íslendingar höfum eignast okkar þriðju Ungfrú Heim. Okkar nýkrýndu fegurðardrottningar bíður nú eins árs vinna við góðgerðarstörf og þó ég sé ekki hrifin af fegurðarsamkeppnum finnst mér góðgerðarstarf mikilvægt og göfugt starf. Gæðum heimsins er misskipt og það veitir ekki af að aðstoða þau sem eiga um sárt að binda vegna fátæktar, náttúruhamfara eða veikinda. Góðgerðarstarf er oft á tíðum óeigingjarnt framlag einstaklinga eða fyrirtækja sem vilja axla samfélagslega ábyrgð. En stundum er góðgerðarstarfsemi bara pjúra bisness og stundað í þeim tilgangi að réttlæta eða öðlast jákvæða ímynd á starfsemi sem að öðrum kosti væri litin hornauga. Ég er reyndar alveg viss um að okkar ágæta Unnur Birna fellur í fyrri flokkinn enda held ég að hún fái lítið sem ekkert greitt fyrir starfið. Hins vegar er ég ekki jafn viss um aðstandendur Miss World keppninnar. Góðgerðarstarfið er notað sem réttlæting á að svona keppni sé enn við lýði. Unnur Birna sagði í viðtali við Kastljósið að keppnin væri í raun eitt stórt 5 vikna atvinnuviðtal fyrir starf í eitt ár og að innri fegurð skipti öllu máli en ekki sú ytri. Gott og vel. Segjum að svo sé. En ef þetta er atvinnuviðtal hvaða kröfur eru þá gerðar til umsækjenda? Ímyndum okkur að keppnishaldarar settu atvinnuauglýsingu í Morgunblaðið. Hún gæti hljómað eitthvað á þessa leið:
Óskum eftir fallegri konu á aldrinum 18 24 ára til að sinna góðgerðarstörfum í eitt ár. Stúlkan þarf að vera ógift og barnlaus en má hafa farið í brjóstastækkun. Atvinnuviðtalið felst í framkomu í síðkjólum og að að biðla til áhorfenda um atkvæði íklædd bikiní einum fata strjúkandi létt yfir líkamann. Umsækjendur verða einnig spurðir krefjandi spurninga eins og: Hvað gerirðu til að heilla karlmenn? Og: Hvað finnst þér skemmtilegast að versla?
Ég veit ekki með þig en verð að segja að mér finnst þessar kröfur ansi skrýtnar og hreint út sagt óviðeigandi fyrir starf til góðgerðarmála.
Ég er reyndar viss um að litlu börnin sem Ungfrú Heimur heimsækir á spítalann er slétt sama hvernig hún lítur út í bikiní og háum hælum. Ég efast líka um að þau læknist þó vel tilhöfð, ung kona með kórónu á höfðinu kíki í heimsókn til þeirra á spítalann. Ég er samt ekki alveg jafn viss um alla karlanna með ávísanaheftin sem sækja fjáröflunarsamkomurnar. Þetta gæti skipt þá einhverju máli!
En burtséð frá því þá finnst mér áhugavert að bera kröfurnar sem gerðar eru til umsækjenda um þessa spennandi vinnu við ákvæði jafnréttislaga. Auðvitað er það argasta misrétti að starfið skuli aðeins vera opið konum. Eins felast alls konar fordómar í þessum kröfum, til dæmis aldursfordómar, fitufordómar og fordómar gagnvart mæðrum og giftum konum.
Ég stend því fast á þeirri skoðun að um sé að ræða keppni í stöðluðu, ytra útliti kvenna, þar sem góðgerðarstarf er notað til að réttlæta keppnina fyrir þátttakendum, áhorfendum og styrktaraðilum. Keppnin um titilinn fegursta kona í heimi er nákvæmlega það sem titillinn vísar í: keppni í ytri fegurð og því ber að meta keppnina út frá þeim forsendum. Konur eru enn í baráttu fyrir því að vera metnar að verðleikum en ekki ytra útliti. Keppni eins og Ungfrú Heimur festir kröfuna um hlutverk konunnar sem skrautmunur í samfélaginu í sessi. Hún gerir baráttuna fyrir því að vera metnar að verðleikum erfiðari og hjálpar okkur ekki til að sjá og meta fegurðina í margbreytileikanum. Þess vegna er óskandi að keppnin leggist af um síðir af þeirri ástæðu að konur hafi ekki lengur áhuga á að taka þátt. Ef einlægur áhugi á góðgerðarmálum liggur að baki þátttöku er ekki úr vegi að nefna að það eru til fjölmörg samtök sem sinna góðgerðarmálum en gera ekki kröfur um kyn, aldur, ákveðið útlit eða að koma nánast nakin fram. Það má því fá drauma sína um betri heim uppfyllta á mun jákvæðari hátt en með því að taka þátt í keppni sem byggir á fornu en ónauðsynlegu hlutverki kvenna um að vera sætar og góðar.
Indverskir kvenríkisstarfsmenn beðnir að lýsa tíðahringnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.4.2007 | 15:38
Hugmynd
Bretar gera tilraunir með tilkynningar um barnaníðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
10.4.2007 | 13:16
Af hverju eru kynin bara tvö?
Hvar er umræðan stödd um fólk sem fæðist í líkama af röngu kyni? Germain Greer talaði aðeins um þetta á Bifrastarráðstefnunni í fyrra. Hún var alfarið á móti því að karlar sem létu breyta sér í konu fengju lagalega stöðu sem konur. Ein helsta ástæðan sem hún nefndi var að slík kona, sem einu sinni var maður, gæti þá keppt á Ólympíuleikum sem kona... en samt með líkamsbyggingu karlmanns, sem er vöðvastæltari en hjá konum. Germain Greer komst reyndar aldrei svo langt í umræðunni að leggja til aðrar lausnir og ég í sjálfu sér hef ekki stórar áhyggjur af því að kynskiptingar sækist eftir að keppa á Ólympíuleikum í stórum stíl...
Hins vegar finnst mér vert að ræða hvort að fólk sem fæðist í röngu kyni eigi að þurfa að gangast undir sársaukafullar skurðaðgerir og massívar hormónameðferðir til að ná sátt á milli líkama og sálar. Er það eina leiðin eða væri kannski leið að fjölga kynjunum þannig að gert sé ráð fyrir margbreytilegu samfélagi en ekki bara körlum og konum sem voru svo heppin að fæðast í "réttum" líkömum? Hvað segja hinseginfræðingarnir í þessu?
Skipti um kynferði án kynskiptiaðgerðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
10.4.2007 | 00:02
Kosningaumræðan byrjuð!
Horfði á fyrsta kosningaþáttinn á RUV áðan þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna mættu á svæðið. Jóhanna og Sigmar stýrðu umræðum og stóðu sig bara vel. Fínt að sjá bæði kyn þar... hugsa meira að segja að það sé kynjakvóti í gangi!
Formennirnir voru öllu einsleitari hópur. Minntu mig á plakatið hjá Sóley. Þar voru reyndar öllu fleiri karlar - en bara ein kona, rétt eins og í formannahópnum. Eins og alltaf þegar um stjórnmál er að ræða þarf að skoða litinn á bindunum hjá körlunum. Þau eru aðalmálið! Jón Sigurðsson var með grænt bindi, eins og Framsókn. Frjálslyndir og Sjálfstæðisflokkurinn nota bláan lit og Geir og Guðjón báðir með blátt bindi. Ómar líka... enda er blátt litur trausts. Blái liturinn í merki Íslandshreyfingarinar stendur fyrir atvinnulífið, ef ég man rétt. Steingrímur skar sig úr í brúnu... traustur og róandi jarðlitur - en með grænt VG merki. Ingibjörg var í hvítu, og svei mér þá ef hún var bara ekki langglæsilegust!!! (Varð að setja þetta síðasta með til að vera í stíl við alla umræðu um stjórnmálakonur... ég er svo mikil hópsál!).
Anyways. Ingibjörg er augljóslega eina konan sem kemur til greina sem forsætiráðherra. Hún yrði þá fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann - sem mér finnst, by the way, alveg kominn tími á, enda er árið 2007 runnið upp! Ég var hins vegar hissa á að þetta bar ekki á góma í þættinum, frekar en jafnréttismálin yfirhöfuð. Mér finnst algjört must að jafnréttismálin séu kosningamál...
Umræðan hófst á niðurstöðu skoðanakönnunar á hversu mikilla vinsælda flokksformennirnir njóta og þar er Ingibjörg í efsta sæti yfir óvinsæla formenn. Jæja kemur það á óvart? Nei, reyndar ekki. Ingibjörg á að baki farsælan og glæsilegan feril sem borgarstjóri og hefur sýnt og sannað að hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum. Eftir að hún færði sig yfir í landsmálin og varð formaður Samfylkingarinnar hefur umræðan gegn henni heldur betur snúist. Skyldi það vera vegna þess að hún er farin að verða körlunum veruleg ógn? Ég held það, svei mér þá bara.
ps. lýsi því yfir - enn og aftur - að ég er þverpólitísk og áskil mér rétt til að hrósa og gagnrýna alla flokka... hlakka til fjörugra umræðna fyrir kosningar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
7.4.2007 | 13:20
Femínískir málshættir
Þegar ég verð orðin ógeðslega rík og komin með páskaeggjaframleiðslu (úr fairtrade súkkulaði) sem tómstundargaman er aldrei að vita nema svona málshættir verði aðaluppistaðan:
Sömu laun fyrir sömu störf
Manneskja ekki markaðsvara
Make love, not porn
Er það kannski kvenmannsverk að verja heiður karlmanna?
Nei þýðir nei
Karlmenn segja nei við nauðgunum
Sannir karlmenn eru femínistar
Kjósum konur
Kyn skiptir máli
Ég hugsa, þess vegna er ég femínisti
Jafnrétti er mannréttindi
Jafnrétti núna!
Það er töff að hafa skoðun. Stelpur hafa skoðun.
Það er ekkert lýðræði án jafnréttis
Á haugana með grútmyglaða afganga feðraveldisins
Það er flott að vera femínisti
628 ár er of langur tími að bíða eftir launajafnétti
ps. höfundar úr ýmsum áttum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg