Femínískur dagur!

Ok. Ég byrjaði kannski ekki daginn á því að gera það sem ég átti að gera. Ég fór að leita í gömlum Morgunblöðum að atvinnuauglýsingum (sjá fyrri færslu) en það er óhætt að segja að þetta hafi verið með skemmtilegri dögum. Í hádeginu fór ég á fyrirlestur Karen Ross um fjölmiðla og stjórmálakonur. Karen hefur stúderað þetta málefni frá árinu 1994 - eftir að hún var sjálf í pólitík og fann mikinn mun á hvernig fjölmiðlar fjölluðu um hana vs karlkyns kollega hennar. Rannsóknir Karenar byggja á fjölmiðlakönnunum í kringum kosningar, viðtölum við stjórnmálakonur og einstaka viðtölum við fjölmiðlakonur. Hún hefur stundað rannsóknir í nokkrum löndum - Bretlandi, Írlandi, Suður-Afríku... og nú í sumar eru hún að fara til Nýja Sjálands. Alls staðar er mynstrið samt eins, konur og karlar eru meðhöndluð á mismunandi hátt í fjölmiðlum.

Erindi hennar var nefnt "hvar fékk hún þessa skó?" og er einmitt lýsandi fyrir útlitsáhuga fjölmiðla á stjórnmálakonum. Það var nokkuð skondið að sjá að það var ljósmyndari staddur á staðnum sem gerði sér far um að mynda skó kvenna, þ.m.t. Siv Friðleyfsdóttur og Bryndísar Schram, að fyrirlestri loknum. Áhugavert í ljósi umræðuefnisins...

Eftir fyrirlesturinn bauð ég mér í kaffi til Gyðu Margrétar femínista og við náðum að ræða vítt og breytt um femínisma... auk þess sem Gyða bauð upp á kaffi og ristað brauð! Algjört æði og ég ætla að muna eftir að bjóða mér oftar til hennar í kaffi! Þaðan lá leiðin beint á landsfund Samfylkingarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef verið viðstödd landsfund stjórnmálaflokks - og í fyrsta sinn sem ég kom inn í Egilshöll... Ég gekk inn í salinn og beint inn í hóp jakkafataklæddra karlmanna. Ég hugsaði með mér að svona gæti þetta ekki verið... hvar voru konurnar? Ég komst framhjá körlunum og inn í salinn og þar blasti við öllu blandaðari hópur. Sjúkkit! Komst að því seinna að hópurinn sem ég gekk inn í fyrst voru Karlakórinn Fóstbræður! Hlaut að vera lógísk útskýring á þessu. Tounge Anyways, það var Beta vinkona sem sagði við mig að ég mætti ekki missa af þessu. Mona Sahlin (formaður sænskra jafnaðarmanna) og Helle Thorning-Smith (formaður danskra jafnaðarmanna) voru gestir á landsþinginu.  Djöfull voru þær kröftugar! Það var æðislegt að sjá konurnar 3 sem eru formenn norrænu jafnaðarmannaflokkanna ganga saman inn í salinn og enn skemmtilegra var auðvitað að hlusta á hvað þær höfðu að segja! Ekki síður var gaman að hlusta á Dag B. Eggertsson túlka ræðu Monu Sahlin. Sérstaklega af því hann byrjaði á að þurfa að segja hvað hann hefði nú gaman að því að vera ein þriggja kvenna sem leiddi jafnaðarmannaflokk... LoL

Anyways... þegar ég hætti sem talskona þarf ég greinilega líka að hætta að vera þverpólitísk og velja mér flokk til að starfa í. Greinilega nauðsynlegt að taka þátt í pólitíkinni og gengur víst ekki að vilja vera í öllum flokkum til lengdar...

Náði að rétt skjótast heim eftir fundinn og brunaði svo niður á Við Tjörnina (ok... Grétar keyrði mig) þar sem ég snæddi ljúffengan kvöldverð með Karen Ross, Kristínu Ástgeirs, Lilju Hjartar og Önnu Kristínu. Í einu orði sagt - frábært! Við Grétar skutluðumst svo á Boston til að hitta Betu... 

Svo sannarlega frábær dagur! 


mbl.is „Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ávallt velkomin, alltaf heitt á könnunni!

Gyða Margrét Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Takk og sömuleiðis - ef þú átt leið í Grafarholtið... eða skyldir jafnvel vilja gera þér ferð hingað í sveitina

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 332497

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband