Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Gleðilega páska

Gleðilega páska! Wizard Vona að þið borðið ekki yfir ykkur af páskaeggjum... Ég veit nú ekki alveg hvað ég á eftir að blogga mikið um páskana en hér er uppskrift að því sem ég borðaði í gær! Rosagott Smile

 
*************************
Kjúklingur hershöfðingjans Tso

Okkar útgáfa... kannski ekki eins hershöfðingjaleg en svo sannarlega minna maus og aðeins hollari, allavega ekki djúpsteikt!

4-6 kjúklingabringur - skornar í litla bita og marineraðar í teriyaki- eða soja sósu í hálftíma

Sósa
1 bolli sykur
1/2 bolli sojasósa
1 tsk sesamolía
1/2 bolli hvítvín
1/2 bolli appelsínusafi (má vera aðeins meira)
1/2 bolli maízenamjöl
3 hvítlauksrif
2 msk rifinn engifer (ferskur)
1 rauður chilipipar
***
2 bollar vorlaukur

Öllu blandað saman nema vorlauknum. Kjúklingurinn settur í eldfast mót. Sósunni hellt yfir og bakað í ofni við 200°C í 35-40 mínútur. Vorlaukurinn settur út í þegar 10-15 mínútur eru eftir af tímanum.

Gott að bera fram með mangósalsa og hrísgrjónum. 

*** 

Mangósalsa

Mangó
Ferskjur
Rauðlaukur
Döðlur
Safi úr einni sítrónu

Magnó, ferskjur, rauðlakur og döðlur saxað smátt og blandað saman. Sítrónusafa hellt yfir. Má salta og pipra smá ef vill. 


Hetjur

Mér leist nú ekki alveg á blikuna þegar ég labbaði inn á Thorvaldsen rétt fyrir kl. 8 í gærkvöldi og sá að heil hljómsveit var í óða önn að planta sér fyrir framan dyrnar að Bertelstofu. "Er verið að undirbúa tónleika?" spurði ég. "Já þeir byrja kl. 9" var svarið. Hittið okkar var á milli 8 - 10. Gasp Sem betur fer reddaðist þetta með hljómleikina og þau byrjuðu ekki með nein alvöru læti fyrr en klukkan var 5 mínútur í 10. Þá vorum við búin að ná góðum fundi og allt í lagi að hætta. 

Rúna byrjaði fundinn með því að tala um hlutina í víðu samhengi. Tala um klámið, vændið, mansalið. Hvað er að gerast og hvernig þetta hangir allt saman. Hvaða viðbrögð hafa komið upp á yfirborðið og hvernig við getum beitt okkur í baráttunni. Meðal þess sem hún nefndi var að í nágrannalöndum okkar er aðaláherslan á erlendar konur sem neyddar eru í vændi og á meðan dettur baráttan niður fyrir innlendu konurnar. Rúna er alltaf með puttan á púlsinum og það er svo hvetjandi að hlusta á hana. Þegar hún var búin tók Eva til máls. Eva þekkir lífið á götunni af eigin raun. Hún var heimilislaus í yfir áratug, frá 13 ára aldri. Lífið á götunni er ekkert sældarlíf. Það einkennist af ofbeldi, þ.m.t. nauðgunum og vændi. Úrræðin eru afar fá og heimilislausar konur mæta öðru viðmóti í kerfinu heldur en "venjulegar" konur. Vændið sem konurnar eru í er ekki af fúsum og frjálsum vilja. Þær eru neyddar í vændi og eiga von á miklu og grófu ofbeldi ef þær ekki samþykkja það. Það er ekki að ástæðulausu að Eva berst fyrir konurnar sínar og vill hjálpa þeim út úr þessum aðstæðum. Þetta eru konur sem búið er að brjóta niður á alla verstu mögulegu máta. 

Ég er búin að mæta á flest öll Hitt Femínistafélagsins frá upphafi. Hef aðeins misst af örfáum. Í fyrsta skipti í gær langaði mig til að gráta. Mig langar til að búa í betra samfélagi og ég skil ekki af hverju ekki eru betri úrræði fyrir hendi. Hvað kemur í veg fyrir að Konukot sé opið allan sólarhringinn? Af hverju fá heimilislausu konurnar ekki að hafa meira um það að segja hvernig úrræði þurfa að vera til staðar fyrir þær?

Verkefnið framundan verður að reyna að samræma þetta allt saman. Við þurfum að berjast fyrir úrræðum á götunni sjálfri, bjóða okkur fram í sjálfboðavinnu til að reyna að bæta stöðuna, berjast á opinberum vettvangi, halda umræðunni lifandi... Af nógu er að taka, svo mikið er víst.

Mig langar að þakka hetjunum tveim, Rúnu og Evu, fyrir frábært Hitt í gær. Líka öllum sem mættu og fyrir umræðurnar á eftir. Ég fór heim með betri þekkingu á aðstæðum og stöðunni og veit að sama á við um fleiri. Takk enn og aftur fyrir að deila með okkur ykkar reynslu og þekkingu.


Síðasta Hitt vetrarins

Nú er síðasti sjens að mæta á Hitt hjá Femínistafélaginu á þessu starfsári. Síðasta Hittið verður í kvöld á Bertelstofu, Thorvaldsenbar kl. 20.

Nýlega voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Meðal breytinga var að sala á vændi til aðalfræmfærslu er ekki lengur refsiverð. Kvennahreyfingin hefur lengi barist fyrir því að við förum hinum svokölluðu sænsku leið hér á Íslandi, þ.e. að kaup á vændi verði gerð refsiverð. Könnun Capacent Gallup í lok marsmánaðar leiddi í ljós að yfir 80% kvenna og tæp 60% karla vilja gera kaup á vændi refsiverð, eða um 70% allra Íslendinga.

Í ljósi nýtilkominna breytinga - þar sem hvorki kaup né sala er refsiverð - viljum við tileinka síðasta Hitti vetrarins umræðu um hvaða leiðir eru færar til að sporna gegn vændi. Við fáum til okkar hana Evu, en hún var áður heimilislaus og getur frætt okkur um líf heimilislausra kvenna og hvað þarf að gera til að aðstoða þær. Rúna á Stígamótum segir okkur frá úrræðum út frá reynslu þeirra á Stígamótum. Þriðja gestinn eigum við enn eftir að fá staðfestingu á mætingu frá á en treystum bara á að hún mæti á svæðið...

Sjáumst vonandi öll á Hittinu. Hittið er okkar vettvangur til að ræða málefni líðandi stundar, aðgangur er ókeypis og opið er fyrir umræður!

Þetta er síðasta Hitt vetrarins og þar með starfsársins.

Hittumst á Hittinu!
Ráðið

 

 


Fékk þetta í t-pósti. Enjoy!

gomulkonaGirlfriends and Sisters Week
I am only as strong as the coffee I drink, the hairspray I use and the friends I have.
To the cool women that have touched my life. Here's to you!
National Girlfriends Day
What would most of us do without our sisters, confidants and shopping, lunching, and traveling girls?
Let's celebrate each other for each other's sake!

It is good to be a woman:



1. We got off the Titanic first.



2. We can scare male bosses with the mysterious gynecological disorder excuses.



3 Taxis stop for us.



4. We don't look like a frog in a b lender when dancing.


5. No fashion faux pas we make, could ever rival the Speedo.


6. We don't have to pass gas to amuse ourselves.



7. If we forget to shave, no one has to know.



8. We can congratulate our teammate without ever touching her rear end.



9. We never have to reach down every so often to make sure our privates are still there.



10. We have the ability to dress ourselves.



11. We can talk to the opposite sex without having to picture them naked.



12. If we marry someone 20 years younger, we are aware that we will look like an idiot.



13. We will never regret piercing our ears.



14. There are times when chocolate really can solve all your problems.



15. We can make comments about how silly men are in their presence because they aren't listening anyway.


Eru karlar körlum verstir?!

Er þetta ekki skýrt dæmi um það að karlar eru körlum verstir...??? Wink 

Bara má til með að kynna þetta orðatiltæki til sögunnar svo hægt sé að flagga því í hvert skipti sem tveir eða fleiri karlmenn deila...  Devil Tek skýrt fram að mér finnst þetta tiltekna orðatiltæki fádæma vitlaust - nær næstum með tærnar þar sem kvenkyns útgáfan er með hælana! 

ps. Tek fram að ég geri þetta auðvitað af eintómri illkvittni... Halo


mbl.is Segja Pálma eiga persónulegan þátt í rekstrarerfiðleikum IE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu aprílgöbbin

Þetta aprílgabb fær vinningin hjá mér... Wired Magazine að biðjast afsökunar á karlrembulegri forsíðu... 

RUV með sitt aprílgabb um að selja sál sína í tilefni ohf fæðingar er í öðru sæti enn sem komið er!


Rangar spurningar

Frábær úrslit í Hafnarfirði um helgina! Viðurkenni að ég var ekki bjartsýn á þessa niðurstöðu fyrirfram og hún kom því ánægjulega á óvart. Truflaði meira að segja 24 maraþonið sem hér fór fram um helgina - því við vorum svo spennt að sjá úrslitin. 88 atkvæði eru ekki mikið en þau dugðu...

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur "farið á kostum" síðustu daga. Fyrir nokkrum mánuðum var hann með stórorðar yfirlýsingar um að það væri engin stóriðjustefna í gangi - nú væri þetta allt saman komið í hendur sveitarstjórna. Yfirlýsingin þótti frekar fyndin þá... og ef yfirlýsingar formannsins út af úrslitum laugardagsins eru skoðaðar sést að stóriðjustefnan er "alive and kicking" hjá formanninum. Lýðræðislega kosningin á rétt að duga í 3 ár... þangað til ný bæjarstjórn tekur við!

Formaðurinn fór líka á kostum um helgina þegar hann sagði hastarlega við fréttamann "þetta er röng spurning" þegar hann var spurður út í nýjustu spá Seðlabankans. Er hann ekki fyrrum skólastjóri? 

****

Framsóknarformaðurinn toppar þó ekki Frjálslynda flokkinn - sem ætti kannski að íhuga að breyta nafninu sínu í eitthvað þjóðernissinnað... (verst að nafnið Íslandshreyfingin er frátekið - kannski þessir 2 flokkar geti skipst á nöfnum??). Hvað er málið? Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki verið fremstur í baráttunni gegn stóriðjustefnunni... stefnunni sem kallar á allt þetta erlenda vinnuafl sem þeir eru núna svona mikið á móti. Ástæðan fyrir því að hér á landi er svona mikið af erlendu vinnuafli er vegna þess að við höfum kallað eftir því þar sem við önnum ekki öllu því sem hér þarf að gera sjálf. Atvinnuþátttaka fólks af erlendum uppruna er mjög há hér á landi, glæpatíðni er lægri meðal þeirra en hjá Íslendingum... 

****

Og svo má ég til með að minnast á eitt í lokin. Ég er fanatísk á reykingar og vona að það takist að útrýma þeim sem fyrst. Ég er hins vegar mótfallin myndbirtingunum sem fyrirhugað er að setja á sígarettupakka. Ég hef keypt karton í fríhöfninni fyrir forfallinn nikótínista og það er hræðilegt að kaupa pakka með þessum helv... merkingum. Myndibirtingarnar eru over the top að mínu mati. Baráttan ætti að fara fram með öðrum leiðum.


« Fyrri síða

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband