Auglýst eftir hugmyndum

Mörgum okkar finnst okkur miða allt of hægt í jafnréttismálum. Auglýsi hér með eftir hugmyndum um hvernig við getum látið hlutina gerast strax!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

setjum kynjafræði inní aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

maja hjálmtýs (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 19:14

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég held að lykilinn að jafnrétti á vinnumarkaði sé jafnrétti á heimili og að foreldrar beri ávallt, óháð hjúskaparstöðu, sem jafnasta ábyrgð á uppeldi barna.   Allar stjórnvaldsaðgerðir sem jafna foreldraábyrgð skapar báðum kynjum sömu forsendur til sóknar á vinnumarkaði.  Í dag er foreldraábyrðgin ójöfn og það endurspeglar stöðu kynjanna á vinnumarkaði.   Ég skrifaði eitt sinn grein sem hét  Launamunur kynjanna og foreldraábyrgð. Ég held  að lykilinn að jafnrétti sé að skoða foreldrajafnrétti og launajafnrétti. Þetta tvennt mun haldast í hendur. 

Gísli Gíslason, 20.6.2007 kl. 19:35

3 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Eg hef búið í Svíþjóð í mörg ár. Þar er nokkuð jafnt með kynjunum hver er heima þegar börnin eru veik. Nú hef ég verið hér í 2 ár og vinn á vinnustað þar sem flestir eru kvenkyns. Mér finnst mjög algengt að konur séu heima þegar börnin eru veik. Eg held að það geri konur að minna ábyrgðarfullum launþegum og þær eigi þá erfiðara með að klifra upp metorðastigann. Þegar maður ræðir þetta í vinnunni, segja þær að börnin vilji hafa mömmu hjá sér þegar þau eru veik, en ég held að það sé bara vani.  Eg held að ef við konur leyfðum pöbbunum að taka meir ábyrgð á þessu sviði, mundi það hjálpa til í baráttunni.

Ásta Kristín Norrman, 20.6.2007 kl. 19:46

4 identicon

Ég hef ávalt talið að lykillinn að jafnrétti sé að fá almenning til að vilja jafnrétti. Það er að sjálfsögðu hagur karla jafnt sem kvenna að hér sé jafnrétti. En að einhverjum ástæðum eru alltof margir sem vilja fara í "hart" gegn feministum. Við höfum ýmiss dæmi um þetta. Nú síðast fór allt á annann endann í þjóðfélaginu þegar minnst er á táknmyndir barnakláms í auglýsingabæklingi. Það er alltof stór hópur í þjóðfélaginu sem hafnar staðreyndum um skaðsemi kláms og vændis með öllum mætti. 

Lykillinn að jafnrétti er að framsetja jafnréttisbaráttuna á auðveldann, skilmerkilegann og aðlaðandi hátt svo að allir sjái hag sinn í jafnrétti. Dæmi um þessa snilld var þegar feðraorlofið var til umræðu. Það var prómóterað á svo frábærann hátt að allir sáu hag sinn í að það gengi í gegn. Enda fór það fljótt og áreinslulaust í gegnum kerfið.

Eins og jafnréttisbaráttan er núna finnst mér hún of aggressív. Mér finnst oft eins og jafnréttisbaráttan fari fram með steittum hnefa. Hún er á einhvern hátt búin að þróast úr takti við samfélagið.

Ég get sagt þetta því eins og margir byrjaði ég að tjá mig og fylgjast með jafnréttisbaráttunni vegna þess að mér fannst málflutningur feminista fáránlegur. Eftir nú nokkurra ára stapp er ég að átta mig betur og betur á baráttunni. Það má því segja að ég hafi náð að vinna upp allt sem framhjá mér fór. Það sýnir mér að jafnréttisbaráttan sé að miklu leiti úr takt við samfélagið. 

manuel (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 20:47

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég held að mest öll umræða og rannsóknir um launajafnrétti hafa að mér finnst oft snúist um að magngreina launamunin, frekar en að leita að orsökum hans.  Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvort  óútskýrður launamunur sé 14% eða 16%. Málið er að munurinn er tilstaðar og mikilvægast hlýtur að vera  að finna ástæðuna.  Í mínum huga er ástæðan að stórum hluta munur í foreldra og heimlisábyrgð kynjanna. Konur bera ennþá meiri ábyrgð á heimili og uppeldi og er það að ég held  stærsta ástæða útskýrðs og óútskýrðs launamunar.  Það var því gaman að heyra þetta frá Ástu Kristínu Normann að konur á Íslandi bæru meiri ábyrðg en kynsystur í Svíþjóð vegna veikinda barna.  Það styður það sem ég hef haldið fram um  þessi mál. 

Gísli Gíslason, 20.6.2007 kl. 21:30

6 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Ég er sammála manuel. Fókusinn er útum allt, þannig að raunveruleg málefni eru ekki að fá sinn sanngjarna skerf. Að ráðast á allt sem að maður er ekki sáttur við, jafnvel þó að það snúi að kynjunum er ekki rétta leiðin.

Bara til að rifja upp nokkur atvik t.d. límmiðarnir á b&b, og klámráðstefnan. Það eru engir hagsmunir á bakvið það að þessu sé framfylgt. Ef að þessu væri hlýtt, þá væri þetta meira til hugarrós eða prinsippa, frekar en raunveruleg baráttumál. Slík atvik sem að eru ekki augljós fyrir öllum fær fólk líka á móti manni, sem er ekki góð leið til að fá sínu framfylgt.

Það er eitt að láta fólk vita að verið sé að gera eitthvað, en að gera EITTHVAÐ í staðin fyrir að halda sig við mikilvægi hluta, þá missir fólk trú á málstaðnum.

Sem dæmi er klámvæðing eitthvað sem að margir (öfga)feministar halda að sé vandamál, alltílæ. Það er álit útaf fyrir sig, en er virkilega rétt að eyða orku og tíma í að leysa eitthvað sem að er jafnvel ekki búið að skilgreina almennilega fyrir fólki? Frekar ætti að hugsa, hvað er það sem ÞARF að breyta? Öflugasta vopn sem að barátta getur fengið er vilji samfélagsins. Örugg leið til að missa þann stuðning er að stuða fólk endalaust. Fær mig til að muna þegar var verið að spurja karlmenn að handahófi í kringlunni hvort að þeir væru nauðgarar. Ekki góð leið til að fá fylgi. Eitt er að fá fólk til að hugsa, og annað er að fá fólk til að hugsa það sem að maður vill fá það til að hugsa. Í þessu tilviki t.d. gæti ég ímyndað mér að þeir spurðu hafi meira gramist þessi aðferð og hvernig að málum var staðið, frekar en að fallast á baráttumálefnin.

Hvernig væri að láta Gallup gera skoðanakönnun, þar sem að yfirmenn, eða launagreiðendur séu spurðir beint hvort að þeir séu að  mismuna kynjunum? Þá væri hægt að hafa ýmsar spurningar því tengt án þess að vera að stuða beint eða vera með áróður eða brjóta á friðhelgi launþega. Svo væri hægt að birta niðurstöður á netinu. 

Einnig væri hægt að gera skoðanakönnu á laungreiðendum, þar sem að þeir væru spurðir hvar á skala 1-10 þeirra laun séu miðað við meðallaun í landinu. Svo mætti spurja hvert þeirra álit á sínu vinnuframtak innan fyrirtækisins sem þau vinna á skala 1-10.

Málið er mig langar virkilega að sjá hvar þessi launamunur er, nákvæmlega. Mig langar að sjá hann gómaðan í verki.  Ég hef ekki séð eitt dæmi um jón og jónínu þar sem að laun jafnmenntaðra aðila sé mismunandi fyrir sömu vinnu og reynslu. En ég hef kannski ekki verið að leyta. Það er bara alltaf talað um þessi málefni í almennu tali, við erum ekki stórt land. Hversu almennt er hægt að tala um 300 þúsund manns?

Sigurður Jökulsson, 20.6.2007 kl. 21:53

7 identicon

Auðvitað er jafnréttisbaráttan úr takti við samfélagið, annars væri hún ekki barátta til breytinga. Er ekki með neinar lausnir eins og stendur en læt vita ef ég fæ hugljómun. Kynjafræði inn í námsskrá grunnskólanna er frábær hugmynd!

Magnea (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 22:15

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Katrín Anna.

Jú jú sjálfsagt að koma með hugmyndir. Til dæmis mætti hefjast handa með að rita hverju einasta starfandi verkalýðsfélagi á landinu eitt lítið lettersbréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um launamun kynja í hverju félagi fyrir sig, ellegar meðallaunum félagsmanna ásamt upplýsingum um hvað félagið geri markvisst til þess að vinna gegn launamun innan sinna raða. Nú í framhaldinu má hefjast handa við stórfyrirtækin og óska eftir álíka upplýsingum sem og stefnumótun viðkomandi.

ein hugmynd....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.6.2007 kl. 22:40

9 Smámynd: Viðar Eggertsson

Konur eru að minnsta kosti helmingur landsmanna. Konur eru í sumum flokkum meiri hluti kjósenda, bæði í prófkjörum og í kosningum.

Þrátt fyrir þessa staðreynd og að konur gætu náð sínu fram, en gera það ekki, segir að vinnan í eigin kvennaranni er miklvægur. Vinna fyrst konur á band kynjajafnréttis, þá skilar það sér áfram.

En meðan konur hafa ekki sjálfar komið auga á mikilvægi kynjakafnréttis þá hefst þetta hægt. Munum konur eru að minnsta kosti helmingur landsmanna, með að minnsta kosti helming atkvæða í prófkjörum og kosningum...

Horfumst í augu við það að enn eru til alltof margar konur sem treysta ekki konum!

Viðar Eggertsson, 20.6.2007 kl. 23:01

10 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég starfaði á sínum tíma í pólitík og ég held að það sé fjarri lagi að kenna konum einum um það að ekki sé nóg af konum ofarlega á listum flokkanna.

Mér hefur sýnst konur kjósa bæði kyn og alls ekki síður konur en karla í prófkjörum. Hins vegar virðist oft vanta mikið upp á það að karlarnir kjósi jafn margar konur og karla. Ef að konur kjósa t.d. 50% konur og 50% karla, en karlarnir kjósa aðeins 25% konur og 75% karla, þá náum við aldrei jafnrétti í pólitík.

Lausnin er ekki að konur kjósi þá bara konur, heldur frekar að gera BÆÐI konum og körlum ljóst að það skipti máli að kjósa bæði kyn. Mín 50 cent.

Svala Jónsdóttir, 20.6.2007 kl. 23:25

11 identicon

Að tala almennt um jafnrétti en ekki feminisma myndi örugglega hjálpa mikið.

Því miður held ég að ungir menn í dag séu að fá mjög neikvæða sýn á þessari baráttu, ástæðan er fyrst og fremst öfgamiklir feministar sem hafa verið mikið í fjölmiðlum seinustu árin. Feministafélag Íslands er að hjálpa konum álíka mikið og Al-Qaeda þegar kemur að múslimum.

Geiri (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 23:28

12 identicon

Svala: Jöfn skipting kynja í pólitík verður aldrei á meðan konur eru eingöngu 1/3 framboðs.

Í raun er frekar mikið jafnrétti í dag í pólitík. Hlutfall kvenna á þingi og í ráðherrastólum er svipað og framboðið. Það er ekki jafnrétti að konur fái helming þegar framboðið er minna.

Geiri (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 23:33

13 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er rétt sem þú bendir á þarna Geiri að framboð kvenna í pólítík er allsendis ekki fyrir hendi í þvi magni sem þarf.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.6.2007 kl. 23:58

14 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Jákvæð umfjöllun um jafnrétti er besta tækið sem hægt er að nota.

Hætta öllum stríðsrekstri og benda á það sem vel er gert.

Að fá fyrirtækin í lið með sér með jákvæðum hætti er miklu sterkara en að fá stjórnmálamenn til að hrópa upp korter í kosningar.

Stríðsfyrirsagnir eru bara skammtímaáhrif, með því að benda alltaf á það sem miður fer fæst skammtímabirting í fjölmiðlum og til lengri tíma litið mun jafnréttisbaráttan tapa á svoleiðis umfjöllun. En með því að benda á og verðlauna það sem vel er gert má fá betri árangur. tekur kannski lengri tíma í byrjun að sjá eitthvað gerast en þegar boltinn er farinn af stað gerist allt mun hraðar og öruggara en með neikvæðri umfjöllun.

Það er verið að gera góða hluti út um allt land, dragið þá hluti á yfirborðið. Atvinnurekendur sem greiða hæfum konum lægri laun en körlum munu tapa á því þegar þær konur hætta og fara yfir til þeirra fyrirtækja sem eru t.a.m. sem horfa ekki á mismunandi kyn starfsmanna sinna, hvort sem þau eru með opinbera jafréttisáætlun eða ekki.

En hvað vilja Feministar gera til að jafnrétti náist í forsjár- og umgengnismálum? Ég hef aldrei séð neitt um þau mál hjá ykkur.

HE

Hallgrímur Egilsson, 21.6.2007 kl. 08:59

15 identicon

Sæl Katrín, einföld, stutt færsla hjá þér, en getur jafnframt verið áhrifarík

Ég get tekið undir margt sem sett hefur verið fram fyrr í þessari umræðu. Baráttan fyrir jöfnum kjörum kynjanna, sem ættu að vera sjálfsögð mannréttindi, hefur á síðustu 3-4 árum snúist upp í baráttu þar sem beitt er mikilli hörku, oft ómálefnanlegum rökum og fólki skipt upp í andstæðar fylkingar. Feministafélagið stendur fyrir stórum hluta þessa ,,áróðurs“ leyfi ég mér að segja, sem oft á tíðum er einvörðungu kvennréttindabarátta. Við málflutning af þeim toga verðum við karlmenn oft gerðir að andstæðingum.

Ég verð að játa það að mér fannst stigið stórt skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni þegar haldið var upp á 30 ára afmæli Kvennafrídagsins. Í stað þess að halda upp á þann árangur sem sannanlega hefur náðst og taka höndum saman, karlar og konur, til að uppræta það ójafnvægi sem eftir stendur, þá ákvað stór hluti kvenna  á höfuðborgarsvæðinu, að horfa frekar afturábak og staðhæfa að lítið sem ekkert hefði áunnist á síðustu 30 árum og grípa til neikvæðs og þrúgandi málflutnings.

Í stað þess að horfa fram á veginn og sjá t.d. Feministafélagið færa sig úr því að vera málsvari kvenna í jafnréttisbaráttunni, yfir í það að verða sannkölluð Jafnréttissamtök, þar sem sæti eiga jafnt konur sem karlar, þá eins og fyrr segir var kosið að horfa frekar til baka og gera lítið úr þeim árangri sem náðst hefur. Ef ég tala fyrir sjálfan mig sem ungan föður, í ungri fjölskyldu, þá hef ég unnið mjög mikið á samanborið við föður minn til dæmis. Ég ver miklum tíma með börnunum, við hjónin skiptum verkum jafnt á milli okkar og vinnum bæði.

Eigi að síður er enn til staðar munur á kjörum kynjanna og spurning þín er hvernig leysa megi úr þessu strax? Í fyrsta lagi mun það örugglega ekki gerast strax, sú prósenta sem eftir stendur, hver sem hún kann að vera, á sér örugglega mjög djúpar og flóknar ástæður. Hugarfarslegar, samsöfnun kvenna í ákveðnar stéttir, uppeldi barna og tengd sjónarmið. Á sama tíma held ég að það sé varla til sá landsmaður sem ekki telur að jöfn kjör eigi að vera sjálfsagður hlutur, en ég er jafn sannfærður um að þessi vandi verður ekki leystur með þeirri hörku sem Feministafélagið heldur fram. Þetta er vandi sem samfélagið verður að leysa í sameiningu og fyrir 5 árum síðan hefði ég talið að við værum á góðri leið með það. Í málflutningi feminsta er stór hluti þjóðfélagsins skilinn útundan, karlmenn, oft á tíðum ungir karlmenn. Feminstafélagið hefur tekið sér einkarétt á jafnréttisbaráttunni, m.a. með málflutning þess efnis að ,,ef þú vilt jafnrétti þá eigir þú að vera feministi“. Ég er ungur faðir, einarður talsmaður jafnréttis, en ég mun aldrei nokkurn tíman skilgreina mig sem feminsta eða ganga í þau samtök. Feministafélagið getur ekki verið talsmaður minn í því formi sem það er í dag, en það þýðir ekki að ég sé karlremba eða vilji hlut kvenna minni. Það er bara enginn almennilegur og virkur málsvari Jafnréttisstefnunnar í boði fyrir mig.

Mitt svar við spurningu þinni er því að ungt, skynsamt fólk taki höndum saman og stofni Jafnréttissamtök, sem tali jafnt máli beggja kynja og að við höldum þessari baráttu áfram saman, þar sem frá var horfið fyrir nokkrum árum, með jákvæðu hugarfari, eins og fram kom hér í fyrra áliti. Ég man ekki hvort ég sá það í bloggi þínu eða Sóleyjar Tómasdóttur, þar var mynd af henni með móður sinni á Kvennafrídaginn 1975 og textinn var eitthvað á þá leið að snemma hafi krókurinn beygst, en síðan um það hversu langt væri í land og frekari klassískar röksemdir Feminstafélagsins. Ég var þarna sömuleiðis með móður minni, auk þess sem stærstur hluti karlmanna í dag eru annað hvort synir þessara kvenna eða eiginmenn, allt fólk sem telur jafnrétti sjálfsagt, en það er ekki hægt að stilla fólki upp við vegg með þessum hætti. Málflutningur Feminstafélagsins miðar oft að því að neyða þennan helming þjóðarinnar til athafna, en það er málstaðnum ekki til framdráttar. Jafnréttisbaráttan verður ekki leyst með þvingunum eða sértækum úrræðum, heldur ákvörðun sem við verðum að taka öll saman.

nafe (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 10:08

16 identicon

hmmmm,,,,,,,,,,, eigum við ekki bara að fara í eins og viku verkfall og sjá hvernig vinnumarkaðurinn plummi sig. Ef það virkar ekki, taka þá tveggja vikna verkfall og svo koll af kolli þar til búið er að rétta af kjör kvenna og fá almenna yfirlýsingu frá karlpeningnum um 50% hlutdeild í börnum, uppeldi og heimilishaldi. Þetta á líka við um heimilið, s.s. verkföllin. Ég gerði þetta sjálf einn daginn heima hjá mér og þetta snarlagaðist :)

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 10:29

17 Smámynd: Þóra Kristín Þórsdóttir

Ég hugsa að það þurfi að byrja á heimilunum, þar sé grunnurinn. Jöfn skipting heimilisstarfa, að kynin sinni börnunum jafnt osfrv. Ef það yrði normið þá hyrfu mörg af hinum vandamálunum...

En já, þetta getur ekki gerst hratt, en kannski ekki endilega of hægt heldur... Með mikilli vinnu og umræðu þá ættum við að ná jafnrétti að stórum hluta á t.d. tuttugu árum. Eða ég alla vega trúi því. Hins vegar þá þekki ég ekki heldur svo margar karlrembur og konur sem ekki treysta konum, þannig að ég kannski veit ekki almennilega við hvað við erum að díla...? 

Þóra Kristín Þórsdóttir, 21.6.2007 kl. 10:41

18 identicon

Kynjafræði í grunnskóla er hrikaleg hugmynd, og best til þess fallin að skipta fólk enn frekar í fylkingar með eða á móti jafnréttisbaráttunni.

Kynjafræði er grein sem er alltof lituð af hugmyndafræði þeirra sem stunda fræðin til að vera hæf grunnskólanemum. Einhvers konar siðfræði sem fælist í mati á aðstæðum fólks út frá hlutlausum upplýsingum, þar sem m.a. væri fjallað um jafnrétti kynja, kynhneigðar og þjóðernis, væri eitthvað nær lagi.

Að sama skapi er ekki viðeigandi að kenna grunnskólabörnum félagslegar kenningar Stefáns Ólafssonar eða Hannesar Hólmsteins. Það er hins vegar viðeigandi að kenna þeim hver viðfangsefni félagsfræðinnar eru, hvað séu félagslega vandamál og spreyta sig þá jafnvel á þeim með eigin hugmyndum.

Við getum sett dæmið upp svona: ¨

spurning: Hver er leiðin til að minnka bilið á milli ríkra og fátækra?

svar: Nú, við kennum bara vinstrimennsku í grunnskólum!

Annars tel ég sjálfur að engin aðgerð láti hlutina gerast strax. Í suðurríkjum BNA er enn mikill rasismi, þrátt fyrir gríðarlega stjórnvaldsaðgerðir til að jafna stöðu kynþátta. Þar eru sumir blökkumenn farnir að mótmæla jákvæðri mismunun vegna þess að þær hvetji til fordóma og árása gegn þeim. Þannig telja þeir þessar aðgerðir gefa hvítum rasistum ástæðú til áframhaldandi fordóma og jafnvel aðgerða gegn sér.

Þá tel ég líka að skilgreina þurfi markmið þeirra sem berjast fyrir jafnrétti áður en við spyrjum svona spurninga. Sumir telja jafnrétti komið á vinnumarkaði þegar allir hafa jafnan lagalegan rétt til starfa, aðrir þegar sá réttur er praktíseraður af vinnuveitendum og þriðji hópurinn ekki fyrr en hlutföll karla og kvenna eru svo jöfn á vinnumarkaði að það sé innan tölfræðilegra skekkjumarka.

Einhver hópur jafnréttissinna telur það jafnrétti þegar klámi og vændi hefur verið útrýmt en öðrum þegar konur hafa fullkomin ráð yfir eigin líkama (þ.e. mega nota líkamann eins og þær kjósa sjálfar).

Það er því augljóst að jafnrétti hjá einum er misrétti hjá öðrum og jafnrétti hjá einum stjórnmálaflokki er eitthvað allt annað hjá öðrum. Því getur enginn beðið eftir JAFNRÉTTI, heldur sínu jafnrétti. 

Árni Gunnar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 11:49

19 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég hygg að jafnréttið byrji heima.  Til að jafnrétti kynjanna náist verða báðir foreldrar að skipta með sér ábyrgð.  Þá á ég við ábyrgð á börnum, ábyrgð á heimilisstörfum og ábyrgð á því að afla tekna.  Að bera jafna ábyrgð á hlutunum þýðir ekki að verkaskipting geti ekki verið eftir því sem hverjum og einum þykir best. Þarna eru bæði kynin sek.  Sumar konur treysta ekki körlum sínum í húsverkin og sumir karlar vilja ekki vinna húsverk nema þeir séu beðnir.  

Einhver hér að ofan minntist á forsjár og umgengnismál.  Ég myndi segja að  þau mál eru í  miklum ólestri hér á landi.  Kynjaskekkjan er enn við líði og mæður fá forræði í miklu fleiri tilfellum en feður. Foreldrar komast upp með að nota börnin gegn hvort öðru og að sinna ekki börnum sínum. Það viðhorf að konur séu miklu hæfari til að hafa forræði yfir börnum sínum en feður skemmir fyrir öllum, börnum, feðrum og mæðrum.  Mæður sem láta feðrum eftir forræðið lenda í því að vera dæmdar, sú hegðun sumra feðra að sinna ekki eða illa börnum sínum er samþykkt eða í það minnsta ekki fordæmd og sumar mæður komast upp með að halda börnunum frá feðrum sínum.  Hér þarf hugarfarsbreytingu.

Í mínum huga grefur klám undan jafnrétti kynjanna og því eðlilegt að berjast gegn því.  Ég sé t.d. ekki fyrir mér að karlar sem kaupa einkasýningar kvenna, sem stundum eru sagðar viðskiptafræðingar að redda sér aukapening, muni velja ungar konur í stjórnunarstöður. 

Það þarf að setja jafnréttisfræðslu í skólana, leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og þegar fólk hefur sambúð, giftir sig eða eignast börn ætti það að fá einhverja fræðslu.  Ég fagna því ef þeir sem ekki finna sig í femínistafélagi Íslands stofna jafnréttisfélag.  Mikill meirihluti fólks vill jafnrétti kynjanna en fólk greinir á um aðferðir.  Annað félag með öðrum áherslum gæfi væntanlega meiri þrýsting.

Eftir niðurstöðu síðustu alþingiskosninga hefur mér dottið í hug að við ættum að stokka kerfið alveg upp.  Íslendinga eru um 300000 og þingmenn um 60, gerum landið að einu kjördæmi og setjum í reglur að helmingur þingmanna skuli vera konur og helmingur skuli vera karlar.  Við eigum landið saman og við skulum stjórna því saman.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.6.2007 kl. 12:09

20 Smámynd: Gísli Gíslason

Setjum þetta allt einfalt fram:

Foreldrajafnrétti mun leiða til launajafnréttis !

Gísli Gíslason, 21.6.2007 kl. 14:06

21 identicon

Miðað við hvað kynjamisrétti virðist vera rótgróið í hugum karla og kvenna þá held ég að það sé alveg örugglega ekki til nein skyndilausn. Því miður.

hee (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 14:54

22 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Sæl Matthildur, góðir punktar hjá þér... flestir alla vega. Ég er ekki sammála þér um kynjakvóta á Alþingi, eða nokkursstaðar annarsstaðar. Kannski mætti setja einhverja kvóta á í skamman tíma, en reyndin yrði sú að þeir yrðu aldrei aflagðir. Ég vil að hæfasta fólkið sé ráðið í allar stöður, líka á Alþingi. Ég vil frekar hafa 63 hæfar konur á þingi en 32 karla og 31 konur, þar sem karlarnir eru teknir fram yfir sér hæfari einstaklinga. Þjóðfélagið allt tapar á því.

Það má ekki bara einblína á það hvernig kynfæri einstaklingar hafa...

Hallgrímur Egilsson, 21.6.2007 kl. 15:08

23 identicon

Já þið segið það....

Auðvitað er bara rugl að ætlast til þess að einhver kjósi einhvern bara vegna kyns. Menn kjósa þann sem þeir telja hæfa sínum skoðunum best. Þið verðið að vera raunsæ þegar þið talið um jafnrétti. Þið verðið að sækja það ekki bara bíða eftir að heimurinn breytist. Og þá meina ég ekki með því að væla yfir því við hvert tækifæri að karlpeningurinn sé að vaða yfir ykkur á skítugum skóm útötuðum klámi og kvenfyrirlitningu. Þið verðið að sýna fram á að þið hafið eithvað annað til málanna að leggja en ekki bara kvótasetningar og forsjárhyggju. Ríkið hefur ekkert með það að gera að segja fólki til um hvernig það á að haga mönnun fyrirtækja sinna eða nokkuð annað,ríkisstjórnin á aðeins að setja grundvallarlög sem fólk fer eftir en ekki fara útí fáránleg smáatriði eins og t.d. hvað eiga margir karlar eða konur að vinna hjá þessu og hinu fyrirtækinu. Ég er fæddur frjáls maður og vil geta tekið mínar ákvarðanir sjálfur.

 Gangi ykkur vel

Bjössi (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 16:27

24 identicon

Ofsalega finnst mér andmælendur femínista oft vera eins og bilaðar plötur. Og hafa verið það að því er virðist frá upphafi skipulagðrar kvennabaráttu.

hee (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 16:33

25 identicon

Ég vil bara minna á að góðir hlutir gerast hægt ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 17:41

26 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Ég vil endurtaka athugasemd mína af öðru bloggi í þessu samhengi. Tek undir orð Möggu Ö ... held að mjög alvarlegar aðgerðir eins og vinnumarkaður í spennitreyju hafi gífurleg áhrif. Heiftarleg verkföll - hætta að láta eftir að vinna störfin fyrir minni pening. Bara hætta því - samfélagið getur ekki verið án þessara starfskrafta og það myndi að sjálfsögðu ekki vera lengi að koma í ljós og þá loks myndi eitthvað gerast. Það þarf svo massífan þrýsting og alvarlegar afleiðingar - orð og blaðaskrif nægja ekki :)

Oft læt ég mig dreyma svo villta drauma

Ég læt mig dreyma um það að konur, allar sem ein, sem vinna í þessum bráðnauðsynlegu störfum og eru svo illa launuð - standi upp og gangi út úr vinnunni sinni og setji samfélagið allt í alvöru spennitreyju í langan langan tíma. Ekki fyrr en slík barátta verður heyjuð fyrir þessar stéttir mun eitthvað alvöru gerast að ég held. Ég leyfði mér meira að segja að fantasera um að á afmæli kvennafrídagsins árið 2005 myndi eitthvað stórkostlegt gerast og réttlætið myndi loksins komast í framkvæmd af því konur færu hreinlega í tugþúsundum í öllum stéttum í alvöru verkfall í margar vikur!

EKKERT GERÐIST! 

Já já, ég veit þetta er ýktur draumur - en ég leyfi mér samt

Andrea J. Ólafsdóttir, 22.6.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 332508

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband